Morgunblaðið - 12.09.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
✝
Sigríður Atla-
dóttir fæddist
á Hveravöllum í
Suður-Þingeyjar-
sýslu 13. desem-
ber 1933. Hún lést
á Heilbrigðis-
stofnun Norður-
lands á Húsavík 1.
september 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Atli Bald-
vinsson, fram-
kvæmdastjóri
Garðræktarfélags Reykhverf-
inga, og Steinunn Ólafsdóttir
húsfreyja frá Hvítárvöllum í
Borgarfirði. Systkini Sigríðar:
María, f. 1935 (látin), Ólafur,
f. 1941, Baldvin, f. 1945.
Sigríður giftist Vigfúsi
Bjarna Jónssyni, f. 1929, frá
Laxamýri í Reykjahverfi árið
1952. Vigfús lést vorið 2020.
Foreldrar hans voru Jón H.
Þorbergsson, f. 1882, bóndi á
Laxamýri, og Elín Vigfús-
dóttir, f. 1891, húsfreyja.
Börn Vigfúsar og Sigríðar
eru: 1) Elín, f. 1952, gift Al-
tryggð við sitt fyrra heimili
alla tíð. Hún stundaði nám við
húsmæðraskólann á Blönduósi
veturinn 1951. Hún dvaldi í
Búðardal veturinn 1952-1953
þar sem Vigfús var við
kennslu. Árið 1953 hófu þau
hjón búskap á Laxamýri. Þau
byggðu nýbýlið Laxamýri II á
árunum 1959-1960. Þau
bjuggu fyrst í félagsbúi með
foreldrum Vigfúsar og síðar
með bróður hans Birni Gunn-
ari og konu hans Kristjónu
Þórðardóttur og var það mjög
farsælt samstarf. Heima á
Hveravöllum stundaði hún
sund af miklu kappi og keppti
í þeirri grein á mörgum mót-
um með góðum árangri. Hún
var einn af stofnfélögum
Kvenfélags Reykjahrepps.
Hún var í kvennakórnum
Lissý um árabil. . Hún naut
þess að ferðast. . Sigríður var
dýravinur, hundar og hestar
voru í uppáhaldi. Hún hafði
yndi af handavinnu og lestri,
en íslensk landafræði var líka
mikið áhugamál. Útför Sigríð-
ar verður gerð frá Húsavíkur-
kirkju í dag, 12. september
2022, og hefst athöfnin klukk-
an 11.
bert Ríkarðssyni,
f. 1944. Sonur
þeirra er Vigfús
Bjarni, f. 1975,
maki Bergþóra
Jónsdóttir, f. 1971.
Börn Vigfúsar
Bjarna og Valdís-
ar Aspar Ívars-
dóttur, f. 1972,
eru Rannveig Íva
Aspardóttir, f.
1997, Albert Elí, f.
2004, og Patrekur, f. 2008. 2)
Atli, f. 1956, giftur Sif Jóns-
dóttur, f. 1970. Börn þeirra
eru Sigríður, f. 1996, og Atli
Björn, f. 1998. 3) Sigríður
Steinunn, f. 1962, gift Sveini
Freyssyni, f. 1964. Börn
Sveins eru Guðrún Hulda, f.
1989 (látin), og Rúnar Freyr,
f. 1991. 4) Jón Helgi, f. 1964,
d. 2021, giftur Sólveigu Óm-
arsdóttur, f. 1965. Börn þeirra
eru: Viktor, f. 1983, Vigfús
Bjarni, f. 1995, Hulda Ósk, f.
1997, og Elfa Mjöll, f. 2002.
Sigríður naut æskuáranna á
Hveravöllum og hélt mikilli
Ég sit á heyvagninum og
held í mömmu. Ekki hár í loft-
inu. Við erum að flytja í nýja
húsið. Eldhúsdót og tveir bekk-
ir, borð og lítið buffet. Dívan í
stofuna, barnarúm og gorma-
bekkur. Aleigan. Dráttarvélin
dregur vagninn. Mamma og
pabbi eru full af tilhlökkun. Yf-
ir þeim er æskuglans og þau
njóta þess að stofna nýbýli. En
búið krefst vinnu. Mamma þarf
að þvo mjólkurbrúsana oft í
viku. Hjálpar kindum að bera.
Oft um nætur. Lífgar lítil lömb.
Er með hrífu í heyskapnum.
Sér oft um símstöðina. Vakir
yfir okkur krökkunum í kíg-
hóstanum nótt og dag. Þá ælum
við í rúmið. Erum að kafna.
Saumar á okkur og prjónar.
Bróderar. Stendur í ströngu á
steypudögum. Tólf menn í mat.
Alein í uppþvottinum. Tínir
mikið af berjum. Sultar og saft-
ar. Hrærir blóðmör. Hreinsar
og saumar vambir. Tekur upp
kartöflur. Stundum kemur fólk
í stórhríðum um miðjar nætur.
Hefur fest bíla sína. Labbar
langa leið. Kalt og hrakið.
Mamma býr um rúm. Finnur
þurr föt og hitar kakó. Mamma
er alls staðar.
Mamma vill tolla í tískunni.
Á morgnana túperar hún sig og
málar. Vill líta vel út yfir dag-
inn. Á meðan passa ég yngri
systkini mín og keyri þau í
hvítum vagni. Það fer tími í að
taka sig til. Mamma á mörg
krem og krúsir á baðinu. Allt
með útlendum nöfnum. Svo eru
perlur og pallíettur, nisti og
nælur. Hún hringir í Ragnheiði
frá Skörðum. Fær fréttir af
kápum og kjólum. Ræðir um
hárgreiðslu og holningu á fínu
fólki. Vill heyra um nýjasta úr-
valið í Guðrúnarbúð. Pantar sér
útlendar tískuvörur úr fatalista
Quelle.
Mamma elskar að ferðast.
Vill fara um landið. En pabbi er
allaf að heyja. Seinna gefst
tími. Hún kynnist ferðahópn-
um. Það er hápunkturinn í
hennar lífi. Er frjálsari. Eign-
ast vinkonur sem hún hringir í.
Oft daglega. Lifir fyrir flottar
leikkonur og á í þeim fyrir-
myndir. Sophia Loren er í
uppáhaldi.
En tíminn líður. Seint um
kvöld sit ég hjá henni í spít-
alanum. Mamma sem aldrei
hefur verið veik. Ég breiði yfir
hana en veit ekki hvort ég sé
hana aftur. Um leið horfi ég á
hendurnar hennar. Slitnar eftir
70 ára starf á stórri jörð. Síðan
fer ég inn í húsið hennar. Finn
tómleikann. Stend í stássstof-
unni þar sem var sungið, spilað
og spjallað. Þar er þögnin ein.
Hjónin með æskuglansinn eru
farin og gamli heyvagninn
löngu úr sér genginn. Það á vel
við að mamma, sem dýrkaði
drottningar, leggi árar í bát um
sama leyti og sú breska. Báðar
áttu sjötíu ára starf að baki.
Við fjölskyldan syrgjum
mömmu eins og þjóð sem syrg-
ir sinn þjóðhöfðingja. Ég vona
að för hennar til forfeðranna
verði farsæl og henni fylgi
bænir og blessun.
Atli Vigfússon.
Laxamýri hefur alltaf verið
minn uppáhaldsstaður. Ég finn
fyrir mikilli hlýju í hjartanu við
tilhugsunina um alla yndislegu
tímana sem ég hef fengið að
njóta þar, reynsluna sem ég
ber með mér út í lífið og fólkið
sem ég hef lært af. Amma var
þar lykilkarakter. Hún bar svo
marga kosti, væntumþykju,
hugulsemi, og stundum svolitla
afskiptasemi, sem allir vissu að
væri einfaldlega vegna óendan-
legrar væntumþykju. Mér dett-
ur strax í hug sumarið sem ég
bjó hjá ömmu í þrjá mánuði.
Sama sumar ætlaði ég á
þjóðhátíð með nokkrum vinkon-
um, löngu plönuð ferð og mikil
tilhlökkun. Frá mínum enda.
Ömmu fannst þetta auðvitað al-
gjörlega út í hött og reyndi að
tala mig af þessu allt sumarið.
Þegar komið var að þessu og
ég enn ákveðin í að fara hófst
spurningaflóð á öllum tímum
dags, sem endaði með því að ég
ákvað að útbúa blað með mjög
greinargóðum útskýringum og
tímaplani upp á mínútu. Frá
því að ég keyrði af hlaðinu hjá
ömmu og þar til ég keyrði aftur
heim á mánudagsmorgun.
Amma hló þegar ég rétti henni
miðann, sagði að þetta væri nú
algjör óþarfi. Hálftíma síðar
var miðinn vel skorðaður við
hliðina á barnamyndunum á
eldhúshillunni. Símhringingarn-
ar yfir helgina voru svo í sam-
ræmi við miðann og ég man vel
þegar amma hringdi í mig í eitt
skiptið: „Sæl vinan, ertu ekki í
Herjólfi núna?“ Svo mikil var
væntumþykjan.
Við áttum náið samband,
enda kom ég flest sumur frá
því að ég var fimm ára og það
var alltaf mikið tilhlökkunar-
efni að hitta ömmu, afa og
frændfólk mitt í sveitinni.
Amma tók vel á móti mér í
hvert skipti þrátt fyrir að hafa
kvatt mig sumarið áður með
orðunum: „Ég verð nú vonandi
löngu dauð fyrir næsta sumar
Íva mín, en það var gaman að
hafa þig.“ Hún vildi nefnilega
vera falleg þegar kæmi að deg-
inum og ekkert of gömul í kist-
unni. Henni var grafalvara en
ég hló og kvaddi. Amma var
alltaf falleg.
Amma var fyrir mér alltaf
mikill húmoristi og oft fannst
mér hún fyndnust þegar hún
ætlaði sér alls ekkert að vera
það. Mér er það minnisstætt
þegar ég sat á efri hæðinni að
horfa á heimsmeistaramótið í
handbolta, sem amma bölvaði,
af því að það raskaði frétta-
dagskránni það kvöldið. Ég
reyndi að fá hana með mér að
horfa á leikinn. Ekki að ræða
það. Svo heyrðist kallað á tíu
mínútna fresti: „Hver er staðan
núna?“ Hafði samt engan
áhuga á þessu handboltabulli.
Hún glotti svo þegar ég kom
niður og sagði henni að Ísland
hefði unnið. Ég man glottið.
Amma hringdi til þess að
heyra í manni röddina, hún
keypti ís og karamellur svo við
værum vel nærð í heimsóknum,
hún gaf manni pening fyrir ein-
hverju fallegu í næstu bæjar-
ferð. Mikið á ég eftir að sakna
þín elsku amma. Að geta ekki
kíkt við hjá þér, sagt þér frá
nýjustu hremmingum og borða
með þér Royal-búðing á kvöld-
in. Ég hugsa til þín hlýtt, þakk-
lát fyrir að hafa átt þig og afa
að.
Amma kveikti á kerti fyrir
okkur krakkana í hvert skipti
sem hún vissi að við værum í
prófi. Í dag kveiki ég á kerti
fyrir elsku ömmu sem heldur
loksins út í margumrætt ferða-
lagið sitt.
Ég votta öllum sem ömmu
þekktu mína dýpstu samúð.
Íva.
Til ömmu eru allir velkomn-
ir. Börn eru þar inni og úti alla
daga. Amma er mjög þolinmóð
og góð við okkur. Það er ekki
alltaf vinsælt þegar við leikum
okkur í geymslunni, fataskáp-
um eða gerum prakkarastrik.
Þetta var þó allt fyrirgefið jafn-
harðan. Amma er alltaf til stað-
ar fyrir barnabörnin, fylgist vel
með okkur og styður okkur í
námi og starfi.
Amma er líka alltaf að gauka
einhverju að okkur börnunum,
alltaf er til ís í frystikistunni og
nammi í skápnum góða. Hún er
líka afbragðsbakari og kokkur.
Galdrar fram veislur. Gerir
heimsins bestu hjónabandssælu
og fiskibollur. Það eru hins
vegar engar uppskriftir til, allt
í minninu.
Amma er mikill dýravinur.
Hún er alltaf með hund á heim-
ilinu eða sem heimagang.
Petra, Laxa, Melkorka, Perla,
Bubbi og fleiri góðir hundar
njóta gestrisni og góðs atlætis
hjá ömmu. Bubbi kemur til
okkar nokkurra vikna gamall
og verða hann og amma perlu-
vinir frá fyrsta degi. Bubbi
kemur oft í heimsókn seinni-
partinn og stundum er hringt
og beðið um hann. Fær hann
þá harðfisk með smjöri og
flysjaðar pylsur, amma segir að
honum finnist pylsurnar betri
þannig. Síðan horfa þau saman
á kvöldfréttir og eru þetta
gæðastundir.
Amma er líka mikill hesta-
vinur. Átti góðar minningar um
útreiðartúra með Rauði sínum
sem barn. Seinna kemur annar
Rauður í Laxamýri sem amma
átti í miklum vinskap við þó að
hún væri hætt að stunda út-
reiðar. Rauður kom oft sjálfur í
dyrnar til hennar að sníkja
brauð og var það auðsótt. Þeg-
ar við börnin förum að ríða út
er oft stoppað í dyrunum hjá
ömmu til að fá brauð og klór
handa hestum. Amma elskar
þessar heimsóknir.
Þó amma elski Hveravelli og
hafi fest yndi á Laxamýri á
annar staður hug hennar og
hjarta. Það er svæðið í Fjörð-
um. Amma les margar bækur
um svæðið og telur sig hafa
fæðst þar í fyrra lífi. Á 79. ald-
ursári bjóðum við mægður
ömmu í siglingu og sumar-
messu á Þönglabakka í Fjörð-
um, hafði hún þá komið í Hval-
vatnsfjörð áður en ekki í
Þorgeirsfjörð. Með samstilltu
átaki og þó nokkrum fortölum
treysti amma sér til að fara.
Fórum við saman í sumarblíðu
og er þessi ferð henni síðar
ákaflega kær.
Amma elskar hlýja sumar-
daga og stillur, henni er lítið
gefið um stórhríðar og storma.
Amma túlkar veðurfréttir oft
frjálslega og við fjölskyldan ef-
laust verið veðurteppt heilu og
hálfu veturna hefði hún fengið
að ráða. Sem betur fer ganga
hennar veðurspár sjaldnast eft-
ir.
Eftir sumarið fer að hausta
og síðan kemur vetur. Sorgin
bankar upp á rétt fyrir jól og
eftir sonarmissinn er lífið aldr-
ei samt aftur. Í maíbyrjun lend-
ir amma í slysi. Hún dvelur síð-
ustu mánuðina á sjúkrahúsinu
á Húsavík og nýtur þar frá-
bærrar umönnunar. Það hallar
undan fæti, allt tekur enda og
hún kveður þetta líf á fallegum
haustmorgni. Hvíldinni fegin og
sátt við sitt. Hún heldur í sum-
arlandið á vit gamalla vina og
nýrra ævintýra. Verða þar dýr-
mætir endurfundir.
Sigríður
Atladóttir.
Kleinur og mjólk. Ég ólst að
hluta upp hjá Löllu og Fúsa
frænda mínum. Daglega vorum
við Jón frændi minn eitthvað að
brasa í meira en 50 ár. Ótal
margir voru þeir kaffitímarnir
sem við áttum í eldhúsinu hjá
Löllu. Alltaf var þar eitthvað að
eitthvað að fá en minningin
kallar fram lyktina og bragðið
af dásamlegum kleinum sem
voru upprunnar frá Hveravöll-
um.
Minningin er ljóslifandi um
góða sumardaga þar sem allir
sátu við eldhúsborðið hennar
Löllu. Lögð voru á ráðin um
verkefni dagsins. Kaupamenn-
irnir hrúgast inn og ganga í
veitingarnar. Hermt er eftir
góðbændum, þingmönnum og
prestum. Seinna leggjum við
frændur á ráðin og njótum ráða
við eldhúsborðið hjá Löllu og
Fúsa. Barnabörnin hrúgast inn
og frændfólk þeirra, núna er
farið í nammiskúffuna og víd-
eótækið. Nýir tímar og nýir
siðir.
Allt í kringum Löllu var
myndarlegt. Húsið hreint, mat-
urinn góður og hún alltaf eins
og drottning. Hárið óaðfinnan-
legt og hún klædd í dýrindis
föt. Vissulega vorum við frændi
minn ekki alltaf sáttir við að
þurfa að ganga frá eftir okkur.
Áttum það til að taka leiki ann-
að þar sem minni agi var. En
gæti ekki einmitt verið snyrti-
legt á Laxamýri vegna þess að
Lalla kenndi fólki að ganga frá
eftir sig?
Síðustu ár hafa ekki verið
auðveld hjá Löllu. Veikindi í
fjölskyldunni og erfið sorg. En
í öllum þessum erfiðleikum stóð
hún sig ótrúlega vel. Sýndi
hvað mikið var í hana spunnið.
En allir skilja að tími hennar
var kominn og vonandi hittir
hún ástvini sína hinum megin
við stórt kaffiborð.
Takk elsku Lalla fyrir alla
mjólkina og kleinurnar.
Jón Helgi
Björnsson.
Ég vissi það í ágúst sl. að
þetta væri líklega í síðasta
skiptið sem við Lalla myndum
spjalla saman í lifanda lífi. Ég
sat við rúmið hennar og prjón-
aði. Henni fannst peysan falleg
og sagði að það væri notalegt
að hafa mig hjá sér með prjón-
ana. Einnig sagði hún að sér
hefði alltaf fundist notalegt að
prjóna eða gera aðrar hann-
yrðir og gaman að skapa ný
verk. Já handverkið hennar
Löllu var svo fallegt og allt sem
hún tók sér fyrir hendur var
vandað. Ég lít á það sem for-
réttindi að hafa alist upp á
Laxamýri en þar bjuggu í fé-
lagsbúi foreldrar mínir og Fúsi
bróðir pabba og hans kona
Lalla. Mikill samgangur var á
milli fjölskyldna og minningar
mínar um Löllu gagnvart mér
eru ljúfar og hlýjar. Ein fyrsta
minningin er að ég kallaði hús-
ið sem þau bjuggu í Lölluhús
og bílinn þeirra Fúsabíl. Aug-
ljóst þar sem Lalla réði öllu
innandyra í þá daga. Ég fór oft
í heimsókn og fylgdist með
henni gera húsverkin, baka
kleinur, búa um rúm og greiða
sig og mála – allt óaðfinnan-
legt. Lalla var alltaf svo glæsi-
leg og vel tilhöfð og í fallegum
nýtískufötum sem hún hafði
pantað úr þýskum verðlista.
Alltaf bar hún fallega og
smekklega skartgripi og var
eins og hún væri hluti af kon-
ungsfjölskyldu. Það var ekki að
sjá að vinnudagurinn hennar
væri langur en það var hann
svo sannarlega. Einu sinni þeg-
ar ég var lítil stelpa ræddum
við Lalla um af hverju ég væri
ekki með göt í eyrunum, sem
mig langaði mjög mikið í. Ég
sagði henni sem var að mamma
væri algerlega mótfallin því þar
sem það hefði gengið svo illa
hjá systur minni. Þetta fannst
Löllu alveg ótækt og úr varð
samkomulag hjá okkur að hún
myndi gefa mér í jólagjöf
eyrnalokka og peninga fyrir
götum. Lalla sagði að það væri
best að vera ekkert að ræða
þessa gjöf og ég var pínu
stressuð yfir því hvernig
mamma myndi taka þessu á að-
fangadagskvöldi. Mamma sagði
ekkert en kímdi aðeins en Lalla
sagði henni að það væri löngu
tímabært að ég fengi göt í eyr-
un og svo var það ekki rætt
meira. Lalla var alltaf boðin og
búin að hjálpa mér í mínum
uppvexti og lærði ég margt af
henni. Man þegar ég var tíu
ára og var falið að sjá um mat-
seld ofan í smiði og verkamenn
úr klakstöðinni þar sem móðir
mín var farin að vinna á slát-
urhúsinu. Skal viðurkenna að
smá stress var í mér vegna
þessa verkefnis. Það kom fyrir
nokkrum sinnum að ég hringdi
í Löllu og bæði um aðstoð, sér-
staklega að þykkja sósur og
fleira sem var aðeins vanda-
samara. Lalla kom alltaf á
augabragði og hjálpaði mér, en
stundum var það bara stuðn-
ingur sem mig vantaði við að
það sem ég var búin að gera
væri rétt. Mamma mín og Lalla
voru góðar vinkonur, bjuggu á
sama bæ með sín börn og börn
annarra og oft margt sem gekk
á. Þeim varð aldrei sundurorða,
ekki alltaf sammála en virtu
skoðanir hvor annarrar og
traustið var órjúfanlegt. Það
voru lífsgæði að sitja með þeim
við eldhúsborðið og drekka
kaffi. Báðar voru þær þannig
að þær töluðu uppbyggilega um
menn og málefni, sem er mjög
til eftirbreytni. Elsku Lalla
takk fyrir allt og allt.
Halla Bergþóra
Björnsdóttir.
Sigríður Atladóttir, eða Lalla
á Laxamýri eins og hún var
alltaf kölluð af ættingjum og
vinum, er látin í hárri elli. Með
henni kveður kynslóðin sem
stýrði búrekstrinum á höfuð-
bólinu Laxamýri um áratuga
skeið. Hér eru því kaflaskil. Við
hjónin urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast fjölskyld-
unum á Laxamýri skömmu eftir
að við fluttum til Húsavíkur
fyrir hálfum sjötta áratug.
Okkur varð strax vel til vina og
sú vinátta hélst alla tíð án þess
að nokkurn skugga bæri á.
Lalla var hæglát, tranaði sér
ekki fram, var þó ófeimin og í
góðra vina hópi greip hún
gjarnan gítarinn, spilaði og
söng og gat verið hrókur alls
fagnaðar. Kunni ógrynnin öll af
sönglögum. Löllu fannst gaman
að gleðjast, en allt með hófsöm-
um hætti.
Lalla var aðeins 19 ára þegar
hún og Vigfús hófu sína sam-
búð á Laxamýri. Það reyndi á
svo unga konu, enda gerði
tengdafaðir hennar, Jón Þor-
bergsson, miklar kröfur til sín
og annarra og allir urðu að
taka fullan þátt í bústörfunum.
En hún sýndi strax úr hverju
hún var gerð og það fór ekki
fram hjá Jóni bónda, enda varð
þeim strax vel til vina. En það
voru ekki aðeins fyrstu árin
sem kölluðu á atorku og ósér-
hlífni, mikill gestagangur var
alltaf á Laxamýri og mikil upp-
bygging á stórbýlinu á þessum
árum. Og því fylgdi hópur
verkamanna í fullu fæði. Eng-
inn veitingastaður til að vísa
þeim á. Ég man ekki til þess að
Lalla hafi haft vinnukonur sér
til aðstoðar. Sá um allt þetta
úthald og sex manna heimili að
auki. Lærði ung á bíl og fór því
fljótt að sjá um aðdrætti til
búsins. En jeppinn var til fleiri
hluta nytsamlegur og minnist
Atli sonur Löllu sérstaklega
sundferðanna upp að Hvera-
völlum. Þá tróð hún öllum
krakkaskaranum á Laxamýri í
jeppann og lét þau ærslast í
lauginni góða stund og allir
komu svo ferskir og hreinir
heim.
Lalla var gædd þeim góða
hæfileika að geta lynt við alla
og stóð aldrei í orðasennum við
fólk þótt henni mislíkaði. Hún
var glæsileg kona, alltaf vel til-
höfð og allt smekklegt í kring-
um hana. Hún var höfðingi
heim að sækja.
En eins og flest okkar þurfti
hún einnig að glíma við sorgina.
Þar reis hæst sonarmissir á
síðasta ári. Þar að auki veiktist
Vigfús, eiginmaður hennar, svo
að hann varð að dvelja á hjúkr-
unarheimili um sjö ára skeið
áður en hann lést fyrir tveimur
og hálfu ári. Ekki brotnaði
Lalla við þessi áföll og hún bjó
áfram ein í húsi sínu á Laxa-
mýri eftir að Vigfús veiktist og
fram á þetta ár. Þar naut hún
vissulega nágrennis sonar og
tengdadóttur, Atla og Sifjar.
Lalla hafði alltaf verið heilsu-
hraust og hún hélt fullri and-
legri reisn fram undir loka-
stundina.
Við kveðjum merka konu
sem ólst upp með ungmenna-
félagsandanum og kjörorðinu:
Íslandi allt! Þessi kynslóð taldi
það skyldu sína að byggja upp
fyrir komandi kynslóðir, fyrir
Ísland. Það var þeirra líf og
starf. Frístundir fáar og sjálfs-
dekur utan hugmyndaheims.
Við eigum þeim mikið að
þakka.
Blessuð sé minning Sigríðar
Sigríður Atladóttir