Morgunblaðið - 06.09.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022 50 ÁRA Hilda ólst upp í Reykjavík en býr í Mosfellsbæ. Hún er hár- snyrtir á LÚX hár og förðun og blómaskreytir á skreytingaverkstæði Blómavals, Skútuvogi. Hún er einnig í jógakennaranámi. Hilda hefur mikinn áhuga á heil- brigðum lífsstíl og hljóp í gærmorgun sína 70. ferð upp á Esju frá því í apríl. Hún hefur keppt í utanvegahlaupum og fitness-keppnum. FJÖLSKYLDA Börn Hildar eru Emilía Núr, f. 2000, Oliver Alí, f. 2002, og Aníta Núr, f. 2004, Magn- úsarbörn. Foreldrar Hildu: Sig- urlaug Ásgeirsdóttir, f. 1951, hús- móðir, búsett í Mosfellsbæ, og Allan Alí, f. 1943, d. 1989, stofnaði Bíla- partasöluna við Rauðavatn. Hilda Allansdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Nú er kominn tími fyrir samninga- viðræður og þú munt verða beðinn um að vera í forsvari. Láttu ekkert koma þér á óvart og kannaðu málin ofan í kjölinn. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er hætt við að þú lendir í einhvers konar valdabaráttu í dag. Það er ekki nóg að hugsa um hlutina ef ekkert verður úr fram- kvæmdinni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Forðastu að gefa vinum þínum lof- orð eða skuldbinda þig á einhvern hátt í dag. Einhver er að flýta sér og tekur hvers kyns töfum afar illa fyrir vikið. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það getur verið erfitt að sjá gallana í eigin sköpunarverki. Mundu að sýna öðrum sanngirni og skilning og gerðu ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til þín. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýs- ingar um líf annarra. Einhver reynir að setja þér stólinn fyrir dyrnar og þú þarft að kom- ast að því hvað fyrir honum vakir. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Breytingar geta sett allt á hvolf, en þú hefur gott af þeim. Notaðu tækifærið til að endurskipuleggja markmið þín í lífinu. 23. sept. - 22. okt. k Vog Inn á þitt borð kemur viðkvæmt vanda- mál. Farðu þér hægt og berðu alla kosti vandlega saman áður en þú aðhefst nokkuð. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú þarft að finna leið til þess að vinna hugmyndum þínum brautargengi. Sýndu þolinmæði, þér munu berast skilaboð sem taka af öll tvímæli. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú þarft að hægja aðeins á þér og reyna að einbeita þér að ákveðnum hlut- um. Þú óttast ekki annríkið en vilt helst af öllu vera í einrúmi við vinnu þína. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þetta getur orðið yndislegur dag- ur, ekki síst ef þú átt þess kost að gera eitt- hvað með börnum. Ef þú færð góðar hug- myndir er ekki vitlaust að skrifa þær hjá sér. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú gætir þurft að takast á við einhvers konar andstöðu í dag. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Mundu í samræðum við aðra að frelsi þitt nær ekki lengra en þangað sem frelsi hins tekur við. Sýndu fyrirhyggju í fjár- málum því óvæntir atburðir geta gerst. m.a. komið fram og spilað á nikkuna á Iceland Airwaves og ýmsum bæjarhátíðum. Jakob sótti framhaldsnám í Fjöl- brautaskóla Suðurlands áður en hann flutti búferlum til Reykjavíkur þar sem hann lagði stund á lögfræði í Háskólanum í Reykjavík og lauk meistaraprófi þaðan árið 2010. Þá hefur hann verið með virk lögmanns- réttindi frá árinu 2013. Á námsárum syni í Stykkishólmi. Síðar nam hann hjá Grétari Geirssyni harmóníku- leikara í Rangárþingi ytra. Jakob spilaði á ýmsum harmóníkumótum. „Mér er eitt slíkt mót ansi minn- isstætt. Það var mót sem haldið var í Galtalækjarskógi árið 1992 þar sem ég hlaut viðurkenningu sem yngsti harmóníkuleikari mótsins. Sú við- urkenning varð mér hvatning til frekara náms.“ Síðan hefur Jakob J akob Björgvin Sigríðarson Jakobsson fæddist 6. sept- ember 1982 á St. Franc- iskuspítalanum í Stykkis- hólmi. „Ég ólst upp í Stykkishólmi í miklu návígi við stór- fjölskylduna og átti á tímabili 15 ömmur og afa á lífi sem öll voru bú- sett í Hólminum og gott var að geta leitað til. Sterk fjölskyldutengsl og samheldni voru einkennandi fyrir uppvaxtarárin, sem hefur fylgt mér ætíð síðan. Móðurafi minn, Björgvin Kristján, og föðurafi, Jakob Krist- inn, bjuggu báðir fram á fullorðinsár í Breiðafjarðareyjum og hef ég því ávallt haft sterkar taugar til eyjanna í firðinum.“ Þegar Jakob var á sext- ánda aldursári flutti hann ásamt fjöl- skyldu sinni frá uppeldisstöðvunum í Stykkishólmi til Rangárþings ytra. Sem barn og unglingur stundaði Jakob Björgvin allar þær íþróttir sem hann komst yfir að sinna. Má þá helst telja til körfubolta og hesta- íþróttir auk þess sem fótbolti bættist við síðar á lífsleiðinni. Hann starfaði við tamningar lengi vel fram eftir aldri, samhliða námi. Starfaði hann þá bæði með Guðmundi uppeldis- föður sínum sem og til sveita. Þar á meðal var hann við störf á unglings- árum sínum á sveitabænum Hamra- endum í Dalasýslu. Sem unglingur keppti Jakob í íþróttum fyrir UMF Snæfell og Hestamannafélagið Snæ- felling auk þess að hafa um tíma keppt í frjálsum íþróttum undir merkjum Ungmennafélags Ólafs Pá í Búðardal. Tuttugu og tveggja ára hóf Jakob Björgvin að æfa fótbolta hjá Knatt- spyrnufélagi Árborgar. „Það gerir mig að fyrsta og eina uppalda leik- manni félagsins. Þar spilaði ég í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, við góðan orðstír og er einn af leikjahæstu leik- mönnum félagsins, ásamt því að bera fyrirliðaband Árborgar um tíma.“ Jakob varð meðal annars leikmaður ársins hjá félaginu árið 2004 og var tilnefndur sama ár í kjöri íþrótta- manns Árborgar. Á sínum yngri árum stundaði Jak- ob Björgvin nám við Tónlistarskóla Stykkishólms. Þar lærði hann á harmóníku hjá Hafsteini Sigurðs- sínum sat Jakob m.a. í stjórn Lög- réttu, félags laganema við HR. Eftir háskólanámið starfaði Jakob meðal annars hjá skattrannsóknar- stjóra ríkisins og skattstjóranum í Reykjavík áður en hann gerðist verkefnastjóri hjá endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte. Hann starfaði síðan um árabil sem lögmaður á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur einnig sinnt kennslu á sviði fyrirtækja- og skattaréttar í HÍ. Jakob hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir félagasamtök og setið í stjórnum fjölmargra fyrir- tækja. Árið 2018 flutti Jakob svo aftur á heimaslóðir í Stykkishólmi og tók við starfi bæjarstjóra Stykkishólms- bæjar. „Ég er gífurlega þakklátur fyrir það traust sem mér er gefið til að móta samfélagið sem ól mig upp á sínum tíma.“ Í dag starfar Jakob Björgvin sem bæjarstjóri sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, en sveitarfélögin sameinuðust á þessu ári. Áhugamál Jakobs eru m.a. golf, útivist með fjölskyldunni, hesta- mennska og veiðar. „Ég hef samt ekki haft mikinn tíma undanfarin ár til að sinna áhugamálunum, nema þá útivist með fjölskyldunni. Hef t.d. ekki stundað fluguveiði að neinu ráði síðastliðin 10 ár. Ég reyni hins vegar að fara í lok ágúst á hverju ári í Veiðivötn með fjölskyldunni og veiði þar bæði á stöng og net ásamt því að fara annað slagið með litlu guttana að veiða á Breiðafirði. Það gefst nægur tími til að sinna öðrum áhuga- málum síðar á lífsleiðinni þegar um hægist.“ Fjölskylda Sambýliskona Jakobs er Soffía Adda Andersen Guðmundsdóttir, f. 24.11. 1994, ML nemi í lögfræði. Þau eru búsett í Stykkishólmi. Foreldrar Soffíu eru hjónin Ragna Ragnars- dóttir, f. 24.2. 1969, aðstoðarmaður tannréttingalæknis, og Guðmundur Ólafur Einarsson, f. 4.11. 1961, rennismiður. Þau eru búsett í Hafn- arfirði. Dóttir Jakobs og Huldu Drafnar Atladóttur fatahönnuðar, f. 25.6. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi – 40 ára Í Helgafellssveit Jakob eldri og yngri staddir á Grákúlu í maí 2022. Kominn aftur á æskuslóðirnar Systurnar Móeiður Dröfn og Eva Sigríður í september 2022. Bræðurnir Jakob Elí og Guðmundur Breki í Flatey í júlí 2022. Til hamingju með daginn Reykjanesbær Matthías Ari Atlason fæddist 21. janúar 2022 kl. 13.08. Hann vó 3.672 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Atli Haukur Bryn- leifsson og Anna Katrín Gísladóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.