Morgunblaðið - 15.09.2022, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022
Þín útivist - þín ánægja
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
HENLEY strigaskór
Kr. 18.990.-
HVÍTAN
Merínó húfa
Kr. 3.990.-
REYKJANES ullarúlpa
Kr. 33.990.-
REYKJAVÍK ullarúlpa
Kr. 47.990.-
GRÍMSEY hanska
Kr. 2.990.-
r
HVÍTANES Merínó hálsklútur
Kr. 4.990.-
FUNI unisex dúnúlpa
Kr. 33.990.-
GEYSIR ullarjakki
Kr. 28.990.-
VALUR jogging buxur
Kr. 8.990.-
KJÖLUR flíspeysa
Kr. 9.990.-
ES
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Tónlistarfólk hefur mátt þola miklar
búsifjar síðustu tvö ár vegna kórónu-
veirunnar. Hin mikla útgerð sem
verið hefur í kringum jólatónleika
tók á sig mikið högg og lagðist í sum-
um tilvikum af. Nú blása hins vegar
aðrir vindar um héruð, veiran er á
bak og burt og ljóst virðist að stór
vertíð sé í uppsiglingu.
„Það þarf að selja þessa tónleika
með góðum fyrirvara,“ segir Hrefna
Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Tix miðasölu, þegar hún er spurð um
miðasölu á jólatónleika sem nú er
auglýst víða. Enn er sumar í margra
augum og því eilítið ankannalegt að
horfa til afþreyingar um jólin. Það
verður þó ekki umflúið. „Ég held að
þessi jólavertíð verði stór, svipuð og
fyrir Covid árið 2019,“ segir Hrefna.
Í dag hefst sala á jólatónleika
Baggalúts en meðlimir þeirrar sveit-
ar hafa verið einna umsvifamestir á
jólatónleikamarkaðnum. Í gær hófst
svokölluð for-forsala á Jólagesti
Björgvins og Emmsjé Gauti auglýsti
forsölu á sína Jülevenner. Auk þess
er farið að kynna Las Vegas Christ-
mas Show sem Geir Ólafsson stend-
ur fyrir, jólatónleika Friðriks Óm-
ars, jólatónleika Siggu Beinteins,
Þorláksmessutónleika Bubba
Morthens og svo mætti áfram telja.
Stórsveit Reykjavíkur, Kammer-
sveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands blanda sér sömuleiðis í
slaginn. Þá verða tveir grínarar með
sýningar í kringum hátíðarnar, Ari
Eldjárn með sitt Áramótaskop og
Sólmundur Hólm Sólmundarson
með nýja dagskrá undir heitinu Jóli
Hólm í Bæjarbíói.
Stór jólatónleika-
törn farin af stað
- Harður slagur um
hylli miðakaupenda
þótt sumar sé vart liðið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jól Emmsjé Gauti verður með sína
árlegu jólatónleika í Háskólabíói.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ungverskir hljóðfærasmiðir leggja
nú lokahönd á uppsetningu og still-
ingu á nýju í pípuorgeli í Grafar-
vogskirkju í Reykjavík sem verður
vígt við hátíðarguðþjónustu næst-
komandi sunnudag kl. 11. Kirkjan
sjálf var vígð árið 2000 en söfnun til
kaupa á orgeli hefur staðið í 29 ár
eða allt frá því afkomendur Sigríðar
Jónsdóttur organista Grafarvogs-
sóknar gáfu veglega gjöf sem
stofnfé orgelsjóðs árið 1993. Nokkuð
er síðan afráðið var að kaupa skyldi
frá Aeris Orgona í Búdapest í Ung-
verjalandi orgel sem hefur tækni nú-
tímans en líka þá eiginleika sem slík
höfðu fyrr á öldum.
Strengjahljómur áberandi
„Í þessu orgeli er öðruvísi
hljómur en í öllum öðrum orgelum á
Íslandi. Strengjahljómurinn er áber-
andi og eins fá mjúku raddirnar að
heyrast vel,“ segir Lára Bryndís
Eggertsdóttir, annar tveggja org-
anista í Grafarvogskirkju. Hinn er
Hákon Leifsson og saman voru þau
kirkjunni í gær að fylgjast með Ung-
verjunum við hljóðprófanir. „Í
kirkju er orgelleikur mótvægi við
talað mál og skapar þar andaktuga
stemningu. Hér voru áður lítið orgel
og flygill, vissulega góð hljóðfæri
þótt meira þyrfti eins og nú er kom-
ið,“ segir Lára Bryndís.
Hákon segir að margt hafi verið
haft í huga við orgelkaup og -smíði.
Hljóðfærið hafi þurft að hæfa skipan
hússins og starfinu í Grafarvogs-
kirkju, þar sem eru bæði trúarlegar
athafnir auk margvíslegs tónleika-
halds. „Krafturinn er mikill og allar
33 raddir orgelsins spanna vítt tón-
svið, alveg frá hinu dýpsta upp á
hæsta C-ið. Ég hlakka til að leika á
þetta hljóðfæri.“
Verður frábært tónlistarhús
Við messuna næstkomandi
sunnudag mun frú Agnes M. Sigurð-
ardóttir helga eða vígja orgelið við
upphaf athafnar, þar sem prestar
safnaðarins, djákni og fleiri þjóna.
Tvö ný orgelverk verða flutt við
guðsþjónustuna sem forspil og eft-
irspil; Nýtt upphaf eftir Hákon
Leifsson og Lofsöngur fyrir orgel
eftir Gísla Jóhann Grétarsson. Einn-
ig verða sungnir sálmar við lög eftir
báða organista Grafarvogskirkju.
Þá verður vígslusálmur kirkjunnar,
Á vígsludegi eftir feðgana Sigur-
björn Einarsson og Þorkel Sigur-
björnsson frá árinu 2000, sunginn í
lokin. Á sunnudagskvöld kl. 19.30
verða svo tónleikar í kirkjunni.
Hinn víðkunni organisti Hans-Ola
Ericsson prófessor leikur þá á org-
elið tónlist eftir Bach, Sibelius,
Haydn, Brahms, Mendelssohn og
fleiri.
„Þegar orgelið nýja er komið
finnum við hvað vantað hefur í
kirkjuna, sem nú ómar öll. Að hér sé
veglegt pípuorgel mun efla menn-
ingarstarf til muna og gera Grafar-
vogskirkju frábært tónlistarhús
jafnframt því að vera kirkja og sam-
komustaður fólksins hér í hverf-
inu,“ segir Guðrún Karls Helgudótt-
ir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kirkjutónar Fremst eru organistar Grafarvogskirkju, þau Lára Bryndís Eggertsdóttir og Hákon Leifsson. Aftar
eru Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur og orgelsmiðurinn Attilla Farago frá Búdapest í Ungverjalandi.
Kraftur og hátt tónsvið
- 3.200 pípur í orgeli Grafarvogskirkju - Vígt á sunnudag
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Liðlega tvö þúsund Rússar hafa
komið til landsins það sem af er ári.
Er það aðeins um 15% af fjölda
rússneskra
ferðamanna á
árinu 2019 þegar
hann náði há-
marki og er á
svipuðu róli og
var þegar fyrst
var byrjað að
flokka sérstak-
lega rússneska
ríkisborgara sem
hingað koma.
Rússneskir
ferðamenn hafa aldrei verið stór
hópur hér ef miðað er við önnur
markaðssvæði. Á árinu 2019 komu
liðlega 16.500 ferðamenn, sam-
kvæmt skráningu Ferðamálastofu,
en heildarfjöldinn var tæpar tvær
milljónir.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, telur að fækkun ferða-
manna frá Rússlandi hafi ekki
mikil áhrif á ferðaþjónustuna hér.
Hann bendir þó á að það hafi frem-
ur verið efnameiri Rússar sem
hingað lögðu leið sína og hugsan-
legt að þróunin hafi haft áhrif á
einstaka fyrirtæki.
Samkomulag um aðgerðir
Ekki er lengur flogið á milli Evr-
ópuríkja og Rússlands en Rússar
hafa getað ekið til nágrannaríkja
og flogið þaðan. Ríki Evrópusam-
bandsins náðu nýlega samkomulagi
um að slíta samningi við Rússland
um vegabréfsáritanir. Verður því
erfiðara fyrir Rússa að fá áritanir
til Evrópulanda. Sum ríki banda-
lagsins hafa tekið fyrir komur rúss-
neskra ferðamanna og hvatt til lok-
unar landamæranna. Ekki er annað
vitað en að Ísland fylgi ákvörðun
Evrópusambandsins.
„Við erum almennt ekki fylgj-
andi lokunum og takmörkunum.
Við hljótum þó að sýna því skilning,
þegar aðstæður eru eins og nú, að
beitt sé einhverjum þvingunum í
samstarfi ríkja,“ segir Jóhannes
Þór aðspurður um þetta og vísar til
samkomulags Evrópusambands-
ríkjanna. Segir að aðgerðirnar
muni draga mjög úr straumi ferða-
manna frá Rússlandi til Evrópu-
ríkja.
Fjöldi ferðamanna frá Rússlandi 2010-2022*
Miðað við brottfarir frá Keflavíkurflugvelli
15
12
9
6
3
0
'10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22
*janúar
til ágúst
2022
Þúsundir
1,8
8,0
4,7 4,9
16,6
2,1
11,8
1,4
Rúmlega 2.000
Rússar komið í ár
- Fækkun ferðamanna frá Rússlandi
hafi ekki mikil áhrif á ferðaþjónustuna
Jóhannes Þór
Skúlason