Morgunblaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022 E ftir þriðju umferð Sinqu- field-mótsins í St. Louis barst tilkynning frá Magnúsi Carlsen um að hann væri hættur keppni, en bætti því við að sér hefði alltaf líkað vel að tefla í St. Louis og vonaðist til að koma þangað síðar. Skákhátíðin, sem m.a. tengist 50 ára afmæli ein- vígis Fischers og Spasskís, hefur staðið yfir undanfarið, kappskák- hlutinn nýbyrjaður og Magnús hafði unnið Nepo í 1. umferð. Brátt fóu að kvisast út um raunverulegar ástæður þess að hann hætti keppni. Hann tapaði með hvítu fyrir Bandaríkjamanninum Hans Niem- ann og talinn hafa grunað andstæð- inginn um að hafa nýtt sér hugbún- að. Hvernig það á að hafa gerst er ekki gott að segja en í „tísti“ sínu á Twitter kaus Norðmaðurinn að tala undir rós og dró fram gamalt viðtal við knattspyrnuþjálfarann José Mourinho, sem sagði þar m.a.: „Ef ég tjái mig lendi ég í stórkostlegum vandræðum.“ Það er ekki hægt að leggja dóm á það sem þarna gerðist en samt finnst manni Magnús skulda skýr- ingu á brotthvarfi sínu. Hans Niemann, sem er aðeins 19 ára gamall, hefur mátt sitja undir margvíslegum dylgjum síðustu daga, þ.á m. frá Hikaru Nakamura. Hann játaði raunar að hafa svindl- að tvisvar á skákvefnum „Chess.com“, sem oft stendur fyrir vel skipuðum skákviðburðum, en í fyrra skiptið var hann 12 ára og með góðum vilja má flokka það undir bernskubrek. Áfram mun ríkja mikil tortryggni á skákmótum því eftirlit er oft erfitt í fram- kvæmd. Aldrei að gefast upp Það var gaman að fylgjast með íslensku krökkunum tefla á Norð- urlandamóti barna og ungmenna sem fram fór í Helsingborg í Sví- þjóð á dögunum. Ingvar Wu Skarp- héðinsson hreppti silfurverðlaun í sínum flokki og var um skeið efstur á mótinu. Hann komst stundum í hann krappan en barðist vel sbr. eftirfarandi skák sem tefld var í 4. umferð: NM ungmenna 2022; 4. umferð: Karl-Emil Elmer (Danmörk) – Ingvar Wu Skarphéðinsson Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2.c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 0-0 5. Rf3 d6 6. Be2 e5 7. 0-0 exd4 8. Rxd4 He8 9. f3 Ra6 10. Be3 Rc5 11. b4 Re6 12. Hc1 a6 13. Dd2 Rxd4 14. Bxd4 Be6 15. Hfd1 c6 16. Bf1 Dc7 17. Ra4 De7 18. Bb6 Hac8 19. Dxd6 Dxd6 20. Hxd6 Bf8 21. Hd4 Rd7 22. a3 c5 Eðlilegur leikur en svartur átti aðra leið, 22. … Bh6! 23. He1 Rxb6 24. Rxb6 Hed8 og d-línunni á sitt vald með betri stöðu. 23. bxc5? Það skilja ekki allir mátt skipta- munarfórnarinnar. Eftir 23. Hxd7! Bxd7 24.Rxc5 er hvítur með tvö peð fyrir skiptamun og á góða stöðu. 23. … Rxb6 24. cxb6 Bxa3 25. Hcd1 Be7 Biskupaparið tryggir ákveðið jafnvægi. 26. Hc1 Bg5! 27. He1 Hed8 28. Hxd8+ Bxd8! 29. Hd1 Be7 30. c5 a5!? Hindrar 31. Bxa6 en samt átti hvítur, sem var í tímahraki, að leika 31. Ba6 og staðan er í jafnvægi eftir 31. … Bxc5+ 32.Rxc5 Hxc5 33. Bxb7 Hb5 34. Bd5 o.s.frv. 31. Hc1 Bd7! 32. c6 Hxc6 33. Hd1 Hd6 34. Ha1 Bf6 35. Ha2 Bd4+ Einfaldara var 35. … Hd1 36. Kf2 Ha1! og riddarinn fellur. En úr- vinnslan vefst ekki fyrir Ingvari. 36. Kh1 Bxa4 37. Hxa4 Bxb6 38. Ha1 Bc5 39. h4 b6 40. Kh2 Hd2 41. Kh3 Kf8 42. Bc4 Ke7 43. Bd5 f5 44. Bg8 h6 45. exf5 gxf5 46. Bc4 Kf6 47. f4 Hd4 48. Be2 Hxf4 49. g4 fxg4+ 50. Bxg4 Ke5 51. Kg3 Bf2+ 52. Kh3 52. … h5! 53. Bxh5 Hxh4+ 54. Kg2 Hxh5 55. Kxf2 Kd4 56. Ha3 He5 – og hvítur gafst upp. Magnús Carlsen skuldar skýringu á brotthvarfi sínu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Heimasíða Sinqu Í vanda Magnús Carlsen í skákinni við Hans Niemann. Það er svo þungt að missa. Gildir þá einu hvort um heilsuna er að ræða, atvinnuna eða hvað þá að missa ástvini, nána vini og félaga eða kært sam- ferðafólk. Tilveran er skekin á yfirþyrmandi hátt. Angist fyllir hugann. Örvæntingin getur orðið algjör. Tómarúmið hellist yfir og tilgangsleysið virðist blasa við. Það er svo sárt að sakna. En það er gott að gráta. Tárin eru dýr- mætar daggir, perlur úr lind minn- inganna. Minninga sem tjá kær- leika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur af- máð eða frá þér tekið. Tárin mýkja og tárin styrkja. Í þeim speglast fegurð minninganna. Gráttu, því frelsarinn okkar Jesús, okkar eilífi lífgjafi, sagði: „Sælir eru sorgbitnir því að þeir munu huggaðir verða.“ Þeir eru því sælir sem eiga Krist í hjarta því að þeir munu lífið erfa og eignast framtíð bjarta. Það missir enginn eins og þú Saga okkar, samskipti og upplif- anir geta verið bæði misjafnar en einnig með svipuðum blæ. Og jafn- vel þótt við göngum mögulega öll í gegnum svipaða hluti en þó með okkar hætti þá er alveg víst að það missir enginn eins og þú. Og það syrgir enginn eins og þú. Það sakn- ar enginn eins og þú. Því að enginn er sem þú og enginn kemur í þinn stað. Missir þess sem raunverulega elskar er alltaf mikill. Og þótt and- litið kunni sem betur fer að gleðj- ast um stund þá getur hjartað grát- ið. Þeir sem vilja komast hjá því að syrgja og sakna ættu kannski bara að prófa að hætta að elska? Því þeir missa mest sem mikið elska. Sá sem ekki elskar missir ekki neitt en fer herfilega á mis við sínar fallegustu og bestu tilfinningar og bara tilgang lífsins. Ólýsanlega fögur blómstrandi blóm umhverfis lind minninganna Leyfum sorginni bara að hafa sinn gang og fara í sinn eðlilega farveg. Svo mun það gerast, smátt og smátt, að við gefumst upp fyrir henni og minningarnar björtu og góðu kom- ast að. Þær taka við, búa með okk- ur og taka að tala og birta okkur hinar ljúfustu myndir. Ómetanlegar minningar sem enginn getur frá okkur tekið og ekkert strokleður fær þurrkað út eða afmáð. Að harðasta vetrinum loknum fer nefnilega aftur að vora, þótt ótrú- legt megi virðast, og yljandi vindar taka aftur um okkur að leika og lit- skrúðug ólýsanlega fögur blóm gera vart við sig, hvert af öðru. Þau taka að spretta umhverfis lind minninganna. Blessaðir séu þeir sem gefa sér tíma til að strjúka vanga og þerra tár af kinn bara með því að faðma og vera. Með samstöðu-, kærleiks- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Til þeirra sem misst hafa og syrgja og sakna Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kær- leika og ást, væntum- þykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Jón Helgason fæddist 11. september 1884 á Grund í Höfðahverfi, S-Þing. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Helga- son bóndi, f. 1851, d. 1938, og Sigurfljóð Einarsdóttir ljós- móðir, f. 1849, d. 1935. Jón lærði skósmíði og var einn af helstu glímuköppum landsins. Hann réðst í för með Jóhannesi Jósefssyni ásamt tveimur öðrum og sýndu þeir íslenska glímu víða um lönd. Upp úr þessu fór Jón til Rússlands og kenndi m.a. lög- reglunni í Odessu íslenska glímu. Þar giftist hann rúss- neskri aðalskonu sem hét Olga Olsofijeff. Þau skildu og þegar Jón flutti til Pétursborgar var hann gerður að kennara í leik- fimi og sundi við herforingja- skólann í borginni. Jón var orð- inn auðugur maður, en tapaði aleigu sinni í rússnesku bylt- ingunni og kom snauður til Kaupmannahafnar árið 1920. Þar sneri hann sér að versl- un og verksmiðjurekstri og varð meðal auðugustu Íslend- inga í Danmörku. Hann tók virkan þátt í félagslífi Íslend- inga og var stofnandi og for- maður deildar Slysavarna- félags Íslands í Höfn. Í Danmörku kvæntist Jón Kristínu Guðmundsdóttur, f. 30.12. 1901, d. 7.4. 1976. Þau eignuðust einn son. Jón lést 4.1. 1968. Merkir Íslendingar Jón Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.