Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG GET EKKI ÍMYNDAÐ MÉR HVERS VEGNA
APPIÐ PARAÐI OKKUR SAMAN, NEMA KANNSKI
VEGNA ÞESS AÐ ÉG ELSKA FORNMUNI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... einn drykkur, tvö rör.
JÓNI FINNST
ÉG FEITUR
EKKI
RÉTT
HANN Á BARA
LÉLEG HÚSGÖGN
VEISTU HVERSU MIKIÐ ÞAÐ FER Í TAUGARNAR Á
MÉR AÐ HORFA UPP Á ÞETTA?
ER GAFFALLINN Á RÖNGUM STAÐ?
„OG ÞÚ SEGIR AÐ ÞÚ HAFIR
VERIÐ ALGERLEGA GRILLAÐUR Í
SPURNINGALEIKNUM?“
mennska hefur fylgt fjölskyldunni
undanfarin 30 ár.“
Fjölskylda
Eiginkona Ragnars er Ulla Rolf-
signe Pedersen, f. 22.3. 1966, lands-
lagsarkitekt, starfar á verkfræðistof-
unni Verkís og Zonta-félagi. Þau eru
búsett á Hvanneyri í Borgarfirði.
Foreldrar Ullu voru hjónin Erik Rolf
Pedersen, f. 12.8. 1928, d. 30.10. 2019,
framkvæmdastjóri í Kaupmanna-
höfn, og Rolfsigne Pedersen, f. 18.6.
1932, d. 10.6. 2021, húsfreyja.
Dætur Ragnars og Ullu eru: 1)
Anna Ragnarsdóttir Pedersen, f.
27.11. 1991, þjóðfræðingur og um-
hverfisráðgjafi, býr á Höfn í Horna-
firði. Hún er í sambúð með Emil Erni
Morávék tómstundafulltrúa. Börn
þeirra eru Sóley, f. 2017, og Jóhann,
f. 2021; 2) Íris Ragnarsdóttir Peder-
sen, f. 10.2. 1995, náttúrufræðingur
og fjallaleiðsögukona, býr í Svínafelli
í Öræfum. Hún er gift Árna Stefáni
Haldorsen, verkfræðingi og fjalla-
leiðsögumanni; 3) Freyja Ragnars-
dóttir Pedersen, f. 11.7. 1998, náms-
maður, býr á Bíldudal. Hún er í
sambúð með Matthíasi Karli Guð-
mundssyni, vélfræðingi og sjómanni.
Systkini Ragnars eru Jón Konráð,
f. 5.10. 1954, d. 12.12. 1997; Sólveig
kennari í Hafnarfirði, f. 22.3. 1956;
Sigríður, framkvæmdastjóri í Hafn-
arfirði, f. 22.5. 1957; Kristján Rúnar,
sjálfstætt starfandi, f. 19.11. 1958;
Stella, kennari í Reykjavík, f. 9.3.
1961.
Foreldrar Ragnars voru hjónin
Kristján Hans Jónsson rennismiður,
f. 27.4. 1927, d. 18.10. 2007, og Ásdís
Guðbjörg Konráðsdóttir verkstjóri,
f. 21.3. 1936, d. 24.4. 2022. Þau
bjuggu í Hafnarfirði, en giftu sig í
Reykjavík 8.12. 1955.
Ragnar Frank
Kristjánsson
Guðbjörg Ásgrímsdóttir
húsfreyja á Einlandi, f. í
Lambhúsakoti í Grindavík
Jón Þórarinsson
útgerðarmaður á Einlandi
í Grindavík, f. í Stokkseyrarseli
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Konráð Árnason
innkaupamaður í Reykjavík
Ásdís Guðbjörg
Konráðsdóttir
verkstjóri í Hafnarfirði
Þóra Hafliðadóttir
húsfreyja á Hrauni, f. á Hrauni
Árni Árnason
bóndi á Hrauni í Grindavík og farandsmiður,
f. á Þorkötlustöðum í Grindavík
Helga Guðrún Ólafsdóttir
húsfreyja á Litla-Hóli, f. í Langhúsum
(nú Ásgarði) í Viðvíkursveit
Jón Jóhannsson
bóndi og vefari á Litla-Hóli í Viðvíkursveit,
Skag., f. á Sigríðarstöðum í Fljótum
Sólveig Jónsdóttir
verkakona í Reykjavík
Jón Kristján Guðmundur Kristjánsson
sjómaður í Reykjavík
Sigríður Jakobína Jónsdóttir Hoffmann
húsfreyja á Búðum, f. í Arabíu á Búðum
Kristján Jónsson
hafnsögumaður og bóndi á Búðum,
f. í Klettakoti á Búðum, Snæf.
Ætt Ragnars Franks Kristjánssonar
Kristján Hans Jónsson
rennismiður í Hafnarfirði
Pétur Stefánsson laumaði að mér
þessari vísu sem varð til eftir
drykkjufréttir veslunarmannahelg-
arinnar:
Döpur sýn við drengjum gín,
dags í brýnum önnum.
Brennivínið býr til svín
úr býsna fínum mönnum.
Hallmundur Guðmundsson á
Boðnarmiði um „töfra Íslands“:
Nú öldurót og funafár
fylla válistana,
svo bakkafyllast fúlar ár
fyrir túristana.
Davíð Hjálmar Haraldsson spyr:
„HVAR GÝS?“
Að það gjósi vísindamenn vita
en varla hvar, það grípur um sig stress.
Þeir hoppa eins og hrafn sem þarf að
drita
en hefur ekki valið staur til þess.
Gunnar J. Straumland svarar:
Eftir nokkurt moð og más
og marga kenninguna
rifnaði eins og rennilás
rauf í jarðskorpuna.
Skúli Pálsson heldur áfram: „Þá
fór einmitt að gjósa“:
Eftir að skjálfta hrina hörð
hristi fjallakrika
rymja djúpin, rifnar jörð,
rennur eldrauð kvika.
Og síðan bætti Skúli við:
Skoppa bollar, glamra glös,
glymur eldhúskytra
þegar hristist hraunakös
og hamraborgir titra.
Gunnar J. Straumland:
Hvenær má segja að gos sé gos?
Gjarnan ef verður á kviku los.
Á jarðskorpu kumrandi kemur bros
ef kviknar að nóttu eldur í mosa.
Og Sævar Sigurgeirsson:
Ólgar jörð í erg og gríð
uppúr vella hraunin stríð.
Lukkan færir launin blíð,
loksins aftur fund með Víði.
Halldór Guðlaugsson bætti við:
„Og svo“:
Sést til æstra flokka í fleng
fréttamannagosa
skrifa ýmsa speki í spreng
spennu sína að losa.
Ísleifur Gíslason yrkir og kallar
„Hamskipting“:
Ógn er Stína orðin beytt
eftir Víkur-kynnið.
Á henni er ekki neitt
íslenskt – nema skinnið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Þá fór einmitt að gjósa
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi,
rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL