Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Morgunblaðið hefur undir höndum
verðmöt Jakobsson Capital á Arion
banka og Marel og er það niðurstaða
höfunda að rétt virði hlutabréfa Ar-
ion banka sé 16% hærra en markaðs-
verð og að hlutabréf Marel séu 19%
verðmætari en verð þeirra á markaði
segir til um. Voru bæði verðmötin
gefin út hinn 4. ágúst.
Tekjur Arion banka aukast
og reksturinn einfaldaður
Í umsögn sinni um Arion banka
segja sérfræðingar Jakobsson Capi-
tal að þrátt fyrir að síðasta uppgjör
bankans hafi einkennst af einskiptis-
liðum þá hafi rekstur félagsins verið
samkvæmt áætlun og arðsemi eigin-
fjár á uppleið. Að auki vinni efna-
hagsumhverfið með bankastarfsemi
með kröftugum hagvexti, miklum
vexti útlána og hærra vaxtastigi.
Benda höfundar verðmatsins á
18,3% vöxt þjónustutekna hjá bank-
anum á fyrri hluta þessa árs en að sá
vöxtur komi af því að bankinn hafði
umsjón með tveimur stórum hluta-
fjárútboðum sem gáfu vel í aðra
hönd. Á fyrri helmingi ársins jukust
vaxtatekjur um 25,9% en á sama tíma
jókst rekstrarkostnaður bankans um
4,3%. Þá hefur rekstur bankans verið
einfaldaður með sölu á Valitor og Sól-
bjargi en síðarnefnda félagið fór með
eignarhald á ferðaskrifstofum sem
féllu bankanum í skaut árið 2019.
Kemst Jakobsson Capital að þeirri
niðurstöðu að meta megi Arion
banka á tæplega 301,4 milljarða
króna eða 201 kr. á hlut en markaðs-
virði félagsins við útgáfu verðmatsins
var 259,9 milljarðar króna og 174 kr.
á hlut. Er munurinn 16%.
Vænta umskipta hjá
Marel 2023 og 2024
Um starfsemi Marels segja sér-
fræðingarnir að frammistaða félags-
ins á öðrum ársfjórðungi hafi verið
töluvert undir væntingum og
rekstrarhagnaðarhlutfall þess aðeins
5,2%. Eru greinendurnir þó bjartsýn-
ir á að botninum sé náð en Marel hef-
ur sagt upp 5% af starfsólki sínu og
hækkað hjá sér verðskrár samhliða
því að flutningskostnaður og verð á
þeim málmum sem fyrirtækið notar
við framleiðslu sína hefur verið á nið-
urleið eftir að hafa tekið á rás á seinni
hluta árs 2020.
Jukust tekjur Marels um 16% á
milli ára en rekstrarkostnaður fyrstu
sex mánuði þessa árs jókst hins vegar
um 28% á milli ára og nam markaðs-
kostnaður 15% af tekjum. Þá segja
greinendur að nema megi merki um
launaskrið hjá félaginu.
Þó að höfundar spái því að afkoma
þessa árs verði langt frá langtíma-
markmiðum stjórnenda Marels
hyggja þeir að mikil umskipti verði í
rekstrinum 2023 og 2024 með stig-
hækkandi framlegðarhlutfalli. Er
það niðurstaða skýrslunnar að meta
megi Marel á 534,9 milljarða króna
eða 710 kr. á hlut en markaðsvirði fé-
lagsins við útgáfu skýrslunnar var
448,9 milljarðar kr. eða 596 kr. á hlut
og er munurinn 19%.
Markaðsverð Marel og
Arion banka undir mati
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Álag Starfsmenn í verksmiðju Marels. Fyrirtækið hefur fækkað starfsfólki
og mat greinenda að félagið hafi alla burði til að vegna vel á komandi árum.
- Nýtt verðmat spáir mun betri rekstri hjá Marel - Aðstæður góðar fyrir banka
Morgunblaðið/Eggert
Sterk Samkvæmt matinu er Arion
banki 301 milljarðs króna virði.
8. ágúst 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 135.67
Sterlingspund 164.75
Kanadadalur 105.29
Dönsk króna 18.656
Norsk króna 13.908
Sænsk króna 13.404
Svissn. franki 142.01
Japanskt jen 1.0192
SDR 179.45
Evra 138.83
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.1211
« Berkshire Hathaway birti um helgina
uppgjör síðasta ársfjórðungs og sýna
tölurnar að samsteypan var rekin með
43,8 milljarða dala tapi á fjórð-
ungnum. Skrifast tapið fyrst og fremst
á minnkað virði hlutabréfasafns
Berkshire en félagið á stóran hlut í fyr-
irtækjum á borð við Apple, American
Express og Bank of America sem
lækkuðu í verði um meira en fimmtung
á öðrum ársfjórðungi. Nam tapið af
hlutabréfa- og afleiðusafni Berkshire 53
milljörðum dala á tímabilinu.
Er þetta svipað tap og varð hjá félag-
inu á fyrsta ársfjórðungi 2020 þegar
hlutabréfaverð bandarískra fyrirtækja
tók dýfu í upphafi kórónuveirufarald-
ursins. Þegar árið var á enda höfðu
markaðir rétt úr kútnum og lauk Berk-
shire árinu 2020 með meira en 42 millj-
arða dala hagnaði.
Í kynningu segir Warren Buffett, for-
stjóri félagsins, að fjárfestar ættu ekki
að ókyrrast út af þessu bakslagi og að
tapið gengi væntanlega til baka um síð-
ir. Má t.d. reikna með að tap vegna
hlutabréfaeignar Berkshire í tækniris-
anum Apple breytist í hagnað í uppgjöri
yfirstandandi ársfjórðungs, því hluta-
bréf félagsins hafa hækkað umtalsvert
í verði undanfarnar vikur.
Þrátt fyrir tapið sem varð af hluta-
bréfaeign félagsins stórbatnaði starf-
semi undirfélaga Berkshire og var
hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta
nærri 9,3 milljarðar dala sem er 39%
hækkun á milli fjórðunga. Berkshire,
sem rekur m.a. tryggingafélög, félög í
orkugeira og lestarflutningafélög,
keypti eigin hlutabréf fyrir einn milljarð
dala á fjórðungnum og situr á 105,4
milljarða dala sjóði. ai@mbl.is
Mikið tap af hluta-
bréfasafni Berkshire
Sveifla Buffett segir óþarft að ókyrrast.
AFP/Johannes Eisele
STUTT
efnislega rangar, þá ætti ekki að
verða af kaupunum,“ ritaði Musk.
Hefur Morgunblaðið fjallað ítar-
lega um yfirtökutilboð Musks og
deilur hans við stjórnendur Twitter.
Féllst stjórn Twitter á endanum á að
leyfa yfirtökuna en Musk gerði það
að skilyrði að fengið yrði á hreint
hversu hátt hlutfall notenda-
reikninga hjá Twitter eru gervi-
reikningar. Vefengir hann þær full-
yrðingar Twitter að hlutfallið sé
minna en 5%.
Fyrir mánuði ákvað Musk síðan
að hætta við kaupin og vísaði til
skorts á upplýsingagjöf. Standa
Twitter og Musk nú í dómsmáli þar
sem Twitter freistar þess að þvinga
hann til að ljúka við kaupin á félag-
inu. ai@mbl.is
Elon Musk tísti á laugardag að hann
sé reiðubúinn að standa við 44 millj-
arða dala kauptilboð sitt ef stjórn
Twitter uppplýsir hvaða aðferðum
fyrirtækið hefur beitt til að leggja
mat á fjölda raunverulegra notenda
samfélagsmiðilsins. „En ef það kem-
ur í ljós að þær upplýsingar [um
fjölda notenda] sem þau veittu
bandaríska fjármálaeftirlitinu eru
- Stendur við tilboðið ef tekst að sanna fjölda notenda
AFP
Karp Elon Musk deilir nú við
stjórn Twitter fyrir dómstólum.
Musk storkar stjórnendum Twitter