Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, 588 0200, eirvik.is Opnunartími mánudaga - föstudaga 10.00-17.30 Borgarstjóri tjáði sig um helgina og í samtali við Morgunblaðið í dag um Reykjavíkurflugvöll og hugmyndir um flugvöll í Hvassa- hrauni og hefur bersýnilega ekki gefið það upp á bát- inn að láta gera flugvöll í Hvassa- hrauni. Segist hann í þessu vera sam- mála forsætisráð- herra og innvið- aráðherra um að ótímabært sé að af- skrifa þá staðsetn- ingu, klára þurfi áhættumat sem verið sé að vinna. Ráðherrarnir sem borgarstjóri segist sammála hafa raunar tjáð sig á þann hátt að ætla má að þau hafi að minnsta kosti miklar efasemdir um að vit sé í að hefja flugvallar- gerð í Hvassahrauni, en vissulega vantar nokkuð upp á að þau hafi talað alveg skýrt um það augljósa mál. Og þetta nýtir borgarstjóri sér til að gera þau „sammála“ sér um flugvallarmálin. - - - Hann ætlar greinilega líka að nýta sér umræðu um vara- flugvöll og möguleikann á að sam- göngur til og frá Miðnesheiði geti rofnað til að reyna að halda því fram að Reykjavíkurflugvöllur dugi ekki og þess vegna verði að gera annan flugvöll og loka þeim sem er í Reykjavík. - - - Þetta er dæmigert bragð klækja- stjórnmálamannsins, að afvegaleiða og rugla umræðuna og vonast til þess að hann komist upp með vitleysuna með því að drepa málinu á dreif. Auðvitað dettur engum í hug að Reykjavíkur- flugvöllur eigi að taka við öllu milli- landaflugi til landsins eins og borg- arstjóri gefur til kynna að hann þurfi að geta gert. Reykjavíkur- flugvöllur þarf einfaldlega að þjóna því hlutverki í innanlands- og sjúkraflugi sem hann hefur gert og vera um leið varaflugvöllur. Dagur B. Eggertsson Vafasamur spuni um flugvallarmál STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þó nokkrar tilkynningar á laugardagskvöld og sunnudagsnótt vegna slysa þar sem einstakling- ur hafði fallið af rafhlaupahjóli. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Klukkan hálfellefu á laugardagskvöld barst til- kynning um einstakling sem féll af rafhlaupahjóli í miðbænum og var sá fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til skoðunar. Skömmu fyrir klukkan tvö aðfaranótt sunnu- dags barst önnur tilkynning um einstakling sem féll af rafhlaupahjóli í Vesturbænum. Sá var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til skoðunar. Milli klukkan þrjú og fjögur um nóttina bárust síðan þrjár tilkynningar til viðbótar um slys þar sem einstaklingar höfðu fallið af rafhlaupahjól- um. Enginn þeirra virðist þó hafa verið sendur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Lögregluþjónar þurftu að fást við fleiri verk- efni á sunnudagsnótt, m.a. ökumenn sem grun- aðir voru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna, líkamsárás og umferðaróhöpp. Mörg slys á rafhlaupahjólum - Flytja þurfti nokkra á bráðamóttöku eftir fall Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Slys að næturlagi Fimm tilkynningar um slys á fólki sem féll af rafhlaupahjólum bárust. Íslenska skáklandsliðið í opnum flokki vann 2½-1½- sigur gegn Bangladess í 9. umferð ólympíuskákmóts- ins, sem nú fer fram á Ind- landi. Kvennaliðið tapaði stórt gegn sterkri sveit Brasilíu, 0-4. Tvær umferð- ir eru eftir af mótinu og lýkur því á miðvikudaginn næsta. Indverjar tóku að sér að halda mótið með fjögurra mánaða fyrirvara þar sem það átti að fara fram í Moskvu en þær fyrir- ætlanir fóru út í veður og vind þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. „Indverjar eiga miklar þakkir skilið og hafa verið til fyrirmyndar,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Hann trúir því og treystir að íslensku liðin nái sér á strik eftir erfiðar viðureignir. Guðmundur Kjartansson, nýbakaður stórmeistari, vann öruggan sigur með hvítu mönnunum og getur fagnað góðu gengi á mótinu til þessa en aðrar skákir í opnum flokki enduðu með jafntefli; hjá Hjörvari Steini Grétarssyni, Hannesi Stefánssyni og Helga Áss Grétarssyni. Í kvennaflokki urðu Lenka Ptácníková, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir allar undir í flækjum í miðtafli í sínum skákum. Kvennaliðið heldur þó sjó og er í 60. sæti á mótinu, en samkvæmt styrkleikaröð, þ.e. ef litið er til skákstiga hvers og eins, raðaðist liðið í 61. sæti af 162 löndum. Íslenska liðið í opnum flokki er sem stendur í 53. sæti en í byrjun móts var það í 43. sæti ef litið er til styrkleika. veronika@mbl.is Endasprettur fram undan hjá Íslendingum Sigurvegari Guðmundur vann öruggan sigur. - Trúir því að liðið nái sér á strik

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.