Morgunblaðið - 15.09.2022, Page 4

Morgunblaðið - 15.09.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA! SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU DINNA OG HELGI TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM VERÐ FRÁ139.900 KR Á MANN M.V 2 FULLORÐNA OG 1 BARN 21. - 28. JANÚAR 2023 NÁNAR Á UU.IS INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN ERTU MEÐ HÓP? SENDU OKKUR FYRIRSPURN Á HOPAR@UU.IS Baldur Arnarson baldura@mbl.is Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu segir röskun á aðfanga- keðjum í kórónuveirufaraldrinum og stríðið í Úkraínu eiga þátt í að af- hendingartími nýrra bifreiða hafi lengst. Sá tími fari eftir búnaði og út- gáfum en biðin eftir einstaka teg- undum geti verið allt að átta mán- uðum, þar með talið rafbílum. Fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag að niðurfelling á virðis- aukaskatti á rafbíla, allt að 1.320 þúsund, falli niður þegar skráðir hafa verið 20 þúsund nýir rafbílar. Alls 5.100 bílar voru óseldir innan þessara marka í byrjun mánaðar en nýjar tölur verða birtar í október. Friðbert segir þetta lítinn fyrir- vara, enda verði innflutningskvótinn að óbreyttu fullnýttur vorið 2023. „Margir viðskiptavina okkar þurfa orðið að bíða lengur eftir bílnum sín- um. Framboð nýrra bíla, sérstaklega rafbíla, er takmarkað og biðlistinn langur. Það er því ólíklegt að bíla- umboðin muni geta afhent alla þá bíla sem eru í pöntun áður en þessi hækkun kemur til framkvæmda. Með þessum tillögum fjármála- ráðuneytisins mun því skapast sam- keppni milli þessara kaupenda um hver fær bílinn afhentan fyrir tilsett- an tíma og hver ekki. Þá getur hann verið orðinn 2-3 milljónum dýrari með mögulegum hækkunum frá framleiðendum,“ segir Friðbert. Beinir fólki aftur í olíuna „Það hefur lengi verið þung undir- alda á móti fjölskyldubílnum. Það skýtur því skökku við að það eigi að fara að tolla rafbíla með þessum hætti og þannig stýra fólki í bensín- og díselbíla aftur. Jafnframt hafa stjórnvöld undirritað alls kyns skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Maður hefði haldið að góð leið til þess væri að fá fólk til að nota rafbíla. Það væri kannski sanngjarnara að haga skatt- heimtunni eftir notkun.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir lítinn fyrirvara á fyrir- hugaðri niðurfellingu á virðisauka- skatt rafbíla munu hafa mikil áhrif á eftirspurnina. Það rifji upp sögur frá fyrri tíð af mönnum sem keyptu sér nýja bíla þegar spurðist af fyrirhug- aðri gengisfellingu og seldu þá svo í kjölfarið með hagnaði. „Þegar svona breytingum er slengt fram með litlum fyrirvara skapast einhvers konar gullgrafara- tilfinning hjá mörgum. Það er gríð- arleg eftirspurn eftir rafbílum í augnablikinu og endursölumarkað- urinn hefur tekið kipp. Það er lítið framboð og verðskrið og ekki ólík- legt að innflutningsþakinu [20.000 rafbílar] verði náð fyrr en seinna. Fjármálaráðherra segir á döfinni að koma með eitthvað annað á móti en það liggur ekki fyrir. Að óbreyttu erum við því að horfa fram á gríðar- lega verðhækkun á rafbílum. Það er þvert á stefnumörkun stjórnvalda um árangur í loftslagsmálum,“ segir Runólfur og víkur að skattlagningu á bensín- og díselbíla. Varð að varanlegum skatti Sögulega hátt verð á eldsneyti hafi skilað ríkissjóði auknum skatt- tekjum en bensínlítrinn kosti nú um 100 krónum meira en fyrir ári. Við þessar aðstæður standi til að hækka bifreiðagjaldið en það hafi upphaflega verið lögfest árið 1987 til þess að stoppa upp í fjárlagagat. „Þá var tekið fram að um væri að ræða tímabundinn skatt til eins árs. Nú, 35 árum seinna, lifir skatturinn góðu lífi. Bifreiðagjaldið skilaði ríkis- sjóði 4,7 milljörðum króna árið 2008, 7,4 milljörðum 2018 og samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi á það að skila tæpum 10,6 milljörðum 2023.“ Tuga prósenta hækkun Runólfur bendir á að eftir að gjaldið var miðað við losun kol- díoxíðs hafi það farið lækkandi, eftir því sem bílar urðu sparneytnari. „Um áramótin 2021/2022 var lág- mark bifreiðagjalds hækkað um þús- und krónur sem stjórnvöld sögðu gert til að draga úr þeirri skerðingu tekna sem skýrist af umhverfis- vænni bílum. Í fjárlagafrumvarpinu er áformað að hækka tekjur ríkisins af bifreiðagjaldi um ríflega 36% mið- að við ríkjandi fjárlög … Út frá fyrirliggjandi gögnum og ummælum ráðamanna má áætla að algeng hækkun bifreiðagjalds á milli ára geti verið um 30%,“ segir Runólfur og bendir á aðrar fyrirhugaðar skattahækkanir á bifreiðaeigendur. Áformað sé að hækka eldsneytis- gjöld, vörugjöld á bensín, olíugjald og kolefnisgjald um 7,5%. Bein skattahækkun um komandi áramót vegna þessara breytinga sé 8,55 krónur á bensínlítra og 7,6 kr. á dí- selolíulítra. Miðað við bíl sem eyðir sjö lítrum af bensíni á 100 km og er ekið 18.000 km yfir árið muni skatt- greiðslur vegna bensínnotkunar hækka um 11.000 kr. eftir áramót. Miðað við að bifreiðagjald á dæmi- gerðan fjölskyldubíl hækki um átta þúsund krónur verði bein skatta- hækkun vegna eldsneytis og bif- reiðagjalds því um 19 þúsund. Loks sé áformað að afla fjár til borgarlínu með aukinni skattheimtu en útfærslan á því liggi ekki fyrir. „Það eru því í farvatninu gríðar- lega auknar álögur á umferðina og fjölskyldubílinn en margt er á huldu um hvernig það verður útfært,“ seg- ir Runólfur Ólafsson að lokum. Gæti hækkað verð nýrra rafbíla um 2-3 milljónir - Forstjóri Heklu segir hætt við að kaupendur rafbíla sitji uppi með verðhækkun Runólfur Ólafsson Nýskráningar nýrra fólksbifreiða frá áramótum 13% 1% 3% 26% 24% 17%16% Orkugjafi Rafmagn Bensín/tengiltvinnbílar Bensín/rafmagn* Dísel Bensín Dísel/rafmagn* Dísel/tengiltvinnbílar Samtals Fjöldi 3.158 2.985 2.124 1.980 1.658 341 82 12.328 *Tvinnbílar H ei m ild : S am g ö n g u st o fa Friðbert Friðbertsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fyrsti formlegi samningafundur samflots iðnaðarmannafélaga og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna komandi kjarasamninga verður í næstu viku. Þar verður farið yfir kröfugerð félaganna sem þá verður birt, að sögn Kristjáns Þórðar Snæ- bjarnarsonar, formanns Rafiðnaðar- sambands Íslands (RSÍ) og forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Auk RSÍ eru í samflotinu Bygg- iðn, FIT, MATVÍS og Samiðn. Flest félög iðnaðarmanna eru búin að skrifa undir viðræðuáætlun við SA. „Uppleggið er að það verði sam- eiginleg kröfugerð fyrir allan hóp- inn, þó að mögulega geti hvert félag gert sérkröfur,“ segir Kristján. En hvað verður sett á oddinn? „Meginstefið er að viðhalda kaup- mætti launa. Verkefni okkar er að sækja launahækkanir fyrir okkar félagsmenn til að mæta verðbólg- unni,“ segir Kristján. „Það skiptir miklu máli að draga úr henni. Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki gegna lyk- ilhlutverki í að halda aftur af verð- bólgu með því að sýna aðhald og lækka gjaldskrár og vöruverð. Það hefur sýnt sig á undanförnum árum að launabreytingar hafa ekki verið stóri verðbólguhvetjandi þátturinn.“ Hann segir að ýmis jákvæð teikn séu á lofti og telur að svigrúm sé til að lækka verð á ýmsum vörum. Kristján nefnir t.d. verðþróun á ýmissi hrávöru og segir að hún gefi tilefni til að lækka verð á ýmsum aðföngum byggingariðnaðarins. „Verð á eldsneyti hefur verið að lækka á heimsmarkaði en þær lækkanir hafa ekki skilað sér fylli- lega hingað. Við biðlum til fyrir- tækjanna um að skila þessum lækk- unum til neytenda svo verðlag lækki,“ segir Kristján. En hefur Kristján sem forseti ASÍ tilfinningu fyrir því hvort kjaraviðræðurnar verða erfiðar? „Við lifum á þannig tímum að við- ræðurnar geta orðið snúnar og tek- ið einhvern tíma. Engu að síður bind ég vonir við að það verði hægt að klára þær tiltölulega hratt, ef það er samningsvilji hinum megin við borðið,“ segir Kristján. Er það raunhæft markmið að nýir kjara- samningar taki við þegar núgildandi samningar renna út 1. nóvember? „Já, mér finnst það vera raun- hæft markmið. Stéttarfélögin leggja áherslu á að ná því,“ segir Kristján. Leggja fram kröf- ur í næstu viku - Kjaraviðræður iðnaðarmanna og SA Fjórtán af 34 viðmælendum höfunda skýrslu um meðferðarheimilið í Laugalandi og Varpholti greindu frá því að hafa verið beittir líkamlegu ofbeldi í vistinni. Kemur þetta fram í skýrslunni sem kom út í gær á veg- um Gæða- og eftirlitsstofnunar vel- ferðarmála og nær til áranna 1997 til 2007. Í frásögnum tólf téðra viðmæl- enda var forstöðumaður heimilisins sagður gerandi á meðan tvær stúlk- ur tilgreindu forstöðukonuna. Aðrir viðmælendur kváðust þá hafa séð eða heyrt þegar aðrir voru beittir of- beldi á heimilinu. Óttastjórn og harðræði Kom fram í vitnisburðum að börn- um hefði verið hrint niður stiga, þau lamin með inniskó og slegin utan undir gegn neitun starfsfólks heim- ilisins sem kvaðst ekki kannast við líkamlegt ofbeldi eða refsingar. Eins neituðu forstöðuhjónin áburðinum. Kemur enn fremur fram í skýrsl- unni, sem er 237 blaðsíður og tók hálft annað ár í vinnslu, að yfirgnæf- andi meirihluti þeirra barna sem þátt tóku í rannsókninni hafi upp- lifað andlegt ofbeldi við dvölina sem lýst hafi sér í óttastjórn, harðræði og niðurbroti. Segja skýrsluhöfundar sterkar vísbendingar um að andlegu ofbeldi hafi verið beitt með kerfis- bundnum hætti. Ljósmynd/Barnaverndarstofa Laugaland Heimilið er viðfangsefni skýrslu eftirlitsstofnunarinnar. Sögðu af líkamlegu ofbeldi - Svört skýrsla um meðferðarheimili

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.