Morgunblaðið - 12.09.2022, Síða 6
Verksmiðja Gömlu fjárhúsin á Víðivöllum-fremri hafa fengið nýtt hlutverk.
Til stendur að reisa hentugra hús fyrir framleiðsluna á allra næstu árum.
utanhússklæðningar. Af öðrum af-
urðum má nefna pallaefni, parket,
panil og lista í ýmsum gerðum. Einn-
ig eldivið af ýmsum tegundum og
stærðum.
Nýlega festi fyrirtækið kaup á
þremur brennurum til viðbótar þeim
sem fyrir var, en þar nýtist sem eld-
viður ýmis afskurður úr timburfram-
leiðslu, kræklóttir lurkar og fleira
slíkt. Í klefum sem brennararnir
standa við er sagað timbrið þurrkað í
50-70 gráða hita í 3-7 daga. Tíma-
lengdin ræðst af því hvort timbrið
skal notað utandyra eða innan.
„Brennararnir gera reksturinn
mun hagkvæmari. Áður þurftum við
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fjárfestingar okkar að undanförnu í
nýjum vélum hér auka afköst til
muna,“ segir Bjarki M. Jónsson,
framkvæmdastjóri Skógarafurða ehf.
á Ytri-Víðivöllum II í Fljótsdal. Þar
er starfrækt verksmiðja sem fram-
leiðir timbur og fleira slíkt, sem sent
er að austan til kaupenda víða um
land. „Með öflugum tækjum og betri
nýtingu á efni verður grundvöllur
rekstrar þessa fyrirtækis allt annar
og betri en var. Nú skapast svigrúm
til að efla starfsemina eins og þörf er
á, nú þegar sífellt meiri afurðir fást úr
bændaskógum landsins. Í marga
þeirra var plantað fyrir 25-30 árum
og svo er oft kominn tími á grisjun á
trjám sem við vinnum úr smíðavið og
raunar margt fleira.“
Kantaðir og flettir berki
Hjá Skógarafurðum, sem Bjarki og
Jón Ólafur Sigurðsson faðir hans eiga
og reka saman, eru trjábolirnir fyrst
kantaðir og flettir berki í stórri fjöl-
blaðahjólsög. Af henni er tréð fært
yfir í rammabandsög, tæki sem keypt
var snemma á þessu ári. Með still-
ingum á vélinni má saga viðinn í mis-
munandi breidd og þykkt, en hægt er
að láta allt að tíu sagarblöð snúast í
einu. Að fá þetta tæki segir Bjarki að
hafi breytt öllu í rekstri fyrirtækisins.
„Í fyrra unnum við úr alls 580 rúm-
metrum af timbri en förum væntan-
lega talsvert yfir 1.000 rúmmetra í ár
eða eitthvað nærri því að tvöfalda
umsvifin milli ára. Við setjum stefn-
una á að vinnslan fari í um 5.000 rúm-
metra eftir fá ár, enda þótt tækin hér
geti afkastað enn meiru. Núverandi
húsakostur hér hamlar reyndar meiri
umsvifum og því eru komnar skissur
að stóru verksmiðjuhúsi sem verður
reist eftir 5-10 ár.“
Miklar fjárfestingar
Hugur Bjarka hafði lengi staðið til
þess að fara út í skógrækt og frum-
kvöðulsstarfsemi þegar hann keypti
Ytri-Víðivelli árið 2015. Fljótlega þar
á eftir keypti hann fyrstu sögina og
annan búnað sem þarf til timbur-
framleiðslu sem komið var fyrir í
gömlum fjárhúsum á bænum. Við
þennan tækjakost hefur verið aukið
smám saman í tímans rás og saman-
lögð fjárfesting orðin um 200 millj-
ónir króna. Hjá Skógarafurðum ehf.
er mest framleitt af timbri í breidd-
inni 1x4 og nýtist í ýmsum lengdum í
að nota rafmagn til að kynda þurr-
klefana og íbúðarhúsin hér á Víðivöll-
um. Nú nýtist hitinn frá eldinum og
þetta lækkar rafmagnsreikninginn
hjá okkur um allt að 700 þúsund
krónur á mánuði. Afurðir sem til falla
eru nýttar í stað þess að fara í svelg-
inn.“
Efla þarf vöruþróun
Víðivellir-Ytri II eru stór jörð og
þar eru jafnframt víðfeðmir skógar,
sem plantað var til um 1970 undir
merkjum svonefndrar Fljótsdals-
áætlunar. Bjarki og hans fólk eiga
einnig jörðina Hrafnsgerði í Fellum á
Héraði, þar sem sömuleiðis eru miklir
nytjaskógar. Lerkið er þar áberandi,
rétt eins og víðar í skógum á Austur-
landi og sú tegund er því í miklum
mæli unnin hjá Skógarafurðum. Hrá-
efnið kemur annars af öllu landinu;
greni til dæmis af Vesturlandi og ösp
í talsverðum mæli af Suðurlandi.
„Ösp er fínn smíðaviður. Nýtist vel
sem panell en núna prófum við okkur
þar áfram með hana sem parketefni.
Af ösp voru á sínum tíma gróðursett
ókjörin öll á Suðurlandi og nú styttist
í að farið verði að grisja þá skóga
hressilega. Því þarf að efla vöruþróun
á öllu því sem vinna má úr ösp – en
reyndar er þessi markaður alltaf að
stækka. Að nota mætti íslenskar við-
arafurðir í Svans-vottaðar byggingar
var stór áfangi fyrir okkur,“ segir
Bjarki.
Stór vinnustaður
Skógarafurðir ehf. veltu á síðast-
liðnu ári um 120 milljónum króna, en í
ár verða tölurnar í rekstrinum vænt-
anlega talsvert hærri. Starfsmenn
eru sex til átta, sem er talsvert, sam-
anber að heimavöllur starfseminnar
er Fljótsdalshreppur, með 100 íbúa.
Raunar heldur sveitarfélagið á 18%
hlut í fyrirtækinu, enda er þar litið
svo á að skógarnytjar styrki atvinnu-
líf á svæðinu eins og er að koma á
daginn.
Timburvinnslan tvöfölduð á árinu
- Skógarafurðir ehf. umsvifamikið fyrirtæki í Fljótsdal - Fá afurðir af öllu landinu - Nýjar vélar
gjörbreyta rekstrinum - Utanhússklæðningar, parket og pallaefni - Viðarbrennslan sparar stórfé
Framleiðsla Bjarki Jónsson t.v. og Jón Þorvarðarson við rammabandsög.
Hægt er að láta tíu blöð snúast í senn og fá timbur í ýmsum þykktum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eldiviður Ingvar Aaberge hér við viðarkljúfara. Þar eru birkilurkar bútaðir
sundur, en þeir eru afar góðir sem brenni í arineld og pítsuofna.
Stæða Myndarlegur hlaði af timbri sem nýtast mun sem utanhússklæðning.
Framleiðsla fyrirtækisins er gjarnan seld beint til fólks í framkvæmdum.
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
Nýr skáli Ferðafélags Akureyrar
(FFA) í Drekagili við Dyngjufjöll,
sem fengið hefur nafnið Víti, var
formlega tekinn í notkun sl. laug-
ardag. Skálinn er 136 fermetrar að
grunnfleti og á tveimur hæðum. Á
neðri hæðinni eru rúmgóður salur
og aðstaða fyrir göngufólk sem um
svæðið fer til að þurrka klæði sín og
búnað. Á efri hæðinni eru fimm
tveggja manna herbergi, ætluð far-
arstjórum, bílstjórum og sjálfboða-
liðum í vinnuferðum.
Afdrep og öryggi
„Salurinn á neðri hæðinni er
hugsaður öðrum þræði sem afdrep
og öryggi. Drekagil er í um 800
metra hæð yfir sjávarmáli og þar
má búast við öllum veðrum, jafnvel
þótt um hásumar sé,“ segir Þorvald-
ur Rafn Kristjánsson varaformaður
FFA í samtali við Morgunblaðið.
Framkvæmdir við byggingu skál-
ans nýja í Drekagili hófust fyrir
þremur árum. Þær hafa verið tekn-
ar í áföngum og eftir aðstæðum
hverju sinni. Kostnaður FFA við
kaup á byggingarefni er um 65 millj-
ónir króna. Þá má, segir Þorvaldur
Rafn, virða sjálfboðið starf fé-
lagsfólks við framkvæmdir til viðlíka
upphæðar.
Fyrir á FFA tvo skála í Drekagili
og þar er aðstaða til að taka á móti
alls 55 manns. Svæðið er fjölsótt yfir
sumarið enda eru Dyngjufjallasvæð-
ið og Askja fáu lík.
„Uppbyggingin við Dreka er afar
nauðsynleg. Þetta er hálendismið-
stöð og þarna ætlum við okkur að
veita ferðafólki þjónustu, með veit-
ingasölu sem hefst næsta sumar,“
segir Þorvaldur Rafn.
Jafnhliða því sem skálinn nýi var
formlega opnaður um helgina var
þar afhjúpuð ný hringsjá sem
Ferðafélag Akureyrar gaf FFA.
Faðir og Sonur
Hringsjáin er á hól skammt frá
Dreka sem heitir Faðir. Ekki langt
frá er önnur keila sem heitir Sonur –
og saman er þetta tvíeyki gjarnan
kallað Feðgar. Víðsýnt er af Föð-
urnum eins og hringsjáin sýnir. Þar
er vísað til um 30 staða; hóla, dala,
jökla og fjalla þar sem fjalladrottn-
ingin Herðubreið er auðvitað í aðal-
hlutverki. sbs@mbl.is
Víti skal húsið heita
- Aðstaðan bætt við Drekagil - Nýr skáli og útsýnisskífa
Drekagil Sæluhúsið nýja er vegleg bygging. Á mynd til hægri sjást Ingvar
Teitsson og Páll Guðmundsson frá Ferðafélagi Íslands við hringsjána góðu.
„Þessi gripur er mjög sérstakur
upp á það að gera að við finnum
mjög sjaldan raf hér á landi og við
fundum hann inni í þessari búð sem
sýnir fram á að fólkið sem hefur
verið þar hefur eflaust haft eitt-
hvað á milli handanna,“ segir forn-
leifafræðingurinn Lísabet Guð-
mundsdóttir um forvitnilegan
rafgrip sem fannst rétt fyrir helgi í
fornleifauppgreftri á Hvítsöndum í
landi Bjarnaness á Ströndum.
Þar hófst fornleifarannsókn fyrir
um viku á verbúðum sem hafa stað-
ið einhvern tíma á tíundu öld. Lísa-
bet stýrir rannsókninni en hún er
samstarf Fornleifastofnunar Ís-
lands og Háskólans í Bergen.
„Það eru eiginlega engar rann-
sóknir til á svona stöðum frá þessu
tímabili hérna á Íslandi. Þetta er
því allt nýtt fyrir okkur og þessi
þjóðfélagshópur sem uppi var á vík-
ingaöld hefur lítt verið rannsak-
aður,“ segir Lísabet og á þar við
samfélag fiskveiðifólks. „Þessar
víkingaaldarverbúðir hafa verið
notaðar árstíðabundið og því örlítið
öðruvísi búseta en við erum vön að
rannsaka. Við höfum fundið svolítið
af hvalbeinum inni í annarri ver-
búðinni og svo þennan rafgrip,“
bætir hún við.
Lísabet segir að um sé að ræða
innfluttan grip, mögulega frá Dan-
mörku, og hefur gripurinn að öllum
líkindum verið notaður sem skraut
en það á eftir að koma í ljós eftir
frekari rannsóknir.
isak@mbl.is
Rafgripur fannst í
fornleifauppgreftri
Fundur Rafgripurinn er sjaldgæf
sjón hér á landi að sögn Lísabetar.