Morgunblaðið - 06.09.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
Besta deild karla
Breiðablik – Valur .................................... 1:0
Staðan:
Breiðablik 20 15 3 2 51:21 48
KA 20 11 4 5 42:25 37
Víkingur R. 19 10 6 3 44:30 36
Valur 20 9 5 6 38:30 32
Stjarnan 20 7 7 6 37:38 28
KR 20 6 9 5 32:31 27
Keflavík 20 7 4 9 31:33 25
Fram 20 5 9 6 38:41 24
ÍBV 20 4 7 9 31:39 19
FH 20 3 7 10 20:32 16
ÍA 20 3 6 11 22:45 15
Leiknir R. 19 3 5 11 18:39 14
Ítalía
Torino – Lecce ......................................... 1:0
- Þórir Jóhann Helgason var allan tímann
á varamannabekk Lecce.
Staða efstu liða:
Atalanta 5 4 1 0 9:2 13
Napoli 5 3 2 0 12:4 11
AC Milan 5 3 2 0 10:5 11
Udinese 5 3 1 1 9:5 10
Roma 5 3 1 1 6:5 10
Torino 5 3 1 1 6:5 10
Svíþjóð
Norrköping – Hammarby....................... 4:1
- Arnór Sigurðsson lék allan leikinn með
Norrköping og skoraði tvö mörk, Arnór
Ingvi Traustason lék allan leikinn og skor-
aði eitt mark, Ari Freyr Skúlason lék í 78
mínútur og Andri Lucas Guðjohnsen kom
inn á sem varamaður í uppbótartíma.
- Jón Guðni Fjóluson hjá Hammarby er
frá keppni vegna meiðsla.
Mjällby – Gautaborg ............................... 1:4
- Adam Benediktsson var ekki í leik-
mannahópi Gautaborgar.
Kalmar – Varberg ................................... 1:0
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Kalmar.
- Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik-
mannahópi Varberg.
Staðan:
Häcken 21 13 6 2 50:28 45
Djurgården 21 13 5 3 43:16 44
Hammarby 21 12 4 5 43:20 40
AIK 21 11 6 4 36:26 39
Gautaborg 21 11 3 7 30:18 36
Kalmar 21 11 3 7 24:17 36
Malmö FF 21 10 4 7 29:21 34
Mjällby 21 8 7 6 21:21 31
Elfsborg 21 6 9 6 37:30 27
Sirius 21 7 4 10 20:29 25
Norrköping 21 6 6 9 26:28 24
Värnamo 21 5 7 9 23:35 22
Varberg 21 5 6 10 18:35 21
Degerfors 21 4 4 13 20:43 16
Helsingborg 21 3 5 13 16:33 14
Sundsvall 21 3 1 17 19:55 10
Bandaríkin
DC United – Colorado Rapids................ 0:0
- Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með DC United.
Toronto – CF Montréal ........................... 3:4
- Róbert Orri Þorkelsson kom inn á sem
varamaður hjá Montréal á 77. mínútu.
Seattle Sounders – Houston Dynamo ... 2:1
- Þorleifur Úlfarsson kom inn á hjá Hou-
ston á 73. mínútu.
Danmörk
AGF – Nordsjælland ............................... 2:3
- Mikael Anderson lék allan leikinn með
AGF.
Staða efstu liða:
Nordsjælland 8 6 1 1 14:7 19
Randers 8 5 3 0 11:4 18
Viborg 8 5 0 3 13:10 15
Silkeborg 8 4 1 3 13:9 13
AGF 8 4 1 3 11:8 13
København 8 4 0 4 15:13 12
Noregur
B-deild:
Sogndal – Skeid ....................................... 0:1
- Jónatan Ingi Jónsson lék allan leikinn
með Sogndal, Valdimar Ingimundarson fór
af velli á 90. mínútu og Hörður Ingi Gunn-
arsson á 61. mínútu.
- Pálmi Rafn Arinbjörnsson var vara-
markvörður Skeid í leiknum.
Holland
B-deild:
Jong Ajax – Dordrecht ........................... 4:0
- Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik-
inn með Ajax.
England
B-deild:
Middlesbrough – Sunderland ................. 1:0
4.$--3795.$
EM karla
C-RIÐILL, Mílanó, Ítalíu:
Króatía – Eistland ................................ 73:70
Bretland – Grikkland ........................... 77:93
Úkraína – Ítalía .................................... 84:73
_ Grikkland 6, Úkraína 6, Króatía 4, Ítalía
2, Eistland 0, Bretland 0.
D-RIÐILL, Prag, Tékklandi:
Pólland – Ísrael..................................... 85:76
Tékkland – Holland.............................. 88:80
Serbía – Finnland............................... 100:70
_ Serbía 6, Pólland 4, Ísrael 4, Finnland 2,
Tékkland 2, Holland 0.
4"5'*2)0-#
liðinu í A-deildinni tímabilið
2011-2012. Hann kom þangað frá
Fram og hóf atvinnuferilinn með
félaginu. Þá lék Guðmundur
Benediktsson á árunum 1991-
1994 með Germinal Ekeren sem
síðan varð að Germinal Beersc-
hot. Félagið varð gjaldþrota árið
2013 en var endurreist af stuðn-
ingsmönnum með samvinnu við
minna félag í Antwerpen.
Beerschot féll úr A-deildinni í
vor og er nú í öðru sæti B-deild-
arinnar með sjö stig eftir fjórar
umferðir.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Nökkvi Þeyr Þórisson leikur ekki
meira með KA á þessu keppnis-
tímabili í fótboltanum því hann er
að ganga til liðs við belgíska fé-
lagið Beerschot. Hann fór í lækn-
isskoðun hjá félaginu í gær og
verður væntanlega kynntur þar
sem nýr leikmaður í dag.
Brotthvarf Nökkva úr röðum
KA þýðir að hann slær ekki
markamet efstu deildar eins og
allt útlit var fyrir. Hann er þegar
kominn með 17 mörk og hefði
haft sjö leiki til að skora þrjú
mörk og verða þannig fyrstur
allra til að skora 20 mörk í deild-
inni.
Þá er það talsvert áfall fyrir
KA að missa Nökkva á þessum
tíma en liðið er í harðri toppbar-
áttu á Íslandsmótinu og á góða
möguleika á Evrópusæti, jafnvel
enn á Íslandsmeistaratitlinum.
Nökkvi, sem er 23 ára Dalvík-
ingur, verður annar Íslending-
urinn til að spila með Beerschot
en Jón Guðni Fjóluson lék með
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Belgía Nökkvi Þeyr Þórisson verð-
ur leikmaður Beerschot.
Nökkvi er farinn til Belgíu
BREIÐABLIK – VALUR 1:0
1:0 Ísak Snær Þorvaldsson 63.
MM
Dagur Dan Þórhallsson (Breiðabliki)
M
Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki)
Damir Muminovic (Breiðabliki)
Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki)
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðabliki)
Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki)
Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki)
Aron Jóhannsson (Val)
Frederik Schram (Val)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Val)
Jesper Juelsgård (Val)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 7.
Áhorfendur: 1.511.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikinn – sjá mbl.is/sport/
fotbolti.
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Breiðablik steig mikilvægt skref í
átt að Íslandsmeistaratitli karla í
fótbolta með því að sigra Valsmenn,
1:0, í lokaleik 20. umferðar Bestu
deildar karla á Kópavogsvelli í gær-
kvöld.
Blikar slógu um leið eigið stiga-
met í deildinni en þeir fengu 47 stig í
fyrra og 44 stig þegar þeir urðu Ís-
landsmeistarar árið 2010. Nú eru
stigin orðin 48 og enn eru tveir leikir
eftir af hefðbundinni deildarkeppni,
auk fimm leikja í úrslitakeppninni.
Reyndar hefði Breiðablik orðið Ís-
landsmeistari í gærkvöld ef leiknar
væru hefðbundnar 22 umferðir í
deildinni. Einhverjir kölluðu þá
deildarmeistara eftir leikinn í gær
en þannig er það ekki. Deildin held-
ur áfram í október þegar fimm um-
ferðum er bætt við, bæði í efri og
neðri hluta hennar.
Víkingar geta náð 60 stigum með
því að vinna alla sína átta leiki og KA
getur náð 58 stigum, þannig að til
þess að verða meistarar þurfa Blikar
í mesta lagi þrettán stig úr þeim sjö
leikjum sem þeir eiga eftir.
Þeir mæta einmitt KA á útivelli í
næsta leik, á Akureyri, og síðan ÍBV
á heimavelli. Á lokakaflanum bíða
Blikanna þrír heimaleikir og tveir
útileikir gegn liðunum sem enda í
öðru til sjötta sæti.
_ Ísak Snær Þorvaldsson skoraði
markið mikilvæga á 63. mínútu, 1:0,
eftir sendingu Jasonar Daða Svan-
þórssonar. Þrettánda mark Ísaks í
deildinni. Hann er nú næst-
markahæstur og getur nú gert at-
lögu að markakóngstitlinum eftir að
upplýst var í gær að KA-maðurinn-
Nökkvi Þeyr Þórisson væri hættur
keppni í ár með 17 mörk.
_ Ólafur Jóhannesson mátti þola
sitt fyrsta tap sem þjálfari Vals eftir
að hann tók við liðinu á ný. Hlíð-
arendaliðið var ósigrað í fyrstu sex
leikjunum undir hans stjórn. Vals-
menn eru í fjórða sæti og geta sleg-
ist við Víking og KA um Evrópusæti
í úrslitakeppninni.
Þá þurfa Valsmenn, eins og KA,
að halda með Víkingum í úrslitaleik
bikarkeppninnar gegn FH 1. októ-
ber til að auka möguleika sína á Evr-
ópusæti.
Blikum nægja
þrettán stig
Morgunblaðið/Eggert
Markið Ísak Snær Þorvaldsson, annar frá vinstri, fagnar ásamt félögum sín-
um eftir að hafa skorað markið sem réð úrslitum á Kópavogsvelli.
- 11 stiga forskot eftir 1:0 sigur á Val
Í UTRECHT
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta
leikur einn sinn mikilvægasta leik
frá upphafi gegn Hollandi á Galg-
enwaard-vellinum í Utrecht í kvöld.
Flautað verður til leiks klukkan
18:45 að íslenskum tíma, eða 20:45
að staðartíma.
Íslenskt kvennalandslið hefur
aldrei verið í eins góðri stöðu til að
komast á stærsta svið heimsfótbolt-
ans. Liðinu nægir jafntefli til að gull-
tryggja sér efsta sæti C-riðils og
sæti á lokamóti HM í Ástralíu og
Nýja-Sjálandi á næsta ári. Að kom-
ast á HM yrði stærsta afrekið í sögu
liðsins, stærra en að spila í átta liða
úrslitum á lokamóti EM.
Holland í fremstu röð
Það verður langt frá því auðvelt
verk að ná í góð úrslit í kvöld, þar
sem Holland hefur verið í fremstu
röð í knattspyrnu í kvennaflokki
undanfarin ár. Hollenska liðið var
ríkjandi Evrópumeistari þar til Eng-
land fagnaði sigri í sumar. Þá fór lið-
ið alla leið í úrslitaleik HM í Frakk-
landi árið 2019. Liðið er sem stendur
í sjötta sæti á styrkleikalista FIFA á
meðan Ísland er í 14. sæti. Rúmlega
16.000 hollenskir áhorfendur búast
við heimasigri í kvöld.
Holland er með stjörnuleikmenn á
borð við Vivianne Miedema, Jill Ro-
ord og Danielle van de Donk, svo fá-
einar séu nefndar. Hin magnaða
Lieke Martens er hins vegar fjarri
góðu gamni.
Með sjálfstraust eftir EM
Það er ákveðin óvissa sem ríkir yf-
ir hollenska liðinu, þar sem leikurinn
við Ísland verður fyrsti keppn-
isleikur liðsins undir stjórn Andries
Jonker. Hann tók við af Englend-
ingnum Mark Parsons eftir von-
brigði Hollands á EM.
Íslenska liðið sýndi á Evrópu-
mótinu á Englandi í sumar að það
getur staðið í sterkustu liðum álf-
unnar og rúmlega það, enda tapaði
Ísland ekki leik á móti þremur mjög
sterkum þjóðum. Það ætti að gefa ís-
lensku leikmönnunum aukið sjálfs-
traust að fara taplaust í gegnum EM
gegn liðum sem eru áþekk því hol-
lenska að styrkleika.
Tap þýðir umspil
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir,
Agla María Albertsdóttir og Cecilía
Rán Rúnarsdóttir verða ekki með ís-
lenska liðinu vegna meiðsla. Aðrir
leikmenn eru klárir í slaginn og hafa
engin ný meiðsli orðið á leikmönnum
eftir 6:0-sigurinn á Hvíta-Rússlandi
á föstudag.
Ísland endar í öðru sæti riðilsins
með tapi í kvöld og fer í umspil. Þá
spilar inn í staða allra liðanna sem
enda í öðru sæti í sínum riðli. Ísland
yrði með næstbestan árangur allra
liða í öðru sæti og færi í seinni hluta
umspils Evrópu um sæti á HM.
Þar yrði Ísland ásamt fimm öðr-
um sterkum Evrópuþjóðum. Ef Ís-
land vinnur andstæðing sinn í um-
spilinu í venjulegum leiktíma er
sætið á HM öruggt. Fari svo að Ís-
land vinni í framlengingu eða víta-
keppni gæti liðið þurft að fara í
aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar með
liðum úr öðrum heimsálfum. Sú yrði
raunin ef samanlagður árangur úr
riðlakeppninni og umspili yrði lak-
arien hjá tveimur öðrum liðum.
Íslenska þjóðin þarf hins vegar
ekki að hugsa um slíka útreikninga
ef Ísland á sinn besta leik í kvöld.
Einu stigi frá
stóra sviðinu
- Sæti á HM undir í Utrecht í kvöld
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Heitar Íslensku landsliðskonurnar hituðu upp fyrir Hollandsleikinn með
hörkuleik og sex mörkum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn.