Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022 Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Frábær kostur í hádeginu Djúsí andasamloka Þín upplifun skiptir okkur máli Sífellt fréttist af fleiri sviðum þessa samfélags okkar þar sem meint svik og ým- iss konar prettir eru tekin fram fyrir eðlileg samskipti. Ég er reyndar ekki reynslu- mikill sjálfur af því að búa í fjöleignahúsi, en við hjónin keyptum slíka íbúð þegar park- inson fór að taka frá mér athafna- orku. Þegar við fluttum í húsið kom í ljós að þar virtist enginn vera skipu- lega hugsandi varðandi helstu mál- efni húsfélagsins. Ég hafði mikið unnið við bókhald og m.a. verið nokkur ár í hagdeild banka en það starf yfirgaf ég þegar verðtrygging var sett á. Það síðasta á vinnumark- aði varð fjármálaráðgjöf fyrir lág- tekjufjölskyldur og smærri fyrir- tæki. Ég hafði því séð sitthvað í framkvæmd reikningshalds en á því sviði getur maður alltaf séð eitthvað nýtt sem vekur undrun. Kominn í fjöleignahús fór ég að tína saman ýmislegt sem ég hafði heyrt um samstarfsvilja eignenda fjöleignahúsa. Í ráðgjöfinni hafði ég stundum undrast áhugaleysi eigenda íbúða í fjöleignahúsi fyrir framgangi mála þar sem greinilega var þörf á viðhaldi húss, en eftir að ég kynntist af eigin raun lífi í fjöleignahúsi varð mér ljósara að þar væri oft eins kon- ar pólitísk samkeppni. Þeir sem voru svo heppnir að hafa lítinn áhuga á málefnum húsfélagsins virtust losna við stjórnarsetu. Inn á milli heyrði maður af öðrum húsfélögum þar sem samskiptin voru góð og málin bara rædd eins og sameiginleg úrlausn- armál en ekki sem stjórnmálabar- átta. Það hefur oft vakið undrun mína hve lítið samráð er milli húsfélaga. Með heildarsamtökum húsfélaga fjöleignahúsa gæti orðið til afar sterkt þrýstiafl á stjórnvöld og Al- þingi, að því er varðar skýrari laga- reglur um réttindi og skyldur eig- enda séreigna í fjöleignahúsi. Með því fyrirkomulagi sem nú er eru allir stjórn- armenn húsfélags kosnir til eins árs. Allir gætu því farið úr stjórn í einu. Engar reglur eru heldur til um lang- tímaskráningu ýmissa verðmætaþátta. Dett- ur mér þar í hug t.d. vönduð skráning um ferli ákvarðanatöku t.d. um viðhald fast- eignar. Þar getur verið mikill peningagleypir ef ákvarðanir um viðhalds- framkvæmdir eru ekki vel útfærðar. Í þessu sambandi vil ég viðra hug- mynd sem ég hef stundum varpað fram þegar ágreiningur verður um framkvæmd viðhalds eða endurbóta. Hugmynd mín var sú að strax þegar fasteign kemst á þann aldur að var- anlegs viðhalds sé þörf komi eig- endur sér saman um tiltekinn bygg- ingafræðing eða fagaðila á sviði ástands fasteigna, til að meta ástand húsa. Þessi tiltekni aðili skoði fast- eignina reglulega, segjum á fimm ára fresti, meti ástand hennar og skipuleggi t.d. fimm ára áætlun um viðhald. Árafjöldinn getur verið val- kvæður þar sem yngri húsin hafi tíu ár milli skoðana. Mikilvægast er að sami aðilinn haldi utan um slíka matsþætti því þörfin til viðhalds eykst með árunum og sami matsaðili fylgist með þróuninni, þannig að við- hald kemur sjaldan að óvörum. Húsfélagaþjónusta? Mikið virðist um að húsfélög leiti sér aðstoðar svonefndrar „hús- félagaþjónustu“, sem selur hús- félögum einhverja tiltekna þjónustu, sem þó eru engar reglur til um hver skuli vera, hvaða þjónusta skuli innt af hendi og í hvernig formi. Eftirlit með fasteign gæti t.d. verið í líku formi og höfuðbók bókhalds. Þar væru, líkt og í bókhaldi, allar við- gerðir og viðhaldsframkvæmdir hvers mánaðar og árs skráðar með skýrum hætti. Þannig gætu eig- endur hverju sinni fylgst með hvað gert hafi verið í viðhaldi og end- urbótum. Þótt fastir þættir yrðu settir í almennar reglur um svona húsfélagaþjónustu getur hvert hús- félag haft sínar eigin reglur um langtímaskráningu. Um útboð verkefna til viðhalds og endurbóta ásamt því hvernig skuli valið til slíkra verka eru lagareglur. Ef á kæmist formlegt samráð hús- félaga, t.d. á afmörkuðum svæðum, gætu slík fjöldasamtök skorað á ráð- herra og Alþingi að setja í laga- reglur tiltekin ákvæði um að hús- félagaþjónusta hefði á sínum snærum fagaðila í byggingarmálum, sem m.a. veitti slíka langtímaskrán- ingu um viðhald húsnæðis sem að framan er reifað. Í þessu sambandi er mikilvægt að eigendur fjöleignahúsa hafi í huga hve afar mikilvægt er að allir samn- ingar við verktaka, um tiltekna verktöku, séu skýrt og skil- merkilega orðaðir á réttu lögmætu formi slíkra samninga. Ég hef í gegnum árin séð ótrúlegar útgáfur svonefndra „verktökusamninga“, sem í raun höfðu hvorki magnskrán- ingu, áfangaskil verka til áfanga- greiðslna, efnisval né gæði verk- legra þátta skráð í samning. Mikilvægast af öllu er þó að stjórn húsfélags láti ekki glepjast til að ganga á svig við aðra eigendur sama húsfélags, undir rangri ráðgjöf um að stjórnin hafi fullt vald til ákvarð- anatöku, án samráðs við aðra eig- endur á formlegum húsfundi. Það er ekkert löghald í slíkri „sérfræðiað- stoð“ sem virðir ekki skyldur sínar gagnvart þeim sem kaupir þjón- ustuna. Í hverra þágu slík ævintýri eru sett á svið er ekki gott að segja en óskemmtilegt að slíkt skuli gert í skjóli saklauss fólks sem ekkert grunar en treystir sinni „sérfræði- aðstoð“. Auka þarf skýrleika laga og reglna um fjöleignahús Eftir Guðbjörn Jónsson » Það hefur oft vakið undrun mína hve lítið samráð er milli húsfélaga. Guðbjörn Jónsson Höfundur er eldri borgari og fv. ráðgjafi. Eftir því sem heyrist er matarsóun helst neytendum að kenna. Þeir hendi vel ætum mat og eigi að borga sekt og skammast sín. En er þetta svona einfalt? Er það ekki ástand matvælanna í búðunum sem ræður hvenær keyptur matur byrjar að skemmast? Ferskvara kemur um hálfan hnöttinn og hún hefur takmarkaðan endingartíma. Þá gildir miklu að geymsluskilyrði séu góð. Kjörhiti er lykilorðið og að ekki sé slík gnótt í hillum að skemmist þess vegna. Sumar búðir eru ekki hannaðar fyrir sölu ávaxta hverra innan um aðra, því ein tegund getur flýtt fyrir þroska annarrar svo endingin verð- ur minni. Hvað innlenda framleiðslu varðar mætti leggja meiri áherslu á skipu- lagningu ræktunartímabila til að minnka toppa í framleiðslunni. Þarna liggja tækifæri til að minnka matarsóun en ekki að hræða vesalings neytandann og hóta sekt- um. Það gæti endað með að hann þyrði ekki að kaupa nema tvo ban- ana og hálfa gúrku í einni ferð. Þá yrði fyrst matarsóun á mark- aði. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hvernig verður matarsóun til? Matvörur Matarsóun kostar neytendur háar fjárhæðir á hverju ári Morgunblaðið/Kristinn Í gegnum lífið hef- ur fátt skelft mig jafn mikið og dauð- inn. Hún kom mér því verulega á óvart fullyrðing konu nokk- urrar sem sagði eftir að hafa upplifað dauðann en verið endurlífguð: „Al- fallegasta upplifun á jörðu er reynsla þess sem deyr.“ Fjöldinn allur af fólki hefur sagt frá svipaðri reynslu eftir að hafa verið endurvakið til lífsins. Það hafði hætt að anda og hjartað hætt að slá en vissi þó af sér í fullkominni ró utan líkamans. Lífið eftir lífið er að koma betur í ljós með aukinni endurlífgun þess fólks sem deyr en er endur- vakið til lífsins með hjartahnoði og hjartastuðtækjum. Fólki er orðið óhrætt að segja frá reynslu sinni til blessunar öðr- um. En fornar ritningar greina einn- ig frá dauðastundinni. Langar mig að geta hér ritningarstaðar úr hin- um apókrýfu ritum Gamla testa- mentisins. Þar segir: „Sedrach sagði við Guð: Hvernig munt þú taka sálu mína? Úr hvaða limi? Guð sagði við hann: „Veistu ekki að sál þín er staðsett í lungunum og hjartanu og þaðan leidd út í alla útlimi? Hún er tekin upp háls- inn og í gegnum bark- ann og munninn. Þeg- ar tíminn kemur að hún komi út er henni safnað saman úr öllum limum og svo aðskilin frá líkamanum og hjartanu.““ (The Apocalypse of Sedrach 10:1-4.) Ég vil líkja þessu dauðaferli við fæðingu barns sem yfirgefur líkama móðurinnar og fæðist í útheiminn frá móðurlífi, því ég tel að líkaminn sé móðurlíf sálarinnar. Kannski má einnig líkja sálinni í líkamanum við unga í eggi sem brýtur af sér skurnina til að verða frjáls í loft- sölum seinna meir og fljúga í heið- ríkju ofar grundum. Upplifanir fólks af dauðastund- inni og fornar ritningar virðast styðja þann möguleika að sálin fæðist af líkamanum inn í eilífðina, inn í himna og geima til áfram- haldandi lífs og tilveru á öðru sviði eftir dauða líkamans. Sam- kvæmt frásögnum fólks og heil- agra ritninga er það atburður sem enginn þarf að kvíða fyrir. Áframhald mannlífsins Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon » Alfallegasta upplifun á jörðu er reynsla þess sem deyr. Höfundur er áhugamaður um mannlífið. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.