Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
Úr myrkri nefn-
ist einkasýning
sem Margrét
Eddudóttir opn-
aði í Gallerí
Fold um
helgina. „Hér
sýnir hún bæði
pastelmyndir á
pappír og
textílverk sem
unnin eru með
blandaðri tækni, polymer-leir og þráðum. Margrét
nálgast viðfangsefnið sitt með því að myndgera til-
finningar á einfaldan og einlægan hátt,“ segir í til-
kynningu. „Ég forðast of mikla rökhyggju við gerð
verka minna og þá sérstaklega pastelverkin. Þau
nálgast ég sem eins konar hugleiðslu. Hið líkamlega
sem miðillinn kallar á og hin mjúka, berskjaldaða
áferð pastellitanna endurspegla fullkomlega mjúka
innviði hugar míns og líkama,“ segir Margrét um verk
sín.
Margrét sýnir í Gallerí Fold
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 220. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Breiðablik og Víkingur úr Reykjavík, tvö efstu lið Bestu
deildar karla í fótbolta, misstigu sig bæði í gærkvöldi.
Breiðablik fékk stóran skell gegn nágrönnunum í
Stjörnunni, 5:2. Eggert Aron Guðmundsson skoraði tvö
mörk fyrir Stjörnuna. Á sama tíma gerði Víkingur 3:3-
jafntefli á útivelli gegn Fram í svakalegum leik. Brynjar
Gauti Guðjónsson jafnaði fyrir Fram í blálokin með
vafasömu marki. Í hinum leikjum gærdagsins vann KA
3:0-stórsigur á FH á útivelli og KR vann öruggan 4:0-
sigur á ÍBV, þar sem Atli Sigurjónsson skoraði þrennu.
»26
Toppliðin misstigu sig á útivöllum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Klifurnet, rennibraut, löng rör og
heill hellingur af drullu eru á meðal
þess sem kemur við sögu í hinu fjöl-
skylduvæna Drulluhlaupi sem hald-
ið verður í Mosfellsbæ á laugardag.
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ),
Ungmennasamband Kjalarnesþings
(UMSK), Afturelding og Krónan
standa að hlaupinu. Að sögn Valdi-
mars Gunnarssonar framkvæmda-
stjóra UMSK er hlaupið hið fyrsta
sinnar tegundar á Íslandi en drullu-
hlaup hafa öðlast vinsældir á er-
lendri grundu, bæði hjá elítuhlaup-
urum og fjölskyldum.
„Þetta er svona drullu- og hindr-
unarhlaup. Það eru 20 hindranir á
3,5 kílómetra langri leið og nokkrar
eru þannig að maður verður svolítið
skítugur þar sem þú þarft að fara
ofan í drullusvað, skríða í drullu,
sveifla þér ofan í drullu og ýmislegt.
Svo eru öðruvísi hindranir líka á
leiðinni. Hugmyndin er að fjöl-
skyldur taki þátt í þessu og reyni að
leysa þrautirnar saman. Það er eng-
in tímataka: Markmiðið er bara að
reyna að klára að komast í gegn
saman þar sem fjölskyldurnar eða
hóparnir vinna saman að því að
leysa þrautirnar,“ segir Valdimar.
Þarf að hvetja krakkana
Hann segir að átta ára börn og
eldri eigi að geta komist í gegnum
brautina með aðstoð foreldra eða
forráðamanna. Hlaupið verður ræst
hjá íþróttahúsinu í Varmá og hefst
það klukkan 11. Þátttökugjald er
2.500 krónur á mann en hámarks-
gjald á fjölskyldu er 6.000 krónur.
„Þetta verður ógeðslega
skemmtilegt,“ segir Valdimar.
Spurður um veðrið segir hann:
„Við viljum helst hafa sól og blíðu
en það er ekkert sem stoppar þetta.
Skemmtilegast væri ef það væri sól
og blíða því þú blotnar aðeins. Við
vöðum yfir á og svona. Mér sýnist
að spáin sé ágæt svo þetta verður
frábært.“
Aðspurður segir Valdimar að þó
að reynt sé að höfða til fjölskyldna
með hlaupinu geti einstaklingar og
aðrir hópar einnig mætt.
„En við viljum hvetja fjölskyldur
til þess að fara saman vegna þess
að þetta eru þannig þrautir að það
reynir svolítið á krakka að komast
yfir ákveðnar þrautir. Það þarf al-
veg örugglega að hvetja þau, segja
þeim að þau geti þetta.“
Allir þátttakendur fá armband
sem þeir geta nýtt til að skola af
sér drulluna og komist endurgjalds-
laust í sund í Varmárlaug í Mos-
fellsbæ.
Hlaupið er hluti af Íþróttaveislu
UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK.
Ljósmynd/Jón Aðalsteinn
Útpælt Valdimar (t.v.) fór nýverið með gröfusérfræðingnum Leifi (t.h.) hjá VGH í Mosfellsbæ að skoða leiðina.
Heilu fjölskyldurnar
vaða drullu í Mosó
- „Þetta verður ógeðslega skemmtilegt,“ segir Valdimar