Morgunblaðið - 08.08.2022, Page 28
Getur snjóruðningur
valdið kynjamismunun?
Þetta byrjaði allt sem brandari. Árið 2011
voru fulltrúar í bænum Karlskoga í Svíþjóð
látnir gangast undir kynjajafnréttisframtak
sem þýddi að þeir áttu að endurskoða allar
stefnur sínar með kynjuðu sjónarmiði. Eftir
að hafa kafað djúpt ofan í hverja stefnuna á
fætur annarri, gantaðist einn fulltrúi óheppi-
lega með það að í það minnsta væri snjó-
ruðningur eitthvað sem „kynjafólkið“ myndi
ekki skipta sér af. Því miður fyrir hann leiddi
þessi athugasemd til þess að kynjafólkið
hugsaði: getur snjóruðningur valdið kynja-
mismunun?
Á þessum tíma, í takt við flest aðrar
stjórnsýslur, hófst snjóruðningur í Karlskoga
á stóru umferðaræðunum og honum lauk á
göngu- og hjólastígum. Það hafði mismun-
andi áhrif á karla og konur vegna þess að
karlar og konur ferðast á
mismunandi hátt.
Okkur vantar samræmd,
kyngreind gögn frá hverju
landi en fyrirliggjandi
gögn sýna að konur eru
undantekningarlaust lík-
legri en karlar til að ganga
eða taka almennings-
samgöngur. Í Frakklandi
eru konur tveir þriðju not-
enda almennings-
samgangna; í Fíladelfíu og Chicago í Banda-
ríkjunum eru þær 64% og 62%. Á sama tíma
eru karlar út um allan heim líklegri til að
ferðast akandi og ef bíll er á heimilinu
stjórna karlarnir aðgangi að honum meira að
segja í femínísku útópíunni Svíþjóð.
Munurinn einskorðast ekki við samgöngu-
tegundir: Hann snýst líka um hvers vegna
karlar og konur ferðast. Karlar eru líklegri
til að eiga frekar einfalt ferðamynstur: að
ferðast tvisvar á dag, fram og til baka, út úr
bænum til vinnu og heim aftur. Ferða-
mynstur kvenna er oftast flóknara. Konur
sinna 75% af ólaunuðum umönnunarstörfum
heimsins og það hefur áhrif á ferðaþörf
þeirra. Til dæmis inniheldur dæmigert ferða-
mynstur kvenna stopp við skólann til að skila
börnunum þangað áður en vinna hefst; að
fara með eldri ættingja til læknis sem og að
fara í matvörubúð á leiðinni heim. Þetta
fyrirbæri kallast „ferðakeðja“ (e. trip-
chaining), ferðamynstur sem inniheldur
margar litlar og tengdar ferðir sem má sjá
hjá konum út um allan heim.
Í London eru konur þrisvar sinnum lík-
legri en karlar til að fara með börnin í skóla
og 25% líklegri til þess að fara í ferðakeðju;
Þessi tala hækkar í 39% ef eitt barn á heim-
ilinu er eldra en 9 ára. Þessi munur á karl-
kyns og kvenkyns ferðakeðjum sést víða í
Evrópu þar sem konur í fjölskyldum þar sem
báðir foreldrar vinna úti eru tvisvar sinnum
líklegri en karlar til að sækja og fara með
börn í skólann á leiðinni í og úr vinnu. Mesti
munurinn er á heimilum með ung börn: Úti-
vinnandi kona sem á barn undir 5 ára aldri
eykur ferðakeðju sína um 54% en útivinnandi
maður í sömu stöðu einungis um 19%.
Þessi mismunandi ferðamynstur þýddu að
snjóruðningur sem í fyrstu virtist kynhlut-
laus í Karlskoga var raunar alls ekki hlut-
laus. Bæjarfulltrúar ákváðu því að breyta
röðinni á snjóruðningi til þess að forgangs-
raða gangandi vegfarendum og notendum
almenningssamgangna.
Eftir allt saman sögðu þeir að það væri
ekki kostnaðarsamara og það var auðveldara
að aka í gegnum átta sentimetra af snjó en
að ýta kerru (eða hjólastól eða hjóli) í gegn-
um átta sentimetra af snjó. Þeir áttuðu sig
hins vegar ekki á að þetta leiddi til minni
kostnaðar. Frá því árið 1985 hefur gögnum
verið safnað um innlagnir á sjúkrahús sökum
meiðsla í Norður-Svíþjóð. Gögnin í grunn-
inum sýna að gangandi vegfarendur slasast
þrisvar sinnum oftar en akandi vegfarendur í
hálku og á ís og helmingur umönnunartíma á
sjúkrahúsi vegna umferðarslysa er tengdur
slysum á gangandi vegfarendum. Stærsti
hluti gangandi vegfarenda eru konur. Rann-
sókn á slysum gangandi vegfarenda í sænska
bænum Umeå sýndi að 79% slysa áttu sér
stað á vetrarmánuðum og að konur eru 69%
þeirra sem slasast (þar sem engir fleiri komu
við sögu í slysinu). Tveir þriðju slasaðra veg-
farenda höfðu runnið eða dottið á ísilögðu eða
snæviþöktu yfirborði og 48% höfðu hlotið
miðlungs eða alvarlega áverka og voru bein-
brot og að fara úr lið algengustu meiðslin.
Almennt reyndust áverkar kvennanna alvar-
legri.
Fimm ára rannsókn í Skåne-sýslu sýndi
svipaða þróun og var niðurstaðan sú að
áverkarnir voru bæði kostnaðarsamir í heil-
brigðiskerfinu og minnkuðu framleiðni. Áætl-
aður kostnaður vegna allra gangandi vegfar-
enda sem duttu á einum vetri var 36 milljónir
sænskra króna (eða um 540 milljónir
íslenskra króna). (Þetta er líklega varlega
áætlað: margir slasaðir gangandi vegfarendur
fara á sjúkrahús sem láta ekki gögn í té til
umferðarslysagagnagrunns landsins; sumir
fara til lækna og aðrir eru bara heima. Afleið-
ing þess er að líklega er kostnaðurinn í heil-
brigðiskerfinu og áhrif á framleiðni hærri.)
Þetta hófsama mat sýnir þó að kostnaður
slysa á gangandi vegfarendum í hálku er tvö-
falt hærri en kostnaðurinn við viðhald gatna
yfir vetrartímann. Í bæjarfélaginu Solna,
nálægt Stokkhólmi, var kostnaðurinn vegna
slysa þrefalt hærri en kostnaðurinn við við-
hald gatna og í sumum rannsóknum hefur
hlutfallið jafnvel mælst hærra. Burtséð frá
nákvæma muninum heilt yfir þá er ljóst að
forgangsröðun gangandi vegfarenda í snjó-
ruðningi sem dregur úr slysum er hagkvæm
því að hún dregur úr slysum.
Ein stærð sem hentar körlum
Í grófum dráttum má skipta mannkyninu í
tvennt: annars vegar fólk með stórar hendur
og hins vegar fólk með litlar hendur. Þannig
komst píanistinn Christopher Donison að
orði árið 1998. Donison var að lýsa reynslu
sinni sem karlkyns píanóleikara sem sökum
þess að hafa smærri hendur en meðalmaður
hafði átt í erfiðleikum árum saman með hefð-
bundin nótnaborð. Það hefði allt eins getað
verið kona að skrifa þetta. Það er marg-
staðfest að konur eru að jafnaði með smærri
hendur en karlar. Þrátt fyrir það höldum við
ótrauð áfram að hanna búnað út frá meðal-
stærð karlkyns handar eins og ein stærð sem
henti körlum jafngildi einni stærð sem henti
öllum.
Þessi einhliða nálgun gagnvart hlutum sem
eiga að heita kynhlutlausir kemur konum illa.
Meðalstærð handar kvenna (mæld frá enda
litla fingurs að enda þumals) er á bilinu 17 til
20 sentimetrar sem gerir hefðbundið 1,2
metra langa nótnaborðið að ákveðinni áskor-
un. Áttundir á hefðbundnu nótnaborði eru
um 19 sentimetrar á breidd og ein rannsókn
leiddi í ljós að slík nótnaborð eru 87% full-
orðinna kvenpíanóleikara í óhag. Á sama
tíma leiddi rannsókn frá 2015, sem bar sam-
an stærð handa 473 fullorðinna píanóleikara
og „hversu vel þekktir þeir voru,“ í ljós að
allir tólf píanóleikararnir sem taldir voru
heimsþekktir voru með rúmlega 22 senti-
metra eða lengri handstærð.
Af konunum tveimur sem voru í hópi
virtra píanóleikar, var önnur með tæplega 23
sentimetra handstærð og hin með rúmlega
24 sentimetra handstærð. Stærð hefðbundins
nótnaborðs á píanói gerir ekki einungis kven-
píanóleikurum erfiðara fyrir að ná jafn langt
og starfsbræður þeirra heldur bitnar hún
einnig á heilsu þeirra. Ýmsar rannsóknir sem
voru framkvæmdar meðal hljóðfæraleikara á
níunda og tíunda áratug síðustu aldar sýndu
fram á að kvenkyns hljóðfæraleikarar þjáð-
ust „óhóflega“ af vinnutengdum meiðslum og
töldust píanóleikarar meðal hljóðfæraleikara
í „mestri áhættu“. Fjöldi rannsókna hefur
leitt í ljós að kvenpíanóleikarar eru í 50%
meiri hættu á að finna til sársauka og
meiðsla en starfsbræður þeirra. Í einni rann-
sókn kom fram að 78% kvenna, samanborið
við 47% karla, höfðu þróað með sér álags-
meiðsl eða RSI (repetitive strain injury). Það
virðist líklegt að þetta tengist handstærð.
Önnur rannsókn frá 1984 sem náði aðeins til
karlkyns píanóleikara skilgreindi tuttugu og
sex „árangursríka flytjendur“, þekkta ein-
leikara og sigurvegara alþjóðlegra keppna og
tíu „vandræðatilfelli“, þá sem höfðu glímt við
tækni- eða meiðslavandamál í lengri tíma.
Meðalhandstærð fyrri hópsins voru rúmir 23
sentimetrar en 22 sentimetrar hjá vandræða-
tilfellunum – sem er þó töluvert meira en
meðalhandstærð kvenna.
Einn daginn þegar Christopher Donison
var að æfa kóda í g-moll ballöðu Chopins á
Steinway-flyglinum sínum í þúsundasta skipti
fékk hann hugmynd sem varð til þess að
hann hannaði nýtt nótnaborð fyrir fólk með
minni hendur. Hann hugsaði með sér: Hvað
ef hendur mínar eru ekki of litlar heldur er
hefðbundið nótnaborð of stórt? Afleiðingin
var 7/8 DS-hljómborðið sem Donison fullyrti
að umbreytti spilamennsku sinni. „Ég gat
loksins notað rétta fingrasetningu. Ég gat
spilað brotna hljóma með annarri hendi í
stað beggja. [...] Breiðar, yfirgripsmiklar,
arpeggíur í vinstri hendi, sem voru svo al-
gengar í tónlist rómantíska tímabilsins, urðu
möguleiki og ég gat loksins einbeitt mér að
því að ná fram réttu tjáningunni frekar en að
æfa stöðugt sama kaflann.“ Fjöldi rannsókna
staðfesta reynslu Donisons en þær hafa sýnt
að 7/8 hljómborðið eyðir þeim faglegu og
heilsufarslegu ókostum sem hefðbundið
nótnaborð hefur í för með sér. Þrátt fyrir
þetta viðhelst skrítin tregða í píanóheiminum
(það er ef þú trúir því ekki að kynja-
mismunun sé við völd hér) til að aðlaga sig.
Tregðan við að yfirgefa hönnun sem hent-
ar einungis stærstu karlhöndunum virðist
víðtæk. Ég man eftir því í kringum aldamót-
in þegar minnstu símtólin unnu keppnir um
símamælingar en það breyttist allt með til-
komu iPhone og eftirhermum hans. Allt í
einu fór þetta að snúast um skjástærð; því
stærri, því betri. Meðalsnjallsímastærð er nú
um 14 cm, og þó að við séum öll mjög hrifin
af stærð skjásins þá er það svo annað mál
þegar kemur að því að tólið passi í hendi
helmings íbúa jarðarinnar (svo ekki sé
minnst á pínulitla, eða enga, vasa). Meðal-
karlmaður getur auðveldlega notað tólið í
annarri hendi en meðalhönd kvenna er að
jafnaði ekki miklu stærri en símtólið sjálft.
Þetta er augljóslega pirrandi og heimsku-
legt fyrir fyrirtæki á borð við Apple í ljósi
þess að rannsóknir sýna að konur eru líklegri
til að eiga iPhone en karlar. Við skulum þó
ekki búast við að ástæður þessa brjálæðis
verði afhjúpaðar á næstunni vegna þess að
það er ótrúlega erfitt að fá snjallsímafram-
leiðendur til að tjá sig um það af hverju þeir
einblína á skjái. Í örvæntingu minni eftir
svörum sneri ég mér að Alex Hern, tækni-
blaðamanni hjá dagblaðinu The Guardian.
Hann gat þó heldur ekki hjálpað mér. „Þetta
er þekkt vandamál,“ staðfesti hann en „ég
hef aldrei fengið skýr svör við þessu“. Í
óformlegu spjalli hafa stöðluðu svörin verið
að símar séu ekki lengur hannaðir fyrir notk-
un með annarri hendi, segir Hern. Honum
hefur einnig verið sagt að margar konur
kjósi stærri síma, þetta sé þróun sem var oft-
ast rakin til handtaskna. Handtöskur eru
hinar ágætustu nytjahlutir en ein af ástæðum
þess að konur ganga með þær er að okkur
skortir almennilega vasa á fötunum okkar.
Þegar símar eru hannaðir sem handtösku-
vænir frekar en vasavænir er í raun verið að
bæta gráu ofan á svart (meira um það síðar).
Í öllu falli verður að teljast dálítið ein-
kennilegt að fullyrða að símar séu hannaðir
til þess að konur geti gengið með þá í hand-
töskunni sinni í ljósi þess hversu mörg smá-
forrit sem mæla staðsetningu gera ráð fyrir
að síminn sé alltaf annaðhvort í höndunum á
fólki eða í vasanum frekar en í handtösku á
skrifborðinu þeirra.
Ég sneri mér næst til James Ball, verð-
launatækniblaðamanns og rithöfundar, sem
er með aðra kenningu um það hvers vegna
fókusinn á stóra skjái viðgengst. Hann telur
að gengið sé út frá því að snjallsímakaup séu
á hendi karla og því ekki tekið tillit til, eða
ekki reynt að höfða til, kvenna. Ef þetta er
rétt er það sérstaklega undarleg aðferð hjá
Apple í ljósi rannsókna sem hafa sýnt að
konur eru líklegri en karlar til að eiga
iPhone. Ég sé hins vegar aðra meinbugi á
þessari greiningu: Enn og aftur er dregin sú
ályktun að konur séu vandamálið frekar en
karlhlutdræg hönnun. Ef það eru ekki
konurnar sem kaupa snjallsímana er það þá
vegna þess að þær hafa ekki áhuga á þeim
eða e.t.v. vegna þess að snjallsímar eru hann-
aðir án kvenna í huga? Jákvæða hliðin er sú
að Ball fullvissaði mig um að skjáir myndu
sennilega ekki stækka neitt meira vegna þess
að „þeir hafa náð mörkum handstærðar
karla.“
Kynjaður snjóruðningur og píanóleikur
Bókarkafli | Í bókinni Ósýni-
legar konur rannsakar
Caroline Criado Perez sláandi
rætur kynjamismununar og
skoðar líf kvenna á heimilinu,
á vinnustaðnum, á opinberum
vettvangi, í heilbrigðiskerfinu
og á fleiri stöðum daglegs lífs.
Bókin byggist á hundruðum
rannsókna víðsvegar um
heiminn. Sæunn Gísladóttir
þýddi.
Ljósmynd/Stuart Simpson/Pengu
Verðlaunuð Caroline
Criado Perez hefur hlotið
ýmis verðlaun fyrir skrif
sín um mannréttindamál.
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022