Morgunblaðið - 16.09.2022, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. S E P T E M B E R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 217. tölublað . 110. árgangur .
SÖNGLEIKUR
MEÐ MIKLA
DÝPT
BÖRN
KENNIR MÖMMUTÍMA OG
HEFUR ÓÞRJÓTANDI
ÁHUGA Á KVENLÍKAMANUMSEM Á HIMNI 28
Sprengjugerð meðal ungmenna á
Selfossi er vaxandi vandamál og
þurfti lögregla ásamt slökkviliði að
grípa til aðgerða vegna sprengju
sem skilin hafði verið eftir á mótum
Tryggvagötu og Engjavegar í gær.
Óttast var að sprengjan gæti
sprungið á hverri stundu og tókst
loks að eyða henni með öflugri
vatnsbyssu og róbóta tæpum tveim-
um klukkustundum síðar.
Garðar Már Garðarsson, aðal-
varðstjóri hjá lögreglunni á Suður-
landi, segir vandamálið útbreitt og
uppskriftin að umræddri sprengju
gangi manna á milli í netmiðlum.
„Verslunareigendur hafa líka ver-
ið að hafa samband við okkur, þar
sem þeir eru að tilkynna okkur að
ungmenni séu að kaupa þessa hluti,
því þetta eru efni sem unglingar
kaupa almennt ekki,“ segir Garðar.
Spurður hvort komið hafi til tals
að takmarka aðgang unglinga að
efnunum svarar hann játandi.
„Já, það er í vinnslu núna. Ekki
kannski úr sölu, en að þau séu undir
eftirliti. Séu ekki seld hverjum sem
er.“ Sprengjurnar sem um ræðir
eru verulega öflugar og springi þær
getur fólk misst útlim, fari illa.
Garðar segir að einna helst sé um
að ræða krakka á fyrstu stigum
framhaldsskóla, sem líklega teygi
sig niður í grunnskólaaldurinn.
„Þetta er svolítið snúið. Þetta eru
efni sem seld eru í matvöruversl-
unum og ekkert sem bannar fólki að
kaupa þessa hluti. Aðalatriðið er að
upplýsa foreldra vel og fá þá til
samstarfs og skólana.“
Sprengjan inniheldur einnig æt-
andi efni sem geta skaddað andlit.
„Þetta er bara tímasprengja eftir að
búið er að blanda þetta,“ segir
hann. Enn sem komið er hefur ekki
verið tilkynnt um slys af völdum
sprengjanna. „En við höfum fengið
tilkynningu um að það hafi staðið
tæpt.“
Varðandi refsiramma í kringum
sprengjur sem þessar segir Oddur
að strangt til tekið sé um að ræða
sprengjugerð, sem sé vopnalaga-
brot. Kasti einhver sprengjunni geti
orðið eignaspjöll og hugsanlega lík-
amsárás með vopni. „Þannig að
þetta getur alveg undið upp á sig.“
Sprengju eytt með
vatnsbyssu og róbóta
- Stórhættulegar sprengjur - Sprengjugerð vopnalagabrot
Morgunblaðið/Sigmundur
Hætta Eftir tæpa tvo tíma tókst að
eyða heimatilbúnu sprengjunni.
Margur Íslendingurinn sem kominn er af því
allra léttasta minnist Heiðlóukvæðis Jónasar
Hallgrímssonar úr hinum eftirminnilegu og
fagurbláu Skólaljóðum þeirra Kristjáns J.
Gunnarssonar og Halldórs Péturssonar sem
teiknaði listilegar myndir við ljóðin.
Ríkisútgáfa námsbóka gaf út af myndug-
leik. Var þá ekki örgrannt um að barnshjart-
anu þætti miskunnarlaust kveðið í ljóði sem
hófst í upphafinni fegurð þar sem ljómaði sól
um himinbaug en lyktaði með að ungar sögu-
hetjunnar urðu svörtum hröfnum að bráð.
Fjörur gengnar í Gróttu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Maðkinn tínir þrátt um byggð eða flugu fríða
Tvö ferðaþjónustufyrirtæki gagn-
rýna Vatnajökulsþjóðgarð fyrir að
veita ekki svör við fyrirspurnum um
leyfisveitingar er varða bátasigl-
ingar á Jökulsárlóni. Annað fyrir-
tækið hefur beðið mánuðum saman
eftir svörum en fær ekki svar við því
hvort leyfi fáist árið 2023 til siglinga.
Samkvæmt upplýsingum frá sett-
um þjóðgarðsverði eru tekjur hins
opinbera af umsvifum á lóninu afar
takmarkaðar eða um 5,8 milljónir á
þessu ári. Gera má ráð fyrir að sú
upphæð sé brotabrot af veltu fyrir-
tækjanna tveggja sem hafa heimild
til þess að sigla á lóninu.
Vatnajökulsþjóðgarður hefur ekki
hleypt fleiri en þessum fyrirtækjum
að lóninu með þeim rökum að bíla-
stæði og annar aðbúnaður við lónið
séu nú þegar fullnýtt. Verið sé að
skoða málið í heildarsamhengi. » 12
Litlar
tekjur af
lóninu
- Gagnrýna einokun
á Jökulsárlóni
_ Unnið er að undirbúningi
breyttrar sorphirðu í Reykjavík og
samræmingu á höfuðborgar-
svæðinu öllu.
Nýtt flokkunarkerfi sorps fyrir
Reykjavík hefur verið lagt til í um-
hverfis- og skipulagsráði Reykja-
víkurborgar og tekur gildi á næsta
ári, verði það samþykkt.
Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir
að allt heimilissorp verði flokkað í
fjóra flokka.
Flokkarnir verða pappír, plast,
lífrænn eldhúsúrgangur og blandað
sorp og eiga tunnur fyrir alla
flokka að vera við öll íbúðarhús. Þó
ætla sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu að fara mismunandi leiðir
við sorphirðu frá sérbýlum. »4
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sorp Unnið hefur verið að samræmingu
sorpflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Flokkað í fernt á höf-
uðborgarsvæðinu