Morgunblaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
Í Keflavík má finna stjórnstöð Atl-
antshafsbandalagsins á Keflavík-
urflugvelli (CRC Keflavík) en þang-
að hafa líklega fáir komið.
Í gær var fjölmiðlum boðið að
skoða þar aðstæður og taka mynd-
ir. Það er aðeins í einstaka tilfellum
sem fólki er boðið þangað inn og að
öllu jöfnu eru myndatökur þar
bannaðar. Farsímar eru þar til að
mynda bannaðir án undantekninga.
„Það er mjög sjaldgæft að við
gerum þetta en við þurfum þá að
grípa til viðeigandi ráðstafana.
Meðal annars að sjá til þess að það
sé slökkt á NATÓ-kerfum á með-
an,“ segir Marvin Ingólfsson, að-
stoðarframkvæmdarstjóri varnar-
málasviðs Landhelgisgæslunnar.
Frá stjórnstöðinni fylgist Land-
helgisgæslan með flugumferð á
svæðinu í kringum Ísland. Auk þess
vinnur hún náið með öðrum stjórn-
stöðvum innan bandalagsins. Að
sögn Marvins hefur Landhelgis-
gæslan tilkynningaskyldu til þeirra
og miðlar upplýsingum.
Varnarmál á Íslandi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Innsýn í
stjórnstöð
NATÓ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er djörf ákvörðun hjá dóms-
málaráðherra. Sveitarstjórnarfólk
um allt land hefur kallað eftir því að
stjórnvöld fari með verkefni og störf
út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta
hlýtur einnig að vera ákveðin viður-
kenning á styrk og þekkingu sýslu-
mannsembættisins hér,“ segir
Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti
sveitarstjórnar Norðurþings, um þá
ákvörðun Jóns Gunnarssonar dóms-
málaráðherra að
sýslumaður Ís-
lands verði með
aðsetur á Húsa-
vík.
Hjálmar segist
ánægður með að
öll vötn renni nú
til Húsavíkur.
Þar sé mikil upp-
bygging í at-
vinnulífinu og
fólk vilji búa á staðnum en það vanti
húsnæði. Vonast hann til að það
standi til bóta því verið sé að skipu-
leggja ný íbúðahverfi.
Ekki stór skrifstofa
Dómsmálaráðherra hefur sagt í
viðtali við Morgunblaðið að ekki sé
ætlunin að aðalskrifstofa sýslu-
manns verði fjölmennasta skrifstof-
an. Ætlunin sé að dreifa störfum um
landið og efla öll starfssvæði sýslu-
manna í dag. Í frumvarpsdrögunum
er gert ráð fyrir að þjónusta verði
veitt á að minnsta kosti 25 stöðum og
meira verði horft til stafrænna
lausna en áður þannig að fólk á ekki
að þurfa að ferðast langar leiðir til að
að ná sér í þjónustu á sýsluskrif-
stofu. Þar sem landið verður eitt lög-
sagnarumdæmi getur fólk náð í
þjónustuna á hvaða sýsluskrifstofu
sem er en er ekki bundið við heima-
skrifstofuna.
Jafnframt er ætlunin að færa fleiri
verkefni út í skrifstofurnar og sér-
hæfa þær. Hjálmar Bogi segir að
ýmislegt sé óljóst í frumvarpinu, eins
og það var kynnt í sumar, um það
hvert fólk eigi að sækja þjónustu og
hann segist bíða spenntur eftir nán-
ari útfærslu á því.
Aðalskrifstofa sýslumannsins á
Norðurlandi eystra er á Húsavík og
þar er Svavar Pálsson sýslumaður
búsettur. Í frumvarpsdrögunum er
miðað við að öll embætti sýslumanna
verði lögð niður 1. janúar 2024 og
sýslumaður Íslands taki þá við. Þó er
heimilt að auglýsa starf sýslumanns
fyrr og skipa í embættið. Þá er einn-
ig heimilt að flytja einhvern fráfar-
andi sýslumann í embætti sýslu-
manns Íslands.
Djörf ákvörðun hjá ráðherra
- Forseti sveitarstjórnar Norðurþings ánægður með að sýslumaður Íslands hafi aðsetur á Húsavík
- Viðurkenning á styrk og þekkingu embættisins þar - Fólk getur sótt þjónustu hvar sem er á landinu
Hjálmar Bogi
Hafliðason
Í kynningarskyni er þessa dagana
efnt til margvíslegra viðburða í til-
efni af alþjóðadegi sjálfsvígsfor-
varna sem er í dag, 10. september.
Boðskapur dagsins er að stuðla að
forvörnum sjálfsvíga og minnast
þeirra sem látist hafa í sjálfsvígum.
Málþing um forvarnir var sl. mið-
vikudag þar sem fjallað var um geð-
heilsu og fleira slíkt með tilliti til
sjálfsvíga. Þá voru ný húsakynni
Píeta-samtakanna opnuð á fimmtu-
dag en þau eru við Amtmannsstíg í
Reykjavík. Efnt var til athafnar í til-
efni opnunar og meðal viðstaddra
var Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra.
Í dag, laugardag, kynnir Geðhjálp
sig og sitt starf í Kringlunni í
Reykjavík. Í kvöld verða svo minn-
ingarstundir í Akraneskirkju og
Glerárkirkju á Akureyri, sem hefj-
ast kl. 20. Dagskráin á Akureyri er
samstarf Grófarinnar geðræktar,
Píeta-samtakanna, Sorgarmið-
stöðvar og þjóðkirkjunnar. Sr.
Sindri Geir Óskarsson leiðir stund-
ina nyrðra.
Sjálfsvígsforvarnir
nú í brennidepli
- Píeta í nýtt hús - Minningarstundir
Morgunblaðið/Eggert
Samvera Willum Þór Þórsson ráðherra, Eliza Reid forsetafrú og mæðginin
Björgvin Franz Gíslason og Edda Björgvinsdóttir við opnun húss Píeta.
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA!
SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU
DINNA OG HELGI TAKA VEL Á
MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM
VERÐ FRÁ139.900 KR
Á MANN M.V 2 FULLORÐNA OG 1 BARN 21. - 28. JANÚAR 2023
NÁNAR Á UU.IS
INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á
SKÍÐABÚNAÐI OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN
ERTU MEÐ HÓP?
SENDU OKKUR FYRIRSPURN
Á HOPAR@UU.IS