Morgunblaðið - 16.09.2022, Side 12

Morgunblaðið - 16.09.2022, Side 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. september 2022, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. september 2022 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. september 2022, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verð út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. september 2022 Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Síminn náði í gærmorgun samkomu- lagi við franska fjárfestingasjóðinn Ardian um kaup þess síðarnefnda á dóttufélagi Símans, Mílu. Samhliða því var undirrituð sátt á milli Ardian og Samkeppniseftirlitsins (SKE), sem felst í því að stofnunin samþykkir viðskiptin með tilteknum skilyrðum. Eins og Morgunblaðið hefur ítarlega fjallað um hafði SKE sett sig upp á móti viðskiptunum þar sem stofnunin taldi að þau myndu raska samkeppni. Sú andstaða byggðist meðal annars á athuga- semdum Ljósleiðarans, sem er opin- bert fyrirtæki í samkeppni við Mílu. Heildarvirði viðskiptanna er nú 69,5 milljarðar króna, sem er 8,5 milljörðum króna minna en upphaf- lega var gefið upp þegar tilkynnt var um söluna fyrir tæpum 11 mánuðum. Í tilkynningu frá Símanum til Kaup- hallar í gærmorgun kom fram að heildarvirði viðskiptanna hefði lækk- að í ljósi skilyrða SKE. Samningur styttur enn frekar Eitt helsta ásteytingarmál SKE vegna viðskiptanna var einkasölu- samningur á milli Símans og Mílu, sem felur í sér kaup Símans á þjón- ustu Mílu, sem upphaflega átti að gilda í 20 ár. Síminn og Ardian höfðu áður náð samkomulagi um að lækka kaupverðið um fimm milljarða og stytta gildistíma samningsins um þrjú ár, niður í 17 ár, til að mæta at- hugasemdum SKE. Það dugði þó ekki og nú hefur kaupverðið sem fyrr segir verið lækkað um 3,5 milljarða króna til viðbótar en auk þess hefur samningurinn verið styttur um tvö ár, og gildir nú í 15 ár. Síminn fær um 33 milljarða króna greidda í reiðufé í lok september, og um 17,5 milljarða króna í formi skuldabréfs til þriggja ára. Þá tekur Ardian yfir fjárhagslegar skuldbind- ingar Mílu sem eru nú að andvirði um 19 milljarða króna. Þegar upp- haflega var tilkynnt um kaupin, í nóvember í fyrra, var gert ráð fyrir að Síminn fengi um 44 milljarða króna í reiðufé. Míla Salan hefur tekið ellefu mánuði, þar af sjö mánuði í meðförum SKE. Söluverðið lækkaði um 8,5 milljarða - Gengið frá kaupum Ardian á Mílu ekkert,“ segir Sigurður. South East ehf. er annað fyrirtækið sem kvartar sáran undan samskiptum við þjóðgarðinn. Í viðtali í Dag- málum sem birt var í gær á mbl.is sagði Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures, að þjóðgarðurinn svaraði í engu beiðni fyrirtækisins um að fá að gera út rafknúinn og umhverfis- vænan bát á lóninu. Tækið, sem fjárfest hafi verið í, liggi því ónotað og án tekna í geymslu í Þýska- landi. Barst í almennt pósthólf Ingibjörg Halldórsdóttir, settur þjóðgarðsvörður, segir að umsókn Arctic Adventures hafi ekki borist fyrr en 30. ágúst síðastliðinn „í al- mennt pósthólf þjóðgarðsins. Þar sem spurst var fyrir um hvaða gögn þurfi að fylgja umsókn sem fyrirtækið áformi að senda inn. Svar við þeirri fyrirspurn er í vinnslu og verður svarað á næstu dögum,“ sagði í svari Ingibjargar. Hún segir að önnur fyrirtæki en þau sem nú hafi heimild til siglinga á Jökulsárlóni hafi sýnt áhuga á að Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ferðaþjónustufyrirtækið South East ehf. segist ekki fá efnislega meðferð á umsókn um heimild til siglinga á Jökulsárlóni. Fyrirtækið hafi þann 26. apríl síðastliðinn sótt um heimild til Vatnajökulsþjóð- garðs til þess að gera út tvo zodiac- báta næsta sumar, þ.e. 2023. „Við uppfyllum öll skilyrði sem þjóðgarðurinn setur um samstarfs- samning,“ segir Sigurður Guð- mundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Eftir nokkra eftirgangsmuni í lok ágústmánaðar fengu forsvars- menn fyrirtækisins þau svör frá þjóðgarðinum að ekkert væri að frétta af stöðu mála. „Í því svari frá Ingibjörgu Hall- dórsdóttur, lögfræðingi þjóðgarðs- ins [og nú settum þjóðgarðsverði], segir meðal annars: „Til að tryggja samræmda og vandaða stjórnsýslu hefur þjóðgarðurinn skilgreint verklag við meðferð slíkra umsókna …“. Við teljum það ekki vandaða stjórnsýslu að svara svo gera út á svæðinu. Hins vegar hafi ekki verið unnt að verða við því þar sem ekki sé búið að ráðast í upp- byggingu sem aukið umfang starf- semi og tilfærsla athafnasvæðisins krefjist. Skýrsla var unnin fyrr á þessu ári sem varðar stöðuna á Breiða- merkursandi. Þar kemur fram að unnið sé að framtíðarskipulagi fyr- ir svæðið í kringum Jökulsárlón. „Meðal þess sem unnið er að er sviðsmyndagreining/fýsileika- könnun fyrir fjármögnun og fyr- irkomulag uppbyggingar og rekstrar á svæðinu annars vegar og fyrirkomulag úthlutunar að- stöðu og/eða leyfa til atvinnurekst- urs hins vegar,“ segir Ingibjörg. Í svari frá henni kemur fram að tvö fyrirtæki greiði nú til þjóð- garðsins aðstöðugjald vegna bíla- stæðanna við lónið. Það séu fyrir- tækin Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. sem greiði á þessu ári 3.903.265 kr. og fyrirtækið Ice- lagoon sem greiði 1.932.463 kr. Ábatasöm starfsemi Eru þessar greiðslur samnings- bundnar og verðtryggðar. Þær byggjast á samningum við fyrri landeigendur en ríkissjóður keypti jörðina Fell og þar með Jökuls- árlón fyrir rúma 1,5 milljarða króna. Árið 2019 skilaði Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. eigendum sín- um 342 milljóna króna hagnaði. Ice Lagoon skilaði á sama ári hagnaði sem nam 32,9 milljónum króna. Fleiri sakna svara frá þjóðgarðinum - Starfandi þjóðgarðsvörður segir verklagsreglur í vinnslu - Aðstaða við Jökulsárlón sé fullnýtt Jökulsárlón Náttúruvættið sækja hundruð þúsunda ferðamanna á ári hverju. Morgunblaðíð/Ásdís 16. september 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 139.84 Sterlingspund 161.51 Kanadadalur 106.02 Dönsk króna 18.785 Norsk króna 13.815 Sænsk króna 13.087 Svissn. franki 145.34 Japanskt jen 0.9764 SDR 181.42 Evra 139.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.4129

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.