Morgunblaðið - 22.08.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022
Malbikstöðin ehf • 516 0500 • tilbod@malbikstodin.is • malbikstodin.is
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG Á EINA Í ÞINNI STÆRÐ, FRÚ MÍN
GÓÐ, EN ÞÚ ÞARFT LÍKA AÐ KAUPA
BORÐIÐ SEM FYLGIR MEÐ HENNI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sofa þétt upp við
hvort annað.
OG GUÐDÓMLEIKINN
KEMUR ÚT!
LÚTUR, FINNST ÞÉR ÉG AÐLAÐANDI? AUÐVITAÐ! MYNDI ÉG SYNGJA FYRIR
ÞIG ALLAR NÆTUR EF SVO VÆRI EKKI?
KAFFIÐ FER
INN…
ÞAÐ MUNAÐI ENGU AÐ BJÖRN ÞYRFTI AÐ
HÆTTA VIÐ BÓNORÐIÐ ÞAR SEM HANN
VAR KLOFINN Í AFSTÖÐU SINNI.
SYK
UR
Ó, HUNAN
G,
HUNANG
REG
NHL
ÍFA
R
hjónin Snorri Snorrason flugstjóri, f.
2.5. 1930, d. 21.1. 2012, og Nanna
Nagtglas Snorrason húsmóðir, f. 9.3.
1930, d. 11.9. 2013. Þau bjuggu í
Kópavogi og Garðabæ. Fyrri maki
Höddu Bjarkar var Karl G. Krist-
insson, f. 22.8. 1953, læknir.
Synir Höddu Bjarkar og Karls
eru: 1) Kári Steinn, f. 19.5. 1986,
fjármálastjóri. Maki: Aldís Arnar-
dóttir f. 2.8. 1987, sviðsstjóri. Synir
þeirra eru Arnaldur, f. 30.11. 2018,
og Eysteinn Ari, f. 22.2. 2020; 2)
Gísli Hrafn, f. 16.9. 1989, slökkviliðs-
og sjúkraflutningamaður. Maki:
Andrea Lilja Ottósdóttir, f. 15.5.
1990, sérfræðingur á mannauðssviði.
Börn þeirra eru Elín Björk, f. 15.7.
2017, og Logi Hrafn, f. 2.6. 2021; 3)
Hjalti Sigurður, f. 9.4. 1993, B.Sc. í
sálfræði. Maki: Inga Brá Ólafs-
dóttir, f. 26.4. 1993, flugmaður. Dótt-
ir þeirra er Bríet Lena, f. 14.7. 2021.
Sonur Höddu Bjarkar og Hauks er
Sigurður Snorri, f. 18.5. 2004,
menntaskólanemi. Stjúpdóttir
Höddu Bjarkar er Anna Kristín
Karlsdóttir, f. 5.7. 1980, arkitekt.
Maki: Jan Dobrowolski arkitekt.
Dóttir þeirra er Lína Björk, f. 30.8.
2016.
Systur Höddu Bjarkar eru Anna
Fjóla Gísladóttir, f. 7.12. 1960, ljós-
myndari; Elfa Lilja Gísladóttir, f.
28.4. 1964, tónlistarkennari; Edda
Sólveig Gísladóttir, f. 20.8. 1974, við-
skiptafræðingur.
Foreldrar Höddu Bjarkar eru
hjónin Gísli B. Björnsson, grafískur
hönnuður, f. 23.6. 1938, og Lena
Margrét Rist, kennari og náms-
ráðgjafi, f. 12.12. 1939. Þau bjuggu í
Þýskalandi á námsárum sínum en
hafa síðan búið í Reykjavík.
Hadda Björk
Gísladóttir
Baldvin Björnsson
gullsmiður og listmálari í Berlín,
Vestmannaeyjum og Reykjavík
Martha Clara Bemme Björnsson
veitingakona og húsmóðir í Berlín,
Vestmannaeyjum og Reykjavík
Harald St. Björnsson
verslunarmaður og framkvæmdastjóri í Reykjavík
Fjóla Þorsteinsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Gísli Baldvin Björnsson
teiknari í Reykjavík
Þorsteinn Jónsson
útgerðarmaður og skipstjóri
í Vestmannaeyjum
Elínborg Gísladóttir
húsmóðir í Vestmannaeyjum
Joseph Ruckert
vagnasmiður í Mannheim
Magdalena Herzberger Ruckert
húsmóðir í Mannheim
Hans Ruckert
vélvirki í Mannheim, Þýskalandi
Anna Lárusdóttir Rist
verkakona og húsmóðir á Akureyri
Margrét Sigurjónsdóttir
húsmóðir á Akureyri
Lárus Jóhannsson Rist
íþrótta- og sundkennari á Akureyri og í Hveragerði
Ætt Höddu Bjarkar Gísladóttur
Lena Margrét Rist
kennari og námsráðgjafi í Reykjavík
Í aðfaraorðum bókarinnar „Limr-
ur“ eftir Kristján Karlsson
skrifaði ég: „Ég nefni hér til sög-
unnar limru, sem ég naut ekki til
fulls, fyrr en ég áttaði mig á, að
hana verður að bera fram á upp á
eyfirsku, segja saggði fyrir sagði
og braggði fyrir bragði eða:
Allt sem William Shakespeare saggði,
það saggði hann óðara að braggði.
Ef hann saggði ekki orð,
sem lá alltaf við borð,
var ástæðan sú að hann þaggði.“
Með lausn Helga R. Einarssonar
á gátunni á laugardag komu tvær
limrur tengdar gosinu:
Bannað innan 12 ára
Fróðleiksþyrstur fór
til fjalla, lítill, mjór,
en það vissi’ ei
þetta grey
hann þyrfti að vera stór.
Vitkast sá er sér
það sem að fyrir ber.
Þótt einn sé mjór
(og máski’ ei stór)
oft mikils vísir er.
Ágústnótt eftir Ingólf Ómar:
Aftanblærinn andar rótt
anga grös í moldu.
Meðan læðist hægt og hljótt
húmið yfir foldu.
Glóey fléttar geislaband
glampi skýja hrífur.
Nóttin mild um lög og land
létt á vængjum svífur.
Kyrrðin vefur höndum hljóð
heiðar strönd og voga.
Skýin ofin skarlatsglóð
skreyta himinboga.
Limra eftir Jóhann S. Hannesson:
Það er furðulegt ástand í Ankara.
Þar er allt fullt með vestfirska sankara.
Þeir kaupa upp allt
sem er yfirleitt falt,
jafnvel antíka gólfteppabankara.
Anton Helgi Jónsson yrkir á
Boðnarmiði „Tekjuvísu dagsins“:
Við mér blasir veröld fín
veisluborðið hlaðið.
Áfjáð gleypir öfund mín
í sig tekjublaðið.
Heilræði 13 eftir Ármann Þor-
grímsson:
Ef að þornar orku lind
ekkert við það hikið
fáið ykkur göngugrind
það gagnast flestum mikið.
Þórhallur Og Berta yrkja:
Upp úr jörðu eldur gýs
inni í fjallasölum.
Og nú svífur eiturský
yfir Meradölum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Upp á eyfirsku