Morgunblaðið - 15.09.2022, Side 56

Morgunblaðið - 15.09.2022, Side 56
SALTO Hornsófi. Hægri eða vinstri. Koníak bonded leðuráklæði. 275 × 216 × 85 cm. 295.992 kr. 369.990 kr. www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 *Nema Skovby og sérpöntunum. Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. CHRISTO Fallegt hringlaga borðstofuborð. Hvíttaður olíuborinn eikarspónn. Ø120 x 75 cm. 111.992 kr. 139.990 kr. AFSLÁTTUR AF ÖLLUM 20% DÖNSKUM VÖRUM* Danskir DAGAR CONNECT Sófaborð. Eikarplata með svörtum fótum. 60 × 60 × 40 cm. 63.920 kr. 79.900 kr. SIXTY 3ja sæta sófi. Blátt eða Silver velvet. 225 x 95 x 94 cm. 267.992 kr. 334.990 kr. Milli kl. 13-15 þann 17. september kynnir Rut Kára nýju mottulínurnar sem hún hannaði í samstarfi við Höllina. Komdu og fáðu faglega ráðgjöf. 20% kynningarafsláttur laugardag og sunnudag RUT KÁRA KYNNIR NÝJU MOTTURNAR LAUGARDAGINN 17. SEPTEMBER LÝKUR Á MÁNUDAG Dísella Lárusdóttir syngur einsöng með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á tónleikum í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Á efnisskránni eru verk með tengsl við nýja heiminn undir stjórn Davids Danzmayrs, sem nýtur mikillar velgengni sem hljómsveitarstjóri vestanhafs. Flutt verða Three Places in New England eftir Charles Ives, Ach ich liebte, war so glücklich eftir W.A. Mozart, Glitter and be Gay eftir Leon- ard Bernstein og Sinfónía nr. 9 eftir Antonín Dvorák, sem hann samdi þegar hann var búsettur í Bandaríkjunum. „Dísella hefur unnið hvern listræna sigurinn á fætur öðr- um sem söngkona við Metró- pólitan-óperuna í New York. Söngur hennar hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda,“ segir í kynningu hljómsveitarinnar á tónleikunum. Dísella og Danzmayr í kvöld FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 258. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Stúlknalandsliðið í hópfimleikum hafnaði í þriðja sæti í undanúrslitum á EM í Lúxemborg í gærkvöldi og tryggði sér sæti í úrslitum með sannfærandi hætti. Blandað lið ungmenna komst einnig áfram í úrslitin í gær sem og drengjalið Íslands. »46 Öll íslensku liðin komust í úrslit ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ísland og Kanada fagna 75 ára stjórnmálasambandi þjóðanna í ár. Af því tilefni verður sendinefnd Kanada á árlegri ráðstefnu Hring- borðs norðurslóða, Arctic Circle, í Hörpu 13.-15. október óvenju fjöl- menn eða yfir 50 manns, þar á með- al háttsettir embættismenn, að sögn Jeannette Menzies, sendiherra Kan- ada á Íslandi. Jeannette fæddist og ólst upp í Winnipeg í Manitoba. „Bestu vinir mínir voru Vestur-Íslendingar,“ segir hún á íslensku og bætir við að Ted og Marjorie Árnason, þáver- andi bæjarstjórahjón á Gimli, hafi verið afi og amma leikfélaganna. Nágrannarnir í Winnipeg hafi verið með kanadíska og íslenska fánann í glugga hjá sér og stelpurnar hafi átt íslenskar þjóðbúningadúkkur. „Við lékum okkur með þær, ég fór oft til Gimli með foreldrum mínum og ís- lensku áhrifin í æsku hafa alla tíð fylgt mér síðan.“ Með aldrinum hafi hún fengið mikinn áhuga á norður- slóðum og vinna hennar í utanríkis- þjónustunni, sem hófst 2001, hafi tengst þeim að stórum hluta. Hjólaði hér á leið til Tyrklands Hlaup og hjólreiðar hafa verið Jeannette hugleikin alla tíð og með- al annars hjólaði hún víða um Nýja- Sjáland eftir að hafa búið í Ástralíu um hríð. Síðar vann hún hjá reið- hjólafyrirtæki og var leiðsögumaður í hjólaferðum í Frakklandi. „Ég taldi mig hafa himin höndum tekið í besta mögulega starfinu en fljótlega áttaði ég mig á því að ég vildi frekar hjóla ein míns liðs eða með einum ferðafélaga en í skipulögðum hópi.“ Því hafi hún sótt um í utanríkis- þjónustunni en haldið áfram að hjóla í frítímanum. Fyrsta opinbera starf Jeannette var í Tyrklandi og hún stoppaði á Íslandi á leiðinni þangað til þess að hjóla hringveginn. „Ég fékk vin- konu mína í Kanada til þess að hjóla með mér og við vorum þrjár vikur á leiðinni,“ rifjar hún upp. Þetta hafi verið í ágúst 2003, malarvegirnir verið erfiðir vegna mikilla rigninga en ekkert hafi stöðvað þær. „Fáir ferðamenn voru á ferðinni og við nutum hvers dags. Ég las Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness þegar við slöppuðum af og við sváfum í tjaldi á nóttunni. Við sáum enga aðra hjól- andi ferðalanga og ég held að sum- um íbúum hafi þótt við frekar skrýtnar!“ Í íslenskunámi Árlega utanvegahlaupið The Puff- in Run, Lundahlaupið, fór fram í Vestmannaeyjum í maí. Jeannette tók þátt í því og segir það einn af hápunktum Íslandsdvalarinnar. „Ég nýt þess að hlaupa úti í náttúrunni og það er góð æfing, en ég er ekki í neinni keppni, hleyp bara ánægj- unnar vegna og hlaupið var sérlega skemmtilegt – ekki síst vegna þess að það var engin rigning,“ segir hún. Jeannette tók við embættinu í janúar 2021 og er fyrsti sendiherra Kanada á Íslandi frá Manitoba. „Þetta er einn fárra staða í heim- inum þar sem fólk veit hvaðan ég er þegar ég segist koma frá Winnipeg eða Manitoba, því Íslendingar tengja svo vel við fylkið.“ Hún byrj- aði að læra íslensku nokkrum mán- uðum áður en hún flutti til Reykja- víkur og hefur haldið náminu áfram síðan. „Málið er fallegt en erfitt en ég get notað kunnáttuna í Manitoba þegar ég hitti þar fólk af íslenskum ættum sem skilur íslensku. Þá get ég sagt: Ég hef komið til Íslands nokkrum sinnum. Í fyrsta skiptið, 2003, hjólaði ég hringveginn. Það var skemmtilegt en mjög erfitt.“ Sjálfstætt fólk á hjóli á hringvegi landsins - Jeannette Menzies fyrsti sendiherra á Íslandi frá Winnipeg Á hringveginum 2003 Jeannette Menzies lét rigninguna og misslæma mal- arvegina ekki á sig fá í þriggja vikna hjólaferð á leið til Tyrklands. Frá Winnipeg Jeannette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.