Morgunblaðið - 30.08.2022, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Félagsheimilið hefur reynst íbúun-
um vel. Það er grundvöllur fyrir
starfsemi félaganna í sveitunum,
ungmennafélags, kvenfélags, leik-
deildar og björgunarsveitar,“ segir
Brynjólfur Guðmundsson í Hlöðu-
túni, formaður hússtjórnar félags-
heimilisins Þinghamars á Varma-
landi í Borgarfirði.
Húsið var lengi í byggingu vegna
þess að aðeins var unnið fyrir fjár-
magn sem var til og oft urðu tafir á
að það fengist. Það var þó smám
saman tekið í notkun frá árinu
1982. Þess vegna fannst aldrei tími
til að vígja bygginguna eða taka
hana formlega í notkun.
Vinsæll húsvörður, Guðmundur
Finnsson, er nú að láta af störfum
eftir 40 ára starf. Liðin eru 40 ár
frá því starfsemi hófst í félagsheim-
ilinu og 50 ár frá því bygging þess
hófst. Af þessu tilefni var haldið
samsæti í Þinghamri sem fjöldi
íbúa sveitanna og gestir sóttu.
Hússtjórnin og menningarfélögin
sem mest nota félagsheimilið heiðr-
uðu Guðmund og þá menn sem
mest stóðu fyrir byggingunni, þá
Jón Þór Jónasson sem var formað-
ur byggingarnefndar allan tímann
og Pétur Oddsson yfirsmið. Einnig
var höfundi að heiti hússins, Þor-
valdi Jónssyni, veitt viðurkenning
þótt langt sé liðið frá því nafnið var
ákveðið. Þá var drifið í því að
merkja húsið. Var þessi athöfn því
eins konar síðbúin vígsluathöfn.
Þörf á stórum sal
Áður en kom að byggingu Þing-
hamars höfðu umræður staðið lengi
um byggingu félagsheimilis á
Varmalandi fyrir Stafholtstungur
eða stærra svæði. Samkomulag
náðist um að íþróttahús fyrir nem-
endur barnaskólans og húsmæðra-
skólans yrði hluti af félagsheim-
ilisbyggingu fjögurra hreppa,
Norðurárdals, Þverárhlíðar, Hvít-
ársíðu og Stafholtstungna. Hófust
framkvæmdir á árinu 1972. Brynj-
ólfur segir það ekki að ástæðulausu
að lengi hafi verið búið að ræða
byggingu félagsheimilis. Þörfin hafi
verið fyrir hendi. Þinghamar tók
við af litlum samkomustöðum sveit-
anna.
„Ég dáist að því að þeir menn
sem stóðu fyrir þessari framkvæmd
skyldu koma upp þessari miklu
byggingu, “ segir Brynjólfur. Hann
segir að húsið taki stærri viðburði
og sé það eina á þessum slóðum
sem það geri, fyrir utan Reykholts-
kirkju. Það komi sér vel þegar
haldin eru þorrablót og aðrar
stærri samkomur. Einnig nýti
grunnskólinn salinn fyrir skólaslit
og skólasetningu, auk íþrótta-
kennslu. Baðhús fyrir sundlaugina
á Varmalandi er hluti af bygging-
unni sem og slökkvistöð sem björg-
unarsveitin Heiðar nýtir nú sem
tækjageymslu.
Húsið „vígt“ 40 árum eftir byggingu
Heiðrun Pétur Oddsson yfirsmiður, Jón Þór Jónasson formaður byggingarnefndar og Þorvaldur Jónsson höfundur
nafnsins voru heiðraðir á samkomu sem efnt var til í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því framkvæmdir hófust.
Þakkir Guðmundur Finnsson tók við blómvendi úr hendi Brynjólfs Guð-
mundssonar í þakklætisskyni fyrir gott starf sem húsvörður í 40 ár.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Undir Hnúknum Félagsheimilið Þinghamar og sundlaugin á Varmalandi standa undir Hverahnúk.
- Frumherjar í byggingu og rekstri fé-
lagsheimilisins Þinghamars heiðraðir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vesturbyggð er að skipuleggja nýja
íbúðarbyggð í landi Hóls í Bíldudal,
skammt frá innkomunni í þorpið.
Þar verður hægt að byggja 56 íbúð-
ir í einbýlis-, par- og raðhúsum og
einu fjölbýlishúsi.
Mikill uppgangur hefur verið í at-
vinnulífinu á Bíldudal með upp-
byggingu kalkþörungaverksmiðju
og laxeldis. Hefur staðan gjörbreyst
frá því sem var þegar atvinnulífið
barðist í bökkum og íbúar fluttu í
burtu.
Lítið úrval af lóðum
Óskar Örn Gunnarsson skipulags-
fulltrúi Vesturbyggðar segir að
skortur sé á húsnæði á Bíldudal og
raunar Vesturbyggð allri. Lítið úr-
val hafi verið af íbúðarhúsalóðum. Á
Bíldudal hafa verið erfiðleikar með
að skipuleggja íbúðalóðir vegna
þess að stór svæði hafa verið skil-
greind sem hættusvæði vegna ofan-
flóða. Þá eru svæði í jaðri þorpsins í
einkaeigu.
Hverfið sem nú er verið að skipu-
leggja er aðeins utan þorpsins en þó
nálægt aðkomunni að því. Vestur-
byggð á landið en hverfið mun
liggja að golfvelli Bíldudals og
íþróttavellinum Völuvelli.
Lóðir auglýstar í vetur
Skipulagssvæðið er níu hektarar
að stærð og er áformað að byggja
hverfið upp í þremur áföngum. Gert
er ráð fyrir blágrænum ofanvatns-
lausnum þannig að yfirborðsvatn
verði hreinsað áður en það fer út í
ána.
Skipulagið hefur verið auglýst en
sveitarstjórn á eftir að fara yfir um-
sagnir og athugasemdir. Búast má
við því að hægt verði að auglýsa lóð-
ir til umsóknar fyrrihluta vetrar.
Nýtt íbúðar-
hverfi á Bíldudal
- Þörf er á nýjum lóðum í Vesturbyggð
Morgunblaðið/ÞÖK
Bíldudalur Nýja hverfið verður við
aðkomuna að þorpinu.