Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022
Hrafnaþing Tveir hrafnar spjölluðu saman um daginn og veginn á ljósastaur þegar ljósmyndara bar að garði.
Arnþór Birkisson
Þótt ekkert fæðing-
arvottorð sé til er al-
mennt talið að lýðræð-
ið hafi fæðst í
Grikklandi á 5. öld f.
Kr. og að vöggu þess
sé helst að finna í borg-
ríkinu Aþenu. Á æsku-
skeiði átti lýðræðið
góða spretti í Róm, áð-
ur en valdagírugir
menn komu á einræði
með múgæsingarstarfi, ógn og of-
beldi. Eftir það sat lýðræðið lengi í
öskustó annars stjórnarfars. Minn-
ingin um sólbjarta daga málfrelsis
og sjálfstæðis dofnaði en hvarf þó
ekki með öllu. Jafnvel þótt þessi
minning hafi orðið óljós á myrkustu
köflum þessara fyrstu alda var það
þó kannski einmitt óljós endurómur-
inn sem hélt lífi í glóðunum þegar út-
litið var sem dekkst. Þrátt fyrir van-
þroska og mótlæti braust andi
lýðræðisins stundum eftirminnilega
í gegn. Til þeirrar sögu má nefna
stofnun Alþingis árið 930, Magna
Carta (1215) o.fl. Á þessum grunni
holdgerðist lýðræðisandinn í Eng-
landi á 17. öld eins og sjá má m.a. í
Bill of Rights (1689) sem markaði
þáttaskil. Lýðræðið fann rætur sínar
og styrktist með hverri raun. Segja
má að átök næstu 100 ára hafi falið í
sér dýrmæta þjálfun hvað varðar
bæði úthald og styrk. Á þessum mót-
unarárum naut lýðræðið leiðsagnar
úrvals kennara. Við leiðarlok ber að
minnast sérstaklega á John Locke
(1632-1704) og bók hans, Ritgerð um
ríkisvald, sem reyndist lýðræðinu
traust handbók í átökum og eftir-
málum bandaríska frelsisstríðsins
(1765-1791) og frönsku bylting-
arinnar (1789). Ekki verður skilið við
þetta tímabil án þess að minnast á
Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkj-
anna (1776), þar sem þrír grundvall-
arþræðir lýðræðisins, uppruni,
markmið og tilgangur, eru glæsilega
fléttaðir saman: 1) Guð
skapaði alla menn jafna
og gaf þeim rétt til lífs,
frelsis og til að leita
hamingjunnar. 2) Meg-
intilgangur með öllu
stjórnarfari er að verja
þessi réttindi. 3) Ef rík-
ið reynir að synja
mönnum um þennan
rétt er fólki heimilt að
gera uppreisn og koma
á fót nýrri stjórn. Sam-
an mynda þessir þrír
þræðir erfðamengi lýð-
ræðisins, anda þess og sál, sem síðar
má vonandi vekja til nýs lífs.
Á blómaskeiði sínu átti lýðræðið
glæstar stundir og fóstraði margt
það besta sem mönnum hefur tekist
að leiða fram, með því að virkja
sköpunarkraft, samtakamátt o.fl.
Stofnun íslenska lýðveldisins 1944
var mjög í þessum anda, hugdjörf
ákvörðun fámennrar en stórhuga
þjóðar. Því verður þó ekki á móti
mælt, að lýðræðið glímdi alla tíð við
meðfædda galla og var t.d. óþægi-
lega ginnkeypt fyrir hvers kyns
skrumi.
Í alþjóðlegu samhengi leiddu veik-
leikar lýðræðisins til þess að það féll
ítrekað fyrir varasömum mönnum,
sem kunnu að spila á strengi sem
leiddu fólk í gildru harðstjórnar, þar
sem járnkrumla hertist um æðakerfi
þjóðlífsins þar til ekkert varð eftir
annað en stirðnuð skel og líflaus
leikmynd þar sem andlausir leikarar
þuldu upp sömu setningarnar í mis-
munandi útgáfum. Stjórnmálin urðu
dauf og líflaus, ekkert kom lengur á
óvart. Hver einasta lína var skrifuð
af ósýnilegum baktjaldamönnum og
óttinn knúði alla til að vanda fram-
burð og látbragð í hvívetna, því sér-
hvert frávik frá textanum gat varðað
atvinnumissi og brottrekstri af svið-
inu. Í þessu umhverfi entust þeir
lengst í stjórnmálum sem nutu
sviðsljóssins mest og höfðu kannski
minnst fram að færa frá eigin
brjósti, en sýndu hæfni í að endur-
taka hugsanir annarra af einlægum
sannfæringarkrafti. Þegar þátttaka
í stjórnmálum var ekki lengur þjón-
ustuhlutverk, heldur starfsferill,
náðu þeir lengst sem spurðu engra
spurninga, voru reiðubúnir að kynda
undir óvild manna í garð samborg-
ara sinna, veigruðu sér ekki við að
hóta þeim sem sýndist skorta und-
irgefni og hikuðu ekki við að fram-
fylgja fyrirskipunum með valdbeit-
ingu. Frammi fyrir þessu rann
smám saman upp fyrir kjósendum
að stjórnmálin höfðu umbreyst í
leiklestur og stjórnmálamennirnir í
brúður. Niðurlægingin var svo mikil
og svikin svo sárgrætileg að enginn
vildi viðurkenna að þetta væru
dauðamörk. Enginn nema börn og
stöku eldri borgarar höfðu einlægni
til að spyrja: „Til hvers að taka þátt í
pólitík ef þú ætlar ekki að segja það
sem þér sjálfum finnst?“
Ef marka má sögu lýðræðisins
mun ekkert breytast fyrr en menn
rísa upp gegn ofríkisöflunum og
hafna andleysinu í þeim tilgangi að
verja líf sitt og frelsi til gagnrýn-
innar hugsunar, málfrelsi sitt og
frelsi til athafna, samvinnu, upp-
byggingar og friðar. Aðeins þannig
getur lýðræðið vaknað til nýs lífs.
Hafa Íslendingar þrek til þess eða
kjósa menn enn að dvelja sofandi á
draumþingum og hlusta hálfsofandi
á léleg handrit leiklesin á öllum svið-
um einkalífs og þjóðlífs?
Eftir Arnar Þór
Jónsson » Frammi fyrir þessu
rann smám saman
upp fyrir kjósendum að
stjórnmálin höfðu um-
breyst í leiklestur og
stjórnmálamennirnir í
brúður.
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er sjálfstætt starfandi lög-
maður og formaður Félags
sjálfstæðismanna um fullveldismál.
arnarthor@griffon.is
Til minningar um lýðræðið
Fátt hefur dregið
hræsnislega umræðu
auðugri þjóða heimsins
um jarðefnaeldsneyti
gerlegar fram í dags-
ljósið en orkukreppan í
kjölfar innrásar Rússa í
Úkraínu. Bandaríkin
og Evrópa grátbiðja
arabaþjóðirnar um að
herða á olíuframleiðslu
sinni samtímis því sem
G7-iðnríkin hvetja fátækari ríki til
notkunar endurnýjanlegra orkugjafa
í því augnamiði að gæta að loftslags-
málum.
Þjóðverjar endurræsa kolaorku-
ver sín á meðan Spánverjar og Ítalir
tala fyrir aukinni gasframleiðslu í
Afríku. Þá er fjöldi Evrópuríkja, sem
beðið hafa Botsvana að auka afköstin
í kolanámum þarlendum, slíkur, að
reikna má með þreföldun í umfangi
kolaútflutnings þaðan.
Einn einasti þegn meðal auðþjóða
notar meira jarðefnaeldsneyti en
samsvarar þeirri orku sem 23 Afr-
íkubúum stendur til boða. Auður
þessara þjóða spratt af umfangsmik-
illi vinnslu jarðefnaeldsneytis sem
um þessar mundir sér þeim fyrir
rúmlega þremur fjórðungum þeirrar
orku sem þær nota. Innan við þrjú
prósent orku auðþjóðanna rekja upp-
runa sinn til framleiðslu með sólskini
og vindi.
Engu að síður skera peningaþjóð-
irnar við nögl sér styrki til vinnslu
jarðefnaeldsneytis í þróunarríkjum.
Fátækustu fjórir milljarðar mann-
kyns hafa engan aðgang að burð-
ugum orkulindum en frá auðþjóð-
unum berast þeim þau boð að taka
undir sig stökk frá orkuleysi til iðja-
grænna allsnægta sólarorkuplatna
og raforkuvindmylla.
Sólarorkuævintýrið í Dharnai
Er þar á ferð hrein tálsýn byggð á
óskhyggju og grænni markaðs-
setningu auðþjóða sem sjálfar kæmu
aldrei til með að gera sér slíkar
lausnir í orkumálum að góðu. Það
ættu fátækari þjóðirnar ekki heldur
að gera. Nú er lag að rifja upp
reynslu indverska þorpsins Dharnai
sem Grænfriðungar einsettu sér árið
2014 að gera að fyrsta sólarorku-
samfélagi landsins.
Augu allra fjölmiðla stóðu á Græn-
friðungum þegar þeir lýstu því yfir
að Dharnai neitaði að „falla í gildru
jarðefnaeldsneytisiðnaðarins“. Dag-
inn sem skipt var yfir í sólarorku
tæmdust rafhlöðurnar svo á fáeinum
klukkustundum. Eftirminnileg er
frásögn af dreng nokkrum sem gat
ekki sinnt heimanámi sínu þar sem
rafmagnið dugði ekki til að knýja
eina lampa heimilisins.
Þorpsbúum var bannað að nota
kæliskápa sína og sjónvarpstæki þar
sem raforkukerfið stæði ekki undir
notkuninni. Ekki var heldur hægt að
nota rafknúnar eldunarhellur svo
fólkið neyddist til að snúa aftur í hit-
un með eldiviði sem olli skelfilegri
loftmengun. Um gervöll þróun-
arríkin deyja milljónir úr innanhúss-
mengun sem að mati
Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar jafnast á við að
reykja tvo pakka á dag.
Grænfriðungar buðu svo forsætis-
ráðherra Indlands til heimsóknar í
þorpið þar sem við honum blöstu
hópar fólks með kröfuskilti þar sem
beðið var um „ósvikið rafmagn“ (í
þeirri útfærslu sem leyfir notkun
kæliskápa og eldavéla og gefur ljós
sem dugir börnum til heimanáms) í
stað „gervirafmagns“ (þar sem átt
var við rafmagn frá sólarorku sem
býður ekki upp á neitt af fram-
angreindu).
Orkuverið er nautgripahús
Þegar Dharnai fékk svo loksins að
tengjast raforkukerfi slökktu æ fleiri
íbúanna á sólarrafhlöðum sínum.
Samkvæmt rannsókn
nokkurri var helsta
ástæða þessa sú að
kolaorkuframleidda
rafmagnið sem þorpið
fékk aðgengi að var
þrefalt ódýrara en sól-
arorkuævintýrið. Í
ofanálag stóð það undir
notkun tækja sem fólk
vildi nota, svo sem sjón-
varps og eldunartækja.
Þegar þetta er ritað er
sólarorkubúnaðurinn
hulinn þykku ryklagi og orkuverið er
nautgripahús.
Vitanlega má hlaða farsíma með
sólarorkurafmagni og kveikja ljós,
nokkuð sem getur komið sér vel, en
er gjarnan rándýrt. Úttekt sem gerð
var á sólarorkuvinnslu fjölmennustu
fylkja Indlands leiddi í ljós að þrátt
fyrir ríkulegar niðurgreiðslur eru
sólknúnir lampar flestum notendum
mun minna virði en nemur kostn-
aðinum við þá. Í auðugum ríkjum á
borð við Þýskaland og Spán hefði
minnst af sólarorkuframleiðslubún-
aðinum verið sett upp ef ekki hefði
verið fyrir niðurgreiðslur á honum.
Ekki til að treysta á
Rafmagn framleitt með sól og
vindi getur ekki staðið undir iðn-
aðarframleiðslu né knúið vatnsdælur,
dráttarvélar og aðrar vélar – allt það
sem þörf er á til að leysa fólk úr fjötr-
um fátæktar. Eins og auðþjóðunum
er nú að skiljast eru þessir orkugjaf-
ar í grundvallaratriðum ekki til að
treysta á. Sólarleysi og logn táknar
rafmagnsþurrð. Rafhlöðutækni býð-
ur heldur engin svör. Þær rafhlöður
sem til eru í heiminum í dag nægðu
eingöngu til að standa undir orku-
notkun heimsbyggðarinnar í eina
mínútu og fimmtán sekúndur. Jafn-
vel árið 2030, í kjölfar umfangsmik-
illar rafhlöðuframleiðslu, yrði þessi
tími ekki orðinn meiri en tæpar tólf
mínútur. Til hliðsjónar má hafa vetur
í Þýskalandi, þegar sólarorkufram-
leiðsla er hve minnst. Á sama tíma
koma minnst fimm daga samfleytt
tímabil, rúmar 7.000 mínútur, þegar
framleiðsla vindorku er við núllið.
Hér eru komnar skýringarnar á
því hvers vegna auðugri þjóðir
heimsins munu áfram reiða sig á
jarðefnaeldsneyti um áratugi.
Alþjóðaorkustofnunin spáir því, að
jafnvel þótt öll loftslagsumbótalof-
orðin verði efnd muni jarðefnaelds-
neyti enn vera uppspretta tveggja
þriðju hluta orku þessara þjóða árið
2050. Þróunarríkjunum dylst ekki
hræsnin í orkuumræðunni og ef til
vill hefur enginn orðað hlutina hag-
anlegar en Yemi Osinbajo, varafor-
seti Nígeríu: „Engum í heiminum
hefur auðnast að iðnvæðast með end-
urnýjanlegri orku einni saman, [þó
hafa Afríkuþjóðirnar] verið beðnar
að gera það þótt öllum öðrum í heim-
inum sé fullkunnugt að við þurfum
gasdrifinn iðnað fyrir viðskiptalífið.“
Auðþjóðir heimsins eiga að sjá
sóma sinn í að fjárfesta í nýsmíði sem
tryggir að kostnaður við græna orku
verði minni en við jarðefnaeldsneyt-
isleiðina í stað þess að vera siðlaus
ljón í vegi þróunar annarra ríkja.
Með því mætti tryggja að öll heims-
byggðin geti nýtt sér endurnýjanlega
orkuvalkosti. Krafa um að fátæku
ríki heimsins komist af án jarðefna-
eldsneytis er ekkert annað en leikur
að lífi annarra.
Eftir Bjørn
Lomborg
» Fátækustu fjórir
milljarðar mannkyns
hafa engan aðgang að
burðugum orkulindum
Bjørn Lomborg
Höfundur er forseti Kaupmannahafn-
arhugveitunnar og gistifræðimaður
við Hoover-stofnun Stanford-háskóla.
Nýjasta bók hans er False Alarm:
How Climate Change Panic Costs Us
Trillions, Hurts the Poor, and Fails to
Fix the Planet.
Að leika sér
með líf annarra