Morgunblaðið - 15.09.2022, Page 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022
www.gilbert.is
12.995.- / St. 19-22
Vnr. ART2623 - Bleikur
12.995.- / St. 19-22
Vnr. ART2623 - Gull
12.995.- / St. 19-22
Vnr. ART2623 - Blár
12.995.- / St. 19-22
Vnr. ART2623 - Rosegold
12.995.- / St. 19-22
Vnr. ART2623 - Silfur
12.995.- / St. 19-22
Vnr. ART2623 - Brúnn
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
FYRSTU SKÓRNIR
Þá er VR búið lýsa sínum kröfum í þjóðarbúið og menn setur hljóða. Að-
alkrafan er stytting vinnuviku í fjóra daga. Ekki gefur það tilefni til bjartsýni
um þjóðarhag og vandséð að slíkt yrði nokkrum til góðs.
Kannski er þetta þó krafa tímans og tilhneiging nýrrar kynslóðar að leggja
meira upp úr frítímalífi en lífi vinnunnar vegna.
Það er svo sem allt í lagi ef menn geta komist upp með það, en það á eftir
að sýna sig.
Ætli einhverjir verði ekki að vinna verkin, og varla getur það verið var-
anleg lausn fyrir neinn að láta aðkomið láglaunafólk halda þjóðfélaginu uppi!
Í annan stað virðist VR ekkert vilja semja við atvinnurekendur, heldur fer
fram á að taka að sér stjórnina með því að segja ríkisstjórninni fyrir verkum.
Þarna er eitthvað brogað og einhverjir illa upplýstir um hvernig verka-
skiptingin er í þjóðfélaginu.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hvíldu þig hvíldin er góð
Byggingaverkamenn Menn
eru ekki á eitt sáttir með
styttingu vinnuvikunnar.
Óli Björn Kárason
skrifaði grein í Morg-
unblaðið 31. ágúst
2022 um ótta fólks við
rangar skoðanir sem
kallast slaufunar-
menning og dragi úr
lífsgæðum okkar. Fólk
hræðist atvinnumissi
og útskúfun ef það
segi hug sinn opinber-
lega. Björn Leví
Gunnarsson fylgdi þessari umræðu
eftir í Morgunblaðinu 9. september
sl. um óréttlæti skoðanakúgunar,
skerðingu lífsgæða og réttinda.
Á Íslandi þekktu nær allir alla
fyrir stuttu. Símhleranir og kjafta-
sögur flæddu um allt og mannorðs-
morð voru framin. Samfélagsmiðlar
hafa núna tekið við hlutverki Gróu
á Leiti og dreifa misjöfnu efni um
borgarana. Þessi öra þróun óbeisl-
aðrar umræðu á samfélagsmiðlum
hefur leitt til enn ógnvænlegra
ástands en Óli Björn nefndi því í
dag má fólk nær ekkert aðhafast
án þess að eiga á hættu mannorðs-
missi og útskúfun. Björn Leví var-
ar þó við þöggun eða stríðsvæðingu
almenningsálitsins til að tryggja
tjáningarfrelsið.
Hér áður fyrr var aðallega miðað
við alls konar málflutning í ræðum
og á prenti og þótti nóg um. Margir
urðu fyrir ærumeiðingum og í þeim
hópi voru alþingismenn og frétta-
menn. Í dag eru fréttamenn kærðir
og yfirheyrðir hjá lögreglu fyrir að
rífa kjaft. Slaufunarmenningin hef-
ur því harðnað gríðarlega hér á
landi, en er falin þar sem enginn
þorir að segja neitt. Alger þöggun.
Það er ekki bara þöggun og
slaufunarmenning sem við sjáum
harðna gríðarlega og veldur fólki
alls konar mannorðstjóni eða
skerðingum á framfærslu. Við
verðum vitni af og til að alls konar
gruggugum aðferðum valdamanna
með mannaráðningar í opinber
embætti eða jafnvel að fólk er lög-
sótt árum saman fyrir að hafa sótt
um embætti hjá ríkinu svo dæmi sé
tekið.
Hvað með alla heilbrigðisstarfs-
mennina sem hafa árum saman
staðið vaktina í Covid-faraldrinum,
algerlega sligaðir af
vinnuálagi og eru núna
að flýja bág kjör og
aðstöðuleysi á sjúkra-
stofnunum? Geta þeir
rifið kjaft opinberlega
og síðan vænst þess að
vera velkomnir í vel
launaða vinnu á
sjúkrastofnunum rík-
isins? Er það þannig?
Það er áhugavert að
um 40% (ca 80.000
manns) af vinnandi
fólki eru sérfræðingar
og sérhæfðir starfsmenn, sem er sá
þjóðfélagshópur sem er líklegastur
til að rífa kjaft í samfélaginu og
ógna valdastéttinni. Um 10% af
vinnandi fólki eru stjórnendur og
embættismenn, sem er þjóðfélags-
hópurinn sem stjórnar hinum 90%
og ræður mikið örlögum okkar. Til
að halda völdum þarf bara að hafa
hemil á þessum 40% sérfræðinga-
hópi. Með hæfilegri slaufunar-
menningu má þjarma nægilega að
þessum hópi með takmörkun á að-
gengi að embættum og lífsviður-
væri sérfræðinganna og jafnvel
stefna þeim fyrir dóm sem rífa
kjaft.
Til að negla þetta ástand enn
frekar og tryggja valdið gæti
valdastéttin búið til alls konar eft-
irsóknarverðar matarholur fyrir
sérfræðingana. Ráðningar í feit
embætti verði án auglýsinga fyrir
„þæga“ sérfræðinga. Nær full-
komin útgáfa af þessari kúgun er
ef þeir sérfræðingar í hlutverki
„Júdasar“, sem eru innundir hjá
valdastéttinni, gera sem flesta aðra
sérfræðinga háða sér um fram-
færslu eða verkefni. Það tryggir
nær algera þöggun. Það er hin full-
komna flétta slaufunarmenning-
arinnar. Til að ekki sé unnt að
hrófla við þeim sérfræðingunum
sem eru í þessu „Júdasar“-hlut-
verki þá eru til ýmis þægileg skjól í
stjórnkerfinu.
Ein slík aðferð er til dæmis að
stofna opinber hlutafélög (ohf.) en
heimild til þess var innleidd í ís-
lensk lög 2006. Þeir sem vinna inni
í slíku félagi eru ekki lengur venju-
legir ríkisstarfsmenn sem njóta
sömu réttinda og opinberir starfs-
menn enda stendur þessi matar-
hola nánast utan stjórnlaga ríkis-
ins. Í flestum tilfellum heldur
ráðherra á öllu hlutafé ohf.-
félagsins.
Í alþingiskosningum er til dæmis
ekki kosið um hverjir stjórni þess-
um ohf. eins og kosið er um aðra
valdhafa ríkisins og starfsemi þess.
Í Afríku virðist sem hliðstæð
stjórnsýsluaðferð sé kölluð „Deep
State“ eða djúpríkið sem er akk-
úrat falinn sjálfstæður opinber
stjórnsýsluheimur sem almenn-
ingur hræðist mjög en hefur enga
möguleika á að hrófla við, hvað þá
að eiga möguleika á hlutlausu að-
gengi að vinnu í verkefnum ohf.
Í okkar litla samfélagi eru a.m.k.
20 fullkomlega stjórnsýslulega ein-
angraðar ohf.-ríkisrekstareiningar.
Þetta er fullkomin þöggun og lam-
ar möguleika eftirlitsstofnana til að
hafa eftirlit með opinberri starf-
semi. Réttindi fólks til að vera ráð-
ið í gott sérfræðingastarf færast á
enn lægra plan þöggunar og slauf-
unarmenningar og opinberar
óánægjuskoðanir senda fólk út í
kuldann.
Með lögum hefur Alþingi ákveðið
að afhenda nýjan Landspítala
eignalausu ohf. og leigja síðan spít-
alann af ohf.-inu, ef spítalinn verð-
ur einhvern tíma kláraður. Ekki
fylgir sögunni hvort allir heilbrigð-
isstarfsmenn spítalans verði þá inni
í opinbera hlutafélaginu og sviptir
öllum réttindum opinberra starfs-
manna. Hvað verður um sjúkling-
ana, læknatækin og lyfin? Verður
það líka ohf.?
Landspítalinn í núverandi mynd í
eigin húsnæði með lyfjum, tækjum
og starfsfólki er stjórnsýslulega
bara horfinn í djúpríki slaufunar-
menningar. Hundruð milljarða
munu í framhaldinu flæða úr ríkis-
sjóði inn í ohf.-ið nær stjórnlaust.
Djúpríki slaufunarmenningar
Sigurður
Sigurðsson » Landspítalinn í nú-
verandi mynd í eigin
húsnæði með lyfjum,
tækjum og starfsfólki er
stjórnsýslulega bara
horfinn í djúpríki slauf-
unarmenningar.
Sigurður Sigurðsson
Höfundur er B.Sc./M.Phil.-
byggingarverkfræðingur.