Morgunblaðið - 12.09.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
HAUSTGOLF
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
Á EL PLANTIO GOLF
INNIFALIÐ Í VERÐI:
ÓTAKMARKAÐ GOLF
INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR
GOLFBÍLL INNIFALINN
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI
MORGUNVERÐUR
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
VERÐ FRÁ 173.900 KR.
Á MANN M.V. 4 EÐA 2 FULLORÐNA Á EL PLANTIO GOLF
Ferðirnar okkar til El Plantio bjóða þér upp á að ráða lengd
ferðarinnar, hvort það sé 4, 7, 11, 21 daga löng ferð.
Völlurinn býður upp á 18 holu championship völl ásamt
9 holu æfingavelli. Æfingaaðstaðan býður upp á magnað
pitch svæði og góðu æfingasvæði. Svo er hann rétt hjá
miðborg Alicante eða aðeins í 15 mínútna fjarðlægð.
ÓTAKMARK
AÐ
GOLF OG AFNOT AF
GOLFBÍL
INNIFALIÐ
Í VERÐI
*NÝTT*
BÓKAÐU
GOLFKE
NNSLU
HJÁ PGA GOLFKENN
ARA Á
MEÐAN Á FERÐINNI
ÞINNI
STENDUR
09. - 16. SEPTEMBER - ÖRFÁ SÆTI LAUS
STÖK
KTU
ÚT
Hátíð hefur verið víða í sveitum
landsins síðustu daga þegar fé er
rekið af fjalli og dregið í sundur í
réttum. Í Árnessýslu voru Tungna-,
Hruna-, Skaftholts- og Reykjaréttir
fyrir og um helgina – og í gær voru
Fljótstunguréttir í Borgarfirði. Eft-
ir fjögurra daga leiðangur um
sunnanverða Arnarvatnsheiði
komu smalar til byggða undir kvöld
á laugardag eftir að hafa tafist
nokkuð inni á afréttinum vegna
þoku. Allt fór þó vel að lokum og
féð dregið í dilka og ekið til byggða
í gærmorgun. Alls var þetta um
5.000 fjár frá 10-15 bæjum í Hvítár-
síðu og Reykholtsdalnum.
Öðru fremur eru réttir í sveitum
þó stund mannamóta og gleði, rétt
eins og sjá mátti á svip þessara
ungu manna sem voru í Fljóts-
tungurétt á laugardag.
Réttir víða í
sveitunum
Ljósmynd/Reynir Ólafsson
Jarðskjálftahrinan við Grímsey, sem
hófst aðfaranótt fimmtudags í síð-
ustu viku, 8. september, virðist held-
ur vera í rénun. Þar mældust þó í
gær mörg hundruð skjálftar, en að-
eins sex yfir 3 að
styrk. Vel á sjötta
þúsund skjálftar
hafa komið fram
á mælum síðan
yfirstandandi
hrina hófst, en
snarpasti kipp-
urinn var í upp-
hafi hennar. Sá
skjálfti var 4,9 að
stærð.
„Við höldum al-
veg ró okkar þrátt fyrir jarðskjálft-
ana,“ sagði Ragnhildur Hjaltadóttir
í Grímsey í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi. „Í sumum húsum
hér finnast skjálftarnir en sjálf hef
ég aðeins stöku sinnum heyrt drun-
urnar sem hræringum þessum
fylgja. Sjálf hef ég ekki miklar
áhyggjur af þessu, því hér hefur
áður komið svona órói, ástand sem
síðan bara fjarar út hægt og rólega.
Einmitt slíkt held ég að sé að gerast
nú. En allur er varinn góður vissu-
lega, mér þykir auðvitað ósköp vænt
um að varðskip liggi hér fyrir utan
eyna meðan þetta ástand varir, þótt
þetta trufli mig afar lítið.“
Spennulosun á flekaskilum
Skjálftarnir við Grímsey nú verða
vegna spennulosunar á flekaskilum
jarðskorpunnar og eru engin merki
um gosóróa, skv. frásögn Kristínar
Elísu Guðmundsdóttur náttúruvár-
sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
„Það getur alveg gosið þarna og við
fylgjumst með, en það er ekkert sem
bendir til slíks,“ nefnir Kristín. Hún
segir að síðast hafi komið eldgos á
þessum slóðum á 19. öld, sem á tíma-
kvarða jarðfræðinnar er næsta
skammur tími.
sbs@mbl.is/veronika@mbl.is
Drunur í lofti og
þúsundir skjálfta
- Hrinan er hugsanlega að fjara út
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grímsey Óvissuástand ríkir í eynni
á heimskautsbaugnum.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Kurr er meðal fólks á Norðurlandi –
og víðar á landinu – vegna þjónustu
Icelandair í innanlandsflugi. Algengt
hefur verið að undanförnu að ferðir
milli Reykjavíkur og Akureyrar séu
felldar niður fyrirvaralítið. Slíkt hef-
ur komið sér illa fyrir fólk sem þarf
milli staða, til dæmis í lækniserind-
um eða vegna vinnu sinnar, eins og
margir hafa lýst til dæmis á sam-
félagsmiðlum. Bæjarfulltrúar láta
þetta nú til sín taka og óska eftir
skýringum flugfélagsins. Fundur
með Boga Nils Bogasyni forstjóra
Icelandair er áformaður í næstu viku.
Verður að komast í lag
„Ástandið er algjörlega óboðlegt
og málin verða að komast í lag,“ segir
Heimir Árnason, forseti bæjar-
stjórnar Akureyrar. „Við vitum um
fólk sem er jafnvel komið suður á
flugvöll þegar það fær þau svör að
flugi hafi verið frestað ellegar þá sms
um að ferð hafi verið felld niður.
Gagnvart þessu er fólk algjörlega
ráðalaust, til dæmis ef sækja þarf
mikilvæga þjónustu fyrir sunnan.
Sumir aka því á milli ellegar láta
breyta farmiðanum sínum en fyrir
slíkt tekur flugfélagið tugi þúsunda
króna.“
Heimir Örn leggur áherslu á að
innanlandsflugið sé að nokkru þjóð-
vegur milli Reykjavíkur og Akureyr-
ar. Því þurfi þessi þjónusta að vera í
lagi, rétt eins og vegum sé haldið
greiðfærum. „Ég treysti Icelandair
til þess að meta hvað þörf er á mörg-
um ferðum hér á milli á dag. Við vilj-
um bara að áætlanir standist, en
hvers vegna slíkt gerist ekki verður
forstjórinn að svara.“
Fram kom á vefnum akureyri.net
nýlega að á fyrstu sex mánuðum líð-
andi árs hefðu á flugleiðinni milli
Reykjavíkur og Akureyrar 965 ferðir
verið á réttum tíma, 410 með seinkun
upp á 15 mínútur eða meira og 143
ferðir felldar niður. Árið 2019 var
hins vegar 1.481 ferð á tíma, 119 með
seinkum og aðeins 75 ferðir féllu nið-
ur.
Bilaðar flugvélar og
löng bið eftir varahlutum
„Við höfum fullan skilning á þeim
óánægjuröddum sem heyrst hafa.
Því ástandi sem verið hefur viljum
við bæta úr,“ segir Ari Fossdal,
stöðvarstjóri Icelandair á Akureyri.
Hann bendir á að vélarnar sem nýtt-
ar eru í innanlandsfluginu hafi á síð-
ustu mánuðum nokkrar farið í tíma-
frekar ástandsskoðanir. Einnig hafi
komið upp minniháttar bilanir í vél-
um, sem þá hafa verið kyrrsettar í
varúðarskyni. Nokkurra daga bið
geti verið eftir varahlutum, sem fyrir
tíma heimsfaraldurs hafi á stundum
mátt útvega samdægurs að utan.
Ekki sé svigrúm til að taka aðrar vél-
ar inn til notkunar vegna þeirra sem
eru stopp. Vegna þess hafi því á
stundum farið af stað víxlverkandi
vandamál sem geti tekið tíma að
leysa.
„Í vor lentum við í svona hrakn-
ingum en vorum á góðri áætlun í
sumar. Vonandi tekst okkur fljótlega
að komast aftur á sporið því ástandið
er slæmt fyrir alla,“ segir Ari Foss-
dal.
Flugferðum frestað og felldar niður
- Óánægja á Akureyri og víðar með innanlandsflug Icelandair - Óboðlegt ástand, segir bæjarfulltrúi
- Flugið er þjóðvegur - Forstjórinn gefi skýringar - Flugvélarnar eru lengi í skoðun og aðrar bilaðar
Heimir Örn
Árnason
Ari
Fossdal
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Icelandair Vélar af gerðinni Bomb-
ardier sinna innanlandsfluginu.
Ragnhildur
Hjaltadóttir