Morgunblaðið - 16.09.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.09.2022, Qupperneq 10
Lífshamingja og auðlegð í ríkjum heims Árið 2022 Heimildir: World Happiness Report og Credit Suisse Haítí Lesotho Sierra Leone Malaví Zambía Togo Tsjad Lýðv. Kongó Efri Volta Úganda Madagaskar Níger Mozambique Gambía Kongó Kamerún Gínea Eþíópía Nígería Tanzanía Botswana Líbanon Jórdanía Sri Lanka Egyptaland Kenýa Túnis Írak Íran Úkraína Nepal Filippseyjar Argentína Víetnam Kólumbía Brasilía Nicaragua Rússland Indónesía Venezúela Tyrkland Albanía Búlgaría Mexíkó Taíland Kazakhstan Hvíta Rússland Kína Dóminíska lýðv. Máritíus Svartfjallaland Króatía Pólland Furstadæmin Tékkland Slóvakía Portúgal Grikkland Suður-Kórea Japan Hong Kong Spánn Katar Singapore Ítalía Austurríki Bandaríkin Þýskaland Ísrael Finnland Svíþjóð Frakkland Bretland Belgía ÁstralíaNýja Sjáland Kanada Noregur Danmörk Holland Sviss Lúxemborg Ísland Taívan Malasía Bangladesh Suður Súdan Afganistan Indland Ghana Pakistan Búrma 8 7 6 5 4 3 2 AUÐ L EGÐ Á HVERN FU L LORÐ I NN Í BÚA H A M IN G J U E IN K U N N $500 $1.000 $5.000 $10.000 $50.000 $100.000 Fátæk og sæl Fátæk og vansæl Rík og sæl Rík og vansæl Lógarytmískur kvarði Það er á þessu bili lægri miðtekna, semmestur munur er á lífshamingju þjóðanna að jafnaði. Stríðsástand og upplausn hefur leikið Afgani grátt. Náttúruhamfarir, óöld og efnahagsþrot gerðu Haítí að vansælasta ríki heims. Innanlandsófriður, efna- hagsörðugleikar og spreng- ingin í Beirút gerðu Líbani vansælli en búast mætti við af ríkidæmi þeirra. Lífshamingja á Indlandi er miklu minni en vænta mætti af auðlegðinni í þessu fjölmennasta lýðræðisríki heims, en henni er óneitanlega mjög misskipt. Hong Kong-búar hafa orðið ört vansælli eftir því sem kommúnistastjórnin í Peking hefur hert tökin. Tékkar una talsvert sælli við sitt en ætla mætti af auðlegð og samanburði við nágrannalönd. Þó fátækt sé talsverð í Brasilíu virðist lífshamingjan nokkuð almenn. Auðsæld í Kína hefur aukist mikið og hratt, en vansældin er talsverð. Fátækt og vansæld eru almennust í löndum Afríku. Hamingja og auðsæld eru mest í vestrænum ríkjum. Andrés Magnússon andres@mbl.is Ísland getur enn og aftur talist best í heimi ef litið er til mælinga á ham- ingju fólks og efnalegrar velferðar þess. Það finnast ögn sælli þjóðir og einnig ögn ríkari, en á Íslandi næst jafnbestur árangur á báðum svið- um, eins og sjá má á myndritinu að ofan, þar sem Ísland er efst til vinstri. Sagt er að hamingja sé ekki föl fyrir peninga, en samt sem áður er ótvíræð fylgni milli auðlegðar þjóða og lífshamingju þeirra. Varla er til- viljun að þar eru traust, vestræn lýðræðisríki efst á blaði og saman í hnapp. Fylgnin er ekki á eina lund. Sums staðar er hamingjan í hlutfalli við efnaleg gæði mun minni en annars staðar. Hneigðin er hins vegar ein- dregin í þá veru, að vansældin er mest í fátækustu ríkjum heims, þar sem óvissan um framtíðina er mest, hvort menn hafi til hnífs og skeiðar, hafi þak yfir höfuðið eða búi við öruggt stjórnarfar. Undanfarin ár hefur í auknum mæli verið horft til velsældar í sam- anburði ríkja, þar sem áður var látið duga að horfa á kaldar tölur lands- framleiðslu eða ámóta hagvísa. Þar dugir ekki að horfa til skoðanakann- ana um uppgefna lífsánægju fólks, heldur þarf að líta til fleiri þátta eins og tekjujöfnuðar, heilbrigðis, barnadauða og lífslíkna, glæpatíðni, spillingar, samfélags og fjölskyldu, athafnafrelsis, stjórnfestu og friðar, jafnvel mælanlegra sálrænna þátta. Undanfarin tíu ár hefur verið tekin saman hamingjuskýrslan World Happiness Report, þar sem þetta er einmitt gert. Þar er Ísland í 3. sæti í ár, en hefur verið í 2. til 4. sæti mörg undanfarin ár og önnur nor- ræn lönd jafnan efst á blaði. Þegar jafnframt er litið til mats greiningardeildar svissneska bank- ans Credit Suisse á jafnaðarauðlegð heimila í einstökum ríkjum heims, þar sem litið er til eignastöðu 2021, sést að þar eru Íslendingar einnig í fremstu röð með 337.787 banda- ríkjadali í hreina eign á hvern full- orðinn. Ísland er raunar „aðeins“ í 14. sæti, en á undan eru mörg lönd á borð við Liechtenstein, Mónakó og Bermúdaeyjar, þar sem óvenju- margir alþjóðlegir milljarðamær- ingar fá póstinn sinn en svo háttar ekki á Íslandi. Velsæld mest í heimi á Íslandi - Lífshamingja og auðlegð í jafnvægi 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.