Morgunblaðið - 08.08.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.08.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022 40 ÁRA Guðlaug er Kópavogsbúi, ólst upp í Hjallahverfinu og er komin þangað aftur. Hún er þroskaþjálfi í Salaskóla. Guðlaug er í Leikfélagi Kópavogs og er trommari í hljómsveitinni Rósu frænku. Hún spilaði fótbolta með Breiðabliki í yngri flokkum og Hauk- um í meistaraflokki. Áhugamálin eru útivist, ferðalög og snjóbretti. FJÖLSKYLDA Bróðir Guðlaugar er Friðgeir Ingi, f. 1978. Foreldrar þeirra eru hjónin Guðrún Sigurð- ardóttir, f. 1956, vann lengi hjá Síman- um, og Eríkur Ingi Friðgeirsson, f. 1954, matreiðslumaður. Þau eru öll búsett í Kópavogi. Guðlaug Björk Eiríksdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að ljúka því verkefni sem þér hefur verið falið. Reyndu að beina viðkomandi inn á nýja braut. 20. apríl - 20. maí + Naut Láttu allar illdeilur á vinnustað sem vind um eyru þjóta. Reyndu að vinna sem mest ein/n og láttu félagslífið aðeins bíða. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Hlustaðu á röddina innra með þér sem segir að tími sé kominn til að slaka á. Svo ef þið eruð jákvæð og opin fyrir nýj- ungum megið þið vera viss um að allt fer á besta veg. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Tekjur þínar og eignir munu aukast á komandi ári. Reyndar er það næstum því ógerningur, enda þarf maður einhvern tím- ann að nærast. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Tækifæri glatast aldrei, ef á það er lit- ið. Leitaðu leiða til þess að draga fram það sem aðgreinir þig frá öðrum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Lærimeistararnir eru sammála þér, auðvitað er erfitt að gera ekki neitt. Leitaðu samt ekki langt yfir skammt því tækifærin eru við höndina. 23. sept. - 22. okt. k Vog Rómantísk sambönd gætu liðið fyrir það í dag að einn aðilinn er að reyna að bæta hinn. Hann setur hvort eð er engar skorður við frumkvæði þínu. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Samræður við vini og maka taka óvænta stefnu í dag. Eitt slíkt samtal býðst í dag svo vertu við öllu búinn. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú þarft ekki að sannfæra aðra um að þú hafir rétt fyrir þér. Kannski hittir hún einhvern sem óhætt er að segja að sé skrýtin skrúfa. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Farðu varlega þegar ókunnugir eiga í hlut og láttu reyna á persónuna áður en þú hleypir henni að þér. Láttu nú ekki óttann eyðileggja tækifærin. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Gerðu þér ekki upp áhyggjur vegna vinnunnar. Veittu fólki þá hand- leiðslu sem þér er unnt. Gerðu nú það sem þig hefur alltaf langað til þess að gera. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Hafðu auga með öllum smáat- riðum, hvort sem þér finnast þau skipta einhverju máli eða ekki. Fjármálin eru til vitnis um hvernig maður hugsar. ins með því að fara með danska ferðamenn um landið.“ Tómstundir og félagsstörf hafa verið mörg hjá Ragnari gegnum tíð- ina. Hann stundaði íþróttir með Haukum í Hafnarfirði og var lengi í skátunum. Hann var einn af stofn- endum Umhverfis- og útivistarfélags árs 2018 hóf hann störf sem sviðs- stjóri umhverfis- og skipulagsmála hjá Borgarbyggð en um áramótin 2020 ákvað hann að hefja sjálfstæðan rekstur á sviði umhverfis- og skipu- lagsmála. Hann sinnir nú ráðgjöf á því sviði. „Sumarið 2022 tók ég einnig að mér rútuleiðsögn og naut sumars- R agnar Frank Kristjáns- son fæddist 8. ágúst 1962 í Reykjavík og ólst upp í Hafnarfirði, en foreldrar hans höfðu flust þangað árið 1957. Þar ólst Ragnar upp á Suðurgötu 47 ásamt fimm systkinum. Ragnar fór í leikskólann hjá nunn- unum við St. Jósefsspítala, fór síðan í Öldutúnsskóla og lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1982. Hann hélt til Kaupmannahafnar í fram- haldsnám og útskrifaðist frá Land- búnaðarháskólanum 1990 sem lands- lagsarkitekt. „Árin í Kaupmannahöfn höfðu mótandi áhrif á mig og hinn 8. ágúst 1992 giftum við Ulla Rolfsigne Pedersen okkur í Lundtoftekirke.“ Eftir að námi lauk hóf Ragnar störf á teiknistofum, en staldraði stutt við á þeim vettvangi. Embætt- isferill hans hófst hjá Skipulagi rík- isins og síðan vann hann hjá Náttúruverndarráði/Náttúruvernd ríkisins, en þar starfaði hann sem sérfræðingur á sviði skipulags og náttúruverndar. „Árið 1998 ákváðum við hjónin að flytja í þjóðgarðinn Skaftafell, en þar hafði ég ráðið mig sem þjóðgarðsvörð. Það voru forrétt- indi að starfa í þjóðgarðinum og nut- um við lífsins í Öræfum. Dætur okk- ar þrjár, Anna, Íris og Freyja, nutu þess einnig að búa í Skaftafelli og hafa uppvaxtarár þeirra þar haft mikil áhrif á þau. Allar hafa þær farið í háskólanám á sviði náttúrufræða og starfa á þeim vettvangi. Haustið 2007 fluttum við frá Skaftafelli á Hvann- eyri í Borgarfirði. Elsta dóttir mín var þá komin á framhaldsskólaaldur og kona mín komin með vinnu á teiknistofu í Borgarnesi. Anna fór í nýstofnaðan Menntaskóla Borgar- fjarðar, og Íris og Freyja fóru í Grunnskóla Borgarfjarðar.“ Ragnar fékk stöðu sem lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og kenndi landslagsarkitektúr í 10 ár. Árið 2010 var hann kosinn í sveit- arstjórn Borgarbyggðar, var þar for- seti sveitarstjórnar í fjögur ár og gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa hjá sveitarfélaginu. Hann sat einnig í sveitarstjórn 2014 til 2018. Í byrjun Hafnarfjarðar, hann var stofnandi og formaður Fornleifafélags Öræfa og var formaður í björgunarsveitinni Kára í Öræfum. Hann er nýkjörinn forseti Rótarý í Borgarnesi. „Við hjónin eigum sumarhús í Svínafelli í Öræfum og sækjum þangað oft. Það er gott að vera Skaftfellingur. Hesta- Ragnar Frank Kristjánsson landslagsarkitekt – 60 ára Á Hvanneyri Frá vinstri: Ragnar, Ulla, miðdóttirin Íris og eiginmaður hennar, Árni. Nýtur enn lífsins í Öræfum Afmælisbarnið Ragnar tekur við embætti forseta Rótarý af Gísla Karel. Hjónin Ragnar og Ulla í hestaferð. Ingunn Eva Halldórsdóttir og Yrsa Sif Hinriksdóttir söfnuðu dósum á Akureyri og afhentu Rauða kross- inum við Eyjafjörð afrakst- urinn, 15.000 krónur. Rauði krossinn þakkar þeim kær- lega fyrir framlag þeirra í þágu mannúðar. Hlutavelta Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.