Morgunblaðið - 16.09.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.09.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022 „Nú vakna ég útsofinn og hvíldur“ Skúli Sigurðsson EKKI LÁTA BLÖÐRUNA STOPPA ÞIG! Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. ™ Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um orkupakka 3, þvert ofan í ótvíræðar yfirlýsingar á þingi, var dapurleg og óskiljanleg. - - - Hann hefur því misst trúverðugleika í málinu. - - - Bjarni Jónsson rafmagnsverk- fræðingur bendir á að nú, þegar ESB í öllum sínum orkuvandræðum reynir að opna á orkupakka 4, hafi Miðflokkurinn í Noregi, stjórnarflokkur, samþykkt að leggjast gegn innleiðingu þess- arar orkulöggjafar. - - - Yfirlýsing í málinu frá Sjálfstæðisflokki, þótt hún kæmi, yrði lítils virði eftir kollhnís- inn síðast. - - - En nú mun norski Verka- mannaflokkurinn (Ap) hafa áttað sig á að skilyrði fyrir undir- lægjuhættinum síðast hafi ekki verið efnd. - - - Sá flokkur ræður mestu í núver- andi ríkisstjórn Noregs. - - - Undarlegt hjal framkvæmda- stjóra hjá Landsvirkjun ný- verið um sæstrengstengingu var út í loftið. - - - Eins og Bjarni bendir á „er nú miklu meiri spurn á Íslandi eftir raforku en framboð, og þann- ig mun staðan fyrirsjáanlega verða allan þennan áratug“. - - - Þegar af þeirri ástæðu er tómt mál að tala um að tengja raf- orkukerfi landsins við útlönd. Bjarni Jónsson Óhjákvæmilegt að orkupakka saman STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sprotafyrirtækið Marea hlaut Blá- skelina í ár. Verðlaunin eru veitt af umhverfis-, orku- og loftslagsráðu- neytinu fyrir framúrskarandi plast- lausa lausn og gott fordæmi. Guð- laugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra afhenti Julie En- causse, stofnanda og framkvæmda- stjóra Marea, verðlaunin í gær á málþinginu Plastvandinn – þetta reddast? sem er hluti af átakinu Plastlaus september. Marea hlaut verðlaunin fyrir þró- un á náttúrulegri filmu úr þörunga- hrati sem ætluð er fyrir grænmeti og ávexti. Varan virkar þannig að efn- inu er úðað á áðurnefnd matvæli. Við það myndast filma á yfirborðinu sem ver matvæli gegn skemmdum og eykur geymsluþolið. Því dregur notkun filmunnar bæði úr plast- mengun og matarsóun. Filmuna má svo borða eða hreinsa hana af með því að skola matvælin. Enginn óþarfa úrgangur myndast því við notkun vörunnar. „Það að fá hvatningu frá stofnun- um sem eru á bak við Bláskelina og fagfólkinu sem tók þátt í dómnefnd- inni er afar þýðingarmikið og það segir okkur að við erum allavega að vinna í rétta átt,“ er haft eftir Julie Encausse, stofnanda og fram- kvæmdastjóri Marea, í tilkynningu. Marea hlaut Bláskelina í ár - Plastlaust efni sem úðað er á matvæli - Minni matarsóun og plastmengun Verðlaun Framkvæmdastjóri Mar- ea segir verðlaunin þýðingarmikil. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ætlar að bjóða sig fram til for- seta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins sem fer fram í lok október. Þetta staðfesti Ragnar í samtali við mbl.is. Hann tilkynnti stjórn VR um ákvörðun sína í fyrra- kvöld og starfsfólki í gærmorgun. Ef hann nær kjöri stígur hann til hliðar sem starfandi formaður VR en mun þó, með stuðningi stjórnar og samninganefndar, leiða kjara- viðræður félagsins þangað til í mars á næsta ári, en þá verður kosið um nýja stjórn VR. Nái hann kjöri segir hann mark- miðið vera að sameina og styrkja sambandið og gera það að því afli sem því var ætlað að vera. Ragnar hefur verið mjög gagn- rýninn á forystu ASÍ og Drífu Snæ- dal, fyrrverandi forseta. Í samtali við mbl.is í febrúar á þessu ári sagði hann eitraðan kúltúr þrífast innan ASÍ sem aldrei væri hægt að losna við. Spurður hvernig hann ætli upp- ræta þennan kúltúr, segir hann að vel hafi gengið að ná hópnum innan VR saman sem þó hafi oft verið sundurleitur. „Ég er búinn að kanna jarðveg- inn, hvort fólk sé tilbúið að gera at- lögu að því að styrkja sam- bandið og efla með annarri að- ferðafræði en hefur verið gert og þar skiptir langmestu máli sú ákvörðun Kristjáns að gefa kost á sér sem fyrsta varafor- seta,“ segir Ragnar og á þar við Kristján Þórð Snæbjarnarson, for- mann Rafiðnaðarsambands Íslands og starfandi forseta ASÍ. Ragnar telur að lykilöfl innan sambandsins séu sammála um að gera þurfi breytingar. Hann kannaði stuðning við framboð sitt innan aðildarfélaga ASÍ áður en hann tók ákvörðun um framboð. „Ég held að það sé breiður stuðn- ingur við að slíðra sverðin og efla sambandið. Það verður svo að koma í ljós hvort ég hef stuðning til þess.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hyggst bjóða sig fram til að verða 3. vara- forseti ASÍ og sagðist í færslu á Facebook í gær styðja Ragnar Þór í embætti forseta ASÍ. Ragnar býður sig fram til forseta ASÍ - Vilhjálmur vill verða 3. varaforseti Ragnar Þór Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.