Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
Krít
Stökktu til Krítar
595 1000 www.heimsferdir.is
15. ÁGÚST Í 10NÆTUR
79.900
Flug & hótel frá
Stökktu!
129.900
Flug & hótel frá
ALLT INNIFALIÐ!
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Eldgosið í Meradölum mun reynast
ferðaþjónustunni vel, haldist það út
haustið, og gæti verið liður í að kveða
niður verðbólguna að mati Skarphéð-
ins Berg Steinarssonar ferðamála-
stjóra. Hann segir gríðarlega mikil-
vægt haust og vetur fram undan í
ferðaþjónustunni.
„Það er mjög mikilvægt að við
fáum gott haust og góðan vetur.
Þetta gos getur ekki annað en hjálp-
að til með það,“ segir Skarphéðinn,
spurður hvort hann telji að aukinn
ferðamannastraumur í kjölfar goss-
ins muni hafa áhrif á þá miklu verð-
bólgu sem mælst hefur hérlendis
undanfarið. Það breyti þó eflaust litlu
núna þar sem meira og minna allar
ferðir hér á landi séu uppbókaðar.
Hann segir horfur fyrir septem-
bermánuð góðar en næstu mánuðir á
eftir muni skipta sköpum.
Heppilegt sé að gosið hafi á sama
stað og fyrir ári.
„Þar gagnast þeir innviðir sem var
búið að leggja í og svo er bara verið
að betrumbæta þá þannig að þetta er
aðgengilegt. Á meðan þetta ógnar
ekki byggð eða innviðum þá er það
bara mjög gott.“
Spurður hvort ferðaþjónustan sé
viðbúin inn í haustið sökum mann-
eklu segist hann ekki líta svo á að það
verði teljandi vandamál.
„Þetta er ekki áhyggjuefni í haust
og vetur því það fækkar eitthvað frá
því sem nú er. Fyrirtækin þurfa
færri starfsmenn í haust og vetur
þannig að það er ekki viðbúið að
þetta verði teljandi vandamál.“ Hús-
næðisvandi gæti þó skapað vandamál
hjá ferðaþjónustufyrirtækjum sem
reiða sig á erlent starfsfólk.
„Það hefur gengið illa að finna hús-
næði fyrir sumt af þessu starfsfólki
sem er lengra að komið. Sá vandi fer
ekkert á næstunni,“ segir hann og
bætir við að þar megi nefna Austur-
land sérstaklega.
Mönnunarvandi ríki
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir þó mönnunarvanda
ríkja í ferðaþjónustu sem muni að-
eins ágerast í haust.
„Það er náttúrlega eins og alltaf í
þessum bransa, að þegar fólk fer í
skóla aftur, þá er það alltaf erfiður
punktur fyrir þá sem hafa treyst mik-
ið á skólafólk. Það eykur þá mönn-
unarvanda sem er búinn að vera og
er viðvarandi hérlendis, í Evrópu og
víðar.“
Jóhannes segir miklar samfélags-
breytingar hafa átt sér stað í faraldr-
inum sem meðal annars hafi þau
áhrif að flókið sé að manna öll störf
og nefnir sem dæmi áðurnefndan
húsnæðisvanda. Íslenskt starfsfólk í
ferðaþjónustu sem leitaði á önnur
mið í faraldrinum hafi ekki skilað sér
aftur. „Það þýðir að það er meiri þörf
á erlendu starfsfólki og þá þarf hús-
næði fyrir það, sem er af mjög skorn-
um skammti.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gos Ferðamenn hafa í liðinni viku keppst við að sjá eldgosið í Meradölum.
Gosið getur ekki
annað en hjálpað
- Mikilvægur vetur fram undan
Jóhannes Þór
Skúlason
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
„Ég held að það eigi að fara mjög var-
lega í að dæma Reykjanesið í heild
sinni úr leik. Það er skynsamlegt að
klára þær athuganir sem standa yfir í
Hvassahrauni. Veðurstofan, sem er
að rannsaka Hvassahraunið, er með
náttúruvá og eldvirkni til skoðunar,“
segir Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri Reykjavíkur spurður hvort
gerð flugvallar í Hvassahrauni sé orð-
in ólíklegri í kjölfar eldgosa á Reykja-
nesskaganum.
Hann vísar þá til rannsóknar Veð-
urstofu Íslands, sem gerir áhættumat
um þessar mundir, og segir ekki
tímabært að taka ákvörðun um það
hvort ómögulegt sé að byggja á svæð-
inu fyrr en niðurstöður úr þeirri
rannsókn liggja fyrir. Niðurstaða
mun liggja fyrir í haust.
Bæði Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra og Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra hafa sagt að
minni líkur hljóti að vera á því að flug-
völlur verði reistur í Hvassahrauni í
kjölfar eldgosa á Reykjanesi.
Einar Þorsteinsson, formaður
borgarráðs Reykjavíkur, tekur undir
orð Dags og segir réttast og eðlileg-
ast að bíða eftir niðurstöðum Veður-
stofu Íslands. „Ég held að allir ættu
bara að anda í kviðinn. Það er best að
byggja þetta allt saman á gögnum
frekar en tilfinningu.“
Aðspurður segir Dagur flugvöll í
Hvassahrauni ekki vera úr myndinni.
„Ég tek alls ekki undir með þeim sem
hafa geyst fram í þessari umræðu og
sagt að allar framtíðarfjárfestingar í
innviðum á Reykjanesi séu úr sög-
unni.“ Hann segir það þá ótímabært
að skoða aðra möguleika ef það skyldi
reynast óraunhæft að byggja í
Hvassahrauni. „Við ættum bara að
taka eitt skref í einu.“
Einar vill kanna aðra kosti
Einar segir þó að skynsamlegt
gæti verið að skoða aðra möguleika
sem fyrst. „Menn þurfa strax að hefja
vinnu við að skoða aðra kosti sem
einnig voru taldir fýsilegir sem nýr
varaflugvöllur.“ Hann tekur þó fram
að hann telji ólíklegt að aðrir mögu-
leikar verði skoðaðir áður en niður-
staða liggur fyrir frá Veðurstofunni.
Hann vísar samt sem áður til skýrslu
Rögnunefndar frá 2015 sem nefnir
fjóra aðra flugvallarkosti á höfuð-
borgarsvæðinu.
Þá bætir Dagur við að ákveðin vit-
undarvakning sé að eiga sér stað
hvað varðar mikilvægi þess að reisa
varaflugvöll fyrir millilandaflug.
Hann segir þessa vitundarvakningu
eina af jákvæðum aukaverkunum
gossins í Meradölum. „Það er mik-
ilvægt að þessi varaflugvallarmál séu
komin meira í deigluna en hefur ver-
ið. Vöxturinn í alþjóðaflugi hjá okkur
er löngu búinn að sprengja af sér nú-
verandi varaflugvallakerfi.“
Hann segir að Reykjavíkurflug-
völlur sé mjög takmarkaður þegar
kemur að því að taka við flugi frá
Keflavíkurflugvelli og því nauðsyn-
legt að reisa nýjan flugvöll.
Einar segist vera sammála Degi
hvað þetta varðar. „Óháð því hvað
menn vilja gera með Reykjavíkur-
flugvöll og þá starfsemi sem þar er þá
er mikilvægt að koma upp öflugum
varaflugvelli á suðvesturhorninu,“
segir Einar. Að hans mati eru þetta
tvö aðskilin málefni hvað varðar stað-
gengil í stað Reykjavíkurflugvallar
og varaflugvöll fyrir Keflavíkurflug-
völl.
Dagur bendir á að fjöldi erlendra
ferðamanna til landsins sé nú orðinn
sá sami og hann var fyrir kórónu-
veirufaraldurinn og verði enn meiri á
næstu árum. Því segir hann að þó að
oft hafi verið þörf þá sé nú nauðsyn að
nýr alþjóðlegur varaflugvöllur verði
reistur sem fyrst.
Þá nefnir Dagur kórónuveiru-
faraldurinn sem dæmi um hve mik-
ilvægt það sé fyrir hagsmuni Íslands
að tryggja alþjóðaflug til og frá land-
inu. „Við höfum núna tveggja ára
reynslu af því að flug nánast lagðist
niður. Það hafði gífurleg áhrif á at-
vinnulífið og hagkerfið,“ segir Dagur
og ítrekar mikilvægi alþjóðaflugs.
Hvassahraun er
ekki úr myndinni
- Oft var þörf en nú er nauðsyn að fá nýjan varaflugvöll
Dagur B.
Eggertsson
Einar
Þorsteinsson
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Engin gögn gefa enn til kynna að
fasteignaverð sé farið að lækka.
Þetta segir Már Wolfgang Mixa,
lektor í fjármálum við Háskóla Ís-
lands.
„Verðið er
sögulega hátt frá
öllum mælikvörð-
um séð,“ segir
hann. Már telur
líklegt að bóla sé
að myndast á
fasteignamarkaði
og þá sé ekki
ólíklegt að fast-
eignaverðið
lækki.
Dýfa ekki ólíkleg
„Þótt það séu engar vísbendingar
komnar fram um það enn sem
komið er, þá er ekki ólíklegt að
fasteignaverð taki dýfu niður á við
þegar vaxtastig er að hækka og
væntingar eru uppi um aukið fram-
boð,“ segir hann, enda hafi slíkt áð-
ur gerst.
„Það er eins og margir hafi
gleymt því að fasteignaverð lækk-
aði um næstum 20% frá 2007 til
2010 og á sama tíma var samanlögð
verðbólga í kringum 30%.“ Lækkun
fasteignaverðs á þessum árum hafi
verið gríðarleg í krónum talið.
Gerist nokkuð fyrirvaralaust
Sem áður sagði gefur enn ekkert
til kynna að fasteignaverð sé að
lækka: „En almennt þegar fast-
eignaverð lækkar, þá gerist það
nokkuð fyrirvaralaust. Það er
kannski þess vegna sem erfitt er að
spá í spilin. Þetta gerist einn, tveir
og tíu, þegar eftirspurnin er horfin,
og þá þurfa seljendur að lækka
verð mikið,“ segir hann. Vísbend-
ingar um þessa þróun sjást í
Bandaríkjunum og Bretlandi. Selj-
endur hafi skyndilega þurft að
lækka verð töluvert á svæðum sem
áður voru eftirsótt, til þess að selja
íbúðir.
„Þar hefur magn af íbúðum til
sölu aukist mjög,“ segir hann og
bætir við að fyrstu merki um verð-
lækkanir á fasteignamarkaði hér
yrðu sá tími sem tekur að selja
íbúðir. „Um leið og þær tölur fara
að hækka, dagar frá því íbúð fer á
sölu og þar til hún selst, fást vís-
bendingar um hvort lækkanir séu í
kortunum,“ segir Már.
„Þetta er svipað og frá 2007 til
2008. Markaðurinn fór að kólna
strax árið 2007 en fáir tóku eftir
því,“ segir Már.
Seðlabanki Íslands hefur reynt
að draga úr eftirspurn á fast-
eignamarkaði, meðal annars með
því að setja reglur um hámark
greiðslubyrðar. Greiðslubyrðarhlut-
fall fasteignalána skal almennt tak-
markast við 35% en við 40% fyrir
fyrstu kaupendur. Már telur að
reglurnar hafi aðallega komið sér
illa fyrir fyrstu kaupendur en það
gæti haft keðjuverkandi áhrif á
markaðinn.
Engin merki um lækkun
- Þó ekki ólíklegt að fasteignaverð lækki fyrirvaralaust
líkt og gerðist eftir hrun - Lækkana gætir þegar erlendis
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fasteignamarkaðurinn Ekki eru enn merki um að fasteignaverð fari lækk-
andi, að sögn Más. Fasteignaverð lækkaði töluvert eftir fjármálahrunið.
Már Wolfgang
Mixa