Morgunblaðið - 08.08.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 08.08.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022 Margmenni var í miðbæ Reykjavíkur á laugardag þegar Gleðigangan, stærsti viðburður Hinsegin daga, var gengin. Var um að ræða fyrstu gönguna sem hægt var að ráðast í síðan fyrir kórónuveirufaraldur. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna ’78, segist ekki muna eftir að hafa séð fleira fólk í og í kringum gönguna. „Ég man ekki eftir að hafa séð svona margt fólk. Kannski er þetta einhver þorsti eft- ir svona göngu eftir Covid en ég held líka að fólk hafi fundið það hjá sjálfu sér að það væri kominn tími til þess að sýna samstöðuna í verki,“ segir Álfur. Glamúr Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson lét sig ekki vanta og mætti með dansara sér við hlið. Litagleði Mikið var um dýrðir í Gleðigöngunni. Uppáklæddir Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar og út- varpsmaðurinn Siggi Gunnars vöktu hrifningu gesta. Margmenni Fólk sýndi samstöðu með hinsegin fólki í og við gönguna. Stuðningur Álfur sagðist ánægður með meðbyrinn í göngunni. Aðdragandi Frá undirbúningi fyrir gönguna miklu við Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Kristvin Guðmundsson Á fleygiferð Fólk ferðaðist með ýmsum hætti í göngunni, á tveimur jafnfljótum, skrautlegum vögnum eða jafnvel hjólaskautum. Miðbærinn litaður regnbogans litum Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Njótið sumarsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.