Morgunblaðið - 08.08.2022, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Oleg Ustenko,
efnahags-
ráðgjafi
Volodimírs Sel-
enskís forseta
Úkraínu, ritaði í
gær grein í Fin-
ancial Times þar
sem hann sagði gerviþvinganir
Vesturlanda í orkumálum gagn-
vart Rússlandi vera eldsneyti á
stríðsvél Rússa. Hann sagði
tekjur rússneska ríkisins af sölu
á olíu, gasi og kolum hafa tvö-
faldast á fyrstu 100 dögum
stríðsins og að þvinganir Vest-
urlanda í orkumálum gagnvart
Rússlandi virkuðu ekki af þeirri
einföldu ástæðu að þær væru
ekki fyrir hendi.
Svo tíndi hann til þær efna-
hagsaðgerðir í orkumálum sem
ráðist hefði verið í og þær eru
smáar í sniðum. En sérstaklega
athyglisvert er það sem hann
nefndi um olíusölu Rússlands,
meðal annars til Bandaríkjanna,
sem þó hafa lagt bann við slíkum
innflutningni. Ustenko sagði að
bandarískir ökumenn héldu
áfram að knýja bíla sína með
bensíni frá Rússlandi og það
færi þannig fram að rússnesk
hráolía færi í gegnum olíu-
hreinsunarstöðvar erlendis og
bensínið sem kæmi út væri flutt
til Bandaríkjanna enda væri það
leyfilegt þrátt fyrir þvinganirn-
ar.
Hann nefndi einnig að til
Bretlands væri flutt mikið magn
af blandaðri rússneskri olíu og
að það mundi líklega halda
áfram. Þetta sé mögulegt vegna
þess að reglurnar hafi verið lag-
aðar til svo að hægt væri að
flytja inn blöndu af olíuvörum
frá Kasakstan og Rússlandi sem
send væri vestur í gegnum olíu-
leiðslu um Kaspíahafið.
Financial Times fjallaði líka
um það á dögunum að þrátt fyrir
áform sem Evrópusambandið
hefði kynnt fyrir tveimur mán-
uðum um að hindra tryggingar á
olíuflutningum frá Rússlandi,
sem hefði komið í veg fyrir að
hægt hefði verið að flytja olíu-
vörur sjóleiðina þaðan, þá hefði
það ekki orðið að veruleika. Slík-
ar tryggingar fara að stærstum
hluta í gegnum tryggingafélög í
Lundúnum, ekki síst Lloyd’s, og
eru forsenda þess að skip fáist til
flutninganna.
Biden forseti Bandaríkjanna
óttast að þvinganir af þessu tagi,
sem gætu raunverulega orðið til
að takmarka möguleika Rússa á
að selja olíu, verði til þess að
hækka verð á olíu á næstu mán-
uðum og að það geti haft áhrif á
kjósendur fyrir kosningarnar í
nóvember. Þetta er líklega rétt
mat hjá Biden en sýnir um leið
þann vanda sem við er að etja
þegar efnahagsþvinganir gagn-
vart Rússlandi eru annars vegar.
Financial Times hefur nefnt
fleiri tilslakanir sem gerðar hafa
verið til að rússneska olían og
gasið megi áfram
skila sér til er-
lendra kaupenda og
skili þar með fúlg-
um fjár í kassa
Kremlar. Evrópu-
sambandið mun til
dæmis hafa hliðrað
til þannig að evrópsk fyrirtæki
geti átt viðskipti við rússnesk
ríkisfyrirtæki á borð við olíu-
fyrirtækið Rosneft, til að
tryggja flutning á olíu til landa
utan sambandsins. Fyrirtækjum
innan ESB mun ekki lengur vera
óheimilt að greiða fyrirtækjum á
borð við Rosneft, „ef greiðsl-
urnar eru alveg nauðsynlegar“
vegna kaupa eða flutnings á olíu-
vörum til landa utan Evrópu-
sambandsins, eins og talsmaður
framkvæmdastjórnar sam-
bandsins lýsti því.
Dapurlegt er að horfa upp á
þennan vandræðagang Vestur-
landa sem stafar alfarið af því að
þau hafa komið sér í þá stöðu að
vera háð Rússlandi um orku. Og
ekki batnar það þegar forysta
Bandaríkjanna er jafn veik og
raun ber vitni og þorir ekki að
fara inn í kosningar í nóvember
nema henni takist að koma í veg
fyrir að hömlur verði lagðar á
olíuútflutning Rússlands, hvað
sem sagt er opinberlega um um-
fangsmiklar efnahagsþvinganir.
Það má svo segja að ekki hafi
það orðið til að bæta stöðuna að
Erdogan forseti Tyrkja brá sér
yfir Svartahafið til fundar við
Pútín forseta Rússlands í perlu
Svartahafsins, rússnesku borg-
inni Sochi, og samdi þar um auk-
in viðskiptatengsl, meðal annars
á sviði bankamála. Sömuleiðis
ákváðu forsetarnir að hér eftir
skyldi Tyrkland greiða hluta af
þeirri olíu og gasi sem það kaup-
ir af Rússum með rúblum. Fund-
urinn og samkomulagið minnir á
að Tyrkland er, líkt og Þýska-
land og fleiri ríki Atlantshafs-
bandalagsins, afar háð Rússum
um olíu og gas.
Það er því sama hvert litið er,
orka og hætta á orkuskorti og
háu orkuverði er ráðandi um
þær ákvarðanir sem mestu
skipta þegar kemur að efnahags-
legum þvingunum gagnvart
Rússlandi. Ekkert útlit er fyrir
að þetta breytist, nema síður sé.
Rússar hafa gætt þess með því
að takmarka streymi á gasi í
vesturátt, þó að þeir viðurkenni
ekki að það sé tilgangurinn, að
Þjóðverjar og aðrir í vesturhluta
Evrópu geti ekki fyllt á tanka
sína fyrir veturinn.
Á meðan Vesturlönd eru í
þeirri stöðu í orkumálum sem
þau hafa sjálf komið sér í er lítil
von um að nokkuð breytist. Og
jafnvel þó að ákveðið yrði að
snúa af braut orkuskorts tekur
tíma að komast út úr ógöng-
unum. Á þeim tíma hefur forseti
Rússlands tök á Vesturlöndum
og enginn þarf að efast um að
þeim verður beitt.
Vesturlönd sæta
gagnrýni fyrir að-
gerðaleysi en geta
sig hvergi hrært}
Gerviþvinganir
Vesturlanda
F
ramsóknarmenn hafa átt betri vik-
ur en þá nýliðnu í samgöngulegu
tilliti.
Áformum innviðaráðherra um
gjaldtöku af öllum eldri jarð-
göngum, til fjármögnunar nýrra, var vægast
sagt illa tekið, en umsagnarfrestur rann út 2.
ágúst og höfðu þau þá legið í samráðsgátt frá
19. júlí. Tímasetningin bendir til að hóflegur
áhugi hafi verið á að fá fram athugasemdir við
áformin.
Það eru fá dæmi þess að ráðherra kýli sjálfan
sig jafn rækilega kaldan í eigin plaggi og því
sem hann lagði fram til kynningar.
Í plagginu sem birtist í samráðsgáttinni og
ber yfirskriftina „Mat á áhrifum lagasetningar“
segir á bls. 2 undir lið B.3: „Jafnframt er gert
ráð fyrir því að hafin verði gjaldtaka í öllum
jarðgöngum til að standa undir rekstri þeirra og styðja við
gerð nýrra jarðganga.“ neðar á sömu blaðsíðu segir, í lið
D.11 í samhengi við yfirvofandi gjaldtöku: „Meginatriði er
að notendur hafi hag af því að nýta sér hina nýju innviði og
eigi jafnframt kost á annarri leið.“
Nú hefur ráðherra ekki kynnt áform um að opna aftur
Óshlíðina, eða þá vegi aðra sem jarðgöng hafa leyst af
hólmi á undanförnum áratugum. Fljótt á litið virðist liður
D.11 slá út af borðinu mögulega gjaldtöku í flestum jarð-
göngum landsins.
Því verður vart trúað að ráðherra horfi til þess að hafa
megintekjur af hugmynd sinni frá Hvalfjarðargöngum
annars vegar, sem þegar er búið að greiða upp að fullu
með veggjöldum, og Vaðlaheiðargöngum hins
vegar, þar sem gjaldtaka er nú þegar viðhöfð.
Það væri fráleitt.
Þetta tvennt; gjaldtaka í öllum göngum annars
vegar og hins vegar að forsenda gjaldtöku sé að
notendur hafi val um aðra leið, eru ósamrým-
anleg markmið og undarlegt að enginn starfs-
maður ráðuneytisins hafi bent ráðherra á hvers
lags mótsögn hann væri kominn í við sjálfan sig.
Hitt málið sem var innviðaráðherra mótdrægt í
vikunni var gosið í Meradölum og áhrif þess á
rannsóknir og áform um (ó)mögulega byggingu
flugvallar í Hvassahrauni.
Frá því gosið í Geldingadölum hófst í mars
2021 hefur sá sem hér skrifar reynt að benda inn-
viðaráðherra á að ekki sé forsvaranlegt að brenna
skattfé almennings með áframhaldandi rann-
sóknum á mögulegu flugvallarstæði í Hvassa-
hrauni, þegar öllum með fulla sjón og heila hugsun var orð-
ið ljóst að í Hvassahrauni yrði ekki byggður upp flugvöllur.
Innviðaráðherra gekkst við því í vikunni að líkur á nýj-
um flugvelli í Hvassahrauni færu minnkandi, en vill samt
halda kúrs og klára veðurfarsrannsóknir á svæðinu! Hvaða
rugl er þetta? Auðvitað áttu menn að hætta að henda fjár-
munum í þessar rannsóknir þegar gosið hófst í Geld-
ingadölum fyrir rúmu ári, en að hætta því ekki núna sýnir
fullkomið virðingarleysi fyrir skattfé. Ef vit væri í, þá ætti
fjármálaráðherra að stöðva svona meðferð á skattfé.
bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Innviðaráðherra á móti sjálfum sér
Höfundur er þingflokksformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
O
ft finnst íslenskum við-
skiptavinum óhugnanlegt
þegar fyrirtæki nýta sér
persónuupplýsingar
þeirra og er skilningur viðskiptavina
á öflun persónuupplýsinga fyrir-
tækja gjarnan takmarkaður. Þrátt
fyrir að finnast upplýsingaöflunin
óþægileg samþykkir stærstur hluti
viðskiptavina persónuverndar-
stefnur án þess að lesa þær.
Rannsókn Sigrúnar Ellerts-
dóttur markaðsfræðings leiðir þetta
í ljós. Sigrún rannsakaði persónu-
upplýsingaöflun íslenskra fyrir-
tækja og viðhorf viðskiptavina til
upplýsingaöflunar fyrirtækja fyrir
meistararitgerð sína í markaðsfræði
við Háskólann á Bifröst.
Í samtali við Morgunblaðið seg-
ir Sigrún að íslensk fyrirtæki safni
almennt mjög takmörkuðum upplýs-
ingum um sína viðskiptavini en hún
ræddi við íslensk þjónustufyrirtæki
við sína rannsókn enda eru það þau
fyrirtæki sem helst eru farin að
safna persónuupplýsingum við-
skiptavina sinna hér á landi.
Ekkert eins og Google
Þær upplýsingar sem fyrir-
tækin söfnuðu voru m.a. nöfn við-
skiptavina, netföng og símanúmer
ásamt því að fyrirtækin skráðu hjá
sér samskipti við viðskiptavini, nið-
urstöður úr könnunum og umtal um
fyrirtækin á samfélagsmiðlum. Sig-
rún segir að samt sem áður sé það
algengur misskilningur að íslensk
fyrirtæki gangi lengra en það í öflun
persónuupplýsinga.
Erlend stórfyrirtæki eins og
Google og samfélagsmiðillinn Face-
book hafa hlotið gagnrýni fyrir veru-
lega öflun persónuupplýsinga en
Sigrún segir að íslensk fyrirtæki
gangi alls ekki jafn langt og tækni-
risarnir.
„Fyrirtæki á Íslandi eru alls
ekki að safna eins miklu og Google,“
segir Sigrún. „Þau fyrirtæki sem ég
tók viðtöl við eru með lögfræðinga
og persónuverndarfulltrúa til að
passa að það sé ekki verið að taka of
miklar upplýsingar, bara þær helstu
sem gætu hjálpað til við að bjóða við-
skiptavinum betri þjónustu,“ segir
Sigrún.
Þrátt fyrir þessa takmörkuðu
upplýsingaöflun íslenskra fyrir-
tækja bendir rannsókn hennar til
þess að íslenskir neytendur séu
ósáttir við að fyrirtæki safni per-
sónulegum upplýsingum um þá. 505
svöruðu spurningakönnun Sigrúnar
um þessi efni en 66% þátttakenda
sögðust frekar eða mjög ósátt við
það að fyrirtæki safnaði persónu-
legum upplýsingum um þá. Á móti
kemur að 70% þátttakenda sögðust
oft eða alltaf samþykkja persónu-
verndarstefnur án þess að lesa þær.
„Mér finnst viðskiptavinirnir
ekki nægilega meðvitaðir um það
hvaða upplýsingum fyrirtæki eru að
safna. Það vantar meiri fræðslu um
það hvaða upplýsingum er safnað af
íslenskum fyrirtækjum,“ segir Sig-
rún.
Rannsókn hennar leiddi í ljós að
fyrirtæki eru í auknum mæli farin að
afla persónugagna um viðskiptavini
sína en Sigrún segir að markmið
þeirra fyrirtækja sem hún ræddi við
með því sé að veita viðskiptavinum
sínum betri þjónustu. „Algengast
var að þau persónugögn sem fyrir-
tæki notuðu um viðskiptavini sína
væru tengiliðaupplýsingar og sam-
skiptasaga,“ segir í ritgerð Sigrún-
ar.
Þá mældu flest fyrirtækjanna
sem Sigrún ræddi við ítrekað
ánægju viðskiptavina sinna til þess
að heyra hvað þeim fyndist um þjón-
ustu fyrirtækisins.
Samþykkja stefnur
án þess að lesa þær
Morgunblaðið/Eggert
Upplýsingar Ungt fólk hafði minnstar áhyggjur af upplýsingaöflun fyrir-
tækja samkvæmt rannsókn Sigrúnar en eldra fólk hafði mestar áhyggjur.
„Mér finnst
aðalatriðið að
það verði
meiri vitund-
arvakning um
það hvaða
gögnum er
verið að safna
og hvers
vegna því við-
skiptavinir eru klárlega ekki
meðvitaðir um það. Þeir halda
að það sé verið að safna öllu,“
segir Sigrún um niðurstöður
rannsóknarinnar.
Sigrún spurði fyrirtækin m.a.
hvort þau söfnuðu gögnum um
viðskiptavini sína sem þau
nýttu ekki. Niðurstaðan var sú
að yfirleitt væri það ekki gert.
Þá segir Sigrún aðspurð að
þau fyrirtæki sem hún ræddi við
selji ekki persónuupplýsingar
viðskiptavina sinna áfram held-
ur nýti þær einfaldlega til þess
að sníða þjónustuna betur að
sínum viðskiptavinum.
Ekki verið að
safna öllu
VITUNDARVAKNING
Sigrún Ellertsdóttir