Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022 Í dag kveð ég góðan vin, fyrir- mynd í lífinu, mann sem hefur verið mér samferða í 46 ár, afa minn Sigurð Páls- son. Svo margar góðar og dýrmæt- ar minningar hef ég eignast með þér við mína hlið. Mín fyrsta minning er þegar ég held við girðingastaur og þú stendur fyrir ofan mig með stærðarinnar grjóthellu, tilbúinn að láta hana vaða ofan á staurinn. Ekki var ég hár í loftinu þá, hálf- gert skjálfandi strá, sem ekki var viss hvort ætti að forða sér sem fyrst eða ríghalda í staurinn. Afi sagði við mig að þetta væri nú allt í lagi, því ég væri í vettlingum Sigurður Pálsson ✝ Sigurður Páls- son fæddist 20. júlí 1925. Hann lést 16. júlí 2022. Útför fór fram 30. júlí 2022. og minni hætta á að ég fengi flís. Þar með var það útrætt. Fyrir uppá- tækjasaman og orkumikinn snáða eins og mig reynd- ist hann mér vel. Rólegur og yfirveg- aður oftast og ég veit að það þurfti stundum mikið til. Afi var oft glett- inn í svörum, víðlesinn, enda einn af stofnendum lestrar- félags Nesjamanna, fróður um fólk og staðhætti, margt sem nútímaupplýsingatækni hefur ekki hugmynd um. Afi hélt alla tíð dagbók, þar sem hann skráði veðrið, fiskerí og hina ýmsu viðburði samtímans. Hann hélt utan um mikið magn upplýsinga, allt flokkað og í möppum, en hann þurfti sjald- an að fletta neinu upp, því minnið sveik hann sjaldnast. Hann var óspar á að segja mér sögur úr sveitinni og eftir að ég eltist fór ég að gefa þeim meiri gaum. Sögur af því sem hann tók sér fyrir hendur, byggingu Kálfshamarsvita, vegagerð, kaupin á Sólfara, fyrsta bílnum, fyrstu dráttarvélina, bjarganir úr sjó og svo mætti lengi telja. Ferðasögurnar svo nákvæmar oft á tíðum að manni fannst maður geta fylgt þeim ná- kvæmlega eftir, 50-60 árum seinna. Mér fannst á afa að það væru aldrei nein vandamál, heldur verkefni sem varð að leysa, eins og þegar utanborðsmótorinn á Sólfara bilaði í byrjun grá- sleppuvertíðar. Þá handrérum við það sem eftir var vertíðar og aldrei var kvartað eða velt sér upp úr því á meðan á því stóð. Fyrir tveimur árum fórum við saman seinustu ferðina í víkina til að safna rekavið. Til- hlökkunin var mikil og beið afi spenntur eftir að ég kæmi frá Akureyri. Þegar ég kom, þá var mér tilkynnt að ég gæti fengið mér kaffi þegar verkefninu væri lokið. Við áttum góðan tíma saman í Kálfshamarsvík- inni, eins og oft áður og kaffi- sopinn því betri að verki loknu. Þegar ég leyfi huganum að reika koma upp minningar um fjölmargar veiðiferðir sem farnar voru og hvílt sig á milli þúfna. Öll ferðalögin með afa og ömmu aftur í Lödunni með Andrésblað, reka rollur með Skugga, hroturnar á loftinu á Sviðningi þegar „tekið var veðrið“, allar ferðirnar hans afa út í hlöðu, þar sem hann vissi hvar hver hlutur var, skottið á Skódanum þar sem allt var til, afi að reka niður girðingar- staura, orðinn níræður. Og þar sem afi var, var amma honum við hlið. Það hefur verið mín gæfa í lífinu að hafa fengið að eiga afa að þennan dýrmæta tíma. Mér er efst í huga þakklæti fyrir það, þó sorgin og eftirsjáin fylgi fast á eftir. Í haust, þegar stjörnurnar verða farnar að skína á Húna- flóann, þá veit ég að þín verður sú skærasta. Þinn afastrákur, Viggó. Elsku Tóta, mér finnst þetta mjög óréttlátt. Hugur minn er búinn að vera hjá fjölskyldu þinni og mun verða áfram, hversu sárt það er að horfa á eftir þér inn í sumarlandið fæ ég ekki með orðum lýst. Mikið var ég heppin að eiga þig að og að hafa átt með þér ótal margar góðar stundir. Mestum tíma eyddum við þó saman á okkar unglingsárum þar sem okkur fannst við vera full- þroska og með fullu viti og gátum tekið réttar og góðar ákvarðanir að okkar mati. Foreldum okkar oft til ama. Hey, krakkar ég veit! Hey, krakkar komið þið, ég er með hugmynd! Hey, krakkar hlustiði! Þetta voru frasar sem heyrðust ósjaldan. Það sem við brölluðum er ekki allt hæft á prenti en mun geymast í minningabanka mín- um. Þú komst glaðvær, hrein og bein til dyranna, komst með góða hugmyndir og við framkvæmd- um þær af einskærri snilld, sam- an, því mér fannst hugmyndir þínar alltaf góðar. Við fórum t.d. á puttanum á sveitaböll, mjólk- uðum kýrnar heima hjá hvor ann- arri til að geta skroppið á ball, fórum í útilegu í Búðardal, ófá partíin sem við leituðum uppi og allar gistinæturnar hjá hvor ann- arri, allt gert til að eiga sem flest- ar stundir saman. Eitt af því sem okkur þótti skemmtilegast var að fara á rúnt- inn eftir skóla á ljósbrúnu Löd- unni þinni, og þegar Ladan tók upp á því að flauta þegar beygt var, töpuðum við okkur af hlátri, Þórhildur Una Stefánsdóttir ✝ Þórhildur Una Stefánsdóttir fæddist 13. nóv- ember 1974. Hún lést 25. júlí 2022. Útför Þórhildar fór fram 4. ágúst 2022. já hlátrasköllin voru ófá enda áttum við mjög gott skap sam- an. Þú varst ein helsta Le Creuset- kona sem ég þekki og eftir að hafa þrætt svoleiðis búð með þér fyrir ekki svo mörgum árum tókst þér að koma þeirri ástríðu þinni að í huga mínum og munu Le Creuset-pottarnir mínir bera nafið Tótupottar hér eftir. Á síðari árum vorum við ekki í miklum samskiptum, en það skipti ekki máli því þegar við hitt- umst eða hringdumst á var alltaf eins og við hefðum heyrst í gær, við gátum rætt um heima og geima en þá aðallega um okkar fjölskyldur. Elsku Nonni og fjölskylda og elsku Bára, ég votta ykkur inni- lega samúð. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Með ást og þökk, Halldóra Halldórsdóttir. Undrandi og orðlaus varð ég yfir tíðindunum, getur það verið að þetta sé rétt að hún Þórhildur frænka mín sé dáin? Fyrst man ég eftir henni sem lítilli skottu hjá foreldrum sínum en svo líða árin og hún fullorðnast. Ég heyri fréttir af henni í gegnum skyld- menni, veit að hún eignast mann og drengi. Ég varð svo heppin að fyrir fáum árum voru við saman að námskeiði. Ég hafði ekki séð hana í mörg ár en fannst nú samt þessi kona kunnugleg, yfirbragð hennar gaf sterklega til kynna hver hún væri. Svo eru nöfnin kölluð upp og þá var ég viss um að þetta væri hún Tóta frænka. Það var eins og við hefðum verið samferða í gegnum lífið allan tím- ann. Fas hennar Tótu og fram- koma var eins og við þekktumst mikið. En hvað ég var heppin, ég fékk að kynnast henni á fullorð- insárum og þvílík kjarnakona. Sko ekkert kjaftæði og hlutirnir sagðir eins og þeir voru hverju sinni. Mér líkaði það vel. Ég full- yrði að engum gat leiðst í návist hennar og sátum við saman í kaffipásum og spjölluðum og höfðum gaman. Hún Tóta frænka mín bar þess alveg merki af hvaða fólki hún var komin og hvaða fólki hún hafði alist upp hjá, svo skemmtileg og líka fynd- in í tilsvörum. Fyrst og fremst var hún Tóta mín trú og trygg sínum, klár og traustvekjandi. Missir okkar er mikill því hún var alvöru manneskja. Mig langar að þakka hér fyrir skemmtilega og nærandi samveru sem hefði svo mátt vera miklu meiri. Elsku Tóta takk fyrir tímann okkar saman. Mér var litið út um gluggann, sá að laufin voru fokin út á haf, lægðirnar að tikka inn og færa okkur öll á bólakaf. Á lofti svifu fuglarnir mót frelsinu því ekkert heftir þá, ég fékk mér meira kaffi, hellti upp á nýja skammta‘ af eftirsjá. Við ætluðum að hittast manstu, auðvit- að fékkst hvergi stund í það, einhvern veginn skorti bæði tilefni og réttan fundarstað. Öllum þessum tæknivædda tíma urðu minningar að bráð, þær týndust ein og ein og voru horfnar þegar betur var að gáð. Það bera sig allir vel þótt úti séu stormur og él, þá lifir ljósið inni hjá mér, lífið gott sem betur fer. Veturinn mun enda þegar vorið flæðir inn um gluggana, þú veist að þegar sólin birtist aftur mun ég reyna‘ að hugga‘ hana Og ef þú vilt ég fylgi‘ henni þá býð ég upp á kaffi, stund og stað. Það stendur alltaf boðið um að fljúga með þér héðan, mundu það. (Bragi Valdimar Skúlason/ Helgi Björnsson) Kæra fjölskylda, mínar inni- legustu samúðarkveðjur, missir ykkar og harmur er mikill. Hulda Eggertsdóttir og fjölskylda. Elsku Tóta. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð þig í dag. Ég mun minnast allra stunda okkar saman. Þú varst stór persónu- leiki, fyrst til að koma hlaupandi og lést ekkert aftra þér. Krakk- anir okkar Grétars áttu alltaf greiða leið að þér þegar eitthvað bjátaði á og þegar við hjónin vor- um ekki heima varst þú alltaf tilbúin til að líta eftir þeim. Margar eru minningarnar af bralli okkar sem við getum yljað okkur við, nú þegar þú ert horfin, sérstaklega þegar við fórum við að hittast í morgunsárið. Þegar „kerlingaveikin“ byrjaði þá var tekinn morgunbolli með spjalli áður en sólin kom upp og yfirleitt á náttkjólunum. Ég held að við höfum slegið mörg met í að sitja úti lengi á sumarnóttum við að kjafta þótt við værum orðnar blá- ar af kulda en við skipulögðum jólaljós, blóm, mat og steina. Elsku nágrannavinkona. Við Grétar munum sakna kveðju þinnar á morgnana, „eigið góðan dag“, en síðastliðin ár í veikindum þínum varst þú alltaf á tröppunum til að kveðja okkur. Ég er ólýs- anlega þakklát fyrir að hafa fengið þig sem nágrannakonu og sam- band okkar við þína fjölskyldu er meira en bara sem nágrannar. Tóta var skemmtileg, fé- lagslynd með eindæmum, elskaði ömmulífið sem hún var svo mont- in af, uppátækjasöm, fylgin sér, alltaf til í að hjálpa öðrum, stjórn- söm enda sveitastelpa og stund- um hávær. Elsku Jón, Bogi, Hafsteinn, Magga og fjölskylda, megi æðri máttarvöld umvefja ykkur og veita ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Íris og Grétar Þór. ✝ Margrét Sig- urbjarnadóttir fæddist í Reykja- vík 12. júlí 1950. Hún lést í New Jersey í Banda- ríkjunum 6. maí 2021. Foreldrar henn- ar voru Sigur- bjarni Kristinsson, f. 1928, d. 2017, og Áslaug Bjarney Matthíasdóttir, f. 1930, d. 2015. Hinn 13. maí 1973 giftist Margrét Robert Alden Patter- son, þau skildu. Dætur þeirra eru Kristín Margrét Klein, f. 1977, maður hennar er Martin Klein, f. 1971, sonur þeirra er Jake Bryan, f. 2012, og Jill Er- in Patterson Guidice, f. 1979, maður hennar er John Guid- ice, f. 1975, börn þeirra eru Jake John, f. 2013, Sophia Angelena, f. 2017, og Dom- inic Gerard, f. 2021. Dóttir Mar- grétar með Roland Chenoweth Gorsky er Catherine Alex- andra, f. 1992. Bræður Mar- grétar eru Krist- inn Ragnar, f. 8. maí 1952, og Bjarni, f. 19. október 1957. Margrét fluttist tíu ára gömul með fjölskyldu sinni til Banda- ríkjanna. Þau settust að í Toms River í New Jersey og bjuggu þar alla tíð. Margrét lauk BA-námi frá Glassboro College og vann allan sinn starfsferil sem kennari. Jarðsetning Margrétar verð- ur í Gufuneskirkjugarði í dag, 8. ágúst 2022, klukkan 15. Systir mín Margrét Patterson var alltaf kölluð Magga af fjöl- skyldunni. Hún útskrifaðist frá Toms River High School og lauk BA-gráðu frá Glassboro Collage. Samúð Möggu og umhyggjusemi voru hennar aðalsmerki. Góðvild hennar og ást á fjölskyldu sinni voru einstök – það var ekkert sem hún var ekki tilbúin að gera fyrir hana. Magga var mjög stolt af dætrum sínum, Kristínu sem er gift Martin Klein, Jill sem er gift John Guidice, og Catherine. Hún elskaði barnabörnin; Jake Bryan, Jake John, Sophiu og Dominic sem fæddist aðeins nokkrum dögum áður en hún dó. Ástríða hennar var eldamennska og bakstur. Fjölskylda og vinir fengu að kynnast dásamlegum og undursamlegum töfrum hennar við að útbúa fjölbreytta veislu- rétti. Hún elskaði Aruba, sér- staklega DiviDivi-trén og ein- stakar strendurnar. Fæðingar- staðurinn Reykjavík var henni sérlega hjartfólginn og hún elsk- aði að heimsækja ættingja og ferðast um móðurlandið sitt, Ís- land. Magga átti farsælan feril hjá Neptune Township Board of Education þar sem hún kenndi heimilisfræði. Kennslan veitti henni sanna gleði og nemendurn- ir dýrkuðu hana og kölluðu hana „Miss P“. Magga var einstök stjarna, góðhjörtuð og um- hyggjusöm. Hennar er sárt sakn- að af öllum sem voru svo heppnir að kynnast henni. Guð blessi þig Magga. Þinn bróðir, Bjarni (Baddi) Magga var eins og systir mín og besti vinur. Við voru bræðra- börn og bjuggum í sama húsi, fyrst í Hátúni í Reykjavík og síð- ar í Melgerði í Kópavogi. Þegar Magga var tíu ára flutti fjöl- skylda hennar til Ameríku og settist að í Toms River í New Jer- sey. Ég var einmana og saknaði hennar mikið. Síðar á ævinni gát- um við endurnýjað tengslin og síðustu árin fórum við hjónin oft í heimsókn og nutum gestrisni hennar. Heimili hennar stóð okk- ur alltaf opið og var eins og okkar annað heimili. Hún kom einnnig nokkrum sinnum til Íslands og gisti þá hjá okkur. Við munum alltaf sakna hennar. Sigurður (Siggi). Margrét Sigurbjarnadóttir Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG HELGADÓTTIR, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést mánudaginn 18. júlí. Útförin fer fram í Neskirkju fimmtudaginn 11. ágúst klukkan 13. Helgi Ellert Jóhannsson Paul Barlow María M. Jóhannsdóttir Ragnar Jónasson Kira Ragnarsdóttir Natalía Ragnarsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÞORBJÖRG HILBERTSDÓTTIR, Vesturgötu 7, Reykjavík, andaðist á Landakotsspítala laugardaginn 6. ágúst. Útförin fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13. Skarphéðinn Hilbert Þórólfur Hilbert Berglind Steinarsdóttir Hörður Hilbert Sævar Hilbertsson Ásgeir Hilbert Þórólfsson Dagmar Björk Hörpud. Edwald Sólveig Þórólfsdóttir Ásgrímur R. Sigurðsson Jónas Hilbert Skarphéðinss. Þorbjörg Skarphéðinsdóttir Óskar Elí Guðmundsson Andrea Dís Ásgeirsdóttir Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR MARÍA SÓLNES, Smyrilsvegi 31 Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 29. júlí. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 9. ágúst klukkan 13. Júlíus Sólnes Lára Sólnes Jón Óskar Sólnes Bergdís Ellertsdóttir Inga Björk Sólnes og barnabörn Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.