Morgunblaðið - 15.09.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.09.2022, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 PÉTUR GAUTUR Allir velkomnir Sýning í Gallerí Fold til 24. september SKÁLAR Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g sé möguleika í næst- um hverju sem er til sköpunar, líka því sem flestir líta á sem rusl, til dæmis í gömlu púsli, gúmmíslöngu og ónýtri jólaseríu. Ég prófa mig áfram, því það er hægt að búa til eitthvað nýtt úr nánast öllu og mér finnst gaman að gefa einhverju nýtt og óvænt hlutverk,“ segir Sigrún Elfa Reynisdóttir sem nýtir tíma- rýmið sem skapaðist þegar hún fór í liðskiptaaðgerð á mjöðm nýlega til að framkvæma það sem hana hefur lengi langað til; að búa til skartgripi úr ýmsu sem flestir henda, til dæmis gömlum gallabuxum, tölum og göml- um bindum, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég var aðeins byrjuð á þessu áður en ég fór í aðgerðina, því ég var í veikindaleyfi, ég gat ekki unnið vegna verkja í mjöðminni. Þetta hef- ur verið í undirmeðvitundinni árum saman og fyrir vikið hef ég viðað að mér alls konar efniviði, til dæmis tek ég plastið utan af snúrum jólaseríu og nota fallega koparvírinn sem þar er fyrir innan til skartgripagerðar- innar. Hann er hægt að flétta, rúlla upp eða lemja á með hamri, til að móta hann. Slangan sjálf utan af get- ur þjónað hlutverki sem leðuról í hálsfesti eða armband.“ Innvols úr tölvum og fleira Sigrún Elfa segist hafa séð í Finnlandi fyrir nokkrum árum flotta hönnun tengda endurvinnslu, hvernig fólk nýtti ólíklegustu hluti til sköpunar, innvols úr tölvum, gamlar hljómplötur og fleira. „Mér fannst þetta frábært og ég fékk strax margar hugmyndir. Ég vil helst, þegar ég nota eitthvað á nýjan hátt, að það sé svolítið skondið, eða gleðjandi. Fái mig og aðra aðeins til að brosa, til dæmis að gera eyrnalokka úr rennilásum. Ég reyni að hugsa þetta með ein- hverjum hætti á hvolfi. Fyrir nokkr- um áratugum sá ég á útimarkaði í Danmörku skartgripi gerða úr silfurhnífapörum og ég varð alveg heilluð. Ég hef allar götur síðan haft augun opin fyrir efniviði í slíka skartgripi og langað að búa til og nú hef ég loksins komið því í verk. Ég er enginn fjöldaframleiðandi, ég er bara að leika mér og hef gefið þetta fólki í kringum mig. Kannski sel ég eitthvað af þessu einn góðan veð- urdag, þegar ég verð komin með smá lager,“ segir Sigrún Elfa sem er menntaður garðyrkjufræðingur, búfræðingur og leikskólakennari. „Ég hef mikla þörf fyrir að skapa og gera eitthvað með hönd- unum og ég sæki alls konar nám- skeið sem tengjast einhvers konar handverki. Ég hef til dæmis farið til Danmerkur á námskeið í þæfingu á ull, málun og ýmsu öðru. Ég nýti allt sem ég tek inn á slíkum námskeiðum með einhverjum hætti í hugsun minni. Núna starfa ég á kerta- gerðarvinnustofu fyr- ir fólkið sem býr á Sólheimum og ég finn að allt sem ég hef lært nýtist þar með ein- hverjum hætti, og ekki alltaf fyrirsjáan- legum,“ segir Sigrún Elfa sem er yfir kerta- gerðinni á Sólheimum, en þar er ýmislegt annað gert en að búa til kerti. „Þetta er dásamlegt starf og mér finnst svo yndislegt að vera á Sólheimum, þessum fallega stað og góða samfélagi.“ Fordómar gagnvart jurtum Sigrún Elfa og eiginmaður hennar, Ingólfur Guðnason, bjuggu árum saman í Laugarási í Biskups- tungum þar sem þau ráku gróðrar- stöðina Engi. Fyrir nokkrum árum seldu þau Engi og fluttu til Hvera- gerðis. „Mér finnst garðurinn minn hér mjög lítill eftir að hafa búið á Engi, sem er heilt býli, en ég hef með viss- um hætti náð að stækka hann, því ég hef tekið í fóstur landræmu sem er hér meðfram gangstíg við húsið okk- ar. Samkvæmt skipulagi átti þetta að vera grasræma, en ég sendi fyrir- spurn til sveitarfélagsins, hvort ég mætti sjá um þetta svæði og gróður- setja þar fjölær blóm. Því var vel tekið og við fengum meira að segja verðlaun fyrir framtakið og sjálf- boðastarfið. Í okkar huga er þetta líka viðleitni til að leggja eitthvað af mörkum í heimi þar sem býflugum er að fækka sem og skordýrum, en það hjálpar að meira sé af blómum en grasi sem er allt- af slegið snöggt niðri við svörð. Okk- ur langar að hjálpa náttúrunni með því að fylla þessa ræmu af blómum og öðr- um gróðri,“ segir Sigrún Elfa og bæt- ir við að hún hafi líka sett málaða steina í beðin, til að gleðja börn og aðra sem ganga hjá. „Þetta eru maríuhænur og bý- flugur og þarna eru líka hænur úr málmi. Í gróðursælu landræmuna sem við fóstrum settum við líka mat- jurtir, graslauk, myntu og rabar- bara. Fólki er velkomið að gera sér þetta að góðu, borða rabarbarann og graslaukinn eða gera sér te úr mynt- unni,“ segir Sigrún sem er talskona þess gróðurs sem margir kalla ill- gresi og vilja hvergi sjá. „Fólk hefur fordóma gagnvart alls konar fallegum jurtum af því að það er búið að flokka þær sem ill- gresi, en þær hafa allar sitt hlutverk í náttúrunni. Mér finnst allur gróður fallegur, hvort sem það eru fíflar eða eitthvað annað. Til dæmis finnst mér mosi í grasi frábær, hann er mjúkur undir fæti og verður til þess að sjaldnar þarf að slá.“ Flott Eyrnalokkar úr teskeið. Litir Tölur henta vel í eyrnalokka. Svalt Rennilásar eru flottir lokkar. Fóstrar landræmu og býr til skart Sigrún Elfa sendi fyrir- spurn til sveitarfélagsins í Hveragerði, hvort hún mætti gróðursetja fjölær blóm og sjá um svæði meðfram gangstíg við hús hennar þar sem átti að vera grasræma. Því var vel tekið og nú gleður það alla sem fram hjá ganga. Í fóstri Hér má sjá hinn mikla mun á gróðursælli ræmunni sem Sigrún fóstrar og þeirri á móti sem er án blóma. Húmor Sigrún að sjálfsögðu umvafin blómum, enda mikil gróðurkona. Í okkar huga er þetta líka viðleitni til að leggja eitt- hvað af mörkum í heimi þar sem bý- flugum er að fækka sem og skordýrum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.