Morgunblaðið - 06.09.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fín veiði hefur verið í Veiðivötnum í sumar og fiskurinn vænn, að sögn Arnar Óskarssonar líffræðings sem sér um vefinn veidivotn.is. Þar höfðu veiðst alls 18.135 fiskar frá 18. júní til 16. ágúst þegar stangveiði lauk. Þar af voru 10.982 urriðar og 7.152 bleikjur. Meðalþyngdin var 1,58 pund. Á stangveiðitímanum í fyrra (18.6-18.8), var meðalþyngdin 1,46 pund en þá veiddust alls 19.049 fisk- ar. Sumarið 2020 veiddust 17.570 fiskar og meðalþyngd var 1,24 pund. „Meðalþunginn á fiskinum í sum- ar er talsvert meiri en verið hefur,“ segir Örn. Hann segir regluna þá að veiðist færri fiskar þá séu þeir stærri en ella. „Það hefur verið mik- ið af vel feitum fiski í sumar, jafnvel spikfeitum. Ég held að þeir hafi haft nóg að éta í sumar.“ Nú stendur yfir netaveiði í vötn- unum og henni lýkur 11. september. Veiðirétthafar, það er landeigendur og sumir sumarhúsaeigendur, hafa leyfi til netaveiði í Veiðivötnum. Vaxandi ásókn í veiðileyfin Veiðileyfi í Veiðivötnum eru mjög eftirsótt og fer ásóknin vaxandi. Örn segir að sú regla gildi að þeir, sem fengu leyfi sumarið áður, geti sótt um að koma aftur á sama tíma árið eftir. Langflestir nýta sér það og því fara tiltölulega fá veiðileyfi í al- menna sölu þegar opnað er fyrir hana 1. apríl ár hvert. Þann dag er birtur listi á Veiðivatnavefnum yfir lausa daga. Algengast er að veiðimenn, sem leigja gistiaðstöðu í Veiðivötnum, dvelji þar í tvær nætur. Tjaldsvæði er í Veiðivötnum og margir koma með ferðavagna eða tjalda. Bleikja gengur í vötn sem hafa samgang við Tungnaá, það er að segja sé göngufært fyrir fisk úr ánni í vötnin. Bleikjan fór að ganga í Veiðivötn upp úr 1970 að sögn Arn- ar. Lokuðu vötnin eru alfarið urriða- vötn. Fossvötnin eru urriðavötn, þótt þau hafi samgang við Tungnaá, en bleikjan kemst ekki upp foss í Fossvatnakvísl. Góð veiði og væn í Veiðivötnum - Fiskarnir talsvert þyngri að meðaltali nú en undanfarin ár - Fiskurinn hefur haft nóg æti - Spik- feitir fiskar komnir á land - Urriði og bleikja veiðast í Veiðivötnum - Veiðileyfin eru mjög eftirsótt Ljósmynd/Gísli Gíslason Veiðivötn Veiðileyfi fyrir 100 stangir eru seld hvern veiðidag. Vötnin eru um 50 talsins og eru á Landmannaafrétti á milli Þórisvatns og Tungnaár. jörð vandlega. Menn þurfi að vita nákvæmlega hvað þeir eru að kaupa. Svo þurfi ansi mikið púslu- spil að raðast rétt til þess að ungt fólk geti keypt. Telur hann þó að bank- ar séu almennt tilbúnir að lána fyrir kaupum á jörðum þar sem starfsemi er, ef rekstraráætlanir sýna jákvæðar horfur í rekstri. Segir Magnús að fleiri bú í full- um rekstri mættu vera til sölu. Telur hann að bændur hætti bú- skap með öðrum hætti en áður. Þeir hægi á sér í nokkurn tíma áð- ur en þeir verði tilbúnir að selja, hætti uppbyggingu og dragi úr bú- skap og fari svo jafnvel í aðra vinnu. Þannig komi margar jarðir í sölu með gömul útihús og án bú- stofns. Geta búið hvar sem er Einnig er alltaf eftirspurn eftir jörðum til annarra nota. Margir hestamenn skoða jarðir og aðrir sem vilja fara út í einhvers konar ræktun. „Svo er fólk ekki alveg eins bundið og áður var af því að vera á höfuðborgarsvæðinu til að geta sótt vinnu. Sumir geta unnið vinnuna sína í tölvunni, hvar sem þeir búa, og jafnvel stundað vinnu í öðrum löndum,“ segir Magnús. Nokkuð er um að fyrirtæki eða eigendur fyrirtækja sem vilja leggja sitt af mörkum í umhverfis- málum kaupi jarðir sem henta til dæmis til skógræktar og hyggist kolefnisbinda starfsemi sína. Þetta er nýtt af nálinni og Magnús segir töluvert um að menn skoði slíka möguleika. Þá eru einnig dæmi um að fjár- sterkir menn kaupi jarðir í fjár- festingarskyni. Segir Magnús að reynslan sýni að jarðir séu oft góð fjárfesting. Verð á jörðum hefur hækkað, eins og á öðrum fasteignum, að sögn Magnúsar. Verðið er þó ákaf- lega misjafnt á milli héraða. Hæst er það í bestu sveitum Suðurlands og Vesturlands. Á afskekktari svæðum sé verðið oft lægra, sér- staklega ef innviðir eru lélegir, til dæmis vegir og fjarskipti. Búið er að selja tvær jarðanna, eft- ir því sem næst verður komist, en ekki hefur verið gengið endanlega frá sölu hinna tveggja. Í það stefn- ir að búrekstur verði áfram á öllum jörðunum. Rúmlega 100 jarðir á ári Magnús segir að rúmlega 100 jarðir skipti um eigendur á ári og hafi svo verið í allmörg ár. Hann segir að markaðurinn sé ágætlega líflegur en tekur fram að viðskiptin gangi ekki á sama hraða og á markaði fyrir íbúðir á höfuðborg- arsvæðinu. Þótt áhugi reynist mik- ill fyrir jörð keppi yfirleitt ekki nema 2-3 um jörðina, þegar upp er staðið, ef menn eru heppnir. Sem skýringu á því nefnir Magnús að nauðsynlegt sé að undirbúa kaup á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér finnst ég finna aðeins vakn- ingu fyrir aukinni matvælafram- leiðslu hér heima. Að minnsta kosti að halda við búrekstri þar sem það á við,“ segir Magnús Leopoldsson, fasteignasali hjá Fasteignamiðstöð- inni. Hann hefur milligöngu um sölu stórs hluta þeirra jarða sem skipta um eigendur. Athygli vakti þegar fjögur kúabú í Austur-Landeyjum voru boðin til sölu á sama tíma í vor, sum stór. Jarðirnar fóru í sölu með miklum húsakosti, kúm og öðrum búpen- ingi, vélum og greiðslumarki til mjólkurframleiðslu. Uppsett verð var vel á annan milljarð króna samtals á þessum fjórum búum. „Draumalandið“ Daðastaðir í Öxarfirði er landmikil jörð og henni fylgja jarðirnar Arnarhóll og Arnarstaðir. Þær liggja á milli fjalls og fjöru og þar er rekið stórt sauðfjárbú. Jörðin er til sölu. Vakning fyrir matvælaframleiðslu - Kaupendur jarða vilja halda búrekstri áfram - Markaður fyrir jarðir er líflegur en viðskiptin þurfa lengri undirbúning en íbúðakaup í borginni - Vaxandi áhugi á að kaupa jarðir til skógræktar Magnús Leopoldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.