Morgunblaðið - 15.09.2022, Qupperneq 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Kvikmyndin Abbababb! verður
frumsýnd boðsgestum í kvöld og
hefjast almennar sýningar á morg-
un, 16. september. Abbababb! er
dans- og söngvamynd fyrir alla
fjölskylduna, byggð að hluta á
samnefndum söngleik sem aftur
var byggður á hljómplötu dr.
Gunna og vina með sama nafni.
Nanna Kristín Magnúsdóttir er
handritshöfundur og leikstjóri
myndarinnar. Hún er menntuð
leikkona og stundaði nám í hand-
ritaskrifum í háskóla í Vancouver í
Kanada. Hlaut hún mikið og verð-
skuldað lof fyrir sjónvarpsþætti
sína, Pabbahelgar, sem sýndir
voru á RÚV árið 2019. Hún skrif-
aði handrit þáttanna ástamt Sól-
veigu Jónsdóttur og Huldari
Breiðfjörð, framleiddi þá með
Birgittu Björnsdóttur, leikstýrði
þeim með Marteini Þórssyni og fór
jafnframt með annað af tveimur
aðalhlutverkum þeirra, hlutverk
Karenar sem kemst að því að eig-
inmaður hennar, Marteinn, heldur
fram hjá henni.
Abbababb! er fyrsta kvikmynd
Nönnu Kristínar í fullri lengd en
hún hefur skrifað nokkur handrit
og leikstýrt bæði sjónvarpsþáttum
og stuttmyndum.
Nanna Kristín ræðst ekki á
garðinn þar sem hann er lægstur
því Abbababb! er, sem fyrr segir,
dans- og söngvamynd með fjölda
barna í hópi leikara en fullorðnir
leikarar koma einnig við sögu. Ein
af mörgum áskorunum leikstjórans
var að taka upp kvikmynd á tím-
um heimsfaraldurs með sínum
breytilegu fjöldatakmörkunum og
samkomubönnum.
Margra ára ferli
Nanna Kristín segir námið í
Kanada á sínum tíma bæði hafa
verið skemmtilegt og lærdómsríkt.
„Það var farið inn á handritagerð
fyrir kvikmyndir, sjónvarp, raun-
veruleikaþætti, teiknimyndir,
stuttmyndir og tölvuleiki. Það er
svo margt í boði fyrir handritshöf-
unda,“ segir Nanna Kristín. Hún
hafi einbeitt sér að sjónvarpsefni
og kvikmyndum. „Ég er ekki mik-
ið í tölvuleikjunum,“ segir Nanna
Kristín kímin.
Blaðamaður sá ekki söngleikinn
Abbababb! á sínum tíma og veit
lítið sem ekkert um hann. Plötu
Dr. Gunna og vina kannast hann
hins vegar við. Nanna Kristín rifj-
ar upp að söngleikurinn hafi verið
frumsýndur árið 2007 í Hafnarfirði
og góðu kallarnir í honum pönkar-
ar en þeir vondu diskólið.
Hún er spurð að því hvort sagan
í kvikmyndinni sé ekki önnur en í
söngleiknum og segir hún svo
vera. „Ég tek mið af honum en
þegar maður er að skrifa handrit
þarf maður auðvitað að setja sitt
mark á það. Handritaskrif taka
langan tíma, mörg ár. Ég reyndi
að skrifa út frá mínu og því sem
mig langaði að segja. Grunnurinn
frá dr. Gunna er náttúrlega frá-
bær og lögin líka en svo fer ég út í
mína sögu. Það er mjög ólíkt að
skrifa kvikmynd og leikrit. Í leik-
riti geturðu skipt um stað með
einni ljósabreytingu en í kvik-
myndum er það flóknara í fram-
kvæmd. Velja þarf annan tökustað,
ferja leikara og aðra starfsmenn á
milli og auðvitað hanna leikmynd,
nýtt sett o.s.frv,“ segir Nanna
Kristín.
Abbababb gekk ekki á ensku
Kvikmyndin fer öll fram í sama
skólanum og á einum degi. Nanna
Kristín segir söguþráðinn í stuttu
máli þann að þrír krakkar komist
að því að óprúttinn náungi ætli sér
að leggja skólann í rúst og eyði-
leggja þannig fyrir nemendum
lokaballið sem halda á um kvöldið.
Þau hafa tólf klukkustundir til að
koma í veg fyrir þessi illu áform
og segir Nanna Kristín kvikmynd-
ina einmitt heita á ensku 12 Hours
to Destruction, eða 12 klukku-
stundir til eyðileggingar. „Abba-
babb! gekk ekki alveg sem enskur
titill,“ segir hún kímin. Hún hafi
farið í handritasmiðju Cinekid,
fyrst í Amsterdam og einnig á
Berlinale, kvikmyndahátíðinni í
Berlín. Þar hafi titillinn ruglað
fólk í ríminu og sumir talið hann
tengjast hljómsveitinni ABBA.
„Þannig að ég bjó til nýjan titil
fyrir erlendan markað,“ segir
Nanna Kristín sposk en til gamans
hafi hún látið tvo vini í myndinni
heita Benna og Björn með vísan til
karlanna í ABBA. Hugmyndir
komi oft út frá annarra manna
skilningi og það átti við í þessu til-
felli.
Nanna Kristín segir grunninn að
handritinu hafa verið grípandi lög
Dr. Gunna en að hana hafi vantað
nokkur til viðbótar til að ljúka við
söguna. Hún hafi rætt við doktor-
inn og spurt hvort það væri í lagi
og hann gefið grænt ljós og sagt
að hún hefði algjörlega frjálsar
hendur. „Það var mjög rausnarlegt
af honum að gefa mér þetta frjáls-
ræði. Ég fann að ég þurfti fleiri
lög til að koma því á framfæri sem
ég vildi segja,“ segir Nanna Krist-
ín. Því var fjórum lögum bætt við.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
samdi lögin og útsetti en hún
skrifaði textana við þau. „Þannig
að ég nú er ég orðin textahöfundur
líka,“ segir Nanna Kristín og hlær.
Í djúpu laugina
– Þessi kvikmynd hlýtur að hafa
verið flókið verk á heildina litið og
mikil áskorun fyrir þig?
„Hún er það en það er svolítið
minn stíll að stökkva í djúpu laug-
ina. Ég vil alltaf ögra sjálfri mér
og stundum fer ég aðeins fram úr
mér en þá er ég með fólk í kring-
um mig sem bendir mér á að taka
eitt skref til baka, sem er bara
hollt og gott. En þegar ég tók
þetta verkefni að mér, sagði ég við
framleiðendur að ég vildi gera
dans- og söngvamynd og að ég
vildi fá leikara á barnsaldri og þá
mörg börn. Við erum að búa til
heilan skóla og þó það séu þrjú
börn í aðalhlutverkum eru fleiri
stór hlutverk. Síðan fyllum við
skólann með börnum og þar vildi
ég ekki að væru bara aukaleikarar
til að fylla upp í rammann og gefa
liti eða form eða hreyfingar, held-
ur fengju öll börnin eitthvað til að
vinna með og sína karaktera. Þar
voru allar deildir sameinaðar í því
að búa til persónur og hjálpa þeim
með persónusköpun og þá ekki
bara í útliti,“ útskýrir Nanna
Kristín. Valgerður Rúnarsdóttir
hafi, til að mynda, samið hreyf-
ingar fyrir börnin auk þess að
semja dansa.
Galdurinn felst í góðu fólki
„Þetta er mjög ævintýralegur
heimur sem við búum til. Þetta
gerist á níunda áratugnum en þó
er þetta ekki svona sögulega og
bókstaflega sá tími heldur búum
við til ævintýra-„eitís“. Í dans- og
söngvaatriðunum förum við tíu
skrefum lengra og skrúfum allt í
botn,“ segir Nanna Kristín um
töfrandi heim kvikmyndarinnar.
Líkt og blaðamaður er hún fædd
árið 1974 og var því barn og ung-
lingur á hinum ágæta níunda ára-
tug og minnist hans með hlýju.
Af stiklu myndarinnar sést að
myndin er litrík og mikið lagt í
búninga og leikmynd. „Það unnum
við með kvikmyndatökumanni og
leikmynd, búningum og förðun.
Leikmyndahönnuðurinn heitir Sig-
ríður Björnsdóttir og hefur unnið
mikið á Ítalíu við stórar auglýs-
ingaherferðir,“ segir Nanna Krist-
ín frá. Hún hafi einmitt þurft slíka
manneskju í lið með sér, mann-
eskju með stórar hugmyndir sem
gæti gert stórar hugmyndir leik-
stjórans að veruleika. „Það er auð-
vitað galdurinn við að vera leik-
stjóri, að vera með fólk í kringum
sig sem er klárara en maður sjálf-
ur. Stundum táraðist ég bara á
tökustað yfir því hversu mögnuð
vinna hafði átt sér stað út frá hug-
mynd sem var í kollinum á mér.
Maður verður svo stoltur og þakk-
látur yfir því að þetta fólk hafi
lagt allt sitt af mörkum til að gera
sýn mína að veruleika sem þau
fara svo ennþá lengra með og gera
enn betri en ég hafði hugsað mér.“
Eyþór Ingi frábær
Nokkrir fullorðnir leikarar leika
í myndinni og þar af einn sem
þekktari er sem söngvari, látúns-
barkinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
„Það vita allir að hann er stórkost-
legur söngvari. Hann leikur hr.
Rokk og er bara frábær leikari og
á leiksigur í myndinni. Hann fetar
þar í fótspor Sigurjóns Kjartans-
sonar og Rúnars Júlíussonar sem
léku hann í söngleiknum og ég
held að Sigtryggur Baldvinsson
hafi tekið við af Sigurjóni. Þannig
að hann er í góðum hópi þar,“ seg-
ir Nanna Kristín. Af barnungum
leikurum fara með helstu hlutverk
þau Ísabella Jónatansdóttir, Óttar
Kjerulf Þorvarðarson og Vilhjálm-
ur Árni Sigurðsson.
Kvikmyndin verður eflaust sýnd
á nokkrum hátíðum erlendis en
Nanna Kristín segir engar fréttir
að færa af slíkum hátíðum að svo
stöddu. Alla vega ekkert sem má
nefna opinberlega. Eitt skref verði
stigið í einu. Næsta skref er að
taka á móti Íslendingum í bíó, seg-
ir hún. Víst er að frumsýningin
verður fjölmenn á Íslandi þar sem
sýnt verður í öllum sölum Smára-
bíós í kvöld.
Þurfti að taka út
bílakirkjugarðinn
Nanna Kristín er að lokum
spurð að því hvort hún hafi litið til
einhverra tiltekinna kvikmynda
eða haft í huga við gerð Abba-
babb! Hún segist hafa hugsað til
þeirra mynda sem voru hvað mest
áberandi í á æskuárum hennar á
níunda áratugnum, m.a. The Goon-
ies. „Það tók mörg ár að skrifa
handritið. Þegar ég var búin með
nokkur uppköst af því kom
Stranger Things. Í fyrstu þátta-
röðinni er bílakirkjugarður. Eitt
atriðið hjá mér gerðist í bíla-
kirkjugarði og þá varð ég miður
mín og breytti senunni í annað. En
það varð til góðs á endanum þar
sem það varð til þess að ég kaus
að sagan myndi gerast á tólf tím-
um á einum stað. Það endaði með
því að allt gerðist í skóla,“ segir
Nanna Kristín glettin.
Stuð Eitt af litríkum atriðum Abbababb! sem fjöldi barna leikur í. Kvikmyndin fer að mestu leyti fram í grunnskóla sem illmenni hyggst leggja í rúst.
Bending Nanna Kristín leggur línur við tökur kvikmyndarinnar með sóttvarnargrímu. Einn aðalleikara mynd-
arinnar, Vilhjálmur Árni Sigurðsson, fylgist brosandi með. Ástæðan fyrir grímunotkuninni var vitaskuld Covid-19.
„Ég vil alltaf ögra sjálfri mér“
- Sýningar hefjast á morgun á kvikmyndinni Abbababb! - Lög af plötu Dr. Gunna og söngleikur
grunnur handritsins - Grunnskólabörn reyna að stöðva illmenni sem vill eyðileggja skólann þeirra