Morgunblaðið - 15.09.2022, Page 41

Morgunblaðið - 15.09.2022, Page 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 ili. Elsku Gummi, Iðunn Lilja, Þór- dís, Þráinn, Hanna, Magga, Sigríð- ur og Sigurbjörn, missir ykkar er mikill. Minning um yndislega frænku lifir um ókomin ár. Úlfar, Linda Björk, Kristján Ragnar, Herdís Arna og Bjarki Már. Í dag kveðjum við okkar kæru mágkonu og svilkonu, Helgu Þrá- insdóttur. Að setjast niður og skrifa minn- ingargrein um hana er erfitt því fráfall hennar er svo ósanngjarnt, ótímabært og óskiljanlegt. Hjörtu okkar eru kramin. Helga kom inn í líf okkar sem kærasta hans Guðmundar Magn- úsar og okkur leið strax eins og hún hefði alltaf verið hluti af fjöl- skyldunni. Hún var yndisleg mann- eskja í alla staði sem heillaði mann með hógværð, elju, brosmildi og hjartahlýju. Allt lék í höndunum á henni, hvort sem það var læknis- fræði, handavinna eða móðurhlut- verkið. Allt var leyst af einstakri natni og nákvæmni. Helga hafði svo fallegt sjálfs- traust, algjörlega dramblaus, hafði aldrei þörf til að berja sér á brjóst eða leiðrétta fólk þó hún vissi oft mun betur. Þegar hún var spurð voru svörin ætíð án alls yfirlætis, yfirveguð og grandhugsuð. Elsku Helga, takk fyrir að vera hluti af lífi okkar, þín er og verður sárt saknað. Minning þín mun lifa í hugum okkar og hjörtum um alla tíð. Elsku bróðir/mágur, frænka og fjölskylda, missir ykkar er mikill og hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Ykkar Jón Geir og Hafrún. Það var líkt og tíminn stæði í stað þegar fréttir bárust af því að Helga, vinkona okkar og kollegi, væri skyndilega fallin frá, langt fyrir aldur fram. Flest kynntumst við Helgu haustið 2009 þegar við hófum nám saman við læknadeildina. Við bekkjarsystkinin eigum það öll sammerkt að eiga einungis góðar minningar um hana, bæði frá skólaárunum og samstarfinu í kjöl- farið. Það sem einkenndi Helgu var einstök útgeislun. Hún geislaði af gleði, geislaði af hreysti, geislaði af góðmennsku og gáfum. Þrátt fyrir að bera af í því sem hún tók sér fyr- ir hendur hafði hún ekki þörf fyrir að hreykja sér af afrekum sínum. Þau töluðu einfaldlega fyrir sig sjálf. Hún hafði gott lag á að láta fólki líða vel í návist sinni með ein- lægni og hlýju í allri framkomu. Helga var mikil íþróttakona og endurspeglaðist íþróttamennska hennar í flestu sem hún tók sér fyr- ir hendur. Hún var heilsteypt manneskja og óhrædd við að fara sínar eigin leiðir. Hún var sam- viskusöm, ósérhlífin og hjálpsöm. Það var sama hvaða verkefni stóðu henni fyrir dyrum, ávallt mætti hún með sitt breiða bros á vör og tilbúin að leggja hönd á plóg. Liðs- heildin var henni mikilvæg og hún gerði sér far um að mæta á við- burði og sýna lífi samferðafólks síns einlægan áhuga. Helga nýtti alla sína mannkosti og varð að frábærum lækni sem við vitum að snerti tilveru skjólstæð- inga sinna og samstarfsfólks á ein- stakan hátt. Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki von á að mæta fal- legri nærveru Helgu á ný en minn- ing hennar mun lifa áfram í hugum okkar og gjörðum. Það líf var okkur lán, en henni sómi. Hún leyndist nærri, og var þó stéttar prýði, og það, sem mörgum sóttist seint í stríði, það sigraði’ hún með brosi og hlýjum rómi. (Þorsteinn Erlingsson) Við sendum Gumma, Iðunni Lilju og fjölskyldu Helgu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd útskriftarárgangs 2015, læknadeild Háskóla Íslands Kristrún Aradóttir. Þetta er svo óraunverulegt, að skrifa minningargrein um elsku Helgu okkar. Helgu sem var alltaf svo glöð, jákvæð og til í allt. Helga og Soffía systir mín urðu bestu vin- konur þegar Soffía byrjaði að æfa frjálsar íþróttir 9 ára gömul. Strax frá upphafi fékk ég, litla systirin, að hanga með þeim, Soffíu ekki alltaf til mikillar gleði en Helga var alltaf til í að leyfa mér að vera með. Eftir að við urðum eldri því betri vinkon- ur urðum við og brölluðum við þrjár ýmislegt saman. Bíókvöldin á neðri hæðinni í Fjóluhvamminum þar sem við horfðum á Twilight- myndirnar með stjörnur í augun- um, öll matarboðin þar sem Helga sýndi hvað hún var frábær gest- gjafi, alltaf dásamlegar kræsingar og nóg af alls konar góðum og skrítnum dósadrykkjum og upp á síðkastið öll spilakvöldin sem við áttum með Harry Potter fólkinu okkar. Það er svo sárt og ósann- gjarnt að hugsa til þess að þessar stundir verða aldrei fleiri. Því er nauðsynlegt að halda upp á minn- ingarnar og rifja þær upp. Það mætti segja að Helga hafi verið reddarinn minn eftir að hún hóf læknanámið, ég var mjög dugleg að hlýða henni yfir með ýmsum spurningum, sem tengdust nú yf- irleitt mér en alltaf kom hún með góð svör og gat hjálpað. Helga var svo traust og falleg sál og það var hægt að ræða allt við hana. Aldrei þurfti að biðja hana að halda ein- hverju fyrir sig af því að hún vissi hvenær var verið að ræða erfið mál og var aldrei að tala um neitt við aðra. Það var alltaf hægt að treysta Helgu, hún var góð við alla og tal- aði aldrei illa um nokkurn mann. Í miðju Covid lenti ég skyndilega í aðgerð. Það mátti enginn koma og vera hjá mér þannig að ég sendi Helgu skilaboð. Hún var stödd á næstu deild að vinna en kom fljót- lega og sat hjá mér fyrir aðgerðina og útskýrði allt fyrir mér. Helga var með svo góða nærveru að bara það að hún sat þarna hjá mér og spjallaði hélt mér rólegri. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða. Við Helga og Soffía vorum alls ekki djammarar en einn góðan veður- dag fyrir 10 árum ákváðum við að gera okkur glaðan dag, skvísuðum okkur upp og fórum út að borða og það eru til svo skemmtilegar myndir af okkur “skyttunum þremur“ síðan þetta kvöld. Núna í sumar ákváðu við að gera þetta aft- ur, gerðum okkur fínar, fórum út að borða og endurnýjuðum “skytt- urnar þrjár“ myndina og það sem ég er þakklát að við höfum átt þetta dásamlega kvöld saman í sumar. Elsku Helga, þú skilur eftir skarð í hjörtum margra og þín verður sárt saknað. Ég er mjög þakklát fyrir vináttuna sem við áttum. Gleðin sem kom þegar Helga og Gummi sögðu okkur að von væri á barni, ji hvað allir voru spenntir. Helga var svo stolt af dóttur sinni og fannst gaman að segja sögur af henni en núna er það orðið okkar hlutverk að segja Iðunni Lilju endalausar sögur af mömmu sinni. Ég mun aldrei gleyma hvað þú varst ómetanleg vinkona. Elsku Gummi, Iðunn Lilja, Þór- dís, Þráinn, Hanna og Magga, ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur og styrk til ykkar á þess- um erfiðu tímum og við höldum minningunni um Helgu á lífi. Þín vinkona María Ósk. - Fleiri minningargreinar um Helgu Þráinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, REGÍNA GEIRSDÓTTIR, Sunnuhlíð, Vopnafirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 23. ágúst. Útför hennar fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 17. september klukkan 13. Haukur Georgsson Sigurjón Haukur Hauksson Guðrún Anna Guðnadóttir Geirmundur J. Hauksson Selma Dögg Víglundsdóttir Sigurþóra Hauksdóttir Jón Magnús Sigurðarson og barnabörn Ástvinir þakka auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts MAGNEU HRANNAR ÖRVARSDÓTTUR sem lést hinn 17. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA SÆMUNDSDÓTTIR frá Kletti í Kollafirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. september. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 19. september klukkan 13. Hrafn Þórir Hákonarson Snjólaug Soffía Óskarsdóttir Sæmundur Davíð Vikarsson Magnea Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL ÞORSTEINSSON, lést fimmtudaginn 8. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 23. september klukkan 13. Pálína Mjöll Pálsdóttir Skúli Sigurðsson Guðrún Hulda Pálsdóttir Brynhildur Nadía, Harpa Rán, Eyvindur Páll, Sindri Fannar og Kristófer Þór Kæri og elskulegi pabbi okkar, sonur, bróðir, mágur og frændi, HÁLFDÁN DAÐASON, lést sunnudaginn 4. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 21. september klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Björns Rúnarssonar (reikningsnúmer 0354-13-200686, kt. 1412513259) eða Píetasamtökin. Daði Snær og Eiður Sölvi Hálfdánssynir Ráðhildur Stefánsdóttir Daði Hálfdánsson Klara Eiríka, Stefán, Vilborg, Guðmundur Magnús, Ólöf Kristjana, Jóna Rún og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, stjúpafi og langafi, GARÐAR ALFONSSON, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. september. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 23. september klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk öldrunardeildar B-4 í Fossvogi fyrir hlýja og góða umönnun. Elín Skarphéðinsdóttir Skarphéðinn Garðarsson Elísabet Árný Tómasdóttir Garðar Árni Skarphéðinsson Maria Reis Guðmundur Björn Birkisson Þórhildur Vala Þorgilsdóttir Heiða Björk Birkisdóttir Jónas Þór Guðmundsson Guðmundur Atli og Elísabet Dóra Jónasarbörn Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURJÓN GRÉTARSSON, Hátúni 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 20. september klukkan 13. Sigríður G. Kærnested Erna Grétarsdóttir Gunnar Á. Þorkelsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EÐVARÐ INGÓLFSSON, Jötnaborgum 6, Reykjavík, lést sunnudaginn 11. september. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 20. september klukkan 13. Svanhildur María Ólafsdóttir Ólafur Páll Eðvarðsson Jóna Hlín Guðjónsdóttir Aðalheiður María Sigmarsd. Daníel Jónsson Emelía Rán Sigmarsdóttir Gunnsteinn Lárusson Sigmar Þór, Daníel Bergur og Lárus Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, IBSEN ANGANTÝSSON skipstjóri, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 4. september. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 16. september klukkan 12. Hulda Guðmundsdóttir Davíð Ibsen, Matthildur Sigríður Jónsdóttir Ríkharður Ibsen, Stella Norðdal Gísladóttir Marteinn Ibsen, Astrid María Dahl Reynisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ARNAR ÍVAR SIGURBJÖRNSSON, húsasmíðameistari og matsmaður, Fjallalind 100, Kópavogi, lést á líknardeildinni í Kópavogi miðvikudaginn 7. september. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 19. september klukkan 13. Agnes Björnsdóttir Anna I. Arnarsdóttir Garðar Kristján Halldórsson Sigurbjörg Inga Arnarsdóttir Björn Arnarsson Þuríður M. Björnsdóttir barnabörn Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, ÁSDÍS VALDIMARSDÓTTIR, Næfurholti 1, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 19. september klukkan 15. Þór Gunnarsson Anna Margrét Þórsdóttir Ólafur Gauti Hilmarsson Þórdís Þórsdóttir Jóhann G. Jóhannsson Davíð Arnar Þórsson Ingibjörg Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.