Morgunblaðið - 15.09.2022, Page 44

Morgunblaðið - 15.09.2022, Page 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is MEÐ SJÁLFBÆRNI AÐ LEIÐARLJÓSI 40 ÁRA Jón Ómar er Reykvík- ingur, ólst upp í Breiðholtinu en býr í Vesturbænum. Hann lauk embættisprófi frá Háskóla Ís- lands árið 2008 og vígðist sama ár sem æskulýðsprestur KFUM og KFUK og Kristilegu skólahreyf- ingarinnar. Hann var prestur í Glerárkirkju á Akureyri 2014- 2017, en kom þá aftur suður og varð prestur í Fella- og Hóla- prestakalli. Frá því í apríl síðast- liðnum hefur hann verið sóknar- prestur í sameinuðu prestakalli Fella- og Hólakirkju og Breið- holtskirkju. „Þetta eru mjög spennandi tímar og miklar breyt- ingar fram undan í þessum tveim- ur söfnuðum vegna sameining- arinnar. Prestar sem hafa verið hér í áratugi eru að hætta vegna aldurs. Það er spennandi að taka við góðu búi og vinna áfram og byggja á því.“ Jón Ómar er varaformaður stjórnar sumarbúða KFUM og KFUK í Vatna- skógi, en hann hefur verið viðloðandi starfið í Vatnaskógi í mörg ár sem sjálf- boðaliði og starfsmaður. Jón Ómar er mikill áhugamaður um fótbolta og heldur með Tottenham og KR. „Ég fylgist mjög mikið með KR í gegnum eldri son minn sem æfir með KR. Ég hef einu sinni séð leik með Tottenham, fór út rétt fyrir covid í desem- ber 2019 og sá Tottenham vinna Burnley 5-0.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Jóns Ómars er Berglind Ólöf Sigurvinsdóttir, f. 1984, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í Fossvogi. Börn þeirra eru Sigurvin Elí, f. 2011, Matthías Kári, f. 2018, og Rebekka María, f. 2020. For- eldrar Jóns Ómars eru hjónin Gunnar Júlíusson, f. 1958, sölumaður hjá OSN verktaka í Njarðvík, og Sólrún Alda Sigurðardóttir, f. 1956, skrifstofumaður hjá Mosfellsbæ. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Jón Ómar Gunnarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Umræður um lífsgildi og framtíðar- drauma eru skemmtilegar í dag. Gefðu þér tíma til að sinna þörfum vina og vanda- manna. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er hætt við því að það komi upp einhvers konar óþægindi eða ósætti í vinnunni i dag. Um leið og spennan hverfur, kraumar ekkert meir. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Forvitni er mikill kostur þegar hún heldur manni vakandi gagnvart daglegum venjum. Láttu ekki telja þig á neitt sem þú ert ekki sannfærður um. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hefur fengið aukna ábyrgð og þarft því að endurmeta stöðuna. Einhver ann- ar gæti reynt að hagnast á vinnu þinni. Skoð- aðu hlutina út frá öllum hliðum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Taktu höndum saman með öðrum til þess að ljúka ótilgreindu verkefni. Búðu þig undir hörð átök um starfsaðferðir þínar. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Hugmyndir yfirboðara verða þér hvatning til að gera endurbætur í vinnunni. Nýttu þér þetta og kannaðu ýmsa möguleika. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú átt í hörðum tilfinningalegum átökum og mátt því ekki við miklu. Það getur skipt sköpum að beita réttum aðferðum til þess að ná árangri. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Nú þarftu að taka á honum stóra þínum í fjármálunum. Þrek þitt og þrautseigja vekur athygli því þeir eru margir sem njóta góðs af því. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú hefur fyllstu ástæðu til þess að vera ánægður með framlag þitt ef þú bara varast að láta ofmetnað ná tökum á þér. Oft er skammt milli hláturs og gráturs. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú þarft að grandskoða ástæður þess að þér lendir svona heiftarlega saman við þína nánustu. Gerðu ráð fyrir löngum samræðum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú átt að eiga auðvelt með að finna þér skoðanabræður ef þú aðeins lítur vandlega í kringum þig. Gefðu þér því nægan tíma í að kryfja málin til mergjar. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Reyndu að finna tíma fyrir sjálfan þig. Þú ert menningarlega sinnaður þessa dagana og skalt skoða hvað er í boði og njóta þess sem best þú getur. tengd einhvers konar íþróttum og hreyfingu, hef þó aldrei unnið til neinna verðlauna enda það ekki verið markmiðið heldur til að halda mér í formi og hafa lífið skemmti- legt.“ Guðrún spilaði blak með eftir starfslok mín og þá gegnt oft- ar formennsku.“ Guðrún er núna formaður í Soroptimistaklúbbi, er í stjórn Kvenfélags Garðabæjar og stjórn félags eldri ljósmæðra. „Áhugamál mín hafa alltaf verið G uðrún Guðmunda Egg- ertsdóttir fæddist 15. september 1947 í Lax- árdal í Þistilfirði. „For- eldrar mínir voru sauð- fjárbændur, við vorum átta systk- inin en auk þess voru aukabörn send í sveitina á sumrin og mjög gestkvæmt var á heimilinu. Ég lærði snemma að hafa mikið að gera, verkefnin voru næg og við systkinin vorum alin upp við að ekki væri gott að gera ekki neitt svo við ærsluðumst í frjálsum íþróttum á heimagerðum velli flest kvöld. Æskan var yndisleg og áhyggjulaus í sveitinni. Bróðir minn er bóndi í Laxárdal og ég fer stundum í sauðburð þangað á vorin til að halda í ræturnar. Ég er búin að fara tvö ár í röð og fór oft í gamla daga.“ Guðrún fór í Laugaskóla í Reykjadal, var þar í þrjá vetur á heimavist og var síðan á Ísafirði í húsmæðraskóla einn vetur. Svo lá leiðin til Reykjavíkur í Ljósmæðra- skólann og seinna meir bætti Guð- rún hjúkrunarnámi við og auk þess uppeldis- og kennslufræði. Guðrún hefur starfað víða við ljósmóður- og hjúkrunarstörf, þó lengst af á Landspítalanum. Eftir útskrift úr Ljósmæðraskólanum ár- ið 1969 vann hún á Þórshöfn eitt ár og á Landspítalanum, hjartadeild og fæðingardeild, í nokkur ár. Hún var síðan yfirljósmóðir á Akureyri, fór þaðan á Kópasker í fimm ár og fór svo aftur að vinna á Landspít- alanum og var þar 15 ár yfirljós- móðir á fæðingardeildinni 1997- 2012. Eftir að hún hætti fullu starfi var hún í afleysingum á nokkrum heilsugæslustöðvum í Reykjavík þar til hún var orðin 71 árs. „Ljós- móðurstarfið er fjölbreytt og mjög gefandi að fá tækifæri til að vinna með fólki á stærstu stundunum í lífi þess.“ Guðrún hefur tekið þátt í ýmsum félagsstörfum alls staðar þar sem hún hefur búið. „Ég hef haft mikla ánægju af því, ég man t.d. að á Kópaskeri var ég í flestum félögum sem voru þar á þeim tíma. Ég hef stundað félagsstörf enn þá meira Snerti á Kópaskeri og Lansanum, sem var íþróttafélag á Landspít- alanum. „Ég ólst upp við að fara í smal- anir og göngur á hestbaki og hef farið í um 30 hestaferðir um landið Guðrún G. Eggertsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur – 75 ára Stórfjölskyldan F.v.: Valdimar, Kládía, Kristján Á., Kristján Elvar, Guðrún, Elín, Alexander, Dale og Erik árið 2016. Stærstu stundirnar í lífinu Á fjöllum Kristján og Guðrún í Lónsöræfum árið 2021. Hestakonan Guðrún með Fjöður. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.