Morgunblaðið - 12.09.2022, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.09.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022 E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Stóll E60 orginal kr. 44.100 Retro borð 90 cm kr. 156.200 (eins og á mynd) Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Andrés Magnússon andres@mbl.is Sagt hefur verið að enginn maður í heiminum hafi verið jafnlengi í starfsþjálfun og Karl Eng- landskonungur III., sem var ríkisarfi í 70 ár. Hann er ekki óumdeildur maður og margir efast um að hann beri krúnuna jafnvel og móð- ir hans heitin, Elísabet mikla, eins og sumir kalla hana að fordæmi Boris Johnsons. En þá má líka hafa hugfast að að henni genginni og eftir öll þessi ár er enginn núlifandi maður ann- ar með meiri reynslu af æðstu stjórn ríkis og alþjóðatengslum en einmitt Karl III. Konungur fæddist í Buckingham-höll í Lundúnum 14. nóvember 1948, fyrsta barn krónprinsessunar Elísabetar og Filippusar manns hennar. Honum voru gefin nöfnin Karl Filippus Artúr Georg. Þrátt fyrir að hafa alla tíð haft nóg að gera við að klippa á borða og afhjúpa veggplötur átti Karl löngum erfitt með að finna sér hlutverk. Hann tók upp ýmis málefni og gerði að sínum, tjáði sig stundum óvarlega um landsins gagn og nauðsynjar, jafnvel þannig að hann væri gagnrýndur fyrir afskipti af stjórnmálum. Ekki þótti skárra þegar hann játaði að eiga samtöl við plöntur, mælti með smáskammta- lækningum og þar fram eftir götum. Hann öðl- aðist því aldrei vinsældir móður sinnar, þótti léttvægari maður, og götublöðin fundu – oft án mikillar sanngirni – að stefnuleysi hans. Það var þó ekkert hjá því þegar brestir í hjóna- bandi hans og Díönu prinsessu af Wales tóku að koma í ljós, en þar var sökinni að mestu skellt á hann, aftur án fyllstu sanngirni. Uppvöxtur og mannþroski Foreldrar Karls konungs voru mjög önnum kafin í æsku hans, Elísabet varð drottning þeg- ar hann var rétt rúmra þriggja ára og kon- ungshjónin mikið í ferðalögum um samveldið. Fyrir vikið er hann ákaflega nákominn Önnu prinsessu, systur sinni, og tekur mikið mark á henni, enda er hún sögð með skarpari hnífum í skúffum hirðarinnar. Sem barn og ungur maður var hann við- kvæmari en foreldrar hans áttuðu sig á, svo dvöl í heimavistarskóla í Skotlandi reyndist honum erfið, en hins vegar var hann mjög ánægður þegar hann gekk í menntaskóla í Ástralíu. Þaðan hélt hann í Trinity-skóla í Cambridge, þar sem hann las fornleifafræði, mannfræði og sagnfræði, en varði einni önn í háskóla í Aberystwyth í Wales þar sem hann lærði undirstöðurnar í velsku og sögu landsins, enda var hann gerður að prins af Wales og út- nefndur krónprins þegar hann varð 21 árs. Sagt er að þrátt fyrir langa valdatíð hafi eng- inn orðið neinu nær um skoðanir drottningar á nokkru nema hestum. Það átti ekki við um Karl prins, en eftir að hann lét af herþjónustu 1976 lét hann í sér heyra um fjölmarga þætti bresks samfélags, þótt ekki ræddi hann það á flokkspólitískum nótum. Einkum lét hann í ljós harða gagnrýni á arkitektúr og skipulag eftir- stríðsáranna, sem hann taldi ekki hafa skaðað breskar borgir miklu minna en Luftwaffe! Þá lét hann umhverfisvernd sig einnig miklu skipta, hefur talað um loftslagsmál lengur en flestir, og jafnframt verið frumkvöðull á sviði lífrænnar matvælaframleiðslu og raunar efnast nokkuð á henni. Augljóst var að prinsinn var leitandi maður og hann var m.a. leitandi að kvonfangi. Hann kynntist Camillu Shand fyrst 1973, en hún gift- ist öðrum. Eftir langa og viðburðaríka leit fóru hann og lafði Díana Spencer að stinga saman nefjum, en hún tók bónorði hans 1981 og þau giftust í brúðkaupi aldarinnar þá um sumarið. Ári síðar fæddist William, nú ríkisarfi, og Harry bróðir hans 1984. Þau hjónin áttu hins vegar ekki vel saman, bæði vegna aldursmunar og ólíkrar skaphafnar. Fyrr en varði voru þau bæði farin að halda fram hjá, hann með Kam- illu og Díana með röð elskhuga. Af þessu gengu ýmsar sögur, en 1992 var greint frá skilnaði þeirra, og kraumandi almannatengslastríð þeirra hjóna vall upp á yfirborðið. Díana vann það með yfirburðum, þótt síðar kæmu í ljós ýmsir maðkar í mysunni. Þegar Díana fórst í bílslysi 1997 er óhætt að tala um geðshræringu stórs hluta þjóðarinnar, sem fékk farveg í töluverðri andúð á Karli, sem margir álösuðu fyrir hvernig farið hefði. Karl lét lítið fyrir sér fara næstu ár, sinnti skyldustörfum og hélt áfram að hitta Kamillu, sem hann svo kvæntist 2005, en götublöðin héldu uppi linnulítilli gagnrýni á hann, sem smitaðist yfir á Kamillu. Af tillitssemi við þau sjónarmið tók hún ekki upp prinsessutitil Díönu, heldur lét sér nægja að vera hertoga- ynja af Cornwall. Innan konungsfjölskyldunnar skynjuðu hins vegar margir skjótt að Kamilla hefði góð áhrif á Karl og að hún léti sér annt um hina móður- lausu drengi. Drottning treysti henni æ meir og góður vinskapur tókst með Kamillu og Fil- ippusi drottningarmanni, sem verið hafði í nöp við hana í fyrstu. Í ljós kom einnig að almenningur kunni að meta ósérhlífni hennar og æðruleysi, svo vin- sældir hennar og virðing jukust jafnt og þétt. Nýr konungur, ný hirð og nýir siðir Við öllum blasir að Karl konungur er ólíkur móður sinni um margt. Hann hefur raunar undirstrikað að hreinskilni sín sem prins af Wales væri óviðeigandi af konungi, en eins veit hann að valdatíð hans verður ekki ýkja löng þótt hann hafi heitið því að þjóna þjóðinni til dauðadags líkt og móðir hans. Sumir tala óhik- að um millibilskonung þar til hinn vinsæli Vil- hjálmur ríkisarfi tekur við með sína ekki minna vinsælu eiginkonu Katrínu sér við hlið. Þrátt fyrir að Karl sé ekki kunnur að sömu hófsemd og heilbrigði í lifnaðarháttum og móð- ir hans, þá hefur hann margsinnis gefið til kynna að konungsfjölskyldan þurfi að draga saman seglin, opna hallir sínar almenningi og semja sig að nýjum tímum. Það verður ekki auðvelt, því líkt og móðir hans áttaði sig á var galdurinn við konungdæmið að hún gaf sig ekki slebbamenningunni á vald, en þegar það henti einhverja fjölskyldumeðlimi að samsama sig líferni dægurfrægðarfólks opnuðu þeir sig fyrir hneykslisumræðu og voðinn vís. Rætt er um að breska hirðin kunni að fá nor- rænna yfirbragð en áður, hún verði líkari því sem gerist í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, þar sem yfirbygging hirðarinnar og umsvif eru mun minni og nútímalegri. Hins vegar er viðbúið að Karl geti ekki stillt sig lengi um að tjá sig um ýmis þjóðþrifamál, enda lítur hann sumpart á sig sem málsvara hins þögla Eng- lands, sem öðru hverju þurfi að ræskja sig. Aðalhlutverkið verður þó að þróa og styrkja konungsveldið og búa í haginn fyrir hinn fer- tuga Vilhjálm, sem tekur við völdum eftir hans dag. Þangað til líða engin 70 ár. Karl konungur III. á valdastóli - Nýr konungur tekur við eftir 70 ára starfsþjálfun - Þekktur fyrir ákveðnar skoðanir á þjóðmálunum - Hyggst minnka umsvif hirðarinnar og nútímavæða - Hefur annan stíl og Vilhjálm prins sér við hlið AFP/Hannah McKay Konungur Karl III. kemur í þinghúsið í fullum skrúða sem ríkisarfi og Prins af Wales nú í vor, og gýtur augum að heimsveldiskrúnunni, sem hann getur brátt loks sett upp eftir 70 ára bið. Margt mun breytast með nýjum húsbónda í Buckingham-höll. Gert er ráð fyrir að Karl konungur III. hafi með sér nánustu samstarfs- menn úr Clarence House, embætt- isbústað hans undanfarin ár, en sömuleiðis að mörgum samstarfs- mönnum hinnar látnu drottningar verði fundnar virðingarstöður utan hallarinnar. Karl ætlar Vilhjálmi syni sínum meira hlutverk sem ríkisarfi, bæði til þess að undirbúa hann fyrir það sem koma skal, en sjálfsagt einnig til þess að létta undir með sér og ekki saka almennar vinsældir Vil- hjálms og konu hans. Einn helsti ráðgjafi Karls verður áfram Anna prinsessa systir hans, alkunnur dugnaðarforkur, sem lætur sér fátt brenna fyrir brjósti. Hún var nánari drottningunni en Karl (og þykir lík föður sínum, sem hvorki hafði tíma fyrir fum né fá- vita), en þau systkinin eru afar ná- in og góðir vinir, enda stutt á milli þeirra. Mögulega er það þó Kamilla, sem mest munar um. Hún er skyn- söm og skelegg og hefur temprað bónda sinn vel. Á sínum tíma var boð út látið ganga til þess að friða aðdáendur Díönu, að Kamilla yrði ekki drottning heldur konungs- maki (e. Queen Consort), en nú þegar á reynir hefur komið í ljós að enginn hirðir um það og allir tala um nýju drottninguna. Sonur, systir og eiginkona NÝ HIRÐ KARLS KONUNGS III. AFP/Victoria Jones Hirðin Karl konungur III. undirritar embættiseið en að baki bíða Vilhjálmur, ríkisarfi og prins af Wales, og Kamilla drottning, Þau ásamt Önnu prinsessu, systur hans, verða lykilfólk nýrrar hirðar, en umfang hennar og ásýnd kann að breytast mikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.