Morgunblaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022
✝
Guðbjörg Sig-
fúsdóttir fædd-
ist á Seyðisfirði 11.
desember 1949.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 15. ágúst
2022.
Hún var dóttir
hjónanna Elínar
Ragnhildar Þor-
geirsdóttur, hús-
móður og verka-
konu, f. 1928, d. 2017, og
Sigfúsar Einarssonar, sjó-
manns, f. 1917, d. 1985. Systur
Guðbjargar voru: Elín Krist-
jana, f. 16.5. 1951, Birna, f. 1.5.
1959, og Guðný Inga, f. 30.12.
1967.
Árið 1975 giftist Guðbjörg
Einari Kristjánssyni, f. 15.12.
1950, d. 2.11. 2012, frá Patreks-
firði og saman eignuðust þau
Kristján Sigfús, f. 30.6. 1979, en
fyrir átti hún Lilju Ragnhildi, f.
10.12. 1973. Maki Lilju er Davíð
Másson, f. 28.5. 1968, og saman
eiga þau Styrkár
Jökul, f. 11.6. 2003.
Maki Kristjáns er
Guðrún Lilja Krist-
mundsdóttir, f.
16.11. 1983, og
börn þeirra eru
Kristín Lilja, f. 2.7.
2016, og Einar Ax-
el, f. 13.1. 2021.
Guðbjörg og Einar
skildu. Seinni mað-
ur hennar var
Eiríkur Þormóðsson, f. 27.4.
1943, þau bjuggu saman í
Garðabæ.
Guðbjörg ólst upp á Neskaup-
stað og þegar hefðbundinni
skólagöngu lauk fór hún í hús-
mæðraskólann að Laugum, var
síðan eitt ár í Þórshöfn í Fær-
eyjum en flutti síðan til Reykja-
víkur og lærði sjúkraliðun. Hún
vann við það alla sína starfsævi,
lengst af á Reykjalundi.
Útför hennar fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag,
30. ágúst 2022, kl. 15.
Á fallegum haustdegi í ágúst
var höggvið stórt skarð í fjölskyld-
una okkar og kveðjum við í dag
yndislega konu sem skapaði með
okkur fjölmargar minningar er
skilja eftir gleði í hjarta.
Guðbjörg átti einstakt sam-
band við barnabörnin sín og hvað
við erum þakklát fyrir að hún hafi
búið yfir þessum sterka lífsvilja og
háð lokabaráttuna af miklum
styrk svo við fengum að njóta
samvista með henni lengur en á
horfðist í fyrstu.
Hún var ákveðin og sterk kona,
ávallt umhugað um hvernig við
hefðum það, hvort eitthvað vant-
aði fyrir börnin, fyrir heimilið.
Hún hafði auk þess sterkar skoð-
anir á því hvað var valið enda var
hún sérstaklega vel til höfð og átti
einstakt lag með að búa til fallegt
heimili.
Við kveðjum þig með söknuði
elsku Guðbjörg, mamma, tengdó,
amma Bubba en minningin um
þig mun að eilífu lifa í hjörtum
okkar.
Ó, undur lífs,
er á um skeið að auðnast þeim,
sem dauðans beið –
að finna gróa gras við il
og gleði’ í hjarta vera til.
Hve björt og óvænt skuggaskil!
(Þorsteinn Valdimarsson)
Kristján, Guðrún,
Kristín Lilja og Einar Axel.
Þetta byrjaði allt í heimahög-
unum eystra. Guðbjörg var á
fimmta ári en ég orðin þriggja
þegar við hittumst fyrst. Hún var
eldri systir Kristjönu stórvinkonu
minnar og jafnöldru. Við lékum
okkur oft allar saman. Stutt
brekkan á milli húsanna var engin
hindrun þótt grýtt væri enda
gagnvegir ávallt til góðra vina,
þessa góða fólks sem ég hef átt að
allt lífið. Svo leið tíminn, bernsku-
árunum eystra lauk, við tók skóla-
ganga og vinna í nýju umhverfi,
nýtt líf, nýir vinir. Við Guðbjörg
héldum samt alltaf hlýju og góðu
sambandi. Nú er tæplega sjötíu
ára samfylgd á enda.
Hér syðra stofnaði Guðbjörg
heimili og eignaðist börnin sín.
Hún var þeim hlý og skilningsrík
móðir. Og svo komu barnabörnin,
ömmu til mikillar gleði. Hún var
sjúkraliði og vann á umönnunar-
stofnunum allt sitt líf. Þar nutu
eiginleikar hennar sín vel, hlýja,
natni, nákvæmni og góður mann-
skilningur. Henni þótti vænt um
börnin sín og fjölskyldur þeirra,
um fólkið sitt, um vini sína. Það
var gott að eiga Guðbjörgu að. Það
munaði nefnilega um hana.
Guðbjörg var lágvaxin og
grönn vexti, björt yfirlitum. Hún
var fríð kona, fallega eygð og
brosið svo hlýtt. Hún var glað-
sinna, ákaflega háttvís í allri fram-
göngu, gekk hljótt um dyr, var af-
skiptalítil en um leið glögg á menn
og málefni.
Guðbjörg glímdi alla ævi við
nokkurt heilsuleysi. Hún var
ávallt róleg og yfirveguð og æðru-
laus tókst hún á við alvarleg veik-
indi síðustu ára. En hún naut
stuðnings sinna, umvafin kær-
leika. Þau Eiríkur nutu lífsins eftir
bestu getu rétt eins og áður,
glöddust með góðum vinum, ferð-
uðust og nutu útivistar. Saman
áttu þau einstaklega góða og ham-
ingjuríka vegferð sem allt of
snemma er lokið.
Öllum þeim sem nú eiga um
sárt að binda votta ég einlæga
samúð mína.
Sé hún Bubba mín kært kvödd,
Margrét Jónsdóttir.
Nú hefur elsku Guðbjörg okkar
lokið sinni jarðvist. Sterk kona er
gengin.
Fyrstu kynni okkar voru fyrir
um áratug þegar sonur hennar og
dóttir mín fóru að vera saman.
Seinna glöddumst við yfir fyrsta
barnabarni mínu og öðru hennar.
Mikil var gleði okkar yfir litlu
Kristínu Lilju sem nú er orðin sex
ára. Guðbjörg var alltaf boðin og
búin að passa og leyfa dömunni að
sofa hjá sér. Seinna kom Einar
Axel, elsku kúturinn, og jók enn á
gleði okkar.
Við Guðbjörg unnum báðar í
heilbrigðiskerfinu svo þar höfðum
við einnig sameiginlegan snerti-
flöt. Guðbjörg var nett kona alltaf
óaðfinnanlega klædd. Glæsileg að
öllu leyti. Örlát á sjálfa sig. Gjaf-
mild. Vildi allt fyrir alla gera. Allt-
af tilbúin að hjálpa.
Guðbjörg átti yndislegt sam-
band við systur sínar, þær voru
duglegar að ferðast saman og
njóta samvista, missir þeirra er
mikill.
Elsku Eiríkur. Kristján, Guð-
rún Lilja, Lilja, Davíð og yndis-
legu börnin ykkar, við Kiddi vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð og
þökkum um leið fyrir Guðbjörgu
og hennar elsku.
Fegraðu umhverfi þitt með gjöfum
Stráðu fræjum kærleika og umhyggju.
Og þín verður minnst sem þess sem
elskaði,
þess sem bar raunverulega umhyggju
fyrir fólki.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Kristín Axelsdóttir.
Reykjalundur liggur á milli fal-
legu fellanna í Mosfellsbæ, í skjóli
Reykjafells með útsýni yfir bæ og
borg. Þar er morgunroðinn hlýr
og sólarlagið í vestrinu seiðandi. Á
þessum fallega stað kynntist ég
Guðbjörgu Sigfúsdóttur sjúkra-
liða, þegar ég hóf þar störf 1987
Hún var einn af mínum fyrstu
vaktfélögum og ég minnist þess
þegar hún kynnti mig fyrir hús-
inu, eins og það var kallað, kenndi
mér að þekkja alla inngangana,
sundlaugina, sjúkraþjálfunina og
aðra starfsemi sem þá var á
Reykjalundi.
Ég man hvað hennar fræðslu-
þáttur var skilmerkilegur og auð-
skilinn. Hún lagði áherslu á það
sem nausynlegt var að vita en
sagði um önnur atriði, þetta kem-
ur svo smátt og smátt og þannig
var það auðvitað.
Þessi mynd af mínum fyrstu
kynnum af Guðbjörgu rifjaðist
upp þegar ég frétti andlát hennar
15. águst síðastliðinn. Guðbjörg
var mannkostakona, hún var hlý
og ljúf í allri framgöngu, afar at-
hugul í starfi og nákvæm í vinnu-
brögðum. Hún var hógvær í um-
ræðu og orðvör stutt í brosið og
húmorinn aldrei langt undan.
Guðbjörg var afar stolt af systrum
sínum, talaði fallega um þær allar
og fjölskyldur þeirra. Eftir skilnað
við Einar, fyrrum eiginmann sinn,
sá hún að mestu um börnin sín tvö,
Lilju og Kristján. Hún sýndi mikla
elju og dugnað þrátt fyrir að glíma
sjálf við bæði sykursýki og sjálfs-
ónæmissjúkdóm.
Árið 2000 urðu ánægjulegar
breytingar á högum Guðbjargar,
þá hóf hún sambúð með Eiríki
Þormóðssyni cand mag. Var það
mikið gæfuspor þeirra beggja. Ei-
ríkur er göngufélagi minn í
gönguhópnum Snægörpum og þar
með var Guðbjörg komin í Snæg-
arpana og hefur verið góður félagi
og gleðigjafi allar götur síðan.
Síðustu ár hefur Guðbjörg stað-
ið í baráttu við illvígan sjúkdóm og
það hefur verið aðdáunarvert að
fylgjast með henni takast á við
þennan vágest af æðruleysi og
nýta hverja stund sem gafst milli
erfiðra lyfjagjafa til að lifa lífinu.
Þá var hún stór og sterk þó svo
ekki hafi hún verið há í loftinu.
En nú hefur hún boðið góða
nótt og er horfin yfir móðuna
miklu, sárt saknað af Snægörpum
og öðru samferðafólki.
Innan skamms eigum vér
öll sem að lifum hér
eftir að falla frá
feðrum að leggjast hjá
blunda í bleikum hjúp
bakvið vort grafardjúp
upphafs og endastund
eiga þar næturfund.
(VG)
Kæra fjölskylda. Eiríkur, Lilja,
Kristján, systur og aðrir aðstand-
endur, við Albert sendum ykkur
öllum innilegar samúðarkveðjur.
Ragna Valdimarsdóttir.
Í dag kveðjum við Guðbjörgu
vinkonu okkar og skólasystur frá
Húsmæðraskólanum á Laugum.
Þegar skólanum lauk hélt vin-
skapurinn áfram og stofnuðum við
sem bjuggum á höfuðborgarsvæð-
inu saumaklúbb sem lifir enn þann
dag í dag eftir rúmlega 55 ár.
Guðbjörg var mikil húsmóðir,
allt sem hún tók sér fyrir hendur
gerði hún vel og bar heimili henn-
ar þess glöggt vitni. Hún var mikil
fjölskyldumanneskja og var mjög
stolt af hópnum sínum, alltaf boðin
og búin að aðstoða við barnabörn-
in þegar hún gat.
Æðruleysi hennar og jákvæðni
í baráttu sinni við illvígan sjúkdóm
sem herjaði á hana síðustu árin
eru aðdáunarverð.
Við fráfall Guðbjargar er stórt
skarð höggvið í okkar hóp og verð-
ur hennar sárt saknað.
Elsku Eiríkur, Lilja, Kristján
og fjölskyldur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hennar.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höfundur ókunnur)
Kveðja frá saumaklúbbnum,
Björk, Sigríður, Esther,
Elsa, Grímhildur,
Hugrún og Aðalheiður.
Í dag verður útför mágkonu
minnar Guðbjargar Sigfúsdóttur.
Langri baráttu við illvígan sjúk-
dóm er lokið.
Bubba, eins og hún var ávallt
kölluð, tók örlögum sínum af
æðruleysi, barðist, en varð að lok-
um að lúta í lægra haldi. Aldrei
heyrðist hún kvarta. Nánast alla
ævi glímdi hún við sjúkdóma. Ung
að árum varð hún fyrir áföllum en
bugaðist ekki. Hún lærði til
sjúkraliða og starfaði við umönn-
un sjúkra, lengst af á Reykjalundi.
Hún kynntist ágætum manni,
Einari Kristjánssyni trésmið, og
þau gengu í hjónaband 1975. Þau
bjuggu allan sinn búskap í Mos-
fellsbæ og þar ólu þau upp sín tvö
börn. Einar kenndi sjúkleika sem
ágerðist með árunum og svo fór að
þau slitu samvistir eftir 20 ára
sambúð. Bubba hélt ótrauð áfram.
Hún og kona mín, Elín Krist-
jana, voru alla tíð mjög samrýndar
systur enda skildi aðeins eitt og
hálft ár þær að í aldri.
Samband okkar hjóna við
Bubbu var alltaf mjög náið. Þegar
við dvöldum erlendis um árabil þá
var það Bubba sem annaðist um
okkar mál hér heima. Allt var gert
af nákvæmni og samviskusemi
sem henni var eiginleg.
Á næstu árum var hún mikið
með okkur svo að segja má að ég
hafi átt tvær konur á þessum
tíma! Bubba, sem alltaf hafði verið
frekar hægfara, fór að ganga á
fjöll og breyttist á nokkrum árum
í göngugarp. Við ferðuðumst tals-
vert mikið saman til útlanda og
nutu þær systur þess vel.
Um 2000 kynntist hún seinni
manni sínum, Eiríki Þormóðssyni
íslenskufræðingi. Þau gengu í
hjónaband 2002. Þá hófst ný kafli í
lífi Bubbu. Eiríkur var mjög virk-
ur í ýmsum félagsskap. Tók mik-
inn þátt í starfsemi Ferðafélags
Íslands og ýmissa útivistarhópa.
Á næstu árum var mikið ferðast
bæði innanlands og erlendis.
Þessari þátttöku fylgdi góður fé-
lagsskapur sem þau tóku fullan
þátt í. Bubba bar aldrei sína erf-
iðleika á torg og aldrei vantaði
hana vinnu. Hún var ekki líkam-
lega sterk en bætti það upp með
andlegum styrk og úthaldi.
Fyrir þremur og hálfu ári
greindist hún með illkynja sjúk-
dóm. Frá upphafi var ljóst að hann
varð ekki læknaður. Við tóku
lyfjameðferðir sem reyndu á, ekki
síst vegna þess að við fleiri sjúk-
dóma varð að glíma samtímis. Öllu
tók hún af rósemi og verkefni sem
varð að vinna.
Á milli átti hún þó góða tíma og
náði að ferðast til útlanda. Hún
sinnti barnabörnunum vel og mat
mikils að eiga þennan tíma með
þeim. Segja má að hún hafi nýtt
tímann vel. Í vor fór að halla und-
an fæti. Hún þurfti að dvelja lang-
dvölum á sjúkrahúsi. Milli sjúkra-
húslega dreif hún sig þó í ferð til
Akureyrar. Það var þó meira af
vilja en mætti.
Síðustu dagana sem hún lifði
naut hún þess að eiga góða fjöl-
skyldu, eiginmann, börn og syst-
ur. Hún vissi að það var komið að
leiðarlokum en var sátt. Hún
sýndi vel þann andlega styrk sem
hún bjó yfir og ekki er öllum gef-
inn. Hún var í alla staði til fyr-
irmyndar.
Ég kveð nú mína kæru mág-
konu með söknuði og þakklæti
fyrir langa samfylgd. Fjölskyldu
hennar votta ég dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Guðbjargar
Sigfúsdóttur.
Gizur Gottskálksson.
Guðbjörg
Sigfúsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
stjúpmóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR STEPHENSEN PÁLSDÓTTIR,
fv. bankastarfsmaður,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítala
Fossvogi mánudaginn 18. júlí.
Jarðsungið verður frá Áskirkju
fimmtudaginn 1. september klukkan 13.
Páll Ægir Pétursson
Kristín Pétursdóttir Helgi Þór Jónasson
Hannes Sigurður Pétursson Helena Ragnhildur Káradóttir
Pétur Valgarð Pétursson Friðborg Jónsdóttir
Guðbergur Pétursson Hjördís Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INGIBERG MAGNÚSSON,
myndlistarmaður og kennari,
lést miðvikudaginn 24. ágúst á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 5. september
klukkan 13.
Guðrún Gísladóttir
Vésteinn Ingibergsson Salóme Rúnarsdóttir
Ólafur Ingibergsson Valgerður Óskarsdóttir
Magnús Gísli Ingibergsson Erla Soffía Jóhannesdóttir
Sævar, Stefán Ingi, Emma, Júlía,
Þórbergur Ari, Urður Lóa og María
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
AÐALSTEINN GRÍMSSON,
Eilífsdal
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi hinn 26. ágúst. Útför fer fram frá
Guðríðarkirkju mánudaginn 5. september klukkan 13 en jarðsett
verður í Reynivallakirkjugarði að útför lokinni.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Hulda Þorsteinsdóttir
Erla Aðalsteinsdóttir Ólafur Þór Júlíusson
Lilja Aðalsteinsdóttir Þór Hauksson
Heiða Aðalsteinsdóttir Guðmundur Ingi Þorvaldsson
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi
INGVAR GÍSLASON
fyrrverandi alþingismaður og ráðherra,
sem lést miðvikudaginn 17. ágúst verður
jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík
miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 13.
Fanny Ingvarsdóttir
Erlingur Páll Ingvarsson Alda Sigmundsdóttir
Gísli Ingvarsson Ásthildur Magnúsdóttir
Sigríður Ingvarsdóttir
Auður Inga Ingvarsdóttir Ingólfur Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku Vilborg
systir mín, þú ert
dáin og Steinn afi
hefur tekið á móti
þér. Ég veit að ég á
eftir að sakna þín mikið, þú varst
alltaf svo yfirveguð og góð við
mig. Ég man svo vel þegar við
fórum saman til Ameríku að
heimsækja pabba og Lenu. Ég
Vilborg
Einarsdóttir
✝
Vilborg Ein-
arsdóttir fædd-
ist 5. júlí 1984. Hún
lést 13. ágúst 2022.
Útför Vilborgar
fór fram 22. ágúst
2022.
man hvað það var
gaman þegar við
fórum í sund á Sel-
tjarnarnesi og þeg-
ar við vorum að
baka súkkulaðibita-
kökur. Það var alltaf
svo gaman þegar ég
hitti þig, Hannes og
stelpurnar þínar.
Það eru mjög marg-
ir sorgmæddir yfir
andláti þínu en um
leið glaðir yfir að hafa þekkt þig.
Elsku Hannes, Guðný Hekla
og Hugrún Svala, ég samhrygg-
ist ykkur innilega.
María Dröfn.