Morgunblaðið - 15.09.2022, Page 28

Morgunblaðið - 15.09.2022, Page 28
28 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 SKEIFAN 11 - 108 RVK - S:520-1000 - SPORTIS.IS SPORTÍS MOOMIN ULLARNÆRFÖTIN FRÁ REIMA ERU KOMIN! Forseti Kína, Xi Jinping, lenti í Kasakstan í gær og hitti forseta landsins, Kassym-Jomart Tokayev, en heimsóknin er fyrsta utanlands- ferð forsetans frá Kína frá upphafi heimsfaraldursins. Forsetinn var á leiðinni til Úsbekistans þar sem fundur Sjanghæ-sambandsins verð- ur haldinn í dag og á morgun. Rauður dregill var þegar Kína- forseti lenti í Kasakstan í gær og athygli vakti að allir báru grímu. Fyrir heimsóknina hafði Jinping sagt að vilji væri fyrir samstarfi við Kasakstan og mikilvægt væri að styrkja tengsl þjóðanna í löggæslu og varnar- og öryggismálum. Kína sterkur bakhjarl Á fundi sambandsins í dag munu Pútín Rússlandsforseti og Xi Kína- forseti hittast í fyrsta skipti frá inn- rás Rússa í Úkraínu. Kínastjórn hefur staðið þétt við bak Rússa frá upphafi innrásarinnar, án þess þó að fara á svig við refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Þá hafa ríkin tvö boðað sífellt nánara samstarf í ýms- um málum, þar á meðal varnar- og öryggismálum. Utanríkisráðherra Rússa, Júrí Ushakóv, sagði nýverið að Sjanghæ-sambandið stæði fyrir „réttlátri skipan í heiminum“. Á sama tíma eru samskipti Kína að stirðna við Bandaríkin, ekki síst eftir heimsókn Nancy Pelosi, for- seta fulltrúadeildar Bandaríkja- þings, til Taívans í ágúst, en Kín- verjar telja sig eiga sögulegt tilkall til eyjunnar. Samband Rússa og Bandaríkjanna hefur ekki verið jafn stirt frá tímum kalda stríðsins, og þykir fundur Sjanghæ- sambandsins ekki líklegur til að bæta þar úr. AFP/Forsetaskrifstofa Kasakstans Kasakstan Kassym-Jomart Toka- yev og Xi Jinping á fundi í gær. Boða „réttláta skipan“ heimsmála - Sjanghæ-sambandið fundar í dag Kona gekk inn í Blom-bankann í Beirút í gær með leikfangabyssu og fór út með þúsundir dollara til að borga fyrir krabbameinsferð systur sinnar. Bankaránið er það síðasta í hrinu rána í Líb- anon þar sem sparifé landsmanna hefur í reynd verið fryst í meira en þrjú ár í skugga mikillar efnahags- kreppu í landinu. Konan streymdi bankaráninu á Facebook. „Ég er Sali Hafiz, og ég kom hér í dag … til að taka út sparifé systur minnar sem er að deyja inni á spítala,“ sagði hún. „Ég kem ekki hér til að myrða neinn, heldur til að sækja rétt minn.“ Í viðtali við líbanska út- varpsstöð sagðist Sali hafa náð 13 þúsundum af 20 þúsundum sem fjöl- skyldan hefur lagt inn í bankann. BANKARÁN Í BEIRÚT Rændi banka til að ná í eigið sparifé Bankinn Lögregla við bankann. Volodimír Selenskí forseti Úkraínu heimsótti í gær borgina Isíum í austurhluta landsins, en hún er ein stærsta borgin sem Úkraínuher hef- ur frelsað frá Rússum í leiftursókn sinni síðustu daga. Hátíðleg stund var þegar fáni Úkraínu var dreginn að húni í viðurvist forsetans og her- liðsins sem frelsaði borgina. Selenskí hét því að sigur myndi vinnast í styrjöldinni. „Við göngum fram á við til sigurs.“ Þá sagði Sel- enskí að yfirtaka Rússa á Krím- skaga 2014 væri sorgleg og fullyrti að Úkraínuher myndi á endanum ná að frelsa hann frá Rússum. Hann bætti um betur á samskiptamiðlin- um Telegram þar sem hann sagði í gær: „Blái og guli fáninn okkar blaktir í frelsaðri Isíum, og það sama munum við sjá í öllum úkra- ínskum borgum og þorpum.“ Gagnsóknir Úkraínu í austri og suðri hafa dregið úr þeim áætlunum Rússa að ná yfirtöku á öllu Don- bass-svæðinu. Einnig hefur leiftur- sókn úkraínska hersins dregið fram ákveðna veikleika rússneska hers- ins, sem er sagður orðinn lang- þreyttur á stríðinu og búa við stirð- busaleg samskipti frá herforingjum til óbreyttra. Þá er rússneski herinn mjög háður lestarsamgöngum um öll aðföng. Á sama tíma eru úkra- ínsku herdeildirnar smærri, fljótari til aðgerða og sveigjanlegri. Upplýsingar frá Kænugarði segja að herlið þeirra hafi endurheimt hundruð þorpa, bæja og borga sem voru á valdi Rússa. Í einu þorpanna, Bogoródítsjne, sagði hinn 58 ára Mykola AFP-fréttaveitunni að hann hefði naumlega lifað af hertöku Rússa í þorpinu og að bróðir hans hefði verið myrtur. „Hvernig er hægt að lýsa þessu með orðum? Þetta var mjög erfitt og ég var hræddur,“ sagði hann. Móðir hans Nína sagðist gráta á hverjum degi. „Þeir drápu son minn.“ Á sama tíma hafa yfirvöld í Kreml lítið sagt um gagnsókn Úkraínu en hafa þó heitið því að áfram verði barist þar til markmiðum þeirra er náð, því Úkraína sé enn ógn við Rússland. Talsmaður Pútíns Rússlands- forseta, Dmitrí Peskov, sagði við blaðamenn í gær að Pútín yrði að gera það sem gera þyrfti til að eyða því sem gæti verið ógn við Rúss- land. Hershöfðinginn Eberhard Zorn, yfirmaður þýska landhersins, sagði í gær að hann vildi ekki tala um gagnsókn Úkraínu heldur stað- bundnar gagnárásir. Engu að síður væru þær mesta bakslag Rússa frá upphafi innrásarinnar. Hann segir þó að Úkraínumönnum gæti reynst erfitt að halda svæðunum og varar við að her þeirra dreifi sér of víða. „Við göngum fram á við til sigurs“ - Dró úkraínska fánann að húni í Isíum - Selenskí vill ná Krímskaga aftur - Ill meðferð á borgurum á hernumdu svæðunum - Veikleikar rússneska hersins - Zorn varar við að fagnað verði of snemma AFP/Ukranian Press-service Isíum Selenskí þegar úkraínski fáninn var dreginn að húni í Isíum í gær. London Elísabet II. hefur yfirgefið heimili sitt í London í síðasta sinn. Í gær opnaðist hlið Buckingham- hallar kl. 2:22 og kista drottningar var send af stað á hestvagni til Westminster Hall þar sem kistan verður fram að útförinni á mánu- dag. Kista drottningar var skreytt krúnunni og klukkur Big Ben klingdu og hleypt var af skotum á mínútu fresti frá Hyde Park þar sem spilaðir voru útfararmarsar. Á eftir kistunni gekk elsti sonur drottningar, Karl konungur III., ásamt sonum sínum, ríkisarfanum Vilhjálmi og Harry prins. Mikill mannfjöldi fylgdist með athöfninni í viðeigandi þögn, en athöfnin var einstaklega hátíðleg enda Elísabet II. dáður leiðtogi Breta alla sína 70 ára valdatíð. Mikill mannfjöldi í London í gær þegar kista Elísabetar II. Bretadrottningar var flutt til Westminster Hall Hinsta förin frá Bucking- ham-höll AFP/Daniel Leal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.