Morgunblaðið - 06.09.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022 Veiðivefur í samstarfi við Málefni leikskólans hafa verið í sviðsljós- inu. Stjórnmálamenn lofa að leysa málin en sitja nú uppi með vandann: Það vantar húsnæði og það vant- ar starfsfólk. Líkleg- ast er mönnunarvand- inn stærsta vandamálið. Fyrir leikskólastjórnendur eru þetta engar fréttir. Þeir vaða eldinn endalaust við að fá til sín menntað fólk til starfa. Takist ekki að fá fólk, þá er deild lokað. Leik- skólalögin krefjast þess að að lág- marki 2/3 starfsmanna á deildum séu með kennaramenntun. Enn er langt í land að hægt sé að uppfylla þær menntunarkröfur. Vegna mönnunarvandans eru flestir skól- anna reknir á undanþágum frá þessum lagabókstaf. Starfið er mjög gefandi, en um leið mjög krefjandi. Vinnutíminn er langur og kröfur um skóla fyrir alla óháð and- legum eða líkamlegum þroska auka enn á álagið. Það er líklegast hvergi jafn ódýrt að hafa barn í leikskóla eins og hérlendis. Í dag greiða foreldrar sem nemur um 11% af raunverulegum kostnaði við hvert leikskólapláss. Mismuninn borgum við skattgreiðendur í land- inu. Til umhugsunar Hafa foreldrar velt fyrir sér hverjir hagsmunir ómálga barns þeirra séu í raun? Vita foreldrar eitthvað hvað gerist í dagvistinni yfir daginn? Ómálga 12 mánaða barn segir engar fréttir. Það er á fullu við að læra að skilja orð, æfa sig í að bera fram alls konar hljóð og skilur nokkur orð. Þegar best lætur talar það kannski 2-3 orð í setningu, en setningarnar eru nú ekki ýkja margar, ekki þegar við erum að tala um 12-16 mánaða börn. Svo eru sum börn fljótari til máls en önnur. Þegar smábarnið er tekið úr faðmi fjölskyldunnar til vistunar í leikskóla eða annarri dagvist upplifir það líklegast höfn- un. Er oftast mjög ósátt og lætur vita af því. Nýr umönnunaraðili þarf því að byrja á að öðlast traust þess og virðingu svo barnið taki gleði sína á ný. Og þegar við bætist stöð- ug endurnýjun starfs- manna á deildinni er tilfinningalegt öryggi ekki mikið. Yngstu börnin í leikskólanum eru mjög pestnæm og oft meira eða minna frá fyrstu 12 mánuði í leikskólanum/ daggæslunni. Réttur barna Réttur barna á að vera tryggður í barnalögum, en þar segir m.a.: „Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og ann- arra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska…“ Þegar til þess er hugsað að barn undir 24 mánaða aldri er yfirleitt ekki farið að tala eða tjá sig að neinu marki þá má velta því fyrir sér hvaða skoðun barnið kunni að hafa á því að vera sent að heiman til vandalausra og ókunnugra. Við þurfum ekkert að velkjast í neinum vafa um það. Barnið kýs öryggið í faðmi fjölskyldunnar. Um leið og barnið fer í umönnun annarra en fjölskyld- unnar framselja þeir rétt sinn til að annast um barnið, þroska þess og velferð. Auðvitað gera umannendur sitt besta til að mæta þörfum þess, bæði líkamlegum og andlegum. En þeir eru ekki foreldrarnir, þeir eru bara umönnunaraðilar. Skyldur for- eldra eru tíundaðar t.d. í Barna- sáttmálanum sem við Íslendingar erum aðilar að. Þar er kveðið á um að „barn eigi að alast upp innan fjölskyldu, við hamingju, ást og skilning, til þess að persónuleiki þess geti mótast á heilsteyptan og jákvæðan hátt…“ auk fleiri atriða sem eru börnum heimsins í hag. Börn eru virkir aðilar í umhverfi sínu og þroskast í samræmi við það. Rannsóknir á málþroska leikskólabarna Þróun málsins hefst þegar í móðurkviði. Fóstrið heyrir í gegn- um kvið og leg móðurinnar. Þannig má segja að barnið fæðist með vísi að móðurmáli sínu. Frá fyrsta degi er mikilvægt að tala við barnið, syngja fyrir það og segja sögur. „Baða barnið í flóknum orðaforða,“ sagði ágætur kennimaður í gamla KHÍ. Stundum er sagt að mál- þroskinn sé í stöðugri framför allt til elliáranna. En svo góðir sem leikskólarnir okkar eru, þá fjölgar mjög þeim börnum sem þurfa á tal- kennslu og málörvun að halda. Og nýleg rannsókn sýndi mun á mál- þroska barna eftir leikskólum í hverfum. Félagsþroskinn Barnið er virkur aðili að þroska sínum. Fyrst eftir fæðinguna er barnið algerlega háð foreldrum sín- um eða þeim sem annast um það. Svo heldur þroskinn áfram, það fer að skríða um í umhverfi sínu. Það vill festa hönd á öllu sem augað eygir, og kannar heiminn fyrst og fremst með munninum. Þegar barnið byrjar að ganga er það óviti sem þarfnast stöðugrar aðgæslu. Þetta krefst þess að umönnunar- aðilinn sé stöðugt á verði. Það er ekki fyrr en á fimmta aldursári að barnið fer að geta fylgt félagslegum og samþykktum reglum í leik. Félagsþroskinn þróast í gagn- virkum samskiptum við umhverfið. Það ku hvergi í hinum vestræna heimi vera meira jafnrétti í heim- inum en hér. Má vel satt vera. En enginn í þessum sama heimi eft- irlætur ókunnugum og vandalaus- um að annast um smábarnið sitt áð- ur en það getur hjálpað sér sjálft og tjáð sig um sína líðan. Til að gera foreldrum kleift að annast barnið sitt sjálfir gæti sveitarfélag- ið greitt þeim jafnvirði þess að reka eitt leikskólapláss. Eftir Jóhönnu Thorsteinson Jóhanna Thorsteinson »Krafa foreldra um leikskólapláss fyrir 12-24 mánaða smábörn er auðvitað skiljanleg, stjórnvöld hafa jú lofað þessum plássum. Að ýmsu þarf að hyggja. Höfundur er M.Ed. uppeldis- og menntunarfræðingur. johanna@virgin.is Mannréttindi fyrir lítil börn „Hvað myndirðu gera ef þú kæmist að því að dóttir þín væri lesbía?“ spurði ung georgísk kona föður sinn? „Ég myndi drepa hana“ var svar- ið. Frá þessum orða- skiptum er sagt í skýrslu Alþjóðabank- ans um kynbundið of- beldi í Georgíu, Evrópuríki sem sækist eftir inn- göngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. Svar föðurins endurspeglar því miður viðhorf meirihluta almenn- ings í Georgíu gagnvart hinsegin fólki. Þótt hatur og fordómar séu á undanhaldi samkvæmt könnunum og yngra fólk sé orðið jákvæðara gagnvart fjölbreyttu samfélagi, tel- ur meirihluti Georgíubúa enn að hinsegin fólk sé haldið óeðli og til- vist þess sé ógn við hefðbundin gildi þjóðarinnar. Þótt réttindi hin- segin fólks séu í orði kveðnu betur tryggð í lögum en í mörgum öðr- um ríkjum heims, gera stjórnvöld lítið til að hindra ofbeldi gegn því. Þannig er það nánast regla að hægriöfgahópar og bókstafstrúar- menn standi fyrir grimmilegum árásum á gleðigöngur hinsegin fólks í Georgíu og að lögreglan grípi ekki inn í. Hinsegin fólk verður fyrir margvíslegum for- dómum og mismunun, til dæmis í heilbrigðis- og skólakerfinu. Prest- ar georgísku kirkjunnar hvetja í mörgum tilvikum til ofbeldis og mismununar gagnvart hinsegin fólki. Fyrir átta árum lýsti rétt- trúnaðarkirkjan 17. maí, alþjóð- legan dag gegn hómó- og transfó- bíu, „dag fjölskyldugilda“. UN Women er sú stofnun Sam- einuðu þjóðanna sem berst fyrir réttindum og málefnum hinsegin fólks um allan heim. Landsnefnd UN Women á Íslandi hrinti í síð- ustu viku af stað átt- undu herferð sinni undir slagorðinu Fokk ofbeldi. Í ár er her- ferðin helguð baráttu fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Védís Jónsdóttir hönnuður hefur hannað FO- vettlinga, sem seldir eru til stuðnings hin- segin verkefnum UN Women um allan heim. Eitt þeirra verkefna er fjölþætt verkefni í Georgíu sem miðar að því að uppræta ofbeldi gegn hinsegin fólki. UN Women hefur tekið virkan þátt í þeirri bar- áttu með ýmsum leiðum, m.a. með því að styðja við grasrótarsamtök og vinna með stjórnvöldum að laga- breytingum. UN Women hefur staðið að fræðslu til lögfræðinga, lögreglu og stjórnvalda um þá margþættu mismunun og ofbeldi sem hinsegin fólk býr við í Georgíu. 189 sérfræðingar hafa hlotið slíka þjálfun og geta nú bet- ur brugðizt við kynbundnu ofbeldi og hatursglæpum í garð hinsegin fólks. Hinsegin verkefni UN Women hafa verið fjárvana síðan í maí á þessu ári. Því er fjárstuðningurinn sem hlýst af sölu vettlinganna gríð- arlega mikilvægur. Leggðu þitt af mörkum – styddu baráttuna gegn mannréttinda- brotum og kauptu FO-vettlinga á fjölskylduna. Hér duga engin vett- lingatök! Engin vettlinga- tök í mann- réttindabaráttu Eftir Ólaf Stephensen Ólafur Stephensen » Styddu baráttuna gegn mannréttinda- brotum og kauptu FO-vettlinga á fjölskylduna. Höfundur situr í stjórn Landsnefndar UN Women á Íslandi. Fljótt skipast veður í lofti. Fyrr í sumar stóðu menn í bið- röðum eftir húsnæði og borguðu glaðir yfirverð og allt seld- ist samdægurs, en allt í einu var and- rúmsloftið orðið annað. Það byrjaði með að sölutími lengdist. Svo koma slæmar fréttir af markaði. Vextir hafa verið hækkaðir kerfis- bundið til að slá á þenslu en bygg- ingavörur og olía lækka svo óvænt eftir miklar hækkanir og hagfræð- ingar fara að ýja að allt að 20% lækkun húsnæðisverðs á næst- unni. Hvað gera menn eftir þvílíkar dómsdagsspár? Fjármálakerfi heimsins virðist á hraðri leið inn í skuggalega kreppu eftir glanna- lega þeysireið alþjóðavæðingar sem nú virðist leysast upp í ósam- lyndi og jafnvel stríðum sem menn héldu að heyrðu sögunni til. Vonbrigðin eru mikil og lærdóm- ar heimsstyrjaldanna og áratuga viðleitni til siðvæðingar eftir þær hörmungar að engu orðnar. Skyldu verkföll svo bætast við þennan hörmungalista í haust? Því verður seint trúað en vit er ekki alltaf með þegar ofurkapp rík- ir öðru hærra. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Með fjallasýn og sundlaug AFP Fjármál Stefnir allt niður á við? Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.