Morgunblaðið - 15.09.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.09.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n f i 60+ TIL KANARÍ rb re 14.NÓVEMBER Í 22NÆTURfy rir va ra með Önnu Leu og Bróa 595 1000 www.heimsferdir.is 316.350 Flug & hótel frá 22nætur Fararstjórar: Anna Lea & Brói HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrum- varpi næsta árs ríflega 40% hækkun á gjaldi af laxaframleiðslu sjóeldisfyr- irtækja til fiskeldissjóðs. Þá stendur til að breyta viðmiðum við að reikna út gjaldstofninn, þannig að gjaldið hækki enn meira. Þegar gjaldið verð- ur að fullu komið til framkvæmda verða innheimtir 2,6 milljarðar í þennan sjóð í stað 1,8 milljarða að óbreyttum lögum, miðað við 50 þús- und tonna framleiðslu og heimsmark- aðsverð á laxi eins og það hefur þróast í ár. Skattahækkunin er boðuð í fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár en þarfnast lagabreytingar. Ætlunin er að hækka gjaldhlutfall, í því þrepi sem fyrirtækin lenda, úr 3,5 í 5%. Jafnframt verður viðmiðun breytt. Miðað verður við allt almanaksárið í stað þriggja mánaða tímabils að hausti. Heimsmarkaðsverð er að jafn- aði fremur lágt á viðmiðunartímanum og þess vegna hækkar gjaldstofninn verulega við þessa breytingu. Enn er í gildi aðlögun að gjaldtök- unni sem tekin var upp á árinu 2019. Fyrirtækin greiða 4⁄7 hluta af fullu gjaldi á næsta ári og verður heildar- gjaldið um 1,5 milljarðar. Það er 450 milljónum hærra en samkvæmt nú- gildandi lögum. Að lokinni aðlögun, á árinu 2026, verður gjaldið 800 millj- ónum króna hærra en annars hefði orðið, verði þessi áform að veruleika. Kemur á óvart Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, segir hækkun gjaldsins nú koma á óvart. Hún rifjar upp að lægri gjaldheimta hér en í Færeyjum hafi verið rökstudd með því að tekjuskattur væri lægri þar í landi og fyrirtæki hér greiddu þegar gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis og aflagjöld til hafna. Þá bendir hún á að fiskeldi sé mun lengra á veg komið í Færeyjum en hér við land. Það skjóti því skökku við að nú eigi að hækka gjaldið til jafns við það færeyska. Heiðrún bendir á að á vegum matvælaráðuneytisins sé verið að marka stefnu fyrir fiskeldi til fram- tíðar. Sú niðurstaða, að atvinnugrein í uppbyggingu þoli frekari gjaldtöku, komi því á óvart. Hækkun gjaldsins kemur illa við fyrirtæki sem eru að hefja sjókvíaeldi á laxi. Það á til dæmis við Háafell á Vestfjörðum sem er komið með lax í sjó í Ísafjarðardjúpi eftir langa bið eftir leyfum og verður fyrsta laxinum slátrað næsta haust. „Við erum í kostnaðarsamri uppbyggingu og verðum næstu árin. Við fáum ekki sama aðlögunartíma og hin fyrir- tækin. Þetta er sérstaklega erfitt fyr- ir okkur, eina íslenska fyrirtækið sem framleiðir lax í sjó,“ segir Gauti Geirs- son, framkvæmdastjóri Háafells. Óskuðu ekki eftir hækkun Þriðjungur af gjaldinu rennur áfram til sveitarfélaga, ekki beint heldur í gegnum styrki til verkefna. Fiskeldissveitarfélögin á Vestfjörð- um og Austfjörðum hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og lagt til að gjaldið renni beint til sveitarfélag- anna til að standa straum af uppbygg- ingu innviða vegna þessarar nýju at- vinnugreinar. Fasteignaskattar af mannvirkjum landeldis ganga beint til viðkomandi sveitarfélaga en ekkert er greitt af sjókvíum undan landi. Sig- ríður Ó. Kristjánsdóttir fram- kvæmdastjóri Vestfjarðastofu tekur fram að sveitarfélögin hafi ekki beðið um hækkun á fiskeldisgjaldinu. Hins vegar telur hún eðlilegt að allt gjaldið renni til sveitarfélaganna, að minnsta kosti tímabundið, á meðan þau eru að byggja sig upp eftir 30 ára niður- sveiflu. Fiskeldisgjald hækki um 800 milljónir - Ríkisstjórnin áformar að hækka gjald af sjókvíaeldi úr 3,5 í 5% og breyta viðmiðunartímabili - Kemur sérstaklega illa við fyrirtæki sem eru að hefja sjókvíaeldi - Sveitarfélögin vilja fá stærri hlut Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjóeldi Gjald er innheimt af hverju kílói af laxi sem slátrað er úr sjókvíum. Andrés Magnússon andres@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra flutti stefnuræðu sína á Al- þingi í gær. Þar var horft bæði til Ís- lands og umheimsins, en forsætis- ráðherra gerði þar þjóðaröryggi á viðsjárverðum tímum að umræðu- efni, einkum þó orkumál í samhengi við umhverfismál. Eins vék Katrín að efnahagsmálum og lífskjörum á dögum efnahagsóvissu, fjallaði um réttindi viðkvæmra hópa og skautun í þjóðmálaumræðu. Ráðherra sagði að Íslendingar væru um margt í öfundsverðri stöðu meðal þjóða heims, en á meðan stríð geisaði í Úkraínu, orkukreppa í Evr- ópu og flóð í Pakistan, þá væri sá vandi Íslendingum ekki óviðkomandi og nefndi loftslagsmál sérstaklega. Þar væri ærinn starfi. „Við erum á fullri ferð út úr kol- efnishagkerfinu – inn í nýtt grænt hagkerfi,“ sagði ráðherra. Tækifæri í orkumálum Katrín sagði tækifæri fylgja slík- um áskorunum og sagði Íslendinga „í einstakri stöðu til að ná fram orku- skiptum í almannaþágu“. Þar skipti miklu að helsta orkufyrirtæki lands- ins, Landsvirkjun, ásamt Landsneti, væri í almannaeigu; orkukerfið væri sjálfstætt og undir innlendri stjórn, enda frumskylda stjórnvalda í orku- málum við íslenskan almenning. Ráðherra drap á orkukreppuna í Evrópu vegna Úkraínustríðsins, ítrekaði pólitískan stuðning við úkra- ínsku þjóðina og minnti á að í næsta mánuði kæmi formennska í Evrópu- ráðinu í hlut Íslands, „[…] þar sem málefni Úkraínu koma til okkar kasta og við munum tala skýrt“. yrði lögð fyrir þetta þing og stefnt að því að landið yrði í auknum mæli sjálfu sér nægt í framleiðslu græn- metis og annarrar landbúnaðarvöru. Greitt fyrir samningum Næst vék forsætisráðherra að efnahagsmálum og minnti á að þrátt fyrir að verðbólga herjaði á heims- byggðina væri atvinnuástand hér gott og hagvaxtarhorfur góðar. „Nú sem aldrei fyrr skiptir máli að stjórnvöld og Seðlabankinn séu sam- stillt og ríkisfjármálin og peninga- málastefnan vinni í sömu átt.“ Stjórnvöld myndu styðja við þá sem erfiðast ættu, m.a. barnafjöl- skyldur, en þó ekki síður með því að reisa 35 þúsund íbúðir á næstu 10 ár- um í samstarfi við sveitarfélögin. Sömuleiðis stæði ríkisstjórnin vörð um almannaþjónustuna, ekki síst heilbrigðisþjónustuna, en öll þau velferðarmál sneru að lífskjörum þjóðarinnar „[…] og verða vonandi til þess að greiða fyrir farsælum samningum á vinnumarkaði í vetur“. Vikið var að ýmsum réttindamál- um, þar á meðal kynsegin fólks, fatl- aðra og innflytjenda. Gegn skautun í stjórnmálum Að lokum vék Katrín að stjórn- málaumræðu, meðal annars tali um að samstarf ólíkra stjórnmálaflokka væri slæmt. Því andæfði hún og minnti á að málamiðlanir væru horn- steinn lýðræðisins. Hún varaði við skautun í stjórnmálum, sem ekki leysti ágreining, heldur dýpkaði hann, einmitt þegar mikilvægast væri að fólk með ólíkar lífsskoðanir talaði saman og leitaði sameigin- legra lausna. Á slíkum grunni mætti byggja til framtíðar og það þyrftu þingmenn allir að leitast við að gera. Áhersla á öryggi á óvissutímum - Forsætisráðherra flytur stefnuræðu - Gerbreytt heimsmynd og efnahagsaðstæður ofarlega á blaði - Orkumál fá aukið vægi vegna loftslagsmála og orkukreppu - Mælir gegn skautun í stjórnmálum Stefnuræða Katrín Jakobsdóttir í ræðustól á Alþingi í gærkvöldi. Þá hefði stríðið dregið vel fram að fæðuöryggi væri öryggismál og boð- aði ráðherra að landbúnaðarstefna VR hefur stefnt Eflingu vegna uppsagnar trúnaðarmanns félags- ins, Gabríels Benjamins, og verð- ur málið tekið fyrir í félagsdómi 11. október næstkomandi. Sólveig Anna Jónsdóttir for- maður Eflingar sagði upp öllum starfsmönnum félagsins í apríl síðastliðnum í kjölfar átaka innan félagsins. „Stærra en um einhverjar persónur“ „Þessi hópuppsögn hefur verið gagnrýnd úr ýmsum áttum. Með þessu máli er verið að kanna hvort hún hafi staðist lög. Þetta mál er stærra en um einhverjar persónur, þetta snýst um að kanna hvort svona hegðun, sem við sjáum hjá stéttarfélagi, stand- ist lög,“ sagði Gabríel í samtali við mbl.is í gær. Efling gæti átt von á sekt vegna uppsagnarinnar en málið er einnig höfðað til viðurkenningar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem einnig gegnir varafor- mennsku í ASÍ, gat ekki tjáð sig um málið þegar mbl.is leitaði eftir því. Alþýðusamband Íslands verst fyrir hönd Eflingar þar sem félag- ið er aðili að sambandinu. VR í mál gegn Eflingu - Vegna uppsagnar trúnaðarmanns - Hópuppsögn í apríl Morgunblaðið/Eggert Málaferli VR hefur stefnt Eflingu vegna uppsagnar á trúnaðarmanni fé- lagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sagði öllum upp í apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.