Morgunblaðið - 12.09.2022, Page 1

Morgunblaðið - 12.09.2022, Page 1
M Á N U D A G U R 1 2. S E P T E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 213. tölublað . 110. árgangur . DREYMIR UM AÐ FRAMLEIÐA HUNANGSSINNEP BROTLENDING BLIKA TEKUR VIÐ EFTIR 70 ÁRA STARFSÞJÁLFUN TÖPUÐU FYRIR KA-MÖNNUM 26 KARL KONUNGUR III. 13ÞÓRÐUR OG MARGRÉT 11 Þingkosningar í Svíþjóð » Jafnaðarmannaflokkurinn 30,5% » Svíþjóðardemókratar 20,7% » Moderatarna 19% » Miðflokkurinn 6,7% » Vinstriflokkurinn 6,6% Útlit var fyrir að hægriblokkin bæri sigur úr býtum í þingkosningum í Svíþjóð. Eftir að 92 prósent at- kvæða höfðu verið talin seint í gær- kvöldi munaði þremur þingsætum á hægri- og vinstriblokkinni, þeim fyrrnefndu í vil. Ljóst var af skoð- anakönnunum að mjótt yrði á mun- um milli ríkisstjórnarmöguleikanna, og því í raun ógerningur að spá um úrslitin. Hin svokallaða vinstri- blokk, undir stjórn Magdalenu And- ersson, samanstendur af Jafnaðar- mannaflokknum, Græningjum og Vinstri flokknum. Hægriblokkin er sá ríkisstjórn- armöguleiki sem væri undir stjórn Ulfs Kristerssons, og samanstæði af Moderatarna-flokknum, Kristileg- um demókrötum, Frjálslynda flokknum og Svíþjóðardemókrötum, sem eru nú orðnir annar stærsti flokkurinn á eftir Jafnaðarmanna- flokknum. Útgönguspá sænska ríkisútvarps- ins gaf til kynna að vinstriblokkin fengi 176 sæti en sú hægri 173 í sinn hlut. Voru fyrstu tölur í ágætis samræmi við þá spá, en þegar rúm- lega helmingur atkvæða hafði verið talinn snerust leikar og hægriblokk- in náði yfirhöndinni. Munaði ein- ungis einu sæti þar til 90 prósent atkvæða höfðu verið talin, en þá hafði hægriblokkin náð að sölsa undir sig 176 sæti. thorab@mbl.is Mjótt á munum í Svíþjóð - Svíþjóðardemókratar hástökkvarar - Vendingar þegar helmingur atkvæða var talinn - Þrjú þingsæti skildu á milli þegar 92 prósent atkvæða höfðu verið talin Morgunstund gefur gull í mund segir mál- tækið. Þá speki höfðu þessir veiðimenn bak við eyrað þegar þeir stóðu á bryggjusporðinum í Keflavík nú um helgina klukkan sex að morgni og renndu fyrir fisk. Fáum sögum fer af því hvernig veiddist en stundin var notaleg. Kyrrð yfir öllu þegar sólin reis og setti fallega bleik- an lit á skýjatásurnar sem svifu fagurlega yfir Faxaflóanum. Morgunblaðið/Eggert Falleg morgunsólin sló roða á himin Dorgað inn í daginn á Keflavíkurbryggjunni _ „Sálræn skyndihjálp og mannleg hlýja fyrirfannst ekki þarna. Ég var bara eitthvert mál sem þurfti að afgreiða og vinnureglurnar sendu mig burt,“ segir Líney Sig- urðardóttir en hún lenti í áfalli um helgina þegar hún fótbrotnaði á leiðinni úr réttum nálægt Þórshöfn þar sem hún er búsett. Þaðan var hún flutt með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akureyri en Líney segir starfsfólkið þar hafa brugðist sér. Eftir röntgen- myndatöku þar sem í ljós kom að um beinbrot væri að ræða var Lín- eyju tjáð að hún fengi ekki pláss á spítalanum þrátt fyrir að vera fár- veik og sárkvalin. »4 Fékk kaldar mót- tökur á spítalanum Líney Sigurðardóttir Með undraskjótri leiftursókn sinni hefur Úkraínuher tekist að frelsa stórt svæði í austurhluta Úkraínu undan yfirráðum Rússa. Þar á meðal Kúpíansk og Isíum, sem hafa verið mikilvægar borgir í birgðakeðju Rússa. Þá hafa Rússar einnig dregið hermenn sína til baka frá austurhluta Karkív- héraðsins. Um er að ræða þáttaskil í stríðinu. „Staðan verður skýrari með hverjum deginum og leiðin til endurheimtar landsins okkar er fyrir hendi,“ er haft efir Volodimír Selenskí forseta Úkraínu. Úkraínskar hersveitir hafa end- urheimt landsvæði sem spannar um 300 þúsund ferkílómetra það sem af er mánuði. Þúsundir manna hafa lagt á flótta yfir landamærin frá Úkraínu til Rússlands í kjölfar þessa. Í gærkvöldi beindu Rússar vopnum sínum að mikilvægum inn- viðum víða í austurhluta Úkraínu, meðal annars í héruðunum Karkív, Dníprópetrovsk og Sumí. Afleið- ingarnar urðu þær að rafmagn sló út, auk þess sem vatnslaust varð víða. Gagnsókn Úkraínu markar þáttaskil _ Notkun brenniofna, þar sem af- gangsviður og afskurður er eldivið- ur, sparar um 700 þús. kr á mánuði í rekstri Skógarafurða ehf. á Víðivöll- um-fremri í Fljótsdal. Tækjakostur hefur nýlega verið bættur svo afköst verða meiri en var. Ofnarnir nýtast við þurrkun viðar. Í fyrra voru hjá fyrirtækinu unnir um 580 rúmmetr- ar af timbri úr íslenskum skógum, en í ár verður magnið meira en 1.000 rúmmetrar. Mikið fellur til af timbri úr bændaskógum. Í marga var plantað fyrir um 30 árum og nú er komið að grisjun. »6 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lurkar Íslenskir bændaskógar skila mikl- um afurðum og vinnslan á þeim er í vexti. Spara 700.000 kr. í kostnað á mánuði Unnur Svavarsdóttir, fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar GoNorth, segir í samtali við Morg- unblaðið að nú þegar hafi borist þó nokkur fjöldi bókana fyrir sumarið 2023. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir sömu sögu og að bókanir hrannist inn á Norður- landi. Þær eru báðar vongóðar um að ferðamannasumarið 2023 verði enn betra en sumarið 2022. Þær segja þó mikilvægt að gistiplássum fyrir ferðamenn fjölgi svo það geti gerst. Arnheiður bindur einnig miklar vonir við að ferðamenn frá Asíu snúi aftur til landsins næsta sumar. Hún reiknar með að það verði að veruleika og að bandarískum ferða- mönnum fjölgi sömuleiðis. „Heilt yfir finnst mér okkar við- skiptavinir og þær ferðaskrifstofur sem við erum í samstarfi við miklu bjartsýnni á að Ísland haldi áfram að vera í þessari gífurlega sterku stöðu þegar ferðamenn eru annars vegar,“ segir Unnur og undir- strikar að framtíðin sé björt fyrir íslenska ferðamannageirann. »4 Bóka snemma fyrir sumarið - Ferðamannasumarið 2023 nú þegar að taka á sig mynd Morgunblaðið/Jónas Erlendsson 2023 Búast má við enn fleiri ferða- mönnum næsta sumar en í ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.