Morgunblaðið - 15.09.2022, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022
Hjólatjakkar
Flöskutjakkar
Legubretti
Loftpressur
Legupressur
Búkkar
Dekkjatjakkar
Sandblásturskassar
o.m.fl.
TJTJAKKAR
SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
B
irt
m
e
ð
fy
rirv
a
ra
u
m
m
y
n
d
a
-
o
g
te
x
ta
b
re
n
g
l.
SsangYong Rexton DLX ‘21, sjálfskiptur,
ekinn 26 þús. km. Verð: 7.990.000 kr.
Mitsubishi Eclipse Cross ‘21, sjálfskiptur,
ekinn 15þús. km.Verð: 5.590.000 kr.
SsangYong Tivoli XLV DLX ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 73 þús.km. Verð: 2.990.000 kr.
Suzuki Vitara ‘19, sjálfskiptur,
ekinn 93þús. km. Verð: 3.290.000 kr.
Vegna mikillar sölu vantar okkur allar tegundir bíla á skrá!
Notaðir bílar
Sjáðu fleiri bíla á
notadir.benni.is
Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
GOTT ÚRVAL JEPPA – FRÁBÆR VERÐ
801127 801126 800514 8009534x
4
4x
4
4x
4
4x
4
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Leikkonan Elín Sif Hall segist ekki
vita fyrir víst hvernig hún leiddist út í
leiklist en upphaflega var það bara
tónlistin sem kallaði á hana en Elín er
einnig hæfileikarík söngkona. Þrátt
fyrir að tónlistin leiki enn stórt hlut-
verk í lífi hennar er það leiklistin sem
er í aðalhlutverki í dag en hún kláraði
nýlega leiklistarnám við Listaháskóla
Íslands. Elín er nú að stíga sín fyrstu
skref í Borgarleikhúsinu í leiksýning-
unni Níu líf. Hún ræddi um alla þá
reynslu sem hún hefur öðlast á síð-
ustu árum í morgunþættinum Ísland
vaknar í vikunni.
Fyrir nokkrum árum vakti Elín at-
hygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni
Lof mér að falla en hún segir að það
hafi verið eftir þá reynslu sem hún
ákvað að hún vildi læra leiklist.
„Eftir það var ég bara: Ókei, ég
þarf að læra eitthvað í leiklist.
Ég fann það á mér – ég horfði á alla
eldri leikarana – með alla þessa tækni
og hugsaði: Þetta er ekki eitthvað
sem þú getur bara „wingað“. Þannig
að mig langaði að fara að læra og fór í
leiklistarskóla,“ sagði hún.
Leikhúsið kom á óvart
Leikhúsið kom henni algjörlega á
óvart og hún nýtur þess í botn að vera
á sviðinu og njóta þeirrar einstöku
stemningar sem því fylgir.
„Ég hélt alltaf að bíóið væri
fyrir mig og fór með það
„mentality“ í skólann líka. Af
því að það var það eina
sem ég var búin að
gera,“ sagði Elín sem
segist hafa haldið að fólk
færi bara í leikhúsið til að fá
fastráðningu, reglulegt
kaup og til að komast hjá
því að vera verktakar.
„En ég held ég sé að skilja og
skynja núna í fyrsta sinn að þetta
snýst ekkert um það,“ sagði Elín.
„Þetta er, sérstaklega í Níu lífum –
það er svo brjáluð upplifun að vera
partur af einhverju. Vera að spegla
sig í áhorfendunum, sjá viðbrögðin
frá áhorfendunum í beinni. Það kallar
fram eitthvað allt annað en þegar þú
ert sjálfur að reyna að leika kannski
með mótleikara og leikstjóra. Það al-
veg sprengir mann,“ sagði Elín sem
segir að viðbrögð áhorfenda komi sér
oft mikið á óvart.
„Það getur verið svo mismunandi
hvenær fólk bregst við. Fer að hlæja
á mómentum sem maður býst ekki
við. Þá þarf maður að bíða aðeins og
láta svo næstu línu falla,“ lýsti Elín en
hún fékk hlutverk sín, sem reiði
Bubbi og Inga og Brynja, eiginkonur
Bubba, í Níu lífum, aðeins tveimur
vikum fyrir sýninguna.
Hún sagði þó að það hefði komið
sér á óvart hversu vel gekk að læra
inn á allt í sambandi við sýninguna
sem væri eins og „ótrúlega vel smurð
vél“.
„Þau voru búin að sýna 103 sýn-
ingar þegar ég kem inn í þetta,“ bætti
hún við.
Spurð út í það hvað væri eftir-
minnilegasta atvikið sem hefði átt sér
stað baksviðs síðan hún byrjaði rifjaði
hún upp atvik þegar leikkonan Rakel
Ýr fór út axlarlið í miðri sýningu og
þurfti að rjúka af sviðinu í hvelli.
Elín sagði að Bubbi hefði nánast
verið búinn að kippa öxlinni í lið
sjálfur en sjúkrabíll var þó þess í
stað fenginn til að sækja Rakel.
Spurð út í framtíðarverk-
efni í leikhúsi eða á stóra
skjánum viðurkenndi Elín
leyndardómsfull að hún
væri með kvikmyndaverkefni
á döfinni sem mætti þó ekki
gefa upp strax.
Hélt að bíóið
væri fyrir sig
Leikkonan unga Elín Sif Hall er að upplifa sitt fyrsta
leikár í Borgarleikhúsinu og stígur nú sín fyrstu
skref í leiksýningunni Níu lífum. Hún ræddi um líf
og starf í Ísland vaknar á K100 í vikunni.
Ljósmynd/Vigdís Perla Maack
Níu líf Elín fer með hlutverk reiða Bubba í Níu lífum auk þess sem hún leikur Ingu og Brynju eiginkonur Bubba.