Morgunblaðið - 22.08.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022
✝
Vilborg Ein-
arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 5.
júlí 1984. Hún lést
á krabbameins-
deild Landspít-
alans 13. ágúst
2022.
Móðir hennar og
uppeldisfaðir eru:
Guðný Pétursdóttir
og Guðmundur
Stefán Maríusson.
Systkini Vilborgar eru Hlynur
Rafn Guðmundsson og Hrund
Guðmundsdóttir. Faðir hennar
og stjúpmóðir eru: Einar
Steinsson og Lena Hallgríms-
dóttir. Hálfsystir Vilborgar er
María Dröfn Einarsdóttir, móð-
ir hennar er Ingibjörg Elín
Jónasdóttir.
Vilborg gekk að eiga Hannes
Rúnar Hannesson 16. ágúst
2014. Móðir hans er Guðrún
Svala Guðmundsdóttir og faðir
hans var Hannes Haraldsson,
sem er látinn. Vilborg og Hann-
Vesturbæ Reykjavíkur og gekk
þar í grunnskóla. Á unglings-
árum hennar flutti fjölskyldan
á Seltjarnarnes og hefur búið
þar síðan. Vilborg þótti bráð-
ger sem barn, var fljót að byrja
að ganga og tala. Hún fylgdi
móður sinni í nám til Svíþjóðar
fimm ára gömul. . Á Íslandi
naut hún þess að alast upp í
nánu umhverfi fjölskyldu móð-
ur sinnar. Ekki síst með Pétri,
frænda sínum og jafnaldra. Vil-
borg nam sálfræði við Háskóla
Íslands og útskrifaðist með BS-
gráðu 2008. 2015 útskrifaðist
hún með MBA-gráðu frá sama
skóla. Vilborg vann lengi í fjar-
skiptageiranum, bæði hjá Tali
og síðar 365. Frá 2017 starfaði
hún sem deildarstjóri hjá Ör-
yggismiðstöð Íslands.
Hugðarefni Vilborgar sneru
fyrst og síðast að börnum henn-
ar og fjölskyldu. . Hún var náin
foreldrum sínum og systkinum
og átti reglulegar og góðar
samverustundir með þeim. Hún
hafði gaman af því að hekla,
hreyfa sig og syngja.
Útför Vilborgar fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 22. ágúst
2022, kl. 13.
Streymi:
https://tinyurl.com/4t7jftuy
es hófu sambúð
2008 á stúd-
entagörðum við
Háskóla Íslands.
Árið 2011 keyptu
þau sína fyrstu
eign í Furugrund
14 í Kópavogi, í ná-
lægð við uppeld-
isstöðvar Vilborg-
ar, þar sem þau
bjuggu í rúm fjög-
ur ár. Árið 2016
fluttu þau sig um set í Tjarn-
arból 10 á Seltjarnesi í nálægð
við fjölskyldu Vilborgar og
hafa búið þar síðan. Þau voru
samstillt frá fyrsta degi og
nutu hjónalífsins en ekki síður
vináttunnar sem var einstök.
Börn þeirra eru: Guðný Hekla,
tíu ára, og Hugrún Svala, sex
ára.
Vilborg ólst upp í Snælandi í
Kópavogi með móður sinni og
fjölskyldu hennar. Átta ára
flutti hún með móður sinni og
uppeldisföður á Hagamel í
Það er svo sárt að sitja hérna
og minnast Vilborgar sem
kvaddi okkur í blóma lífsins.
Foreldrar eiga ekki að jarða
börnin sín.
Sem barn var hún einstaklega
fljót til og var farin að ganga og
tala langt á undan jafnöldrum
sínum. Vilborg var með einstaka
aðlögunarhæfni, ljúf, hjartagóð
og alltaf tilbúin til að aðstoða.
Vilborg tók fullan þátt í uppeldi
systkina sinna og naut þess vel
nema kannski einu sinni þegar
hún kom úr Melabúðinni með
bróður sínum og hann kallaði
hana mömmu í búðinni og hún
bara fjórtán ára. Vilborg var
ekki glöð með bróður sinn þá.
Vilborg eignaðist tvær dætur
með Hannesi eiginmanni sínum
og var einstök mamma sem leið-
beindi þeim vel í uppeldinu og
gaf sér alltaf tíma til að hlusta á
þær. Eftir að Vilborg greindist
með krabbamein nýtti hún allan
tíma sem hún hafði með fjöl-
skyldu sinni vel. Hún fór í sína
síðustu ferð með stórfjölskyld-
unni til Tenerife núna í júní
þrátt fyrir að hún væri fótbrotin
og veik. Hún ætlaði í þessa ferð
og í þessari ferð urðu til margar
minningar sem fjölskyldan og þá
sérstaklega dætur hennar munu
lifa á í komandi framtíð.
Þó að Vilborg hafi ferðast víða
bæði innanlands og erlendis þá
er komið að síðasta ferðalaginu
hennar. Við biðjum Guð að varð-
veita Hannes og dætur hennar,
þær Guðnýju Heklu og Hugrúnu
Svölu.
Að lokun er hér ljóð sem
mamma hennar söng fyrir hana
þegar hún var lítil.
Sofðu unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
(Jóhann Sigurjónsson)
Góða nótt, sofðu rótt í alla
nótt og dreymi þig vel.
Elskum þig.
Mamma og pabbi
Gummi.
Elsku besta Vilborg okkar,
við elskum þig og það er erfitt
að kveðja þig.
Vilborg var frábær stóra syst-
ir og fyrirmynd en fyrst og
fremst góð manneskja og það
voru forréttindi að alast upp
með henni. Foreldrar okkar
teygðu barneignir yfir langt
tímabil en Vilborg var 11 ára
þegar Hlynur fæddist og 17 ára
þegar Hrund kom í heiminn.
Þetta olli oft smávægilegum mis-
skilningi en við systkinin köll-
uðum hana bæði mömmu fyrir
slysni oftar en einu sinni og oft-
ar en tvisvar, við misgóðar und-
irtektir hennar
Einna helst er okkur minn-
isstætt þegar Hlynur var
þriggja ára og kallaði Vilborgu,
14 ára gamla, óvart mömmu í
Melabúðinni og gömlu konunar
litu hornauga á hana fyrir að
eiga barn svona ung. Vilborgu
var ekki skemmt. Einnig þegar
Hrund var skírð í opinni messu
við Vesturbæjarkirkju hélt Vil-
borg á henni, 17 ára gömul, en
foreldrar okkar stóðu bak við
hana líkt og skírnarvottar.
Vilborg bjó yfir öllum þeim
kostum sem einkenna góðar
mæður en hún var hjartahlý,
ráðagóð og skemmtileg, því var
ekki skrýtið að við systkini
hennar skyldum líta á hana sem
móður fyrstu ár okkar ævi. Þeg-
ar Vilborg var laus undan því að
passa yngri systkini sín bauð
hún okkur reglulega yfir í spila-
kvöld með Hannesi og Rebba en
hún elskaði að spila alls konar
spil.
Vilborg var manneskja sem
maður gat alltaf leitað til með
hvað sem er og við litlu systkinin
hennar erum mjög þakklát fyrir
það en við værum ekki þær
manneskjur sem við erum í dag
ef það væri ekki fyrir Vilborgu.
Hún tók svo sannarlega mikinn
þátt í því að leiðbeina okkur í
gegnum lífið. Þrátt fyrir að hafa
þurft að berjast við krabbamein
síðasta eina og hálfa árið var Vil-
borg ennþá hjartahlýja og góða
systir okkar og gaf sér enn tíma
til að hlusta og leysa vandamál
okkar. Húmorinn var líka sjald-
an langt undan og þrátt fyrir
erfiða tíma var alltaf hægt að
hlæja og skemmta sér með
henni.
Elsku besta systir okkar,
þrátt fyrir að við þurfum að
kveðja þig núna lifir minning þín
áfram hjá okkur öllum og þú
verður ávallt í hjarta okkar.
Hlynur Rafn
Guðmundsson og
Hrund
Guðmundsdóttir.
Elsku Vilborg, tengdadóttir
mín, er látin langt fyrir aldur
fram frá tveimur dætrum sem
voru henni allt, elskandi eigin-
manni, stórfjölskyldu og vinum.
Hún háði harða baráttu við
krabbamein síðustu 15 mánuði,
þar sem persónueiginleikar
hennar komu skýrt fram. Hug-
ulsemi hennar í garð annarra og
innri styrkur kom sterklega
fram sem létti hennar nánustu
síðustu mánuðina.
Vilborg var þægileg í um-
gengni og hafði mjög góða nær-
veru og var næm á fólk.
Við áttum margar yndislegar
stundir saman þegar fjölskyldan
kom norður til okkar. Í samræð-
um og skoðanaskiptum sá hún
alltaf jákvæðu hliðarnar og kom
þeim á framfæri sem var svo
gott til eftirbreytni.
Hún var mjög mikil mamma,
lék við og söng með stelpunum
sínum og kenndi þeim lög og
texta. Það var mjög gaman og
gefandi að vera áheyrandi að
því.
Hún sjálf var mjög söngvin og
kunni þar vel til verka.
Megi eilífðar ljós á þig skína.
Kærleikur umlykja.
Og þitt innra ljós þér lýsa,
áfram þinn veg.
Ástvinum Vilborgar votta ég
mína dýpstu samúð.
Með kærleik og þakklæti kveð
ég tengdadóttur mína Vilborgu
Einarsdóttur.
Guðrún
Guðmundsdóttir.
Það var gleði- og tímamóta-
dagur 5. júlí árið 1984, þegar
Guðnýju og Einari fæddist dótt-
ir. Stúlkan var fyrsta barnabarn-
ið í okkar systkinahópi og var
skírð Vilborg í höfuð móður-
ömmu sinnar. Viku seinna fædd-
ist síðan annað barnabarn, Pét-
ur, þeim Guðrúnu, systur
Guðnýjar, og Benedikt. Frænd-
systkinin ólust upp í miklu sam-
neyti hvort við annað, fóru m.a. í
Rokkskóla Rokklingana, þar
sem Vilborg blómstraði í dansi
og söng og hún fylgdi frænda
sínum á fótboltamót vítt og
breitt um landið. Miklir kærleik-
ar voru með Vilborgu og Guð-
rúnu og kallaði hún Guðrúnu
alltaf frænku og sendi henni
jólapakka sem á stóð „til frænku
frá frænku“.
Vilborg var bráðgert barn og
talaði rétt og skýrt mjög
snemma. Ókunnugt fólk stoppaði
við þegar þessi litli engill með
fallega brosið og hvítu krullurn-
ar talaði eins og fullorðin mann-
eskja. Aumingja Pétur frændi
hennar, sem tók út eðlilegan
málþroska, átti erfitt með að
bera fram nafn frænku sinnar og
þurfti að sætta sig við að vera
leiðréttur af litla málfarsráðu-
nautinum frænku sinni. „Ég
heiti ekki Bígott, ég heiti Vil-
borg,“ sagði hún þegar frændi
hennar var að reyna að segja
nafnið hennar.
Þeir komu því snemma í ljós
hennar fallegu eiginleikar, um-
hyggjusemi í bland við ákveðni
og metnað. Fallega brosið henn-
ar og hvítu krullurnar bræddu
alla. Það var gott að vera í návist
hennar.
Þegar Vilborg var þriggja ára
eignaðist Pétur frændi hennar
lítinn bróður. Guðný og Einar
höfðu þá slitið samvistum og Vil-
borg hafði áhyggjur af því að
hún myndi ekki eignast systkini.
Hún ræddi þetta við mömmu
sína, sem sagði að fyrst þyrfti
hún að finna mann. „Getur ekki
önnur okkar fundið mann,“ sagði
sú stutta þá.
Guðný og Vilborg komu oft í
heimsókn vestur í bæ til Þór-
unnar systur Guðnýjar. Örlögin
höguðu því þannig að í sama
stigagangi bjó atorkumikill mað-
ur, Guðmundur Stefán, og það
reyndist vera maðurinn sem þær
mæðgur voru að leita að. Gummi
varð Vilborgu frábær faðir, um-
hyggjusamur, styðjandi og ráða-
góður. Hann hefur nú reyndar
verið ráðgjafi og reddari allrar
fjölskyldunnar. Síðast en ekki
síst lagði hann sitt af mörkum til
að Vilborg fengi systkini, þau
Hlyn og Hrund. Systkinasam-
band þeirra var ástríkt og fal-
legt.
Í háskólanum kynntist Vil-
borg ástinni sinni, honum Hann-
esi. Saman eiga þau tvær
dásamlegar stúlkur, Guðnýju
Heklu og Hugrúnu Svölu, sem
bera foreldrum sínum fagurt
vitni. Brosið og hvítu krullurnar
hafa systurnar fengið í arf frá
mömmu sinni.
Vilborg og Guðný voru tvær
einar lengi framan af og bjuggu
m.a. í Svíþjóð í tæp tvö ár. Þær
áttu sterkt og heilt mæðgnasam-
band og hefur verið aðdáunar-
vert að sjá hvernig stuðningur,
væntumþykja og ást þeirra hef-
ur verið akkeri í veikindum Vil-
borgar.
Elsku fjölskylda, missir ykkar
er mikill og óbærilegur, megi
minning elsku Vilborgar verða
ykkur styrkur. Pétur frændi
mun örugglega taka á móti Bí-
gott sinni og þau taka kannski
Rokklingasöng og -dans og
framburðaræfingar.
Vilmar og Elsa,
Guðrún og
Benedikt og
Þórunn og Páll.
Í fyrrahaust vorum við svo
lánsamar að kynnast Vilborgu í
Ljósinu. Þrátt fyrir að erfiðleik-
ar sem lífið lagði fyrir hafi leitt
okkur saman var alltaf stutt í
gleði, hlátur og hispursleysi í
hópnum – allt mikilvægir þættir
þegar svo krefjandi verkefni eru
fyrir höndum. Milli okkar mynd-
aðist dýrmæt vinátta og við
„ljósaperurnar“ hittumst reglu-
lega síðastliðinn vetur í Ljósinu
og Spírunni. Á stuttum tíma
eignuðumst við margar góðar
minningar. Við skemmtum okk-
ur oft svo vel á leirnámskeiði að
hlátrasköllin bárust um allt hús
svo forvitið fólk kíkti inn til að
athuga hvað væri svona fyndið.
Vilborg dundaði við fallega jóla-
sveina fyrir jól í gjafir og sagði
sögur af dætrum sínum. Yndis-
legar stundir sem gleymast
seint.
Vilborg mætti, sama hvað á
bjátaði, og var ótvírætt mesti
töffarinn í hópnum undir sinni
mildu nærveru og geislandi
brosi. Hún setti sterkan svip á
samveruna okkar og við munum
sakna hennar; þakklátar fyrir
samfylgdina þótt alltof stutt hafi
verið.
Við vottum dætrum hennar og
fjölskyldu innilega samúð.
Arna Ösp
Herdísardóttir,
Alma Sigrún
Sigurgeirsdóttir,
Sólveig
Þrastardóttir,
Hanna Björg
Margrétardóttir,
Svanhildur Ragna
Guðmundsdóttir.
Elsku besta Vilborg mín, það
er svo sárt að horfa á eftir þér
og söknuðurinn er mikill. Þú
varst einstök manneskja og vin-
kona, vildir öllum vel og hafðir
stórt hjarta sem rúmaði mikla
Vilborg
Einarsdóttir
Ástkær móðir og tengdamóðir,
ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR
söngkona,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
föstudaginn 12. ágúst.
Útför Þuríðar fer fram frá Dómkirkjunni
mánudaginn 29. ágúst klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á streyma.is.
Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat.
Fyrir hönd barnabarna, ættingja og annarra aðstandenda,
Kristín Arnardóttir Hermann Tönsberg
Guðmundur Páll Arnarson Guðrún Guðlaugsdóttir
Laufey Arnardóttir Björn Kristinsson
Elsku eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGURBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR,
Hlíðarhjalla 69, Kópavogi,
lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn
15. ágúst á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju
mánudaginn 29. ágúst klukkan 13.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæslunnar.
Sölvi Bragason
Oddbjörg Kristjánsdóttir Ægir Örn Símonarson
Rannveig Ósk Sölvadóttir
Stefán Kári Ægisson Sigurbjörg Ósk Ægisdóttir
Guðmundur Örn Ægisson
Elsku hjartans besti eiginmaður minn, faðir,
fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
GÍSLI SIGURJÓNSSON,
Mávahrauni 2,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 13. ágúst.
Útför hans fer fram frá Lindakirkju þriðjudaginn 23. ágúst
klukkan 13.
Jóhanna Halldóra Bjarnadóttir
Sæmundur Hreinn Gíslason Anna Lilja Sigurðardóttir
Sigurjón Már Birgisson
Regina H. Stridal
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ERLING ASPELUND,
Tómasarhaga 11, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 8. ágúst. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 24. ágúst
klukkan 15.
Þórey Aspelund
Kristín Aspelund Hákon Aspelund
Erling Aspelund Kristín Björnsdóttir
Karl Aspelund Brenda Aspelund
Thor Aspelund Arna Guðmundsdóttir
Guðrún Aspelund Gunnar Jakobsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdasonur og afi,
HARALDUR LOGI,
Mjósundi 10,
Hafnarfirði,
lést af slysförum á heimili sínu á Tenerife
6. febrúar. Minningarathöfn verður haldin á 50 ára afmælisdegi
hans í Lindakirkju þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 17.
Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir
Guðjón Logi Haraldsson
Salma Björk Önnudóttir
Ragnheiður K. Haraldsdóttir
Haraldur Logi Haraldsson
Björk Linnet Haraldsdóttir
Björk Linnet Haraldsdóttir
Kolbrún K. Jóhannsd. Sölvi Egilsson
Anna S. Árnadóttir
Flóki Hrafn Sævarsson