Morgunblaðið - 15.09.2022, Síða 36
Botn kökunnar er gerður úr brown-
ie-deigi. Ostakaka með kirsuberja-
sultu er sett yfir og loks flamber-
aður marengs. Hér er á ferðinni
einstaklega glæsileg kaka sem sóm-
ir sér vel á hvaða veisluborði sem
er.
Ostakökubomba
Brownie-botn
60 g smjör
200 g dökkt súkkulaði
80 g púðursykur
1 tsk. vanilludropar
1 egg
70 g hveiti
Aðferð: Hitið ofninn í 160°C.
Bræðið saman smjör og súkku-
laði. Leyfið hitanum að rjúka aðeins
úr.
Takið á meðan til smelluform, um
20-22 cm í þvermál, og setjið bök-
unarpappír í botninn. Úðið formið
með matarolíuúða, bæði botn og
hliðar.
Setjið súkkulaðiblönduna í hræri-
vélarskálina og blandið púðursykri
og vanilludropum saman við.
Næst fer eggið út í, hrærið vel og
skafið niður á milli.
Að lokum skal blanda hveitinu
vel saman við og hella deiginu í
formið.
Bakið í um 25 mínútur eða þar til
prjónn kemur hreinn út með smá
kökumylsnu á endanum. Deigið á
ekki að vera blautt.
Leyfið að kólna alveg í forminu
áður en þið hellið ostakökublönd-
unni yfir.
Ostakaka
4 matarlímsblöð
40 ml sjóðandi vatn
500 g rjómaostur við stofuhita
125 g sykur
100 g flórsykur
1 vanillustöng (fræin)
250 ml þeyttur rjómi
½ krukka St. Dalfour Black Cherry-
sulta
Aðferð: Leggið matarlímsblöðin í
kalt vatn í um 10 mínútur.
Hitið næst 40 ml af vatni þar til
það fer að sjóða, takið matarlíms-
blöðin upp úr kalda vatninu, eitt í
senn, og kreistið vatnið úr þeim.
Setjið í sjóðandi vatnið og hrærið
þar til gelatínið er uppleyst. Hellið
blöndunni yfir í annað ílát og leyfið
henni að ná stofuhita.
Þeytið saman rjómaost, sykur og
flórsykur. Bætið vanillustönginni
saman við og loks matarlímsblönd-
unni í mjórri bunu í lokin.
Blandið næst þeytta rjómanum
saman við með sleikju og að lokum
sultunni.
Gott er að blanda henni bara rétt
saman við ostakökugrunninn svo
kakan fái smá marmaraáferð.
Hellið ostakökugrunninum ofan á
brownie-botninn og kælið í að
minnsta kosti fjórar klukkustundir
eða yfir nótt áður en þið setjið mar-
engsinn á toppinn.
Gott er að láta heitt vatn renna á
góðan hníf og renna honum síðan
meðfram forminu áður en þið
smellið því af og færið kökuna yfir
á disk með góðum spaða/kökulyft-
ara.
Toppur
3 eggjahvítur
¼ tsk. salt
250 g flórsykur
1 tsk. vanilludropar
Aðferð: Þeytið eggjahvítur og salt
saman þar til það fer aðeins að
freyða.
Blandið þá flórsykrinum saman
við í nokkrum skömmtum, þeytið í
nokkrar mínútur eða þar til topp-
arnir halda sér.
Setjið þá vanilludropana saman
við og þeytið stutta stund til við-
bótar.
Setjið í sprautupoka með stórum
hringlaga stút og sprautið í doppur
ofan á kælda ostakökuna.
Notið síðan brennara („torch“) til
að lita marengsinn og gera hann
stökkan að ofanverðu.
Geymið kökuna í kæli fram að
framreiðslu.
Flamberuð
ostakaka
„Mig hefur alltaf langað til að prófa að flambera
marengs á köku og loksins lét ég verða af því! Nú
verður ekki aftur snúið. Ætli ég fari ekki að flam-
bera allt núna því þetta var svo gott!“ segir Berg-
lind Hreiðarsdóttir, matarbloggari á Gotteri.is og
við tökum heils hugar undir orð hennar.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Unaðsleg Brownie-botn, silkimjúk ostakaka
með kirsuberjasultu og flamberaður marengs,
það er ekki hægt að biðja um meira í lífinu!
Það er talað um að flambera þegar
eldur er notaður beint í elda-
mennsku. Það er oft gert með til-
þrifum á veitingastöðum en í heima-
húsum er algengast að nota litla
gasbrennara. Algengast er sjálfsagt
að flambera franska eftirréttinn
crème brûlée. Þá er sykri stráð yfir
búðinginn sem síðan er brenndur
áður en hann er borinn fram. Þannig
verður til stökk sykurskel ofan á
búðingnum. Unaðsleg blanda og við
mælum sannarlega með því að þið
verðið ykkur úti um gasbrennara ef
þið hafið á annað borð áhuga.
Stundum
þarf maður að
flambera!
Ljósmynd/Rösle
Þarfaþing Þessi
huggulegi brennari
fæst í versluninni
Kokku og kostar
9.590 krónur.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Lifandi píanótónlist
öll kvöld
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–23:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
eða í síma 558 0000
Drykkjarseðlar kaffihúsa eru
þessa dagana fullir af girnilegum
nýjum drykkjum, enda nálgast
veturinn óðfluga með sínum al-
kunnu notalegheitum. Á Te &
kaffi kennir ýmissa grasa. Á
meðfylgjandi mynd má sjá mynd
af undurfögrum grænum drykk
sem kallast mintu-matcha.
Drykkurinn inniheldur
matcha-te, flóaða mjólk og örlítið
af mintusírópi sem sagt er gera
hann einstaklega bragðgóðan.
Matcha er mjög kröftugt te en
einn bolli af matcha inniheldur
jafn mikið af andoxunarefnum og
10 bollar af venjulegu grænu tei.
Haustdrykkirnir
mættir
Ljósmynd/Te&kaffi
Undradrykkur
Einn bolli af
matcha inniheldur
jafn mikið af and-
oxunarefnum og
10 bollar af venju-
legu grænu tei.