Morgunblaðið - 12.09.2022, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bændurnir á Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum hafa fengið afhenta nýja
Massey Ferguson-dráttarvél. Er
þetta 24. Ferguson-vélin sem keypt
er til búsins á sjötíu árum.
Júlí árið 1952 var viðburðaríkur
mánuður hjá Eggerti Ólafssyni,
bónda á Þorvaldseyri, og konu hans
Ingibjörgu Nyhagen. Þeim fæddist
sonur, Ólafur, sem í fyllingu tímans
tók við búskapnum, og keypt var
Ferguson-dráttarvél, sú fyrsta af
þeirri tegund sem kom að Þorvalds-
eyri.
Þorvaldseyrarbændur, þeir lang-
feðgar Eggert, Ólafur Eggertsson
og Páll Eggert Ólafsson, hafa haldið
tryggð við þessa tegund síðan. Ívar
Freyr Hafsteinsson, sölumaður
Ferguson hjá Búvélum á Selfossi,
segir að Ferguson hafi þjónað mörg-
um bæjum kynslóð fram af kynslóð
enda reynst vel en hann þekkir ekki
dæmi þess að jafnmargar dráttar-
vélar hafi verið keyptar á sama bæ-
inn.
Vinsælustu dráttarvélarnar
Innflutningur á Ferguson-
dráttarvélum til Íslands hófst á
árinu 1949 og urðu þær fljótt vinsæl-
ustu dráttarvélar landsins, eins og
fram kemur í bók Bjarna Guð-
mundssonar, … og svo kom Fergu-
son. Vélin sem kom að Þorvaldseyri
1952, Gráni Ferguson, var af gerð-
inni A-20 og var afl hennar líklega
um 26 hestöfl. Síðan eru liðin 70 ár
og 24. Ferguson-dráttarvélin kom að
Þorvaldseyri í síðasta mánuði.
Nýja Massey Ferguson-vélin er af
gerðinni 7S og er fyrsta vélin úr
þeim flokki sem kemur til landsins.
Hún er 190 hestafla með aflauka upp
í 220 hestöfl og er því að minnsta
kosti sjö eða átta sinnum aflmeiri en
Gamli Gráni sem enn er til á Þor-
valdseyri og hægt að gangsetja hve-
nær sem er.
Massey Ferguson fagnar 175 ára
framleiðsluafmæli í ár. Þar er miðað
við framleiðslu Massey Harris því
Ferguson byrjaði sína framleiðslu
mun seinna en fyrirtækin samein-
uðust á sjötta áratug síðustu aldar.
Ívar segir að í tilefni afmælisins hafi
útlitshönnun Massey Ferguson-
dráttarvélanna verið breytt og við
það sóttur innblástur í vélar frá sjö-
unda og áttunda áratugnum.
Í tilefni tímamótanna á Þorvalds-
eyri færðu framleiðendurnir bænd-
unum á Þorvaldseyri, Ólafi og Páli
Eggerti, líkan af gömlum og nýjum
dráttarvélum að gjöf ásamt viður-
kenningarskjali.
Ljósmynd/Ívar Freyr Hafsteinsson
Þorvaldseyri Ólafur Eggertsson við vélina sem er jafngömul honum og Páll Eggert Ólafsson stendur við þá nýju.
24 Ferguson-dráttarvélar
að Þorvaldseyri á 70 árum
- Nýi Rauður er margfalt öflugri en Gráni Ferguson
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Við höfum áhyggjur af þessari
stöðu,“ segir Jón Helgi Björnsson,
forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norð-
urlands, en ágreiningur á milli ríkis
og Akureyrarbæjar varðandi bíla-
kjallara undir nýrri heilsugæslustöð
sem fyrirhugað var að reisa við
Þingvallastræti tefur framkvæmdir.
Reisa á tvær nýjar heilsugæslu-
stöðvar á Akureyri í stað núverandi
stöðvar í miðbænum sem hentar
starfseminni illa. Framkvæmdir eru
hafnar við heilsugæslustöð sem
sinna á íbúum í norðanverðum bæn-
um.
Norðurstöðin verður á efri hæð
verslunarmiðstöðvarinnar við
Sunnuhlíð í Glerárhverfi, auk þess
sem byggð verður viðbygging við
stöðina. Í allt fær HSN til umráða
um 1.700 fermetra við Sunnuhlíð og
segir Jón Helgi að stefnt sé að því að
taka þá stöð í notkun seint á næsta
ári. Hann segir að því sem næst öll
starfsemi stöðvarinnar verði á einni
hæð, sem auðveldi mjög flæði og
bæti samstarf milli eininga. „Nýja
stöðin verður bylting í aðstöðu
starfsfólks og þjónustuþega, en til að
fá og halda öflugu starfsfólki er
nauðsynlegt að hafa starfsaðstæður
sem henta starfseminni,“ segir Jón
Helgi.
Þarf ef til vill að skoða
aðra staðsetningu
Hin heilsugæslustöðin sem til
stendur að byggja á Akureyri verð-
ur fyrir íbúa sunnan Glerár og á að
rísa við hlið tjaldstæðisreitsins við
Þingvallastræti. Gerðu áætlanir ráð
fyrir að hún yrði tilbúin á árinu 2024.
„Ágreiningur á milli ríkis og bæj-
ar um bílakjallara veldur því að
framkvæmdir eru ekki hafnar og
óljóst hvenær af þeim getur orðið.
Ef til vill verður þessi ágreiningur til
þess að skoða þurfi aðra staðsetn-
ingu fyrir stöðina. Ég vona svo sann-
arlega að takist að leysa málið því
það er allt stopp núna með tilheyr-
andi töfum á verkefninu,“ segir Jón
Helgi.
Ekki gert ráð fyrir kostnaði
Framkvæmdasýsla ríkisins –
Ríkiseignir sendi erindi til Akureyr-
arbæjar í mars síðastliðnum og ósk-
aði eftir því að ekki yrði í deiliskipu-
lagi gert ráð fyrir bílakjallara undir
heilsugæsluna en bílastæðum ofan-
jarðar fjölgað í þess stað. Skipulags-
ráð og bæjarráð fjölluðu um málið í
vor og lýstu vonbrigðum með að ekki
væri vilji til að gera bílakjallara und-
ir stöðinni, en ráð hafði verið gert
fyrir því frá því skipulagsvinna hófst
veturinn 2020 til 2021. Bílakjallari
væri forsenda fyrir því að byggja
heilsugæslustöð á þessu svæði.
Fram kemur í erindi Fram-
kvæmdasýslu ríkisins – Ríkiseigna
að í heildarkostnaði vegna rúmlega
1.700 fermetra byggingar undir
heilsugæslu við Þingvallastræti væri
ekki gert ráð fyrir þeim kostnaði
sem hlýst af gerð bílakjallara undir
stöðina, fjárframlög til verksins
gerðu ekki ráð fyrir honum. Gert var
ráð fyrir að 40 bílastæði yrðu í kjall-
aranum.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Framkvæmdir Byrjað er að reisa viðbyggingu við heilsugæslustöð við versl-
unarmiðstöðina Sunnuhlíð. Framkvæmdir við aðra stöð eru ekki hafnar.
„Höfum áhyggjur
af þessari stöðu“
- Ágreiningur um bílakjallara milli rík-
is og bæjaryfirvalda tefur framkvæmdir
Ríkið er hvatt til þess að standa við
fyrirheit sín um fjármögnun þeirra
samgönguúrbóta sem komnar eru á
áætlun, segir í ályktun haustþings
Samtaka sveitarfélaga á Austur-
landi. Breikkun einbreiðra brúa,
lagfæringar á hættulegum veg-
arköflun og jarðgangagerð eru til-
tekin í þessu sambandi. Einnig er
hvatt til frekari uppbyggingar á
Egilsstaðaflugvelli, sem sé mikil-
vægt bakbein flugvallarins í Kefla-
vík á eldgostímum á Reykjanesi.
Hringrásarhagkerfi, kolefnis-
hlutleysi og viðnámsþróttur gagn-
vart hnattrænum lofslagsbreyt-
ingum koma fyrir í ályktunum SSA.
Einnig efnisatriði eins og sprotar og
nýsköpun í atvinnulífi. Þar eru
verslanir og veitingafyrirtæki á
Austurlandi raunar sérstaklega
hvött til þess að „auka framboð á
matvöru sem framleidd er á svæðinu
og byggja þannig undir frekari þró-
un á þessu sviði sem nýtist bæði
heimamönnum og gestum Austur-
lands“.
Ýmsu er beint að ríkisvaldinu í
málflutningi SSA, svo sem að renna
styrkari stoðum undir tekjustofna
sveitarfélaga. Til þeirra séu gerðar
miklar og vaxandi kröfur og því eiga
sveitarfélögin að njóta hlutdeildar í
skatttekjum af nýtingu náttúru-
auðlinda, veiðigjöldum, gjöldum af
fiskeldi og skatttekjum af orkufram-
leiðslu. Einfalda þurfi allt regluverk
í samskiptum ríkis og sveitarfélaga
svo fjármunir nýtist frekar til að
þjónusta íbúa og atvinnulíf. Þá þurfi
að styrkja þá heilbrigðisþjónustu
sem nú er veitt á svæðinu. Einnig
bæta aðgengi að námi á háskólastigi
og að í kennslu og rannsóknum verði
unnið úr efni um umhverfi, samfélag
og menningu í landshlutanum.
Ný stjórn Sambands sveitarfélaga
á Austurlandi var kjörin á þinginu.
Nýr formaður er Berglind Harpa
Svavarsdóttir Múlaþingi og varafor-
maður Þuríður Sigurðardóttir
Fjarðabyggð. Aðrir í stjórn eru
Ragnar Sigurðsson úr Fjarðabyggð,
Helgi Hlynur Ásgrímsson frá Múla-
þingi og Axel Örn Sveinbjörnsson
sem er Vopnfirðingur. Áheyrnar-
fulltrúi er Jóhann F. Þórhallsson
Fljótsdalshreppi. sbs@mbl.is
Ríkið standi við fyrirheitin
- Sveitarfélög á Austurlandi þinga og þétta raðir - Matur
úr héraði verði á borðum - Rannsóknir og vísindi úr héraði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Neskaupstaður Einn þeirra sex þéttbýliskjarna sem mynda Fjarðabyggð.