Morgunblaðið - 12.09.2022, Side 26
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Baráttan um meistaratitilinn er alls
ekki útkljáð. Valur er að stimpla sig
út úr slagnum um Evrópusæti með
tapi gegn tíu Leiknismönnum. KR
er öruggt með sæti í efri hlutanum.
Harður slagur verður um sjötta
sætið í 22. umferðinni á laugardag-
inn kemur og FH vann afgerandi
sigur á ÍA í fallbaráttunni.
Þetta eru helstu niðurstöðurnar
eftir 21. umferð Bestu deildar karla
í fótbolta sem öll var leikin á sama
tíma í gær.
Hallgrímur Mar Steingrímsson
tryggði KA sigur á Blikum, 2:1,
með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir
leikslok á meðan Víkingar unnu
öruggan sigur í Keflavík, 3:0. Þar
með er forysta Blika dottin niður í
sex stig þegar enn eru sex umferðir
eftir og þrjú efstu liðin eiga öll eftir
að mætast á ný á lokasprettinum.
_ Mark Hallgríms var líka sögu-
legt því það var 500. mark KA í
efstu deild.
_ Rodrigo Gómez skoraði fyrra
mark KA og átti stóran þátt í því
seinna í 100. leik sínum í efstu deild.
Víkingar hafa nú skorað 12 mörk
gegn engu á nokkrum dögum og
hafa sett félagsmet með því að
skora 56 mörk í deildinni á tíma-
bilinu, átján mörkum meira en
þegar þeir urðu meistarar í fyrra.
Markaveisla þeirra síðustu daga
er nánast eins og aukastig því nú
munar litlu á markatölu þeirra og
Blikanna fyrir lokasprettinn.
Stefán Árni Geirsson skoraði
tvö marka KR sem vann Stjörn-
una 3:1 og verður í efri hlutanum í
síðustu fimm umferðunum.
Guðmundur Magnússon skoraði
bæði mörk Framara í 2:2-jafntefli
í Eyjum, það seinna með glæsilegu
skoti af hátt í 30 metra færi.
Stjarnan, Fram og Keflavík bí-
tast um sjötta sætið í 22. umferð-
inni. Fram og Keflavík mætast og
sigurliðið gæti fellt Stjörnuna úr
sjötta sætinu, tapi Garðbæingar
fyrir FH.
Ótrúleg endurkoma Leiknis
Leiknismenn áttu ótrúlega
endurkomu eftir níu marka tapið
gegn Víkingi. Þeir misstu Zean
Dalügge af velli með rautt spjald
eftir 19 mínútur en unnu samt Val
1:0 með marki Birgis Baldvins-
sonar skömmu fyrir leikslok.
Leiknir komst uppfyrir ÍA og af
botninum en liðin mætast á Akra-
nesi á laugardaginn og mætast
síðan aftur í fallkeppninni í októ-
ber.
Eftir þessi úrslit þurfa Vals-
menn mikla sigurgöngu í síðustu
umferðunum til að eygja von um
Evrópusæti.
Lennon loks með 100. markið
Upprisa FH hélt áfram og í
fjórða deildarleiknum í röð án
taps gjörsigruðu Hafnfirðingarnir
Skagamenn, 6:1, í lykilleik fallbar-
áttunnar þar sem Vuk Oskar
Dimitrijevic skoraði tvö mörk.
_ Steven Lennon skoraði lang-
þráð 100. mark sitt í efstu deild í
stórsigri FH. Hann hafði ekki skor-
að í átta síðustu leikjum í deildinni
en kom inn á sem varamaður, skor-
aði fimmta mark FH og lagði upp
það sjötta. Lennon er fimmti leik-
maðurinn í sögunni sem skorar 100
mörk í deildinni.
_ Matthías Vilhjálmsson fyrirliði
FH skoraði sitt 50. mark í deildinni
þegar hann kom liðinu yfir gegn ÍA
úr vítaspyrnu.
KA opnaði
meistarabar-
áttuna á ný
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Lykilmaður Rodrigo Gómez eltir Ísak Snæ Þorvaldsson í leik KA og Breiða-
bliks. Rodrigo skoraði fyrra mark KA og átti stóran þátt í því síðara.
- Slagur þriggja liða um 6. sætið
- Stórsigur FH í fallslagnum við ÍA
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
Besta deild karla
KA – Breiðablik ........................................ 2:1
Keflavík – Víkingur R .............................. 0:3
Leiknir R. – Valur .................................... 1:0
KR – Stjarnan........................................... 3:1
ÍBV – Fram............................................... 2:2
FH – ÍA ..................................................... 6:1
Staðan:
Breiðablik 21 15 3 3 52:23 48
Víkingur R. 21 12 6 3 56:30 42
KA 21 12 4 5 44:26 40
Valur 21 9 5 7 38:31 32
KR 21 7 9 5 35:32 30
Stjarnan 21 7 7 7 38:41 28
Fram 21 5 10 6 40:43 25
Keflavík 21 7 4 10 31:36 25
ÍBV 21 4 8 9 33:41 20
FH 21 4 7 10 26:33 19
Leiknir R. 21 4 5 12 19:48 17
ÍA 21 3 6 12 23:51 15
Lengjudeild karla
Grindavík – HK ........................................ 4:3
KV – Þór.................................................... 1:0
Vestri – Selfoss ......................................... 2:2
Fjölnir – Grótta ........................................ 0:1
Fylkir – Þróttur V .................................... 4:0
Kórdrengir – Afturelding........................ 4:0
Staðan:
Fylkir 21 16 3 2 62:21 51
HK 21 14 1 6 44:29 43
Grótta 21 11 1 9 39:32 34
Fjölnir 21 10 3 8 46:36 33
Kórdrengir 21 8 6 7 33:30 30
Afturelding 21 8 5 8 38:34 29
Selfoss 21 8 5 8 39:39 29
Vestri 21 7 7 7 35:42 28
Grindavík 21 7 6 8 42:42 27
Þór 21 8 3 10 29:34 27
KV 21 5 3 13 27:50 18
Þróttur V. 21 1 3 17 8:53 6
2. deild karla
KF – Reynir S........................................... 8:3
Völsungur – Þróttur R............................. 1:1
Haukar – Magni........................................ 1:2
Ægir – ÍR.................................................. 2:2
Njarðvík – Höttur/Huginn ...................... 3:0
KFA – Víkingur Ó .................................... 0:2
Staðan:
Njarðvík 21 17 1 3 60:21 52
Þróttur R. 21 14 4 3 47:26 46
Ægir 21 11 4 6 36:33 37
Völsungur 21 9 6 6 41:33 33
ÍR 21 8 6 7 34:33 30
Höttur/Huginn 21 7 6 8 33:30 27
KF 21 6 8 7 47:47 26
Víkingur Ó. 21 6 7 8 40:41 25
Haukar 21 6 6 9 27:30 24
KFA 21 5 4 12 32:52 19
Reynir S. 21 3 5 13 22:47 14
Magni 21 3 5 13 22:48 14
3. deild karla
Vængir Júpíters – Sindri ......................... 0:3
Víðir – Elliði .............................................. 2:3
Augnablik – Kormákur/Hvöt .................. 4:1
KFG – Dalvík/Reynir............................... 2:3
ÍH – Kári ................................................... 2:1
KH – KFS ................................................. 3:5
Staðan:
Dalvík/Reynir 21 15 1 5 52:29 46
Sindri 21 13 5 3 48:27 44
KFG 21 11 6 4 46:27 39
Víðir 21 10 5 6 41:28 35
KFS 21 10 2 9 40:51 32
Kári 21 9 4 8 34:34 31
Augnablik 21 8 6 7 34:30 30
Elliði 21 8 3 10 38:41 27
ÍH 21 7 2 12 38:46 23
Kormákur/Hvöt 21 6 2 13 32:46 20
Vængir Júpiters 21 5 2 14 30:52 17
KH 21 4 2 15 26:48 14
Besta deild kvenna
Selfoss – Stjarnan .................................... 1:1
Staðan:
Valur 14 11 2 1 42:6 35
Breiðablik 14 9 2 3 35:7 29
Stjarnan 15 8 4 3 34:15 28
Þróttur R. 14 8 1 5 27:17 25
Selfoss 15 6 4 5 16:13 22
ÍBV 14 6 4 4 19:21 22
Keflavík 14 4 1 9 16:28 13
Þór/KA 14 4 1 9 17:36 13
Afturelding 14 3 0 11 14:40 9
KR 14 2 1 11 13:50 7
Lengjudeild kvenna
Fjarð/Hött/Leiknir – Víkingur R ........... 1:3
Grindavík – HK ........................................ 2:1
Staðan:
FH 17 12 5 0 44:7 41
Tindastóll 17 12 4 1 41:13 40
Víkingur R. 17 11 2 4 35:22 35
HK 17 10 3 4 30:16 33
Fjarð/Hött/Leik. 17 7 5 5 33:25 26
Grindavík 17 6 2 9 15:29 20
Fylkir 17 3 9 5 15:19 18
Augnablik 17 4 1 12 18:36 13
Haukar 17 2 2 13 14:44 8
Fjölnir 17 1 1 15 8:42 4
2. deild kvenna
Efri hluti:
ÍR – KH..................................................... 3:4
Völsungur – Grótta .................................. 0:1
Staðan:
Fram 14 11 2 1 35:10 35
Grótta 14 9 4 1 48:12 31
Völsungur 14 9 3 2 43:15 30
ÍR 14 9 2 3 41:21 29
ÍA 14 8 1 5 25:24 25
KH 14 5 1 8 38:38 16
50$99(/:+0$
KA – BREIÐABLIK 2:1
1:0 Rodrigo Gómez 24.
1:1 Viktor Karl Einarsson 59.
2:1 Hallgrímur Mar Steingrímss. 88.(v)
MM
Ívar Örn Árnason (KA)
M
Kristijan Jajalo (KA)
Dusan Brkovic (KA)
Rodrigo Gómez (KA)
Andri Fannar Stefánsson (KA)
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Jason Daði Sveinþórsson (Breiðabliki)
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 8.
Áhorfendur: 835.
KEFLAVÍK – VÍKINGUR 0:3
0:1 Daníjel Dejan Djuric 17.
0:2 Helgi Guðjónsson 33.(v)
0:3 Ari Sigurpálsson 36.
M
Magnús Þór Magnússon (Keflavík)
Frans Elvarsson (Keflavík)
Pablo Punyed (Víkingi)
Helgi Guðjónsson (Víkingi)
Ari Sigurpálsson (Víkingi)
Danijel Dejan Djuric (Víkingi)
Logi Tómasson (Víkingi)
Oliver Ekroth (Víkingi)
Ingvar Jónsson (Víkingi)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8.
Áhorfendur: 450.
FH – ÍA 6:1
1:0 Matthías Vilhjálmsson 4.(v)
2:0 Vuk Oskar Dimitrijevic 17.
2:1 Steinar Þorsteinsson 33.
3:1 Oliver Heiðarsson 41.
4:1 Vuk Oskar Dimitrijevic 82.
5:1 Steven Lennon 83.
6:1 Máni Austmann Hilmarss. 90.
MM
Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
M
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Oliver Heiðarsson (FH)
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Steven Lennon (FH)
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Aron Bjarki Jósepsson (ÍA)
Dómari: Erlendur Eiríksson – 8.
Áhorfendur: 1.137.
LEIKNIR R. – VALUR 1:0
1:0 Birgir Baldvinsson 81.
MM
Birgir Baldvinsson (Leikni)
Viktor Freyr Sigurðsson (Leikni)
M
Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
Daði Bærings Halldórsson (Leiknir)
Hjalti Sigurðsson (Leiknir)
Davíð Júlían Jónsson (Leiknir)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Rautt spjald: Zean Dalügge (Leikni) 19.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7.
Áhorfendur: 377.
ÍBV – FRAM 2:2
0:1 Guðmundur Magnússon 16.
1:1 Alex Freyr Hilmarsson 25.
1:2 Guðmundur Magnússon 64.
2:2 Telmo Castanheira 82.
M
Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Elvis Bwomono (ÍBV)
Telmo Castanheira (ÍBV)
Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
Guðmundur Magnússon (Fram)
Fred Saraiva (Fram)
Jannik Pohl (Fram)
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 4.
Áhorfendur: 324.
KR – STJARNAN 3:1
1:0 Theódór Elmar Bjarnason 9.
2:0 Stefán Árni Geirsson 14.
3:0 Stefán Árni Geirsson 75.
3:1 Jóhann Árni Gunnarsson 88.(v)
M
Kennie Chopart (KR)
Pontus Lindgren (KR)
Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Atli Sigurjónsson (KR)
Stefán Árni Geirsson (KR)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Sindri Þór Ingimarsson (Stjörnunni)
Daníel Laxdal (Stjörnunni)
Guðmundur B. Nökkvason (Stjörnunni)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8.
Áhorfendur: 700.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
_ Ómar Ingi Magnússon skoraði níu
mörk fyrir meistaralið Magdeburg þeg-
ar það vann Wetzlar, 32:28, í þýsku 1.
deildinni í handknattleik í gær. Sjö
markanna komu af vítalínunni. Gísli
Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk
fyrir Magdeburg en hann átti fjórar
stoðsendingar í leiknum og Ómar þrjár.
Magdeburg hefur unnið fyrstu þrjá leiki
sína á tímabilinu.
_ Teitur Örn Einarsson skoraði fimm
mörk fyrir Flensburg sem vann Hann-
over-Burgdorf á útivelli, 35:25. Arnór
Þór Gunnarsson
skoraði eitt mark
fyrir Bergischer
sem tapaði í Kiel,
35:29. Arnar
Freyr Arnarsson
skoraði tvö mörk
fyrir Melsungen
sem gerði jafn-
tefli, 28:28, við
Lemgo á útivelli
en Elvar Örn Jónsson er ekki farinn að
leika með Melsungen á tímabilinu
vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðs-
son þjálfari Gummersbach fagnaði
sigri á Hamm, 29:28.
_ Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði
fjórða mark Örebro á laugardaginn
þegar lið hennar vann Kalmar 4:0 á úti-
velli í sænsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu. Berglind lék allan leikinn en
lið hennar er í níunda sæti deild-
arinnar. Guðrún Arnardóttir lék í 64
mínútur með toppliði Rosengård sem
tapaði 2:0 fyrir Hammarby og
Amanda Andradóttir lék í 66 mínútur
fyrir Kristianstad sem vann AIK 6:2 á
útivelli og er í þriðja sæti, þremur
stigum á eftir Rosengård. Hlín Eiríks-
dóttir lék allan leikinn með Piteå sem
gerði 0:0-jafntefli við Bromma-
pojkarna.
_ Samúel Kári Friðjónsson skoraði
sitt fyrsta mark í grísku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu þegar lið hans Atro-
mitos vann Ionikos 4:1 á útivelli eftir
að hafa verið undir í hálfleik. Samúel
kom inn á í hálfleik og kom Atromitos
í 2:1 á 55. mín-
útu. Viðar Örn
Kjartansson lék
fyrri hálfleikinn
með Atromitos
sem er í fimmta
sæti deild-
arinnar eftir
fjórar umferðir.
_ Brynjólfur
Willumsson skoraði fyrsta mark
Kristiansund sem vann Vålerenga í
gær, 3:2, og komst af botni norsku úr-
valsdeildarinnar í knattspyrnu í fyrsta
sinn á tímabilinu. Hann lék í 78 mín-
útur. Alfons Sampsted lék í 59 mín-
útur með meisturum Bodö/Glimt sem
töpuðu 3:2 fyrir Tromsö og eru orðnir
tólf stigum á eftir toppliði Molde. Pat-
Eitt
ogannað