Morgunblaðið - 12.09.2022, Page 19

Morgunblaðið - 12.09.2022, Page 19
Atladóttur (Löllu á Laxamýri). Við Kata vottum börnum henn- ar, tengdabörnum, barnabörn- um og öllum nákomnum okkar dýpstu samúð. Gísli G. Auðunsson. Það var fyrir liðlega sextíu árum þegar ég, fremur hlé- dræg unglingsstúlka að sunn- an, steig úr flutningabílnum við hliðið á Laxamýri eftir tveggja daga ferðalag norður. Þegar ég gekk niður heimreiðina bærð- ust innra með mér bæði kvíði og tilhlökkun en við mér blasti glæsilegt hefðarbýli og hið fal- legasta útsýni yfir Laxamýri með Kinnarfjöllin í baksýn. Mér fannst ég þurfa að staldra við og taka inn þessa ótrúlegu fegurð sem fyrir augu mín bar en var fljótt trufluð af gelti í heimilishundinum Kol sem kom skokkandi á móti mér. Ég hafði verið ráðin kaupa- kona hjá þeim heiðurshjónum Elínu Vigfúsdóttur og Jóni H. Þorbergssyni húsbændum á Laxamýri. Þar var tekið hlý- lega á móti mér af þeim og syni þeirra Birni svo feimnin hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ekki leið á löngu að ég kynntist ungu hjónunum Sigríði Atla- dóttur og Vigfúsi B. Jónssyni syni þeirra hjóna en þau höfðu byggt nýbýli á jörðinni. Það er mér ofarlega í huga sá dagur þegar ég var kynnt fyrir hinum glæsilegum hjónum og tveimur börnum þeirra Atla og Elínu en þau voru öll svo einstaklega fal- lega ljós yfirlitum. Sigríður eða Lalla eins og hún var kölluð bar með sér mikinn þokka, sér- lega lagleg svo mér fannst ég aldrei hafa séð fallegri konu, þá hafði hún mjög fallega og djúpa rödd sem stafaði af hlýju þegar hún ávarpaði mig. Frá fyrsta degi tók hún mér unglingnum næstum sem jafnaldra, við urð- um strax góðar vinkonur og áttum eftir að eiga margar ógleymanlegar stundir saman. Þær voru skemmtilegar ferð- irnar sem við fórum saman með börnin í sundlaugina að Hvera- völlum í Reykjahverfi, æsku- heimili Sigríðar, en hún var óspart notuð af okkur vinkon- unum. Þegar sundlaugin á Húsavík var tekin í notkun fengum við vinkonurnar að taka þátt í viðburðinum með því að stinga okkur til sunds og höfðum gaman af. Sigríður tók þátt í bústörfum jafnhliða að sinna heimili og börnum og oft féll það í okkar hlut að raka dreifar, þá voru mörg málin krufin til mergjar og mikil kát- ína ríkti hjá okkur. Eftir mjalt- ir á kvöldin var til siðs að drekka kvöldkaffi í eldhús- króknum hjá Sigríði og Vigfúsi ásamt Birni og vinnumönnun- um, þar ríkti sama glaðværðin og yfirleitt var yfir hópnum á Laxamýri. Það var mikil gæfa fyrir mig að hafa fengið að dvelja þessi tvö sumur að Laxamýri eða eins og ég hef alltaf sagt, skemmtilegustu sumur lífs míns. Að fá að kynnast öllum þeim margbreytilegu bústörf- um á þessari kostajörð var ævintýri líkast fyrir borgar- stelpuna. Ótrúlegt er til þess að hugsa að þegar vinnudegi lauk hafði kaupakonan leyfi til þess að rölta niður á Breiða og setja í silung, það var þá. Ævilöng varði vináttan við Jón og Elínu húsbændur mína svo og við Björn, Sigríði og Vigfús. Gagnkvæmar heim- sóknir, bréfaskriftir og símtöl í gegnum árin hafa stuðlað að þeirri tryggð og vináttu sem myndaðist okkar á milli og þakka ég það af alhug. Einlægar samúðarkveðjur sendi ég allri fjölskyldunni. Megi Sigríður vinkona mín vera Guði falin. Edda Björk Bogadóttir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022 ✝ Hildur Jóns- dóttir fæddist í Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit 7. nóvember 1936. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 6. ágúst 2022. Foreldrar henn- ar voru Auður Sig- urpálsdóttir, f. 28.9. 1916, d. 23.4. 1984, og Jón Vídal- ín Ólafsson, f. 7.12. 1911, d. 28.10. 1941. Synir Hildar og Jóns eru: 1) Vilhelm, maki Guðrún Sigríður Steinsdóttir. 2) Friðjón, maki Inga Hrönn Einarsdóttir. 3) Júl- íus, maki Hulda Hafsteinsdóttir. 4) Jakob, maki Rúna Dalsgarð. 5) Leifur, maki Rannveig Birna Hansen. Hildur eignaðist 17 barna- börn og 20 langömmubörn. Hildur stundaði nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og vann ýmis störf, svo sem hjá Saumastofunni Írisi, Gefjun, KEA og Sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Útför Hildar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 12. sept- ember 2022, klukkan 13. Systkini Hildar: Sigurlína, f. 26.9. 1935 (látin), Ólafur, f. 23.11. 1937, Ind- íana, f. 14.5. 1939, Kristjana, f. 30.12. 1940 (látin), Guð- rún, f. 25.10. 1945, og Sigurpáll, f. 20.3. 1947. Hildur giftist hinn 1.8. 1958 Jóni Stefánssyni, f. 14.4. 1937, d. 10.6. 1991. Þau bjuggu á Akureyri. Fjölskyldan í Byggðavegi er ansi vængbrotin í dag en þakk- lát fyrir yndislegar minningar um góða konu sem við elsk- uðum af öllu hjarta. Elsku Hildur, þú varst mamma, tengdamamma og amma okkar og þeim hlutverk- um sinntir þú af alúð og ást til síðasta dags. Þessi 13 ár sem þú bjóst á neðri hæðinni eru okkur svo mikils virði og tengslin sem styrktust á þeim tíma ómetanleg. Þú varst órjúfanlegur hluti af hvers- dagslífi okkar allra og tómleik- inn sem við finnum fyrir þegar við lítum niður á neðri hæðina er mikill. Það á eflaust eftir að taka tíma að venjast því að finna þig ekki sitjandi í stóln- um þínum með handavinnuna, hlustandi á útvarpið og spyrj- andi frétta. Þú varst alltaf svo iðin við handavinnuna og lést skerta sjón aldrei trufla þig við hana síðari árin, það sést best á öllu því fallega sem þú skilur eftir hjá okkur. Gestir og gangandi komu aldrei að tómum kofan- um hjá þér. Við þeim tók iðu- lega fallegt uppdúkað borð fullt af heimabökuðu bakkelsi. Við eigum svo margar fallegar minningar við eldhúsborðið gæðandi okkur á kaffi, súkku- laðiköku og suðusúkkulaði sem smakkaðist af einhverjum ástæðum betur hjá þér en ann- ars staðar. Þú sýndir lífi og starfi þinna nánustu alltaf svo einlægan áhuga. Þegar Jón og Lovísa fluttu suður til náms og vinnu gættir þú þess að hringja reglulega í þau að leita frétta. Að sama skapi gáfu þau sér alltaf tíma til að setjast hjá þér og spjalla þegar þau komu til Akureyrar. Þeim fannst svo dýrmætt að sitja með þér yfir súkkulaðikökunni þinni frægu og spjalla um heima og geima. Þú varst svo stolt af þeim báð- um í lífi þeirra og starfi, hafðir mikinn áhuga á starfi Jóns sem flugumferðarstjóri og varst svo ánægð að Lovísa skyldi hafa valið hjúkrunar- fræðina því hún byggi yfir svo mikilli umhyggju sem allir ættu að fá að njóta. Hann Ísak Vilhelm er svo ríkur að hafa fengið að njóta þess yndislega sambands sem þið áttuð. Þið föðmuðust öll kvöld, sögðust elska hvort annað, buðuð góða nótt og sögðust hlakka til að sjá hvort annað næsta morgun. Ykkar síðasta kveðja var svo falleg. Þú sagðir að svona væri lífið, þú værir glöð að fara en myndir sakna hans mikið. Þessi stund gerði mikið fyrir hann og fyrir hana erum við öll þakklát. Það er við hæfi að spilastokkurinn ykkar Ísaks fer með þér þína hinstu för að þinni ósk. Þú sagðir alla tíð þína mein- ingu, stóðst með og lýstir að- dáun þinni á þínum nánustu elsku Hildur. Þú varst svo skýr allt til enda og ákveðin í því hvernig þú vildir skilja við og kveðja fólkið sem þú elsk- aðir. Eftir sitjum við öll í sorg- inni en á sama tíma svo full af ást og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar og fallegu minningarnar. Hvíldu í friði elsku mamma, tengdamamma og amma. Við vitum að þú ert nú komin á betri stað þar sem sólin skín, hefur gengið gegnum þitt gullna hlið og unir þér fullfrísk og glöð yfir handverkinu þínu. Við erum viss um að þú bíður eftir okkur með fullt glas af mjólk og þykka sneið af bestu súkkulaðiköku í heimi. Leifur, Rannveig, Jón Októ, Eva Laufey, Lovísa Greta og Ísak Vilhelm. Hildur Jónsdóttir, mamma og tengdamamma, kvaddi okk- ur hinn 6. ágúst 2022. Við höfum verið heppin að njóta margra góðra samveru- stunda með henni. Alltaf var tekið vel á móti okkur og öllu tjaldað til enda var Hildur ein af þessum konum sem alltaf eiga eitthvað á boðstólum fyrir sína gesti. Frægust var súkku- laðikakan hennar sem var ómissandi í öllum veislum inn- an fjölskyldunnar. Júlíus lang- ömmustrákur spurði hvort amma hefði unnið í bakaríi því það væri allt svo gott sem hún gerði. Hildur var límið í fjölskyld- unni enda einstaklega dugleg að hóa öllum saman og halda sambandi við vini og ættingja. Hún var áhugasöm um hvað aðrir í fjölskyldunni höfðu fyr- ir stafni og var oftast fyrst með fréttirnar. Þessi áhugi hennar á lífinu og öðrum var það sem gerði hana að ein- stakri manneskju og góða heim að sækja. Hún var mikil hannyrða- kona og það lék allt í hönd- unum á henni. Heklaði heilu rúmteppin, gardínur og diska- mottur og áttu allir að fá eins. Hildi þótti gaman að ferðast og gerði mikið af því áður fyrr. Hún hafði mikið dálæti á tón- list og elskaði að fara á tón- leika. Við eigum eftir að sakna hennar en huggum okkur við það að hún var tilbúin og sátt. Jóndi tekur vel á móti henni í sumarlandinu og við trúum því að þau vaki yfir okkur. Lífið heldur áfram og henn- ar skilaboð til okkar voru: „Verið góð hvert við annað og verið vinir.“ Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíldu í friði. Júlíus og Hulda, Hafsteinn og Daníel, Inga Dís og Árni, Hildur Jana og Jóhann, og langömmubörn. Hildur Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Hildur, takk fyrir allar góðu stundirnar. Guð blessi minningu þína. Megi góður Guð umvefja ættingjana hlýju og kær- leika og styrkja þau í sorg- inni. Ingibjörg Kristinsdóttir (Inga). ✝ Stefán Ingi Hermannson (Bói) rafvirkja- meistari fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1954. Hann lést 5. september 2022 á blóðlækningadeild Landspítala. Foreldrar hans voru Oddný Ragn- heiður Þórarins- dóttir, f. 1917, og Hermann Guðbrandsson, f. 1913. Bói átti eina systur, Sig- ríði, f. 1952, líffræðing, sem lést 2016. Eftirlifandi eiginkona Bóa er Hrafnhildur Björg Gunn- arsdóttir (Habbý) líffræð- ingur, f. 1953, synir þeirra eru: Hlynur rafeindavirki, f. 1987, og Sindri svæfinga- og gjörgæslulæknir, f. 1989, gift- Þau hjón voru meðal fyrstu íbúa í Laufengi í Grafarvogi þar sem þau bjuggu saman þar til Stefán féll frá. Stefán var menntaður raf- virkjameistari en hann lagði fyrir sig ýmis önnur störf um ævina, allt frá verslunar- störfum og siglingum á frakt- skipum um heim allan til við- gerða á flestum raftækjum. Síðustu árin sem hann hafði heilsu til vann hann í Noregi við rafiðnaðarstörf. Stefán var fullgildur meðlimur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík frá árinu 2012 og hafði unun af útivist og gönguferðum. Stefán sótti sundlaugar borgarinnar frá því fyrir aldamót og átti sinn félagahóp í Grafarvogslaug. Á síðari árum tók Stefán síð- an upp á því sér til heilsubót- ar að gerast meðlimur í skokkhópi sem hittist og hljóp eða gekk saman í Graf- arholtinu. Útför Stefáns fer fram í dag, 12. september 2022, kl. 13. ur Sigrúnu Ben. Stefán Ingi var fæddur og uppal- inn í Reykjavík. Hann bjó hjá for- eldrum sínum í Njörvasundi og gekk í Vogaskóla. Þaðan lá leiðin í Iðnskólann í Reykjavík þar sem Stefán lagði fyrir sig rafvirkjun og tók síðar sveinspróf og meistarapróf í sömu iðn. Stefán kynntist Hrafnhildi 1975 og hófu þau sinn búskap saman þegar þau fluttu til Svíþjóðar árið 1979. Þar bjuggu þau í tvö ár áður en þau fluttu aftur til Reykja- víkur. Þau giftu sig svo 22. nóvember 1988 þegar þau áttu von á seinni syni sínum. Kæri vinur. Þegar við rædd- um saman í síma þann 8. ágúst síðastliðinn, á afmælisdeginum þínum, hvarflaði ekki að mér að það yrði okkar síðasta samtal. Þrátt fyrir baráttu við erfiðan sjúkdóm og önnur veikindi í of- análag var á þeirri stundu engan bilbug á þér að finna. Við rædd- um um að stefna á bíltúr saman fljótlega eins og við höfum stundum gert í gegnum tíðina. Ég vil minnast þín, kæri vin- ur, með örfáum orðum. Við kynntumst fyrst 5-6 ára gamlir smápattar og höfum haldið sambandi með hléum æ síðan, þau rúm 60 ár sem liðin eru. Það var margt brallað sam- an í Vogahverfinu í Reykjavík í þá gömlu góðu daga. Þú rifjaðir gjarnan upp að við hefðum fyrst kynnst almennilega þegar við slógumst og hentum grjóti hvor í annan. Friður hefur ríkt æ síðan í okkar samskiptum. En þessi árekstur okkar á unga aldri varð líka til þess að foreldrar okkar kynntust og tóku upp áralangan vinskap þar sem skipst var á heimsóknum og spilað brids og hlustað á góða tónlist. Pabbi þinn og mamma mín voru ein- mitt sérstakir unnendur klass- ískrar tónlistar og léku bæði á píanó. Sigga systir þín heitin, tveimur árum eldri en við, var líka í sama bekk og Leo bróðir minn. Það er margs að minnast frá ungdómsárunum. Ég nefni að- eins eina af þeim myndum í fersku minni sem koma upp í hugann á þessum sorglegu tíma- mótum. Við vorum báðir miklir flugáhugamenn. Sumarið 1967 fórum við, 12 ára strákar, með strætó niður á Reykjavíkurflug- völl með myndavélarnar okkar til að taka á móti Gullfaxa Flug- félags Íslands, Boeing 727-vél, sem var fyrsta þotan sem tekin var í notkun hér á landi. Í gegnum barnaskólaárin vor- um við samferða og sátum sam- an í skólabekknum. Síðan skildi leiðir að þessu leyti en sam- bandið hélt áfram. Leiðir okkar lágu síðar aftur saman sem stálpaðir unglingar þegar við unnum saman við húsaviðgerðir í skólafríum. Seinna meir unnum við svo saman um nokkurra ára skeið hjá Þýsk-íslenska, þú í þjónustu við rafverkfæri og blöndunartæki en ég aðallega í erlendum innkaupum. Síðustu árin höfum við hist af og til og farið í bíltúra eða göngutúra og spjallað um allt milli himins og jarðar. Mér er sérstaklega minnisstæð úr þeim samtölum öll sú bjartsýni og já- kvæðni sem alltaf var í forgrunni hjá þér, ekki síst eftir að hin erf- iðu veikindi og læknismeðferðir komu til skjalanna. Ég votta Hrafnhildi, sonum ykkar og tengdadóttur innilega samúð mína og óska þeim styrks á þessari erfiðu stundu. Kær kveðja. Þinn gamli vinur, Ingi Karl Ingason. Stefán Ingi Hermannsson Okkar ástkæri SIGURÐUR SIGURÞÓRSSON, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, lést mánudaginn 5. september. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju föstudaginn 16. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. Streymt verður frá útförinni, hlekk má nálgast á mbl.is/andlat. Úlfar Gíslason Gerður Stefánsdóttir Marta Sonja Gísladóttir Brynjar Sigurgeir Sigurðsson Eggert Sigurþór Guðlaugss. Móeiður Ágústsdóttir Einar Sighvatsson Ása Kristín Jónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GAVIN MCFARLANE, lést á heimili sínu í London 4. september. Stella Hólm McFarlane Neil Gunnar Hólm McFarlane Angus Þór Hólm McFarlane Jane Foulser McFarlane Ástkær kona mín, móðir mín, dóttir og systir, HILDUR EINARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á líknardeildinni mánudaginn 5. september. Útförin verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. september klukkan 15. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á Landvernd. Gísli Sigmundsson Áróra Eir Traustadóttir Steinn Linnet Sesselja Þorbjörg Gunnarsd. Ólöf Kristín Einarsdóttir Hjalti Arnþórsson Margrét Einarsdóttir og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.