Morgunblaðið - 15.09.2022, Side 34

Morgunblaðið - 15.09.2022, Side 34
Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Þjóðhöfðingjum hvaðanæva úr heiminum verður boðið að mæta í útförina til að minnast drottningarinnar. Einnig er búist við að háttsettir breskir stjórnmálamenn og fyrrver- andi forsætisráðherrar verði viðstaddir. Karl III. Breta- konungur samþykkti á laugardaginn var að mánudagurinn yrði frídagur í Bretlandi. Útförin fer fram klukkan 10 að íslenskum tíma. Elísabet II. átti litríkan fataskáp og vildi ekki láta sjá sig í litlausum fatnaði. Hún hefði til dæmis aldr- ei valið sér fatnað í beige-lit. Hún vildi skera sig úr. Þótt fatastíll hennar hafi vissulega tekið breytingum í gegnum tíðina var hann svipaður í grunninn. Hún sást sjaldan í buxum heldur klæddist pilsi og blússu eða pilsi og peysu. Hún átti líka dágott kjóla- og kápusafn. Kápur drottningar voru hluti af heildarmynd í klæðaburði og þegar hún kom opinberlega fram sást greinilega að fatavalið var þaulhugsað. Þess má geta að hún kaus frekar föt með rennilás svo hún væri fljótari að skipta um föt og vildi alls ekki klæðast fötum úr efni sem krumpaðist mikið. Eitt af því sem var alltaf á sínum stað var perlufestin. Hún átti reyndar nokkrar í mismunandi út- gáfum og skartaði þeim við flest til- efni. Þegar hún var ekki með perlufesti var hún yfirleitt með áberandi hálsmen sem setti punkt- inn yfir i-ið. Ef þig langar að minn- ast hennar með hlýhug skaltu setja á þig hálsmen næsta mánu- dag. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Ve 13 Við to rét Pe 21 reynsla Við fe pa 13 GELÍSPRAUTUN •Hreinasta fylliefnið ámarkaðnum •Náttúrulegmótun og fylling í varir • Sléttir húðina Gelísprautun er tilvalin í djúpar hrukkur og til að móta varir, kinnbein eða kjálkalínu. 30% afsláttur af GELÍSPRAUTUN NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Skartaðu perlufesti til minningar um drottninguna Elísabet II. féll frá á fimmtudaginn var 96 ára að aldri. Mánudaginn 19. sept- ember verður hún jarðsungin frá West- minster Abbey í Lundúnum. Greint var frá því á BBC að útförin myndi jafn- framt marka síðasta dag þjóðarsorgar. Smartland hvetur fólk sem vill minnast hennar til að setja á sig perlufesti eða áberandi hálsmen. Upp á næsta stig Perlufestar geta breytt heild- armynd klæðnaðar mjög mikið. AFP Klassísk Perlufestar eru klass- ískar og allt- af móðins. Sami smekkur Díana prinsessa og Elísabet II. voru báðar mikið með perlur um hálsinn þótt Dína hafi ekki verið með festi þennan dag. Reuters Perlur um hálsinn Elísabet II. skartaði perlufesti við flest tilefni. AP AFP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.