Morgunblaðið - 06.09.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
Malbikstöðin ehf • 516 0500 • tilbod@malbikstodin.is • malbikstodin.is
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Sumarið hefur verið kalt, sér í lagi
þegar sumur þessarar aldar eru
skoðuð. Mjög hlýir dagar hafa ver-
ið fáir. Þetta kemur fram í tíðar-
farsyfirliti Veðurstofunnar þegar
skoðaðir eru sumarmánuðirnir
þrír, júní, júlí og ágúst. September
telst til veðurstofusumarsins og
hann hefur verið mildur það sem
af er.
Meðalhiti í Reykjavík var 10,1
stig sumarmánuðina þrjá, sem er
0,7 stigum undir meðallagi áranna
1991 til 2020, en 0,8 stigum undir
meðallagi síðustu tíu ára. Sumarið
(júní til ágúst) í Reykjavík var það
næstkaldasta á þessari öld. Kald-
ara var sumarið 2018. En á langa
listanum er meðalhiti sumarmán-
aðanna þriggja í 84. til 85. sæti á
lista 152 ára. Hæsti hiti sumarsins
í Reykjavík er aðeins 17,9 stig.
Á Akureyri var meðalhitinn 10,3
stig. Það er 0,2 stigum undir með-
allagi áranna 1991 til 2020 en 0,7
stigum undir meðallagi síðustu tíu
ára. Meðalhitinn þar raðast í 60.
sæti á lista 142 ára. Meðalhiti
sumarsins (júní til ágúst) á Akur-
eyri er 2,5 stigum lægri en meðal-
hiti sumarsins í fyrra en það sum-
ar var það hlýjasta á Akureyri frá
upphafi mælinga.
Úrkoma í Reykjavík mældist
193,4 millimetrar sem er 23% um-
fram meðalúrkomu áranna 1991 til
2020. Á Akureyri mældist úrkoma
sumarmánaðanna þriggja 96,0
millimetrar sem er jafnt meðallagi
áranna 1991 til 2020.
Sólskinsstundir mældust 537,8 í
Reykjavík sem er jafnt meðallagi
áranna 1991 til 2020. Á Akureyri
mældust sólskinsstundirnar 478,2
sem eru tveimur færri en að með-
altali áranna 1991 til 2020.
Fram kemur í tíðarfarsyfirlitinu
að nýliðinn ágústmánuður var að
tiltölu kaldur um allt land. Þó voru
hlýindi um norðaustanvert landið
undir lok mánaðar og hæsti hiti
sumarsins mældist á Mánárbakka
þann 30. ágúst. Fremur sjaldgæft
er að hæsti hiti ársins mælist svo
síðla árs. Meðalhiti í ágúst var
lægri en meðalhiti ágústmánaðar
undanfarinn áratug á nánast öllum
veðurstöðvum landsins.
Ágúst var þurr og sólríkur
Mánuðurinn var almennt þurr-
ari og sólríkari en í meðalári, bæði
í Reykjavík og á Akureyri.
Í ágúst var meðalhiti í Reykja-
vík 10,2 stig sem er 0,9 stigum
undir meðallagi tímabilsins 1991
til 2020 og 1,1 stigi undir meðal-
lagi undanfarins áratugar. Á Ak-
ureyri var meðalhitinn 10,0 stig
eða 0,7 stigum undir meðallagi ár-
anna 1991 til 2020 og 0,9 stigum
undir meðallagi undanfarinna tíu
ára.
Í Reykjavík mældust sólskins-
stundir mánaðarins 189,2 en það
er 24,4 stundum yfir meðallagi ár-
anna 1991 til 2020. Á Akureyri
mældust 164,8 sólskinsstundir í
ágúst sem er 26,8 stundum yfir
meðallagi tímabilsins 1991 til 2020.
Næstkaldasta sumarið á öldinni
- Kaldara var sumarið 2018 - Mjög hlýir dagar hafa verið fáir í sumar - September telst sumar-
mánuður og hann hefur verið mildur til þessa - Nýliðinn ágústmánuður var kaldur um allt land
Morgunblaðið/Eggert
Á Sæbraut Úrkomusamt hefur verið í höfuðborginni í sumar. Ferðamenn hafa oft þurft að klæðast regngöllum.
Byggingu nýrrar Miðgarðakirkju í
Grímsey miðar vel. Hilmar Páll Jó-
hannesson, hjá Loftkastalanum
ehf., sem sér um byggingu kirkj-
unnar, var í gær ásamt fleirum að
ganga frá kirkjuturninum. Í dag er
von á steinskífum úr íslensku
stuðlabergi sem klæða munu þakið.
Stefnt er að því að klára ytra byrði
kirkjunnar í þessum mánuði.
Hallgrímssöfnuður hefur hafið
söfnun fyrir nýjum kirkjuklukkum
handa Grímseyingum. Báðar klukk-
ur Miðgarðakirkju bráðnuðu þegar
kirkjan brann í september í fyrra.
Sú minni var með mikilli áletrun og
skrauti, steypt í Kaupmannahöfn
1799. Sú stærri var frá 1862. Klukk-
urnar komu frá Siglufjarðarkirkju
fyrir miðja 20. öld, samkvæmt til-
kynningu frá Hallgrímssöfnuði.
Nýju klukkurnar verða steyptar
hjá Royal Eijsbouts, konunglegri
klukkusteypu í Hollandi, og er gert
ráð fyrir að þær komi til landsins í
vor. Kostnaður er 2,5-3 milljónir
króna. Styrktarreikningur fyrir al-
menning er 513-26-6901, kt:
590169-1969. Skýring: Grímsey.
Stefnt er að því að Hallgrímssöfn-
uður afhendi klukkurnar í safn-
aðarferð til Grímseyjar næsta sum-
ar.
Einar Karl Haraldsson, formaður
sóknarnefndar Hallgrímskirkju,
hafði frumkvæði að söfnuninni.
Hann segir að þeim hafi runnið
blóðið til skyldunnar því ein af 29
klukkum í klukkuspili Hallgríms-
kirkju var gefin í nafni Gríms-
eyinga. Þá er Grétar Einarsson, yf-
irkirkjuvörður Hallgrímskirkju,
sonur Einars Einarssonar lista-
smiðs sem var djákni í Grímsey í
sex ár og setti mikinn svip á Mið-
garðakirkju með verkum sínum, að
sögn Einars Karls.
Söfnunartónleikar haldnir
Söfnunartónleikar verða í Hall-
grímskirkju sunnudaginn 25. sept-
ember undir heitinu Hljómar frá
heimskautsbaugi. Þar koma fram
Eyþór Ingi Jónsson organisti og
söngvararnir Ívar Helgason, Jónas
Þór Jónasson, Kristjana Arngríms-
dóttir, Óskar Pétursson og Ösp Eld-
járn. Auk þeirra taka þátt Björn
Steinar Sólbergsson organisti,
Steinar Logi Helgason kórstjóri og
Kór Hallgrímskirkju. Aðgöngu-
miðar fást á tix.is og í Hallgríms-
kirkju.
Eftir messu þennan sama dag, kl.
12.20, flytur Hjörleifur Stefánsson,
arkitekt nýrrar Miðgarðakirkju,
erindi í Hallgrímskirkju um kirkju-
smíðina í Grímsey.
Ljósmynd/Inga Lóa Guðjónsdóttir
Endurreisn Þakskífur úr íslensku stuðlabergi koma til Grímseyjar í dag.
Safna fyrir nýjum
kirkjuklukkum
- Kirkjubyggingu í Grímsey miðar vel
Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. skrifuðu
í gær undir samkomulag um einka-
viðræður og helstu skilmála samn-
inga sem lúta annars vegar að sölu á
stofnneti Sýnar hf. til Ljósleiðarans
ehf. og hins vegar að þjónustusamn-
ingi milli fyrirtækjanna til tíu ára.
Fram kemur í tilkynningu að
kaupverðið sé þrír milljarðar króna
og sé samkomulagið með fyrirvara
um fjármögnun, niðurstöðu áreiðan-
leikakönnunar og að Samkeppniseft-
irlitið samþykki endanlega kaup- og
þjónustusamninga. Miðað er við að
endanlegir samningar liggi fyrir eigi
síðar en 15. desember nk.
Mikilvægt púsl
Haft er eftir Erling Frey Guð-
mundssyni, framkvæmdastjóra
Ljósleiðarans, í tilkynningunni, að
Sýn hafi alla tíð verið einn mikilvæg-
asti viðskiptavinur Ljósleiðarans.
Með þessu samkomulagi bætist mik-
ilvægt púsl í þá framtíðarsýn sem
Ljósleiðarinn hafi unnið að um nokk-
urra ára skeið, að byggja upp nýjan
landshring og að treysta tekjurnar
af þeirri fjárfestingu. Í tengslum við
þau áform hafi félagið þegar kynnt
þjónustusamninga við Nova og Fa-
rice og samning við utanríkisráðu-
neytið um afnot af hluta hins svokall-
aða NATO-strengs umhverfis
landið.
Ljósleiðarinn ehf. er fjarskipta-
félag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur
og stofnað sem Gagnaveita Reykja-
víkur árið 2007.
Sýn hf. á m.a. og rekur vörumerk-
in Vodafone, Stöð 2, Bylgjuna og
Vísi.
Kaupir stofnnet Sýnar
- Verðið 3 milljarðar - Þjónustusamningur til 10 ára