Morgunblaðið - 22.08.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
KAFFIVÉLAR SEM HENTA ÞÍNUM REKSTRI
GOTT KAFFI KÆTIR
Bravilor TH
Frábær uppáhellingarvél
með vatnstanki.
Bravilor THa
Frábær uppáhellingarvél
með vatnstengi.
Bravilor Sprso
Handhæg og öflug baunavél
sem hentar smærri fyrirtækjum.
Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Saga berklanna á Íslandi og bar-
áttan við þá má ekki gleymast. Þó
greini ég að sársaukinn er enn mik-
ill, svo þungbær voru áhrif þessara
veikinda í samfélaginu öllu. Þúsund-
ir fólks létust af völdum berkla og
þau sem lifðu af náðu mörg hver
aldrei fyrri styrk aftur,“ segir
María Pálsdóttir, sem á Kristnesi í
Eyjafjarðarsveit starfrækir Hælið –
setur um sögu berklanna. Þangað
hafa margir lagt leið sína í sumar til
þess að skoða þar sögusýningu um
berkla á Íslandi; hvíta dauðann sem
svo var oft nefndur.
5.900 manns létust
úr berklum á Íslandi
Sýningin að Kristnesi er í húsi
þar sem áður var aðsetur starfs-
fólks sjúkrahússins, sem reist var á
staðnum um 1930 gagngert fyrir
meðferð berklasjúkra. Þangað
komu gjarnan sjúklingar af Norður-
og Austurlandi, en raunar víðar að.
Þannig náðist góður árangur á
sjúkrahúsinu við Akureyri við
höggningu sjúkra. Með því voru rif-
bein, þrjú til níu, fjarlægð úr sjúk-
lingnum þannig að brjóstkassi féll
saman og berklasárið náði að gróa.
Sjúklingar af öllu landinu komu til
slíkra aðgerða fyrir norðan og fóru í
framhaldinu að Kristnesi til að
jafna sig aðeins áður en þeir fóru
aftur á Vífilsstaði eða annað.
Berklar eru, þegar allt kemur til
alls, ekki svo ólíkir kórónuveirunni.
Sjúkdómurinn berst milli fólks um
öndunarfæri og um líkamann með
blóðrás. Berklasýklar geta, segir á
Vísindavefnum, tekið sér bólfestu í
nýrum, beinum og miðtaugakerfi,
en einkum í lungum. Frá veiku fólki
berast sýklarnir út í andrúmsloftið
og hætta á smiti eykst eftir því sem
samskipti fólks eru nánari.
Góð loftræsting og almennar
kurteisisvenjur, svo sem þrif og að
halda fyrir munninn þegar hóstað
er, draga jafnan úr smithættu.
Stærstan hluta 20. aldar voru berkl-
ar mjög skæður sjúkdómur, sem
loks tókst að vinna bug á. Almennt
hreinlæti og góð sýklalyf höfðu þar
afgerandi áhrif. Um 1980 var því
lýst yfir að berklar á Íslandi væru
úr sögunni; þá að því gefnu að á
árunum 1911 til 1970 létust hér á
landi 5.900 manns úr berklum.
Legið í þagnargildi
María Pálsdóttir, þjóðþekkt leik-
kona, er frá Reykhúsum í Eyja-
fjarðarsveit sem eru á hlaðinu við
Kristnes. Hún segist lítið hafa vitað
um berklana í uppvextinum annað
en að sjúklingar hafi legið á sjúkra-
húsi á Kristnesi. Ekkert velt þessu
mikið fyrir sér. Þó ekki fundist ann-
að koma til greina en að tengjast
sögu berklanna þegar hugmyndin
um að færa líf í niðurnídd starfs-
mannahúsin kviknaði. Sýningin
Hvíti dauði var opnuð fyrir þremur
árum, en kaffihúsið sem er á sama
stað ári fyrr.
„Berklarnir voru mjög skæðir
hér fyrir norðan. Eins veit ég að
hingað komu margir sjúklingar til
dæmis frá Vopnafirði og af Langa-
nesi. Sögur af þjáningum þessa
fólks hafa lifað í fjölskyldum við-
komandi. Margir hafa því komið í
eins konar pílagrímsferðir hingað til
að sjá hvar amma eða afi dvöldu eða
jafnvel dóu,“ segir María. Hún
kveðst hafa orðið þess vör að sjúk-
dómurinn hafi gjarnan legið í þagn-
argildi. Eðlilega óttaðist fólk smit
og bannaði börnum sínum að koma
nálægt berklaheimilum. Þá fékk
fólk sem glímt hafði við berkla síður
vinnu en aðrir, var jafnvel gert að
hætta námi og átti erfitt með að fá
leigt húsnæði.
Viðbót við mikla sögu
Einn þeirra sjúklinga sem dvöld-
ust á Kristnesi var Svanhildur
Ólafsdóttir Hjartar, móðir Ólafs
Ragnars Grímssonar, fyrrverandi
forseta Íslands. Við opnun Hælisins
sumarið 2019 var Ólafur Ragnar
meðal gesta. Sjálfur hefur hann
sagt frá móður sinni og veikindum
hennar sem réðu því að hún var
árum saman frá manni sínum og
ungum syni. Nú er reyndar svo
komið að í haust verður á Hælinu
opnuð sérstök Svanhildarstofa sem
er viðbót við þá miklu sögu sem
annars er sögð á Hælinu. Ævi og
örlög Svanhildar verða þar útgangs-
punktur á sýningu sem hefur að
öðru leyti víða skírskotun. Formleg
opnun stofunnar verður í október –
og verður Ólafur Ragnar þar við-
staddur. Opið er daglega á Hælinu
fram til morgundagsins, 23. ágúst,
en þaðan í frá aðeins um helgar
milli kl. 14 og 17.
Svanhildarstofa opnuð senn
- Hvíti dauðinn á Kristnesi - Berklum
svipar til Covid - Sársaukinn er mikill
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hælið Baráttan við berklana má ekki gleymast, segir María Pálsdóttir, klædd sem hjúkrunarkona á sögusetrinu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kristnes Reisulegar byggingar reistar um 1930. Eftir berkla fékk staðurinn hlutverk sem endurhæfingarstofnun.
Tekjur af erlendum ferðamönnum á
öðrum fjórðungi ársins námu tæp-
lega 115 milljörðum króna en voru
29,6 milljarðar á öðrum ársfjórð-
ungi 2021, samkvæmt útreikningum
Hagstofu Íslands.
Á tólf mánaða tímabili frá júlí
2021 til júní 2022 voru tekjur af er-
lendum ferðamönnum 332 millj-
arðar króna samanborið við tæplega
79 milljarða fyrir sama tímabil ári
fyrr.
Fram kemur í skammtímavísum
ferðaþjónustu í ágúst að fjöldi starf-
andi samkvæmt skrám í einkenn-
andi greinum ferðaþjónustu á Ís-
landi var 29.067 í maí sl. sem er
62% aukning frá maí 2021. Á tólf
mánaða tímabili frá júní 2021 til maí
2022 starfaði að jafnaði 24.701 í ein-
kennandi greinum ferðaþjónustu en
17.440 sama tímabil árið áður.
Gistinætur á hótelum í júní voru
rúmlega 496 þúsund en höfðu verið
tæplega 191 þúsund í júní 2021.
Gistinætur Íslendinga voru 91.388 í
maí, eða 9% fleiri en í júní 2021, og
gistinætur erlendra gesta 404.962
en voru um 107 þúsund í júní í
fyrra.
Morgunblaðið/Eggert
Umskipti Mikil umskipti hafa orðið í ferðaþjónustunni á þessu ári sam-
anborið við síðasta ár, bæði hafa tekjur aukist og störfum fjölgað.
Tekjur margfaldast
- Umsvif í ferðaþjónustu hafa aukist
mikið á þessu ári miðað við 2021