Morgunblaðið - 22.08.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022
✝
Bjarney Krist-
ín Viggósdóttir
fæddist á Hauka-
landi í Reykjavík 2.
mars 1934. Hún
lést 26. júlí 2022 á
Landakoti.
Foreldrar henn-
ar voru Rebekka
Ísaksdóttir frá
Fífuhvammi í
Kópavogi, f. 15.
september 1912, d.
5. september 1995, og Viggó
Kristján Ólafur Jóhannesson
verkstjóri frá Jófríðarstöðum í
Gísli Guðmundur Gíslason og
Jónína Sólveig Jónsdóttir.
Bjarney og Guðmundur bjuggu
nánast allan sinn búskap á
Meistaravöllum í Reykjavík, en
fluttu á Skúlagötu árið 2016.
Synir Bjarneyjar og Guð-
mundar eru: Guðmundur
Viggó, f. 21. desember 1956, og
Gunnar Ingi, f. 29. nóvember
1959, maki Sigríður Kristins-
dóttir, f. 20. apríl 1963. Börn
þeirra eru: 1) Torfi Fannar, f.
7. september 1985, maki Guð-
björg Tómasdóttir, dóttir
þeirra er Flóra. 2) Vala Bjarn-
ey, f. 21. mars 1990, maki
Fjölnir Ólafsson, börn þeirra
eru Bragi og Sigríður Salka. 3)
Eydís Helga.
Útför hennar fer fram frá
Lindakirkju í dag, 22. ágúst
2022, kl. 13.
Reykjavík, f. 30.
desember 1902, d.
5. febrúar 1991.
Börn þeirra auk
Bjarneyjar voru:
Ísak Þórir, f. 1935
d. 1994, Jóhannes,
f. 1939, andvana
fæddir tvíburar
1941 og Málfríður
Ólína, f. 1943.
Bjarney giftist
hinn 16. júlí 1955
Guðmundi Gíslasyni frá Reykja-
vík, f. 16. júlí 1930, d. 16. febr-
úar 2019. Foreldrar hans voru
Hún Eyja tengdamóðir mín er
látin eftir stutt og snörp veikindi.
Kynni okkar ná yfir tæpa fjóra
áratugi og ég á mikið af góðum
minningum um hana. Við ferðuð-
umst saman bæði innan- og utan-
lands. Fórum saman yfir hálendi
Íslands og til Hollands svo eitt-
hvað sé nefnt.
Margir góðir kostir prýddu
hana Eyju, s.s. hjálpsemi, hrein-
skilni og gjafmildi. Þau voru ófá
skiptin sem hún stökk til aðstoðar
þegar krakkarnir okkar Gunna
veiktust eða ég var í prófum og
Gunni á sjónum. Þegar Torfi var
lítill og fékk ítrekað eyrnabólgur
sá Eyja til þess að ég þyrfti aldrei
að missa úr vinnu vegna veikind-
anna, hún passaði hann með gleði,
en hún var alltaf hreinskilin með
það að hún ætlaði ekki að gera
þetta að daglegu starfi. Samskipti
okkar voru alltaf hreinskiptin og
sagði hún oft við mig að það væri
gott að hún vissi alltaf hvar hún
hefði mig þar sem ég var alltaf
hreinskilin við hana.
Hún Eyja var einstaklega dug-
leg og framtakssöm, vildi hespa
verk af sem fyrst og hangs átti
ekki vel við hana. Við hlógum oft
að því að betra væri að halda í
diska og glös við matborðið, ann-
ars hyrfi það í uppvaskið. Hún
var mikil húsmóðir, bakaði bestu
kökurnar og var hvíta lagtertan í
miklu uppáhaldi hjá mér en hana
bakaði hún í hverri viku frá því
hún var mjög ung. Þegar hún var
með veislur skipti það hana
miklu máli að nóg væri af veit-
ingum. Við grínuðumst með að
hún spurði mig oft þegar ég var
að halda afmælisveislur fyrir
krakkana hvort ég hefði ekki
áhyggjur af því hvort það væru
nægar veitingar og ég svaraði
því alltaf að ég þyrfti ekki að
hafa áhyggjur, því hún hefði þær
fyrir mig. Hún gat alltaf hlegið
að þessu.
Eyja hafði góðan húmor og
gat yfirleitt séð það spaugilega
við lífið og tilveruna, og fram
undir það síðasta á meðan hún
hafði þrek til gat hún gantast við
okkur og starfsfólkið á Landa-
koti eins og henni einni var lagið.
Ég er þakklát henni fyrir sam-
fylgdina í alla þessa áratugi sem
ég hef þekkt hana. Það var okkur
Eydísi dýrmætt að fá að fylgja
henni síðasta spölinn áleiðis inn í
sumarlandið og óska ég henni
góðrar ferðar þangað.
Sigríður
Kristinsdóttir.
Okkar elsku Eyja amma er
fallin frá.
Þegar við systkinin lítum til
baka eru margar minningar sem
skjóta upp kollinum og erfitt að
velja hverjar þeirra við ættum að
skrifa um. Hún var yndisleg
kona og tók alltaf á móti okkur
eins og við værum að færa henni
stóra vinninginn í lottóinu, þakk-
lát fyrir minnstu viðvik.
Elsku amma, sem var svo mik-
il matmóðir. Það var svo gaman
að fá að eyða tíma í eldhúsinu
með ömmu, hjálpa til við upp-
vaskið og laumast í skápana þar
sem alltaf mátti finna einhverja
mola. Fleiri minningar tengdar
mat birtast svo ljóslifandi að það
má nánast finna bragð af því sem
amma og afi buðu upp á. Lamba-
læri með sultu og rauðkáli á
sunnudögum og heimagerður ís í
eftirmat. Plastmál með m&m
þegar við fengum að horfa á
spólu uppi í rúminu þeirra. Besti
grjónagrautur í heimi. Rjómi
með bláberjum og sykri á haust-
in og lagtertur með sultu.
Kransakakan hennar ömmu sem
setti alltaf punktinn yfir i-ið í
veislum. Þá voru það ekki bara
barnabörnin sem fengu ávallt
gott að borða heldur var alltaf
passað upp á leynigestinn en
amma fór reglulega út og gaf
krumma afganga sem hún
hafði safnað saman af matar-
borðinu.
Amma var mjög þolinmóð
kona. Hún leyfði okkur að að
setja allt á hvolf, hvort sem það
var til að byggja teppahús eða
að starfrækja verslun í stof-
unni, þar sem eldhúsið var fært
inn í stofu og selt svo ömmu,
afa og öðrum gestum án af-
sláttar. Þegar líða fór að heim-
för tók hún ekki annað í mál en
að ganga sjálf frá öllu, því hjá
ömmu átti bara að vera gaman.
Amma var alltaf ótrúlega stolt
af okkur barnabörnunum sín-
um. Öllum afrekum var fagnað,
sama hversu stór eða smá þau
voru.
Einn af helstu kostum ömmu
var hvernig hún mætti fólki og
aðstæðum með einlægri gleði
og þakklæti. Ef við fórum út að
borða með ömmu og afa þá
deildi amma með öllum sem
vildi hlusta hvert tilefnið væri
og hverjir væru með í för, og
þetta tjáði hún af einlægni,
þannig að þakklætið geislaði
frá henni á hátt sem henni
einni var lagið. Iðulega fengum
við einhvers konar sérmeðferð
af því að þjónustufólkið kunni
svo vel að meta viðmót ömmu.
Þannig kenndi hún okkur í
verki hvernig þakklæti sem
lífsviðhorf er dýrmætur eigin-
leiki og hvernig lífið er betra
horfi maður á það með þakk-
lætisaugum.
Veikindi ömmu voru snörp
og við bjuggumst ekki við því
að hún ætti svona stutt eftir en
það góða er að hún þjáðist ekki
lengi og var þokkalega heilsu-
hraust lengi framan af. Fram
undir það síðasta hélt hún í
sína einstöku gleði, þrátt fyrir
hrakandi heilsu, sem hún sýndi
þegar við kíktum við hjá henni.
Nú er hún komin á betri stað
þótt hennar sé afar sárt sakn-
að. Eins og hún sagði alltaf við
okkur og við segjum nú: Guð
geymi þig Eyja amma okkar,
þú veist okkur þykir svo vænt
um þig.
Torfi Fannar,
Vala Bjarney og
Eydís Helga.
Það er svo margt og erfitt að
velja eitthvað eitt til að segja.
Okkur fannst svo ótrúlega gam-
an að koma í heimsókn til henn-
ar, hún var svo góð við okkur og
skemmtileg og okkur leið vel hjá
henni og með henni. Hún var svo
gjafmild, átti alltaf eitthvað gott
fyrir okkur þegar við komum í
heimsókn. Það var gaman að
vera heima hjá henni, leika með
gamla dótið, og sitja og greiða
langömmu svo hún yrði nú fín
um hárið. Við söknum hennar
mjög mikið og þykir leitt að hún
sé farin frá okkur.
Langömmubörnin
Bragi Fjölnisson og
Sigríður Salka
Fjölnisdóttir.
Lífshlaupi ljúflingsins Eyju er
nú lokið.
Mín fyrstu kynni af henni og
hennar fjölskyldu voru þegar
Sirrý systir mín og yngri sonur
hennar, hann Gunni, rugluðu
saman reytum. Þetta var fyrir
næstum fjórum áratugum og
höfum við átt í afar góðu sam-
bandi við hana og hennar nán-
asta fólk síðan. Auk þess að eign-
ast áðurnefndan Gunna eignaðist
hún líka Viggó, sem er frum-
burðurinn. Þeir voru stolt henn-
ar og gleði. Þeir voru líka stolt og
gleði pabba síns, hans Guðmund-
ar, sem Eyja var gift í marga
áratugi, eða frá árinu 1955.
Eyja var í afar farsælu hjóna-
bandi og voru þau Guðmundur
samhent og gerðu allt saman.
Þau voru alltaf boðin og búin að
leysa hvers manns vanda og gilti
þá einu hvort um var að ræða
fólk þeim tengt eða ekki. Ef þeim
var rétt hjálparhönd, þá varð að
endurgjalda það margfalt, annað
tóku þau ekki í mál.
Við hittumst reglulega í ótal
fjölskylduboðum hjá Sirrý og
Gunna, en einnig við önnur tæki-
færi, svo sem heima hjá Eyju og
Guðmundi, en þau voru höfðingj-
ar heim að sækja. Eyja var ljúf í
viðmóti og góð við alla. Hún var
snillingur í kökugerð, enda byrj-
aði hún snemma að æfa sig, og
mér er sagt að hún hafi verið
innan við 10 ára gömul þegar
hún var orðin fullnuma í þeirri
list. Hvíta lagtertan og „Eyju-
sultan“ eiga sérstakan stað í
huga allra í minni fjölskyldu. Til
allrar hamingju virðist stefna í
það að Sirrý og afkomendurnir
verði ekki neinir eftirbátar henn-
ar og hafa þau þegar tekið til
hendinni þar og sýnt hvað þau
geta.
Eyja hugsaði vel um sitt fólk
og var afar stolt af afkomendum
sínum, sem er ekki stór hópur,
en fer þó hægt stækkandi. Hún
fylgdist vel með öllu sem var að
gerast í þeirra lífi og gladdist
yfir velgengni þeirra. Það gerði
hún allt til síðasta dags.
Eftir að Guðmundur lést fyrir
nokkrum árum hélt Eyja áfram
búsetu í fallegu íbúðinni þeirra
með öllu útsýninu sem hún stytti
sér stundir við að njóta. Covid
setti strik í reikninginn og urðu
þær stundir færri en hún hefði
viljað sem hún gat hitt fólkið sitt,
en átti þó góðan tíma með þeim,
þar til heilsan gaf sig. Aðdrag-
andi að endalokunum hjá henni
var ekki langur, og leið ekki
langur tími frá því að hún var
lögð inn á sjúkrahús þar til hún
hlaut hægt og friðsælt andlát, en
Sirrý og Eydís voru hjá henni
þar til yfir lauk.
Mitt fólk í Hafnarfirðinum
minnist allra góðu stundanna
með Eyju með hlýju og þakklæti.
Við sendum Viggó, Gunna og
Sirrý, Torfa, Guðbjörgu og
Flóru, Völu, Fjölni, Braga og
Sigríði Sölku og Eydísi okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Megi allar fallegu minningarnar
um Eyju veita þeim styrk og
gleði.
Margrét
Kristinsdóttir.
Bjarney Kristín
Viggósdóttir
✝
Guðmundur
Hansson fædd-
ist í Reykjavík 12.
maí 1962. Hann lést
5. ágúst 2022.
Foreldrar hans
voru Hans Aðal-
steinn Sigur-
geirsson, f. 16.8.
1936, d. 27.7. 2020,
og Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 12.6.
1941, d. 17.11. 2021.
Systur hans eru Sæunn, f. 1958,
Sigrún Bryndís, f. 1960, og
Hrund Apríl, f. 1969.
þeirra eru Torfi Stefán, f. 2018,
og Hjalti Bergsteinn, f. 2020. 3)
Stefán, f. 14.4. 1994. Sambýlis-
kona hans er Guðbjörg Lilja
Svavarsdóttir, f. 8.8. 1998.
Guðmundur ólst upp í Kópa-
vogi. Fyrstu árin bjó hann á bæn-
um Lundi í Kópavogi og síðar
flutti fjölskyldan á Kársnesið,
Holtagerði 18. Guðmundur gekk
í Kársnesskóla og Þingholts-
skóla. Hann útskrifaðist sem
framreiðslumaður frá Hótel- og
veitingaskóla Íslands 1981. Hann
vann lengst af á veitingastaðnum
Lækjarbrekku og tók við þeim
rekstri árið 1992. Eftir það tók
hann þátt í opnun fjölda veit-
ingastaða í Reykjavík.
Útför Guðmundar verður
gerð frá Digraneskirkju í dag,
22. ágúst 2022, og hefst athöfnin
kl. 13.
Guðmundur var í
sambúð með El-
ísabetu Haralds-
dóttur, f. 27.8. 1962,
þau skildu. Synir
þeirra eru: 1) Har-
aldur, f. 24.5. 1984.
Sambýliskona hans
er Bryndís Bjarna-
dóttir, f. 10.2. 1984.
Dætur þeirra eru
Ísabella, f. 2009, og
Elísabet, f. 2015. 2)
Albert Þór, f. 16.12. 1988. Eigin-
kona hans er Snædís Björt Agn-
arsdóttir, f. 15.12. 1988. Synir
Elsku besti pabbi minn. Það
var víst rétt hjá þér eftir allt
saman. Það er bara tvennt
öruggt í þessu lífi; við fæðumst
og við deyjum. Það sem ég er
þakklátur að hafa átt þig að í öll
þessi 38 ár, besti pabbi sem ég
hefði getað hugsað mér, minn
besti vinur og vinnufélagi. Allar
þessar góðu minningar sem við
áttum saman koma upp í hug-
ann þessa dagana. Þær eru
óteljandi og er ég mjög þakk-
látur fyrir það. Mesti töffarinn í
Kópavogi en samt svo góðhjart-
aður. Þú kenndir mér svo
margt sem hefur hjálpað mér í
lífinu.
Ég hefði svo mikið viljað fara
með þér í næstu ferð til Binnu
frænku til Danmerkur og halda
áfram að njóta þinnar góðu
nærveru og fara yfir öll heims-
ins mál. Ég veit ekki hversu oft
ég kom í heimsókn til þín í
Furuhjallann að segja hæ og
átta tímum síðar vorum við enn
að spjalla og það var eins og
tíminn hefði staðið í stað. Það
var svo gott að koma til þín,
sérstaklega þegar maður var
lítill í sér, og fara heim höfðinu
hærri með bros á vör. Það sem
ég væri til í að gefa fyrir eina
góða feðgastund í viðbót. Öll
ljóðin sem þú samdir um þig og
þína nánustu, allir textarnir og
slagorðin fyrir veitingastaðina
sem þú fórst með af svo mikilli
innlifun. Allar hugmyndirnar
sem þú varst með, misgóðar en
margar mjög skemmtilegar og
hefðum við örugglega fram-
kvæmt fleiri en færri ef heilsan
hefði verið aðeins betri. En
hver veit nema við bræðurnir
munum taka þær alla leið.
Ísabella og Elísabet sakna
þín mikið og væru mjög mikið
til í eitt afaknús í viðbót en þær
verða að láta mitt duga. Við
munum láta þær vita hversu
frábær maður þú varst og halda
minningu þinni á loft. Ég mun
elska þær þúsund eins og amma
mun gera þegar hún tekur á
móti prinsinum sínum. Ég veit
þú munt halda áfram að fylgjast
með okkur úr fjarlægð og passa
upp á okkur öll.
Takk elsku pabbi minn fyrir
alla þína ást og kærleika.
Þinn
Haraldur (Halli).
Elsku tengdapabbi, nú er
komið að óvæntri kveðjustund
og verður þín sárt saknað í
Hlíðarhjallanum.
Það er margt sem kemur upp
í hugann þegar maður hugsar
til baka. Ein fyrsta minning mín
um þig er að þú varst langmesti
töffarinn af pöbbunum í bekkn-
um. En þegar við Halli byrj-
uðum saman fann ég strax að
bak við töffarann var maður
með svo stórt og hlýtt hjarta.
Þér var svo umhugað um fólkið
þitt og reyndir að veita því allt
hið besta. Góðhjartaður töffari.
Þú varst maður stórra hug-
mynda og framkvæmdir þær.
Þú lagðir mikinn metnað í störf
þín sem voru að hluta til þitt
áhugamál enda náðir þú miklum
árangri þegar kom að stofnun
og rekstri veitingastaða og
lagðir allt undir til að upplifun
viðskiptavina væri sem best.
Það var yndislegt að fylgjast
með sambandi ykkar Ísabellu.
En ykkar samband var sér-
stakt, þú sást frá unga aldri
hvað í henni bjó og lagðir
áherslu á við okkur ungu for-
eldrana að leyfa styrkleikum
hennar að vaxa og dafna.
Gumma þótti vænt um fólkið
sitt og okkur þótti svo vænt um
hann. Hvíldu í friði elsku
tengdapabbi, við trúum því að
þú vakir yfir okkur.
Takk fyrir allt og ég lofa að
passa vel upp á Halla þinn eins
og þú gerðir alltaf, en samband
ykkar feðga var svo fallegt og
náið. Góðar minningar um þig
munu lifa í hjarta okkar alla tíð.
Þín tengdadóttir,
Bryndís.
Það er með miklum trega
sem ég skrifa minningargrein
um Guðmund Hansson, veit-
inga- og viðskiptamann. Kynni
okkar vöruðu í heil þrjátíu ár,
frá því ég byrjaði að vinna fyrir
hans rómaða stað, Lækjar-
brekku. Við Gummi spjölluðum
saman reglulega, og í síðasta
samtali ræddum við fyrirhugaða
för hans utan til heilsudvalar.
Þá talaði hann um hve heitt
hann óskaði þess að ná bata í
þetta skipti og að geta knúsað
barnabörnin sín.
Lækjarbrekka var einn
stærsti viðskiptamaður fyrir-
tækis míns, Netsins, meðal ann-
ars í útgáfu ferðabóka, ráðgjöf
og fleira. Netið sinnti markaðs-
málum staðarins, sem varð
smám saman einn sá vinsælasti
í bænum meðal ferðamanna.
Guðmundur hugsaði um staðinn
eins og barnið sitt og var
skemmtilega naskur á góð slag-
orð, s.s. „Lækjarbrekka fyrir
ljúfar stundir“.
Guðmundur seldi Lækjar-
brekku árið 2007 fyrir metfé og
á svipuðum tíma fleiri staði í
sinni eigu og annarra. Hann
stofnaði ásamt öðrum, oft sem
aðaleigandi, fjölda þekktra veit-
ingastaða. Þar má nefna Tapas-
barinn, Sjávarkjallarann, Sjáv-
argrillið, Tapashúsið, Fisk-
félagið, Silfur, Matarkjallarann
og Íslenska barinn. Flestir
þessara staða nutu mikilla vin-
sælda. Það má því segja að
Guðmundur hafi verið kóngur-
inn í veitingageiranum á
ákveðnu tímabili. Matarkjallar-
inn og Íslenski barinn eru í dag
farsælir staðir sem Haraldur,
elsti sonur Guðmundar, og Stef-
án, sá yngsti, reka ásamt Ara
Frey, meðeiganda í Matarkjall-
aranum. Guðmundur talaði oft
við mig um Harald og Stefán,
svo og þriðja soninn, Albert
hagfræðing, sem býr í Svíþjóð,
og hve stoltur hann væri af
þeim öllum.
Guðmundi var annt um vel-
ferð starfsfólks síns enda hélst
honum vel á góðum starfsmönn-
um sem gjarnan fylgdu honum
milli staða og hafa átt mikinn
þátt í vinsældum staðanna. Þar
má fremst nefna veitingastjór-
ann Sigurleifu (Stínu). Guð-
mundur var kröfuharður til
starfsfólks, einkum þegar hann
rak Lækjarbrekku, enda er
slíkt forsenda árangurs í krefj-
andi samkeppnisumhverfi.
Fyrrverandi starfsmenn hans
eru áberandi í rekstri margra af
betri veitingastöðum bæjarins.
Hin síðari ár varð vinskapur
okkar Gumma sífellt meira á
persónulegum nótum og milli
okkar myndaðist gott trúnaðar-
samband. Við fórum af og til út
saman að borða, sem var senni-
lega eitt það ánægjulegasta sem
hann gerði. Þar spjölluðum við
um daginn og veginn og áttum
oft ógleymanlegar stundir. Hinn
mannlegi Gummi og húmoríski
varð þá meira áberandi en við-
skiptamaðurinn. Í maí bauð
hann mér með sonum sínum og
nokkrum vinum í veglega mál-
tíð í tilefni 60 ára afmælis síns.
Við þann eftirminnilega kvöld-
verð sagðist Guðmundur ætla
að lifa að minnsta kosti tuttugu
ár í viðbót, en ævin er fallvölt.
Ég færi sonum Guðmundar,
barnabörnum, Elísabetu fyrr-
verandi eiginkonu hans og öðr-
um aðstandendum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hákon Þór
Sindrason.
Guðmundur
Hansson
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar